Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 23

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBÉR 1994 23 LISTIR Loftur — hinn mjúki LEIKLIST Borgarlcikhúsið ÓSKIN Höfundur: Jóhann Sigurjónsson. Leikgerð, ieiksljórn og búningar: Páll Baldvin Baldvinsson. Leik- mynd: Stígur Steinþórsson. Hljóð- mynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Lýs- ing: Lárus Björnsson. Þjálfun: Arni Pétur Guðjónsson. Frumsýning 10. september. ÞAÐ ER í myrkrinu, sem hann finnur fótfestu og öryggi, Galdra- Loftur. Án aðstoðar megnar hann ekki ljósið. Vegvilltur í metnaðar- lendum föður síns, krefst hann valds, utan og ofan við menn og líf; hann vill eiga og ráða yfir valdi myrkursins. Hann kann enga aðra leið; tekur það sem hann vill fá, fær það sem hann vill, hvort sem það er vinátta, virðing, loforð, bæk- ur eða konur. Finnur mátt sinn vaxa og heimtar meira, veit ekki að hann hefur gengist á hönd sjálf- seyðingarhvöt sinni; þegar hann hefur eytt allri von og öllu ljósi úr lífi sínu, er lífi hans lokið. Það er hinn eilífi ástarþríhyrn- ingur sem er öxullinn í leikritinu um Galdra-Loft. Þegar hann hefur tælt vinnukonuna, Steinunni, til fylgilags við sig, verður hún eins lítils virði og allt annað verður þeg- ar hann hefur fengið það og hann vill meira. Biskupsdóttirin, Dísa, er ung, björt, hrein og saklaus og passar ekki einungis við framtíðar- áætlanir Lofts, heldur felur hún í sér ljósið, sem hann álítur nógu sterkt til að verða sér til björgun- ar. Hann er skíthræddur sjálfur við þá stigu sem hann er að feta en ætlar þó síður en svo að snúa til baka. Það er einmitt vegna Dísu sem hann þorir að halda áfram leit sinni að mætti myrkursins. Hún á að verða ljósið sem verndar hann, skjólið þegar hann gengur of langt. Með hlutverk Lofts fer Benedikt Erlingsson og er þetta hlutverk hans fyrsta, eftir að hann útskrif- aðist úr Leiklistarskóla íslands. Það fór ekki á milli mála í Nemendaleik- húsi síðastliðið ár, að hér er á ferð- inni mjög efnilegur leikari, sem hefur gott vald á meginverkfærum sínum, rödd og líkama. Hins vegar er það svo að lögnin á Lofti er svo sérkennileg að nánast engir af hin- um miklu kostum Benedikts njóta sín. Loftur, þessi demón, sem er í senn ómótstæðilegur og fráhrind- andi, heillandi og ógeðfelldur; per- sónuleiki sem tekur stórar sveiflur og heldur öllum í heljargreipum eyðingarhvatar sinnar og valda- græðgi sem þróast yfir í mikil- mennskubijálæði - er bara ekkert af þessu. Hann er eins og væluleg pissudúkka; lítil fordekruð rófa og hefur leikstjórinn Iátið algerlega hjá líða að nýta þá hæfni, sem Benedikt hefur til túlkunar á til- finningasveiflum til að gæða Loft einhveijum lit. Hann er langt frá því að vera sannfærandi í höfnun sinni og skeytingarleysi gagnvart Steinunni, engan veginn nægilega örvæntingarfullur í viðleitni sinni til að halda í Dísu og þróun hans yfir í þá sturlun sem hefur heltekið hann þegar hann fer í særingaleið- angurinn í kirkjuna er ekki til stað- ar. Hann er of einhliða, polllygn og mjúkur. Þetta er þeim mun hrikalegri misgáningur af leikstjór- ans hálfu, að tveir aðrir leikarar í sýningunni fylla feikilega vel út í sínar persónur, kafleika Loft, og hann tapar fókus. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Steinunni og þrátt fyrir ört vaxandi styrk hennar á sviði síðastliðin ár, er ekki ijarri lagi að kalla frammi- stöðu hennar hér leiksigur. Ástleitni Steinunnar er ljúf og undirgefin. Það aðdráttarafl sem Loftur hefur fyrir hana er hrópandi augljóst af leik Sigmnar Eddu. Stigmagnandi örvænting hennar og reiði svo vel unnin að unun er á að horfa. Sigrún Edda fetar tilfínningaskalann á ’nárnákvæman hátt og nærvera hennar á sviðinu er svo sterk að aðrir falla í skuggann. Ellert A. Ingimundarson leikur Ólaf, vin Lofts og þann mann, sem elskar Steinunni og hefur séð til þess að hún fengi stöðu vinnukonu á biskupssetrinu. Um leið og Ellert stígur inn á sviðið, í gervi Ólafs, fölnar Loftur. Ellert hefur verið nokkuð þokkalega nýttur á sviði Borgarleikhússins síðastliðin ár - en aðallega í hlutverkum ung- menna. Það kom því hressilega á óvart að sjá Ellert ganga inn á sviðið, karlmannlegan og sterkan og ná að túlka heilsteypta persónu; sem er tilfinninganæm, opin og sterk. Hlutverk Olafs er það lang- besta sem ég hef séð Ellert gera og er raddbeiting hans og önnur tjáning svo breytt frá því sem maður á að venjast að það er eins og þar fari ekki sami maður. Það er óhemju gleðilegt að sjá leikara taka framförum í svona stórum stökkum og tilhlökkunarefni að fylgjast með framhaldinu. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur SIGRÚN Edda Björnsdóttir og Benedikt Erlingsson í hlut- verkum Steinunnar og Lofts. Dísu, dóttur biskups. Eins og Bene- dikt, útskrifaðist hún úr Leiklistar- skóla íslands í vor, þar sem Ijóst var að hún gæti átt glæsilegan feril í vændum. Ekki verður sagt að mikið reyni á hana í hlutverki Dísu, sem er bara ljúf og góð og svo pínulítið hrædd, enda skilaði Margrét hlutverkinu vansalaust. Það er hins vegar með Dísu eins og Loft, persónan er lítt áhuga- verð, eins og hún birtist hér. Theodór Júlíusson leikur ráðs- manninn, föður Lofts, og hefur ein- hvern veginn týnt grensunum; kjagaði um sviðið, stórkarlalegur og stynjandi og urrandi út úr sér textanum eins og tugir metra væru í næsta áhorfanda. Dálítið pínlegt, þar sem hann átti bara að vera að tala við son sinn, sem var staddur í sama herbergi. Hvar var leikstjór- inn eiginlega þegar Theodór mætti á æfingar? Árni Pétur Guðjónsson ieikur blinda ölmusumanninn, sem mælir til Lofts þá einu visku, sem gæti hjálpað honum í lífinu - en fer auðvitað fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Þetta er lítið hlutverk, sem Árni Pétur skilaði mjög vel; hver hreyfing var unnin af stakri nákvæmni, raddbeiting mjög góð, sem og textaflutningur. íslenskan varð svo falleg í munni hans. Samspil leikmyndar og lýsingar er einstaklega vel heppnað í sýning- unni. Hið hátimbraða umhverfi, sem lokar persónurnar inni í óbæri- legu návígi svo að útgönguleiðirnar eru nánast ósýnilegar holur, fellur vel að verkinu. Látleysið er fallegt og einfaldar lausnir, á borð við það þegar stofa Lofts og föður hans breytist í kirkju, voru mjög skemmtilega hugsaðar. Hljóðmyndin gefur sýningunni mjög sterkan blæ, litar hana mörg- um þeim tilfinningum, sem ekki eru til staðar í túlkun og nær á köflum að breiða yfir misfellur. Leikstjórnin er gloppótt, eins og ljóst má vera að framansögðu. Það er lítið í sjálfu sér við leikgerðina að athuga en vinnu með leikurum er dálítið ábótavant. Verkið er að mestu leyti samsett af díalógum, það er að segja tveimur persónum á skrafi, og það með góðan texta, sem kemst vel til skila. Hins vegar er ekki nægileg hreyfing á sviðinu. Persónurnar eru of staðar (nema Steinunn) og þagnir lítið nýttar. Sýninguna skortir því þá spennu, sem hlýtur að vera í kringum per- sónu eins og Loft. Það er of lítil áhætta tekin í túlkun alla jafna og framvindan verður dálítið lygn. Á móti kemur mjög skýr textaflutn- ingur. Það fer ekki eitt einasta orð framhjá manni - og það er vissu- lega kostur. Súsanna Svavarsdóttir URVAL NOTAÐRA BILA Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar NISSAN PRIMERA 2000, árg. ‘92, sjálfsk., 4 d., vínrauður, ek. 23 þús. km. Verð 1.390 þús. TOYOTA COROLLA GL 1300, árg. ‘92, 5 gíra, 4 d., grár, ek. 38 þús. km. Verð 920 þús. HYUNDAI ELANTRA 1600, árg. ‘93, sjálfsk., 4 d., blár, ek. 20 þús. km. Verð 1.180 þús. TOYOTA COROLLA 1300, árg. ‘92, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 32 þús. Verð 920 þús. LADA SAMARA 1500, árg. ‘92, 5 gíra, 4 d., rauður, ek. 9 þús km. Verð 520 þús. DAIHATSU FEROZA 1600, árg. ‘89, 5 gíra, 3 d., blár/grár. Verð 790 þús. LADA STATION 1500, árg. ‘90, 5 gíra, 5 d., blár, ek. 60 þús. km. Verð 290 þús. MMC LANCER GL11500, árg. ‘91, 5 gíra, 5 d., grár, ek. 42 þús. km. Verð 980 þús. TOYOTA TOURING XL 1600, árg. ‘91, sjálfsk., 5 d., rauður, ek. 83 þ. km. Verð 1.040 þús. MMC GALANT 2000, árg. ‘90, 5 gíra, 5 d., grár, ek. 65 þús. Verð 1.070 þús. HYUNDAI SONATA 2000, árg. ‘92, 5 gíra, 4 d., grár, ek. 100 þús. km. Verð 1.020 þús. MMC LANCER 1500, árg. ‘89, sjálfsk., 4 d., hvítur, ek. 78 þús. km. Verð 690 þús. NISSAN SUNNY 1500, árg. ‘88, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð490 þús. NISSAN SUNNY 1400, árg. ‘92, 5 gíra, 4 d., grænn, ek. 63 þús. km. Verð 790 þús. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14. 1»> NOTADIR BIIAR _______814060/631200____ LADA LADA SPORT 1600, árg. ‘92, 3 d., hvítur, ek. 23 þús. km. Verð 590 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.