Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 29 vettvangi". Þessi voru orð Freysteins. Áfram má halda. Menn verða að „læra að lesa í landið" eins og Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur komst svo vel að orði, til að geta stjórnað því. Sigurður var þá einkum að huga að landinu sjálfu eins og t.d. óheftu mal- arnámi úr gíghólum með sína jarð- fræðilega einstöku sögu, en sem margur verktakinn lítur aðeins á sem góðan ofaníburð. Skuld- okkar til landsins á þessum vettvangi er víða nú þegar óbætanleg, og áfram er haldið. Þetta sjónarmið að „kunna að lesa í landið" sýnist einnig eiga við varðandi sókn íslendinga á fiskimið í Barentshafi. Menn verða að kunna og skilja náttúrufræðina - sköpunar- verkið, börn náttúrunnar - ekki síður en lögfræðina. Smugur - 200 sjómílur Greinarhöfundur telur veiðar Is- lendinga í Smugunni svonefndu í Bar- entshafi utan við 200 sjómílna mörkin að mörgu leyti eðlilega tilraun eins og málum er háttað. Þessum veiðum verður þó að stilla í hóf og stýra og ekki má gleyma því að veiddur er fisk- ur á kostnað sjómanna í Norður-Nor- egi og Rússlandi, þ.e.a.s. sjómönnum sem veiða á heimamiðum. Öðru máli virðist gegna um veiðar innan 200 sjómílna marka við önnur lönd, þá einnig við Svalbarða (eða Spitsbergen) og aðrar eyjar þar í kring, hvaða laga- túlkanir sem annars finnast um stöðu landsins. Á Svalbarða gilda norsk lög með norskri stjórnun síðan 1920. Þannig telja allar þær almennu handbækur og kortabækur, erlendar sem innlendar, sem höfundur hefur aðgang að, að Svalbarði lúti norskri stjórn, „tilheyri" jafnvel Noregi. Um það verður ekki deilt. Annars má e.t.v. þakka fyrir að Norðmenn og ekki t.d. Hollendingar ráði þarna löndum, þeir ásamt fleiri þjóðum Evrópu voru um- svifamiklir fyrr á öldum þarna norð- urfrá (hvalveiðar) eins og heiti landa og hafa bera með sér (Jan Mayen, Spitsbergen, Barentshaf). Að ekki er minnst á 200 sjómílna efnahagslög- sögu í Svalbarðasáttmála frá 1920 stafar væntanlega af því að sáttmál- inn er tilkominn svo löngu fyrir tíð 200 sjómílnanna. Á því máli var svo tekið af hálfu Norðmanna árið 1977. Norðmenn hafa þannig borið hitann og þungann af málum Svalbarða um m sjálf rgðá tingu Svæði það sem Svalbarða- sáttmálinn frá 1920 nær til F rans Jósefs- land Novaja Zemlja Smugan Svalbáröi Bjarnarey. RUSSL- Lofoten Ján Mayen Arkr-/ \ ISLAND FÆRKYJAR stríðs, en Þjóðveijum var í mun að styggja ekki Sovétmenn á þeim tíma, þótt annað yrði síðan upp á teningn- um. Eigi að síður lögðu Þjóðveijar yfirgefnar byggðir Norðmanna og Rússa á Svalbarða í rúst í stríðinu (1943) - Longyearbyen og Barents- burg. Bæði Rússar og Norðmenn end- urreistu svo byggðir sínar að loknu stríði sem var væntanlega stjórnmála- leg afstaða, sem m.a. var studd með kolanámi af beggja hálfu. GRÆN LAND Heimsmynd firá því um 500 fyrir Krist Táknrænn fyrir innhöf og úthöf. langt skeið. Hveijir svo hafa sam- þykkt og ekki samþykkt gerðir Norð- manna, þ.e.a.s. aðilar sem enga ábyrgð hafa borið á svæðinu, vegur ekki þungt í huga höfundar. Sá hefur lesið eilítið um Svalbarða eða Spits- bergen og eyjarnar þar í kring. Ekki verður ljóst af þeim lestri hver ís- lenska hefðin er til að byggja á réttar- stöðu. íslendingar urðu að vísu aðilar að Svalbarðasáttmála svo seint sem í vor sem leið eða eftir að veiðar þeirra hófust í Smugunni, en stór orð um réttarstöðu til fiskveiða virðast eigi að síður vitna um óskhyggju og sjálfs- blekkingu okkar Islendinga. Islend- ingar virðast taka sér „rétt“ með valdi til aukningar á lífsrými. Við virðumst nær því að líkjast Serbum með sína Stór-Serbíu í huga en friðsamlegri fiskveiðiþjóð á 100.000 ferkílómetra eyju í úthafmu, sem reyndar ræður yfír 758.000 ferkílómetra stóru haf- svæði á norðanverðu Norður-Atlants- hafí. Þessi samlíking við Serba er e.t.v. ekki fögur en nærtæk. Annað dæmi ónefnt var reyndar til betri vegar til lykta leitt í Berlín nýlega á nær 55. ársdegi frá upphafi heimsstyijald- arinnar síðari. Þorskurinn I Barentshafi Norðmenn lögðu hart að útgerð í landi sínu og þá ekki síst sjómönnum í Norður-Noregi á undanförnum árum til að minnka sókn í þorskstofninn í Barentshafi. Þorkstofninn var að hruni kominn, hrygningarstofninn hafði fallið úr 750 þús. tonnum í 250 þús. tonn á árunum 1960-1988 og ársafli hafði eftir þvi farið minnkandi úr milljón tonnum í 300-400 þús. tonn. Sóknin var svo skert um 70% á árunum fyrir 1990 og ársafli minnk- aði að sjálfsögðu eftir því í 200 þús. tonn. Átakið sagði að sjálfsögðu til sín í sjávarplássum í Norður-Noregi. En árangur lét heldur ekki á sér standa. Friðunin og bætt árferði í sjón- um skilaði vaxandi fiskstofni að nýju. Heildar árskvóti 1994 mun vera um 800.000 tonn. Eftir það sem á undan fór er ekki nema von að viðbrögð Norðmanna séu hörð gegn skyndileg- um veiðum Islendinga i Barentshafi. Þorskurinn í Barentshafi hrygnir við Lófót í Norður-Noregi og rekur seiðin þaðan norður í haf, sumpart í austur út af Rússlandsströndum og sumpart norður undir Svalbarða. Árferði eða útbreiðsla hlýsjávar úr Golfstraumn- um (Noregsstraumur) ræður miklu um rek seiðanna. Fiskurinn elst síðan upp á landgrunni Barentshafs næstu árin uns hann gengur aftur suður til Lófóts til hrygningar. Aðstæðum þarna norðurfrá má líkja við lífsferil íslenska þorsksins, sem hrygnir að mestu leyti í hlýja sjónum fyrir Suð- ur- og Vesturlandi og elst upp í kald- ari sjó fyrir Norður- og Austurlandi. Sum árin rekur seiðin frá hrygningar- slóð við ísland einnig til Grænlands, og skila sér svo aftur að hluta eftir kalli náttúrunnar sem hrygningarfísk- ur á Islandsmið. Vegna bágs ástands þorskstofns við Grænland og reyndar Island einnig er þess þó ekki að vænta í bráð. Rússar og Norðmenn Það eru ekki eingöngu Norðmenn, sem bera hag þorskstofnsins í Bar- entshafi fyrir bijósti, heldur einnig Rússar. Bæði löndin liggja að Barents- hafi í Norðurvegi. Reyndar deildu Rússar og Norðmenn löngum ásamt m.a. Svíum sem konungsherrum í Noregi 1814-1905, um yfirráð á Sval- barða. Norðmönnum var svo fengin stjórn landsins í hendur eftir heims- styijöldina fyrri eða 1920 eftir mikið samningaþóf fyrir og eftir stríðið. Á síðari árum kom Svalbarði ------- við sögu „kalda stríðsins" svonefnds, en samkvæmt samningunum frá 1920 mátti ekki lialda úti herliði norður þar. Var það sam- “ bærilegt t.d. við skilmála á Álandseyj- um í Eystrasalti, en þeir samningar rekja sögu sína allt til loka Napoleons- styijaldanna 1814. Eftir þeim skilmál- um var farið í heimsstyijöldinni síð- ari. Bæði Rússar og Norðmenn yfír- gáfu Svalbarða að mestu á þeim árum, en Þjóðveijar voru með tilburði til yfirtöku, en virtust þegar á reyndi virða samkomulagið frá 1920 eins og reyndar á Álandseyjum einnig. Kann það að vísu einnig stafa af samvinnu Þjóðveija og Sovétmanna í upphafi Að halda og sleppa Hvað sem öllu líður, lögum, hefð eða sögu, stríði og stjórnmálum, þá lýtur efni þessa máls nú, þ.e.a.s. fisk- veiðar íslendinga í Barentshafí, nátt- úrufræðilegum rökum. Fiskvemdar- sjónarmið eru það grundvallaratriði sem um ræðir, og í þessu máli ekki síst varðandi nærtækar auðlindir Norðmanna og einnig Rússa, sem eru í samræmi við stefnu íslendinga í langan tíma um fiskveiðar heima á íslandsmiðum. Reyndar fínnst höfundi lítið um alla aðra útúrdúra í málinu, hvort sem um ræðir mat íslendinga til réttinda eða harkaleg viðbrögð Norðmanna. Allt eru þetta aukaatriði, klippur og púðurskot, í samanburði við meginmálið, sem er norski eða arktíski þorskstofninn í Barentshafí, og einnig stefna íslendinga í langan tíma í hafréttarmálum, fískveiðimál- um. Síðasttalda atriðið virðist hafa brotlent eða beðið alvarlegt skipbrot. Allur flókinn málatilbúnaður í þeim efnum stoðar lítt til að bæta ímynd- ina. Viðhorfíð annaðhvort/eða var í sinni tíð vörn okkar og sókn gegn bæði/og viðhorfum andstæðinganna. Bæði að halda og sleppa virðist nú vera stefna íslendinga í hafréttarmál- um og fískverndarmálum. Að útgerðir og sjómenn reyni að bjarga sér þegar í óefni er komið skal óátalið, enda skiljanlegt. En sú málafylgja sem hæst ber á Islandi þessi misserin um veiðar í Barentshafí, með nokkrum undantekningum þó, virðist að miklu leyti koma frá mönnum sem þekkja lítt eða ekki sögu þorskastríðanna við ísland og málabúnað af íslands hálfu á alþjóðavelli. Þessi málabúnaður leiddi að lokum til sigurs íslendinga hvað varðar nýtingu strandrikis á nærtækum lifandi auðlindum á miðun- um við landið. Svo er ekki við aðra að sakast að við höfum ávaxtað okkar pund illa. Minnkandi þorskgengd á N orður-Atlantshafi Ástand þorskstofna á Norður-Atl- antshafí er reyndar ekki aðeins bágt á íslandsmiðum. Við Nýfundnaland og Grænland liggja veiðar alveg niðri, við ísland og Færeyjar gilda strangir kvótar og til skammms tíma voru miðin í Barentshafí í hættu. Of mikil sókn í sveiflugjömu árferði verður víðast um kennt. Einu gjöfulu miðin á Norður-Atlantshafi þessi misserin eru í Barentshafi. Fyrir að þakka er strangri friðun um 1990 samfara batnandi árferði í sjónum norður þar á sama tíma. í heild fyrir miðin í Norður-Atlantshafí minnkaði hrygn- ingarstofn þorsks um 75% á árunum 1960-1990, nýliðun um 67% og aflinn um 50%. Þetta dæmi gefur vísbend- ingu um ofveiði þar sem aflinn minnk- aði minna en hrygningarstofn og ný- liðun. Eins liggur Ijóst fyrir að á Is- landsmiðum hefur hrygningarstofni farið stöðugt hrakandi og er hann nú í sögulegu lágmarki. Hætta er á að þessi litli hrygningarstofn valdi ekki góðri nýliðun hvað sem árferði líður. Hvað er til ráða? Hvað er til ráða? Vart geta íslend- ingar hætt þorskveiðum um hríð eins og gert hefur verið við Nýfundnaland og Grænland, né heldur minnkað ----------- sóknina í sama mæli og gert var í Barentshafi um 1990. Annars er margt sem bendir til þess að sú verði raunin einnig hér við land “““ áður en lýkur nema á verði tekið. Veiðar Islendinga á fjarlægum miðum eins og í Barentshafi eru glögg merki ástandsins á íslandsmiðum. Samvinnu er þörf. Með 200 sjómílna efnahagslögsögu breyttist ýmislegt varðandi fiskirannsóknir. Ándstætt veðurfars- og hafrannsóknum, sem ekki þekkja nein slík mörk og eru því af nauðsyn oft alþjóðlegar, þá eru fiskirannsóknir mjög þjóðlegar. Hver þjóð situr að sínum miðum innan við 200 sjómílurnar, bæði hvað varðar veiðar og rannsóknir. Það er e.t.v. Óskhyggja og sjálfsblekking íslendinga ekki fyrr en um seinan að athyglin beindist í auknum mæli að samverk- andi þáttum á hinum ýmsu miðum, veiðum og umhverfísþáttum. Á þess- um málum er vissulega tekið, þótt hægt fari, bæði hvað varðar veiðar í landluktum smugum eins og í Bar- entshafí eða aðlægum svæðum utan 200 sjómílnanna á opnu hafí eins og á Reykjaneshrygg, á Flæmska hattin- um og á Nýfundnalandsgrunni. Síldar- smugan í Norðurhafi milli Noregs, Grænlands, íslands og Færeyja, opin öllum sem vilja, er nærtækt dæmi um vanda sem viðkomandi þjóðir verða fyrr eða síðar sameiginlega að takast á við. Sameiginlegt átak fískveiðiþjóða við Norður-Atlantshaf kann einnig að skila árangri. Þorskstofnamir á um- ræddu hafi eru að vísu margir og urn beinan samgang er sjaldan að ræða. Þessir stofnar lúta þó að ýmsu leyti sömu lögmálum. Heildarsýn um ástand þeirra hveiju sinni kann að skerpa skilning heimamanna á hveij- um stað. Hagsmunir sjómanna og sjávarplássa í hinum ýmsu löndum, stórum og smáum, fara í raun saman, en ekki gegn hver öðrum eins og nú er raunin í Smuguveiðunum. Lönd eins og t.d. ísland og Færeyjar, sem eiga hlutfallslega í heild mest undir sjávarfangi, geta í þessum efnum stutt byggðir í stærri löndum eins og í Kanada (Nýfundnaland) og Norður- Noregi, þar sem sjávarfang er grund- vallar atvinnugrein. Annars misstu Færeyingar mest við útfærslu í 200 sjómílna efnahagslögsögu vegna þess hve stór hluti veiða þeirra byggði áður á veiðum á fjarlægum miðum. Sjónarmið sjómanna og íbúa sjávar- plássa gætu þannig e.t.v. einnig átt greiðari aðgang að þingum og stjóm- völdum í höfuðborgum hinna stærri landa en nú er. Það varð líka hugljóm- un í huga höfundar við að lesa um hugmynd Thorbjöm Trondsen hjá Sjávarútvegsskólanum í Tromsö í Noregi, þar sem hann stingur upp á því að Norðmenn láni íslendingum kvóta til fískveiða í Barentshafi vegna þrenginga á íslandsmiðum. Eins og fram hefur komið þá gefur fisk í mis- munandi mæli á hinum ýmsu miðum á Norður-Atlantshafi, þessi misserin yfírleitt í litlum mæli alls staðar nema í Barentshafí. Þetta ástand getur allt snúist við eftir aðstæðum. Hugmyndin um að lána hver öðmm fískikvóta tímabundið eftir aðstæðum er í þessu ljósi mjög athyglisverð. Þannig væri t.d. unnt að alfriða hin ýmsu mið tímabundið, einnig Islands- mið eins og þörf er á nú. Ef til vill mætti nú þegar minnka kvóta skipa á íslandsmiðum sem nemur afla þeirra í Barentshafi og nota þannig fiskinn sem við tökum að láni í Barentshafí til sóknarminnkunar á Islandsmiðum um hríð. í þróuðum landbúnaðarlönd- um er þetta reyndar aldagömul venja, þ.e.a.s. landið er hvílt tímabundið eft- ir ákveðnum reglum byggðum á reynslu og rannsóknum. Lokaorð Að lokum, á alþjóðavelli eigum við almennt að standa saman vörð um auðlindir hafsins. Þorskveiðiþjóðir og þjóðarbrot við norðanvert Norður-Atl- antshaf geri slíkt hið sama. Ef til vill má mynda einhver samtök um þorsk- veiðar með þessum þjóðum og þjóðar- brotum um sameiginlegt hagsmuna- mál, þ.e.a.s. vemdun fiskistofna gegn útrýmingarhættu. Fiskneytendur, fískkaupendur stóru þjóðanna sunnar í Evrópu og Ameríku eiga hér einnig hagsmuna að gæta. Tökum höndum saman í stað þess að vera með ómerki- legt karp og jafnvel þjóðrembing hver í annars garð. Islendingar eiga áfram að vera eins og klettur í hafinu (Súlur Herkúlesar) á mótum stóra innhafsins í norðri (Mare Nostrum) og úthafsins í suðri (Okeanos) í fiskverndarmálum og í þeirri siðfræði, sem vænta verður af okkur varðandi nýtingu á auðlindum hafsins - Guðsgjöfmni, Sköpunar- verkinu, börnum náttúmnnar. Alda fiskleysis á Islandsmiðum hefur brotið úr þessum kletti undanfarið, og fari hann alveg þá er heldur enginn grunnlínupunkturinn né gmnnlínan lengur. Bæta verður úr skemmdunum áður en það verður um seinan. Guðlaun fyrir lífið í landinu lífið í landinu eina undir krossfána Höfundur er haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.