Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 35
MINNINGAR
Líklega hafa engir lagt mikilvæg-
ari grundvöll að farsælu hjónabandi
okkar en hjónin Jónborg Sigurðar-
dóttir og Högni Einarsson. Við vor-
um svo einstaklega heppin, þegar
við feimnir og óreyndir unglingar
fórum suður að kaupa trúlofunar-
hringana og svipast um eftir fyrstu
húsmununum í væntanlegt heimili,
að gista hjá Boggu og Högna í Háa-
gerðinu. Þótt það þætti nú jaðra við
hneyksli á þeim tíma að ólofað fólk
væri að flækjast landshluta á milli
og biðja um gistingu hjá ættingjum,
þá hvarf óttinn og kvíðinn eins og
dögg fyrir sólu hjá þessum yndislegu
hjónum sem af skilningi og næmni
tóku okkur opnum örmum og leið-
beindu okkur um völundarhús full-
orðins hjónafólks.
Það sópaði af Boggu, allt var snur-
fusað og snyrt og daglegt matar-
og kaffiborð eins og veisluborð kon-
unga. Hún vissi hvað hún vildi og
stjórnaði heimilinu af markvissri
festu og bjó Högna heimili sem hann
hefur líklega aldrei dreymt um að
eignast fátækur piltur vestur á
ísafirði. Hvorugt þeirra lagði efna-
legan auð til búskaparins, en með
elju og fyrirhyggju tókst þeim að
verða vel bjargálna og að geta leyft
sér að njóta lífsins.
Þau höfðu unun af ferðalögum og
ferðuðust mikið eftir að börnin kom-
ust á legg bæði utanlands og innan.
Þar voru þau í essinu sínu í hópi
vina og ættingja þar sem hátvísi
þeirra, gleði og hlýja gerði þau að
eftirsóttum ferðafélögum. Sam-
heldni, ástúð og gagnkvæm virðing
einkenndi samlíf þeirra. Þau bjuggu
bömunum sínum fjórum gott heimili
og veittu þeim góða leiðsögn út í líf-
ið. Jafnan var gestkvæmt á heimilinu
í Háagerðinu, því vel var tekið á
móti fólki, auk þess sem þau hjónin
voru sífellt í útréttingum fyrir ætt-
ingja og vini vítt og breitt um landið.
Það varð Boggu mikið áfall þegar
hún missti Högna fyrir tæpum
fimmtán árum, þá 54 ára gömul. Það
var henni þó víðs fjarri að leggja
árar í bát, hún lærði á bíl, en fram
að því hafði hún látið Högna um
aksturinn, þótt hún hefði jafnan gott
eftirlit með hvernig og hvert væri
ekið. Hún fór fljótlega út á vinnu-
markaðinn, en hún hafði í hjónaband-
inu verið trú köllun sinni og unnið á
heimilinu og lagt sig í líma um að
vinna svo að því, að afkoman hefði
ekki verið betri þótt hún hefði verið
fjarri því lengri eða skemmri tíma
við launavinnu. Vegna mannkosta
sinna var hún eftirsóttur starfsmaður
og gat yfirleitt valið úr störfum á
þeim sviðum sem hún vildi starfa á,
á meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Bogga var svo lánsöm fyrir nokkr-
um árum að kynnast miklum ágætis-
manni ofan úr Borgarfirði, Guð-
mundi Jónssyni, starfsmanni Lands-
bankans í Reykjavík. Þau áttu góðar
stundir saman, enda samstillt við að
byggja undir það góða í mannlífínu.
Síðustu vikumar naut Bogga að-
hlynningar barna sinna á heimili
Sigrúnar dóttur sinnar og er ekki
að efa að þar leið henni eins vel og
hægt var á meðan sjúkdómurinn
ágerðist og þar kvaddi hún lífið að
morgni sunnudagsins fjórða septem-
ber.
Við hjónin viljum að leiðarlokum
þakka þessari góðu vinkonu okkar
samveruna og öll þau góðu áhrif sem
hún hefur haft á líf okkar. Ekki síst
viljum við þakka henni fyrir að leggja
á sig löng ferðalög vestur á ísafjörð
til að vera með okkur og aðstoða á
tímum bæði gleði og sorgar.
Astvinum hennar sendum við öll-
um samúðarkveðjur.
Jósefína og Úlfar Ágústsson.
Geisladrif
Hljoðkort
frá kr. 17.906,-
*BQÐEIND-
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
V__________________/
ARNY RUNOLFSDOTTIR
+ Árný Runólfs-
dóttir var fædd
á Innri-Kleyfi í
Breiðdal 30. desem-
ber 1924. Hún and-
aðist í Borgarspít-
alanum þriðjudag-
inn 6. september.
Foreldrar hennar
voru Runólfur Sig-
tryggsson bóndi og
Þórunn Jóhanns-
dóttir. Hún stund-
aði nám í Kvenna-
skólanum á Blöndu-
ósi veturinn 1943-
1944. Átrný giftist
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Vilhjálmi Þor-
bjömssyni, árið 1946. Vilhjálm-
ur er sonur Þorbjörns Korm-
áksíussonar og Guðrúnar Ey-
þórsdóttur. Árný og Vilhjálmur
eignuðust þijá syni: Frimann,
f. 1947, kvæntur
Guðnýju Gunnlaugs-
dóttur, eiga þau tvo
syni, Gunnlaug og
Rúnar. Rúnar, f.
1950, lést af slysför-
um 1970. Eyþór, f.
1956, kvæntur Guð-
laugu Ársælsdóttur,
eiga þau Jtrjú börn,
Melissu, Árnýju Ra-
kel 9g Vilhjálm. Út-
för Árnýjar fer fram
frá Fossvogskirkju í
dag.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast nágrannakonu okkar
Árnýjar Runólfsdóttur.
Við kynntumsLÁrnýju og eftirlif-
andi eiginmannL.'hennar, Vilhjálmi,
stuttu eftir að við'fluttum í kjallar-
ann á Njörvasundi 25, veturinn
1991. Fljótlega fórum við að kynn-
ast þeim hjónum og það leið varla
sú vika að við hittum ekki Árnýju
í þvottahúsinu. Þá var oft mikið
talað þegar þvotturinn var settur
upp á snúrurnar eða tekinn niður.
Það var gaman að koma upp til
hennar, fá kaffísopa og tala um
heima og geima. En það gerðist því
miður alltof sjaldan.
Við eigum eftir að sakna þess
að sjá hana ekki rölta um garðinn
tínandi rusl eða sitjandi á pallinum
og njóta góða veðursins.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku Vilhjálmur. Þinn missir er
mikill og söknuður sár, við sam-
hryggjumst þér innilega.
Anna og Árni.
FARSIMAKERFIÐ
GSM farsímakerfið
Póstur og sími hefur tekið í notkun
nýtt farsímakerfi hér á landi. Kerfið
kallast GSM (Global System for
Mobile Communication) og er
stafrænt farsímakerfi fyrir
talsímaþjónustu innanlands og milli
landa.
Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins
til höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja
og Akureyrarsvæðisins en það verður
síðan byggt upp í áföngum út frá
helstu þéttbýlissvæðum landsins.
Alþjóðlegt kerfi
Notandi fær einnig aðgang að GSM
farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum eftir
að nauðsynlegir samningar hafa verið gerðir.
GSM kortið - lykillinn að kerfinu
Áskrift að GSM kortinu er bundin við kort,
svokallað GSM kort sem stungið er í símann.
Kortið er i senn lykill að kerfinu og
persónulegt númer þess sem er notandi
og greiðandi þjónustunnar.
Kynntu þér nýja GSM farsímakerfið og
stígðu skref í átt til framtíðarfjarskipta.
Allar nánari upplýsingar um GSM
farsímakerfið er að fá hjá seljendum
farsímatækja.
Þeir eru:
Bónusradíó, Bræðurnir Ormsson hf.,
Hátækni hf., Heimilistæki hf., (stel hf.,
Nýherji hf., Radíóbúðin hf., Radíómiðun hf.,
Símvirkinn - Símtæki hf., Smith & Norland hf.,
söludeildir Pósts og síma (Ármúla,
Kirkjustræti, Kringlunni
og á póst- og símstöðvum
um land allt.
FARSÍMAKERFI
PÓSTS 06 SÍMA
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!
Fjölskyldan
í Hewlett-
Packard
geisla-
prenturum
HP LaserJet 4L & 4ML
Tilvalinn geislaprentari fyrir
einstaklinga og smærri fyrirtæki.
300 dpi + RET*. 4 siður á mínútu.
HP LaserJet 4L á einstöku tilboði
kr.
69.900
stgr. m. vsk.
HP LaserJet 4P & 4MP
, ■
Hágæða 600 punkta útprentun
í fyrirferðalitlum geislaprentara.
600 dpi + RET*. 4 slður á minútu.
HP LaserJet 4P
kr. 137.500
stgr. m. vsk.
HP LaserJet 4 PLUS
&4M PLUS
Nýr HP geislaprentari með hágæða
600 punkta útprentun. Hraðvirkur.
600 dpi + RET*. 12 síður á minútu.
HP LaserJet 4 PLUS
kr.
209.900
stgr. m. vsk.
HP LaserJet 4Si
& 4Si MX
atsm-
Hraðvirkur alhliða geislaprentari
fyrir meðalstór og stór netkerfi.
600 dpi + RET*. 16 slður á mlnútu.
HP LaserJet 4Si
kr.414-900
stgr. m. vsk.
Kynntu þér heila fjölskyldu
af Hewlett-Packard
geislaprenturum
hjá Tæknivali.
* dpi = Upplausn ~
punkta á tommu.
RET = HP
upplausnaraukning
Tæknival
Skerfunni 17 - Sími (91) 681665
Fax (91)680664
BRYNJAR - HÖNNUN / RÁÐGJÖF