Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 36

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ +Jóhann Pétur ' Sveinsson hér- aðsdómslögmður var fæddur á Varmalæk í Lýt- ingsstaðahreppi 17. september 1959. Hann lést á Vífils- stöðum mánudag- inn 5. september síðastliðinn. Hann var sonur Herdísar Björnsdóttur kaup- manns, og Sveins Jóhannssonar, bónda og kaup- manns. Jóhann Pét- ur var tvíkvæntur. Fyrri eigin- kona hans var Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns Péturs er Jóninna Harpa Ingólfsdóttir. Jóhann lauk stúdentsprófi frá MH 1978 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1984. Hann lauk prófi í norskum félags- málarétti frá Oslóarháskóla árið 1985 og varð héraðsdóms- LÍFIÐ er barátta. Sumarið 1994 var allróstusamt í íslenskum stjórnmálum. Væring- arnar innan Alþýðuflokksins settu svip sinn á umræðuna. Davíð Odds- son velti fyrir sér kosningum og dró aðra inn í þann leik með sér. Fáir urðu ósnortnir af þessum hrær- ingum og margir gerðust spámenn um framtíðina. Stjórnmálaflokk- arnir hófu fundarhöld mun fyrr en vant var og menn brýndu kosninga- sverðin. Þann níunda ágúst síðastliðinn boðaði Kjördæmissamband fram- sóknarmanna í Reykjaneskjördæmi til fundar um kosningahorfurnar og tóku þar ýmsir til máls. Ræður manna vöktu mismikla athygli enda fer vart hjá því að sumir vekji meiri athygli en aðrir. Ungur maður, smár vexti og í hjólastól, sá maður sem fékk um nokkurra ára bil lang- flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Framsóknarflokksins, var einn þeirra sem tóku til máls á fund- inum. Hann reifaði bæði kosninga- horfur og ástandið í flokknum. Kvað hann upp úr með það að nauð- synlegt væri að tryggja sem flestum áhrif á gang mála í kjördæminu og fyrir komandi kosningar hlyti því að verða efnt til prófkjörs. Auðvitað fór þannig að ýmsir vildu Lilju kveð- ið hafa og flestir þeirra sem tóku til máls eftir þetta lýstu sig sam- þykka þessari tillögu. Hinir, sem töldu sig ef til vill hafa annarra hagsmuna að gæta, sögðu hins veg- ar fátt. Þama var Jóhann Pétur lif- andi kominn. Hann stakk þannig á því kýli sem enginn hafði þorað að snerta við, en með þeim kímilega hætti að hugmyndin um prófkjör var um leið orðin sjálfsögð. Þannig markaði hann þá stefnu að fram- undan væri í kjördæminu barátta sem yrði háð á lýðræðislegum grundvelli og tekist yrði á um menn en ekki byggðarlög. Hann sá um leið og benti á hverjir hagsmunir væru í húfi fyrir flokkinn og benti jafnframt á að í Reykjaneskjördæmi hefðu menn búið við allsérstæðar aðstæður á undanförnum árum með foringja flokksins óumdeildan i fyrsta sæti. Fleiri minningar sækja á hugann þegar setið er við lyklaborð tölvunn- ar og fingurnir leita þess að koma því á framfæri sem streymir fram úr uppsprettu hugans. Myndin sem mótast af þessum einstaka manni er af glaðlyndum og víðsýnum heið- ursmanni sem studdi vel þann mál- stað sem hann hafði ákveðið að helga krafta sína. Hann raðaði málefnum upp samkvæmt mikil- vægi þeirra og skipti þá engu máli hvort félagar hans voru honum sammála. Haldið skyldi fram rétt- um málstað og honum fylgt eftir þar til sigur ynnist. Um leið skildi hann manna best að stundum verð- ur að leggja lykkju á leið sína og krækja fyrir keldur til þess að ryggja betri árangur þess sem lögmaður árið 1988. Jóhann Pétur varð lögfræðingur Bjargráðasj óðs 1984. Árið 1986 opnaði hann eigin lögfræðistofu og varð lögfræðingur Öryrkjabandalags íslands 1987. Jó- hann Pétur var alla tíð virkur í starfi samtaka fatlaðra. Hann var ritari Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra 1980- 1982, varaformaður Sjálfs- bjargar 1984-1988, þegar hann var kosinn formaður samtak- anna, formaður Framsóknarfé- Iags Seltjarnarness frá 1990- 1994 og forseti Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum frá 1992. Minningarathöfn um Jóhann Pétur verður í Hallgrímskirkju í dag, en útför hans fer fram frá Reykjakirkju á morgun. unnið var að hveiju sinni. Hann mun hafa átt sér fáa óvildarmenn enda var skaphöfn hans þannig háttað að ákvarðanir þær sem hann tók meiddu engan og þrátt fyrir skoðanamun í ýmsum málum sýndi hann jafnan þeim drenglyndi sem hann starfaði með. Síðastliðið vor boðaði Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, til fundar um ferlimál á Seltjarnarnesi. Voru þangað boðað- ir bæjarstjórnarfulltrúar og þeir sem skipuðu lista þá sem bornir voru fram. Því verður ekki neitað að heldur fauk í suma samstarfs- menn Jóhanns á N-listanum sem töldu að ferlimál væru ekki pólitískt deiluatriði í bæjarfélaginu og þarna væri Sjálfstæðisflokknum gefíð ágætt tækifæri til þess að hrósa sér af því sem hann hefði átt þátt í að skapa á undanförnum árum. Jafnframt töldu þeir N-listamenn að sumir þeirra hefðu ef til vill haft nokkur áhrif á gang þeirra mála. Þegar til fundarins kom brá hins vegar svo við að fulltrúar beggja lista urðu sammála um að íjalla um ferlimálin éins og þau væru á vegi stödd. Kom þá í ljós að þeim var að mörgu leyti betur háttað hjá Seltirningum en víðast hvar annars staðar. Þegar Jóhanni Pétri var að fundinum loknum bent á þá staðreynd að hann væri einn af frambjóðendum Neslistans og ætti því ekki að veita Sjálfstæðis- flokknum annað eins tækifæri og þetta til þess að slá sér upp sagði hann þessa eftirminnilegu setningu: „Hvað sem í skerst er ég þó alltaf fyrst og fremst Sjálfsbjargarmað- ur.“ Hann var ekki tilbúinn að fóma hagsmunum samtaka' sinna fyrir pólitíska eiginhagsmuni. Málefnin skyldu ráða og tækifærin skyldu þjóna málstaðnum en ekki málstað- urinn tækifærunum. Hann hafði reyndar einstakt lag á að nýta hvert tækifæri til þess að hefja máls á hagsmunamálum fatlaðra og setja þau í það samhengi að þau urðu hagsmunir annarra. Þannig eiga góðir baráttumenn að starfa og Jóhann Pétur var mikill baráttu- maður og góður foringi. Hann var einn þeirra örfáu ungu manna sem skipuðu þann sess í röðum félaga sinna að forysta hans var ekki umdeild. Þegar taka þurfti afdrifaríkar ákvarðanir hjá samtökum fatlaðra eða yfirvöldum var oft ieitað ráða hjá honum. Hann hafði mikla þekk- ingu á félagslegum réttindum og vissi vel hvað við átti hverju sinni. Stundum fannst okkur félögum hans að hann slægi úr og í og léki okkur eins og köttur músina, en þannig er nú einu sinni eðli gaman- samra lögfræðinga að þeir hafa gaman af lagakrókum og þrætu- bókarlist. En fyrir bragðið fengu menn betri sýn á mál það sem til umræðu var hveiju sinni. Ófáir voru þeir sem hann lið- sinnti sem lögfræðingur Öryrkja- bandalags íslands og vafalaust hef- ur vinnustaður hans goldið að ein- hveiju fyrir starf hans að málefnum fatlaðra sem hann vann að af alúð og einlægni. Þegar þessi góði drengur er nú horfinn héðan á braut leitar ósjálf- rátt á hugann sá vandi sem fámenn þjóð á við að stríða og skorturinn sem forystuleysi veldur ýmsum hóp- um samfélagsins. Margir hæfir ein- staklingar verða fyrir þeirri bitru reynslu að þeir teljast ekki spámenn í eigin föðurlandi og hrekjast burt af vettvangi þeirra málefna sem þeim eru hugfólgin. Þess vegna er það meiri skaði þegar óumdeildir forystumenn sem allir virða falla frá í blóma lífsins. Dæmi Jóhanns Péturs um manninn sem hafði áhuga á mörgu, skagfirskum upp- runa sínum, hestamennsku, akstri, söng og félagsmálum, er öðrum til eftirbreytni. Áhugamál sín skyldu menn ekki binda því sem þeir geta heldur við það sem þá langar til. Þannig auka menn þekkingu sína og útsýn. Hann setti svip á bæinn. Það voru góð tíðindi þegar hann flutti á Seltjarnarnesið og losnaði undan viðjum verndaðs umhverfis. Hann sýndi og sannaði að aðgengilegt umhverfi er allra hagur og allir nutum við þess að hafa hann á meðal okkar. Hann var um margra ára skeið formaður Framsóknarfé- lags Seltjarnarness og starfaði fé- lagið með miklum blóma undir hans stjórn. Við nutum þess stundum báðir að ganga saman áleiðis af skrifstofu hans í átt að heimili hans. Eg gat öðru hveiju aðstoðað hann smávegis á leiðinni og auðvelt var að fylgja eftir hljóðinu í hjólastóln- um. Báðir fundum við til þess að vera hluti samfélagsins og nutum þess að vera við sjálfir eins og skap- arinn ætlaðist til að við værum. Þegar Jóhann Pétur Sveinsson hverfur héðan skilja fáir tilgang skaparans með ótímabærri brottför hans. Hann átti framtíðina fyrir sér og enginn vissi hvaða forystustörf biðu hans. Hitt vissu allir að hann yrði góður fulltrúi þeirra sem hann skipaði sér í sveit með. Saga hans var góð. Arnþór Helgason, fyrrum for- maður stjórnar Öryrkja- bandalags Islands. Kveðja frá Landssamtökun- um Þroskahjálp Jóhann Pétur Sveinsson.lögfræð- ingur er látinn langt fyrir aldur fram. Harmafregnin um andlát hans kom í opna skjöldu. Vissulega voru Qötrar fötlunar hans miklir, en andinn var hvílíkur, að fötlunin gleymdist í návist hans og fátt var fjarlægara en dauðinn. Jóhann Pétur var einstakur bar- áttumaður. Með lífi sínu var hann framúrskarandi fyrirmynd öðrum, sem þurftu að takast á við fötlun og þær hömlur, sem samfélagið setur þeim. Hann hafði einstakt lag á að svipta hulinshjúp af fötluninni með hinum beinskeytta húmor sín- um, sem á stundum nálgaðist kald- hæðni. Þessi framkoma Jóhanns Péturs gerði samferðafólki sem ófatlað er kleift að takast á við þá ögrun, sem hann var þeim. Ég býst við, að um leið og hann létti sam- ferðafólkinu lífið með þessu viðmóti sínu, hafi það gert honum léttara að takast á við það ótrúlega skiln- ingsleysi, sem fatlaðir mæta oft, verið honum vörn í hörðum heimi. Hann vissi manna best að baráttu fatlaðra fyrir jöfnum kjörum verður að heyja sem mannréttindabaráttu. Baráttuaðferðir hans kölluðu einatt á viðbrögð samferðamanna hans, bæði jákvæð og neikvæð, en alltaf hafa þær vakið athygli á stöðu fatl- aðra í samfélaginu og því stuðlað að mikilvægum áfangasigrum. Þrátt fyrir alvöru daglegrar bar- áttu var gleðin aldrei langt undan. Það sem einkenndi Jóhann Pétur ekki síst var hans létta lund. Hann var hrókur alls fagnaðar á manna- mótum, söng- og gleðimaður mik- ill. Það var mér dýrmætt að hafa átt þess kost að deila með honum jafnt' baráttu sem gleði. Mér er ljúft að minnast góðra stunda á Hvammstanga fyrir réttu ári, þar sem heil sýsla sameinaðist í því að búa fötluðum betri kjör, nánar til- tekið á Gauksmýrarhátíð. Þar stjórnaði Skagfirðingurinn Jóhann Pétur hinni húnvetnsku samkomu með hæfilegri blöndu af gamni og alvöru og árangur hátíðarinnar fór fram úr björtustu vonum. Leiðir samtaka okkar hafa oftar en ekki legið saman í mannréttinda- baráttu fatlaðra. Landssamtökin Þroskahjálp og Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, hafa sameigin- lega bryddað á ýmsum þeim helstu umbótum, sem unnist hafa í málefn- um fatlaðra á undanfömum árum. Nægir þar að nefna nýmæli í lögum um málefni fatlaðra, sem nefnist liðveisla og miðar að því að gera fötluðum kleift að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili. Þetta má tví- mælalaust telja til þeirra sigra sem eiga eftir að breyta lífi fatlaðra hvað mest á komandi árum og færa þá nær því markmiði að lifa sem eðlilegustu lífi í samfélaginu. Þarna má sjá svo um munar áhrif Jóhanns Péturs. Það er mikið áfall fyrir fylk- ingu fatlaðra og stuðningsmanna þeirra hér á landi að missa svo öflugan baráttumann áður en dags- verkinu er lokið. Það er sárt að horfa á eftir manni sem Jóhanni Pétri. Sár er harmur allra samferðamanna hans, ætt- ingja og vina. Sárastur er harmur Hörpu, sem stóð við hlið hans eins og klettur. Henni og ófæddu barni þeirra Jóhanns Péturs sem og öðr- um ættingjum er hér vottuð dýpsta samúð. F.h. stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður. Jóhanni Pétri Sveinssyni varð ekki langra lífdaga auðið. Þrátt fyrir það hefur hann eflaust lifað og reynt fleira en margur maðurinn sem kemst á efri ár. Hann virtist hafa óbugandi andlega krafta, þótt líkamsburðir væru veikir. Þessa krafta notaði hann óspart til þess að setja mark á samtíð sína, gleðja menn og hvetja. Þessi glaðbeitti, söngvinni Skagfírðingur sýndist aldrei láta bugast og skilur eftir sig verkadrjúgan vinnudag. Jóhann Pétur var héraðsdóms- lögmaður og tíðum í Héraðsdómi Reykjavíkur að málflutningsstörf- um. Þar var mönnum aufúsa að komu hans, brunandi á hjólastóln- um um ganga og sali. Þrátt fyrir alvöru starfsins var gamansemin ætíð á næsta leiti og til hennar óspart gripið þegar færi gafst. Jó- hann Pétur hafði prýðileg tök á málflutningi, og þótt hann hefði ekki stundað þau störf lengi, veit ég, að sá tími var honum nógu lang- ur til að ávinna sér virðingu bæði dómara og lögmanna. Nú sjáum við á bak þessum góða dreng og víst er að hans er sárt saknað. Ég vil fyrir hönd okkar sem í Héraðsdómi Reykjavíkur störfum færa eiginkonu Jóhanns Péturs, vandamönnum hans og vinum dýpstu samúðarkveðjur. Friðgeir Björnsson. Þegar vinur deyr fyllist hugurinn söknuði og sorg. Sorginni fylgir eftirsjá, tregi og tóm sem aldrei verður fyllt. Þegar forystumaður eða frum- heiji er kallaður burt á miðjum starfsdegi mætir okkur óvissa um hver axli byrðarnar. Okkur mætir óöryggi um framgang mikilvægra verkefna eða hver eigi nú að verða meðbræðrunum sú stoð og stytta sem skyndilega er horfin. Við fráfall hins bjartsýna bar- áttumanns Jphanns Péturs Sveins- sonar bæra allar þessar tilfinningar á sér, en líka aðrar og miklu sár- JÓHANN PÉTUR SVEINSSON ari. Virðingu fyrir honum og óvenju jákvæðu lífsviðhorfi hans hljóta óhjákvæmilega að fylgja tilfinning- ar sem afhjúpa okkur sjálfum van- mátt okkar, smæð og þröngsýni. Eða hversu oft reynum við hin ekki að breyta því sem enginn getur breytt? Hvert okkar þekkir ekki sjálft sig stúrið gera samanburð við aðra? Og hvert okkar þekkir ekki sjálfsvorkun, aumari en flest sem aumt er? Við kveðjum nú góðan dreng, þroskaða sál í líkama sem takmark- aði hreyfiþörf án þess að hemja athafnaþrá. Við kveðjum ungan mann sem átti svo marga erfiða þraut að baki, en var kallaður burt þegar hamingjan blasti við honum sem aldrei fyrr. Við kveðjum vin og samheija, við kveðjum bjartsýn- an baráttumann, við kveðjum lag- inn foringja samhentra samtaka. Við verðum að trúa því að í anda hans verði tekist á við þau verkefni sem hann átti eftir ólokið jafnt og við störf samheija hans í framtíð- inni. Um leið og ég þakka Jóhanni Pétri fyrir innilega vináttu, ómetan- lega aðstoð við Ólafsbók og svo margt annað, vona ég að af honum höfum við öll lært hvernig takast megi á við vandamál af einurð og festu, en um leið bjartsýni og dug - með alvöruþunga án þess að gleyma því nokkurn tíma að gleðin er það sem gefur lífinu gildi. Éiginkonu og fjölskyldu hans allri votta ég innilega samúð, en einnig samstarfsmanni hans, sem reyndist honum svo vel allt frá skólaárum. Megi minning Jóhanns Péturs lengi fylgja okkur öllum. Leó E. Löve. Á morgnana var oft eins og dagurinn á stofunni hefði ekki enn lyft þungum augnlokum sínum til fulls. Hann var bragðdaufur og við fundum ekki fyrir því að hann hefði lögun eða áþreifanleik fyrr en Jói kom. Létt flaut fyrir utan, suðandi hljóðið í stólnum þegar hann renndi sér bjartleitur inn, glaðvær rödd sem bauð góðan dag - og dagurinn fékk hljóm og lit. Jóhann Pétur fyllti út í tilveruna á mjög sérstakan máta. Hann bar menjar alvarlegra og erfiðra veik- inda er hertóku hann barn að aldri. En hann sýndi og sannaði það betur en nokkur annar að stærð manneskjunnar er ekki í líkamlegu atgervi fólgin. Hann tók aldrei mark á hindrunum; leyfði þeim ekki að verða ráðandi afl í lífi sínu heldur gerði þær ómerkar jafn- skjótt og þær sýndu sig. Fyrir það ávann hann sér aðdáun og virðingu allra. Og víst er að hana átti hann skilið. En merkasti bautasteinninn hans verður þó alltaf sá sem hann reisti í hjörtum okkar sem kynnt- umst honum og eyddum með hon- um dýrmætum tíma í lífi og starfi. Með hljóðum ljúfmannleik í dag- legum fangbrögðum við lífið kenndi hann okkur að bera virð- ingu fyrir því og gjöfum þess. Því leiðsögn hans lá minnst í orðum. Hún lá í tökum hans á lífinu, birt- unni, kraftinum og bjartsýninni og þeirri sátt sem hann var í við Guð og menn. Haustið var uppáhaldstími Jó- hanns. Þó glóa litirnir glaðast og fjölbreyttast í laufskrúði tijánna. Þannig finnst okkur að Jói hafi geislað allri þeirri litafegurð sem hann átti til einmitt í þann mund að lífsblað hans féll til jarðar. En hann var ríkur maður sem skildi eftir sig fjársjóði. Þeir eru nú vel geymdir í hugum og hjörtum vina og ættingja. Djásn hans og lífs- blóm lítur svo brátt dagsins ljós þegar Harpa kona hans elur ófætt barn þeirra. Þannig skilur hann eftir sig bæði anda og efni. Með harm í hjarta kveðjum við elskulegan vinnufélaga og vin og biðjum Hörpu og ófædda barninu, svo og ijölskyldu hans allri, Guðs blessunar. Margrét, Bryndís, Björg og Heiðrún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.