Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 37
Jóhann Pétur Sveinsson, góður
vinur okkar og félagi, hefur kvatt
þennan heim aðeins 34 ára að aldri.
Jóhann Pétur var einstakur per-
sónuleiki sem átti sérlega auðvelt
með að hrífa fólk með sér, hvort
sem var í leik eða starfí.
Hann var óstöðvandi baráttumað-
ur fyrir bættum hag fatlaðra þjóðfé-
lagsþegna og bjó yfír ótæmandi
þekkingu og reynslu á þeim málum.
Hans eigin lífsbarátta einkenndist
af bjartsýni og þrautseigju og aldrei
lét hann fötlun sína aftra sér frá
því að takast á við það sem hugur
hans stóð til. Þeir sem kynntust
honum minnast hans ekki sem fatl-
aðs manns, heldur sem stórbrotins
einstaklings sem bjó yfír miklum
persónutöfrum og krafti. Kímnigáfa
hans og hans létta lund varð til
þess að hvar sem hann fór var hann
umkringdur fólki.
íþróttasamband fatlaðra átti ein-
staklega gott og árangursríkt sam-
starf við Sjálfsbjörgu, landssam-
band fatlaðra, en þar skipaði Jóhann
Pétur formannssæti. Áhugi hans á
íþróttum fatlaðra var mjög mikill
og hann lét oft í ljós hve mikilvægt
það væri að viðurkenna gildi íþrótta
sem leið til að ijúfa einangrun hinna
fötluðu og ekki síst taldi hann ómet-
anlegt hið jákvæða viðhorf til fatl-
aðs íþróttafólks meðal almennings
hér á íslandi. Hann taldi íþróttirnar
geta gegnt miklu hlutverki sem
baráttuafl gegn fordómum og van-
þekkingu í garð fatlaðra og sjálfur
var hann þátttakandi í íþróttastarfí
fatlaðra í mörg ár.
ísland tók við formennsku í Nord
Hif, íþróttasamtökum fatlaðra á
Norðurlöndum, árið 1992 og því var
það ÍF sérstakt gleðiefni þegar í ljós
kom að forseti Bandalags fatlaðra
á Norðurlöndum var árið 1992 kjör-
inn Jóhann Pétur Sveinsson. í fyrsta
skipti, árið 1993, var undir forystu
Jóhanns Péturs Sveinssonar, hafín
samvinna milli þessara tveggja nor-
rænu samtaka og var mikils vænst
af þeirri samvinnu. Jóhann Pétur
hefur því lagt ómetanlegt lóð á vog-
arskálarnar varðandi íþróttir fatl-
aðra jafnt sem önnur þau málefni
sem varða þennan þjóðfélagshóp.
Hvers vegna er svo litríkur baráttu-
maður og persónuleiki skyndilega
kallaður burt frá okkur aðeins 34
ára að aldri, þegar hans bíða svo
mörg mikilvæg verkefni í lífi og
starfí? Hans hljóta að bíða hlutverk
sem eru mikilvægari verkefnum
þessa heims.
Jóhanns Péturs er sárt saknað
af öllum sem til þekktu, en minning
um stórbrotinn einstakling mun lifa
í hjörtum okkar.
Það er sérstök gæfa að hafa feng-
ið að kynnast slíkum manni á lífs-
leiðinni.
íþróttasamband fatlaðra vottar
eiginkonu hans, Hörpu Ingólfsdótt-
ur, móður hans og öðrum ættingjum
innilega samúð.
Hvíl í friði, kæri vinur,
F.h. íþróttasambands fatlaðra,
Olafur Jensson, formaður.
Ljósið er slokknað sem lýsti svo skært,
ljósið, sem okkur var öllum svo kært.
Undrun það vakti, svo öflugt og bjart
á örveikum þræði, sem bar það þó vart.
A brothættum kveiknum er bjarmi af því
skein
buldu á því stormar er fárviðrið hvein.
I ísköldu hijóstri sem blossandi bál,
birtu það veitti í sérhverja sál.
Ljösanna faðir sem lætur oss fá
Jífskveik sem getum við tendrað Ijós á.
Þökk sé þér fyrir það fordæmi, er
framliðinn vinur vor gaf okkur hér.
Hver getur bugast og hver feliir tár,
sem kjörin hans þekkti hans erfiðu ár?
Hann reis upp og barðist, hann réðist á múr,
sem risi og hetja braust fjötrunum úr.
Titrandi ijós okkar tilvera er,
tíminn svo stuttur sem dveljum við hér,
en lýsandi kyndill i lifandi trú
var lífshlaup þess manns, sem við kveðjum
hér nú.
Ljós sitt hann kveikti svo lithreint og tært.
Það lýsti svo stutt, en það lýsti svo skært.
Þótt Ijósið sé slokknað og nóttin svo svört
mun sindra að eilífu minningin björt.
Ómar Þ. Ragnarsson.
Vorið 1959 var Sjálfsbjörg lands-
samband fatlaðra stofnað. Haustið
1959 fæddist hjónunum Herdísi og
Sveini að Varmalæk í Skagafírði
sveinbam, sem var vatni ausið og
nefnt Jóhann Pétur. Nú aðeins 35
árum síðar sjáum við á bak Jó-
hanni Pétri og 1959 er reiknings-
númerið hjá Sparisjóði vélstjóra þar
sem minningarsjóðurinn um hann
verður varðveittur.
Árin hans hér á meðal okkar
verða ekki fleiri, en hann nýtti þau
vel. Líf hans var barátta, barátta
fyrir því að fá sömu tækifæri í líf-
inu og aðrir. Mannréttindabarátta.
Hann sigraði þá lotu.
Jóhann Pétur var sjálfsbjargar-
maður af lífi og sál. Yfir lífí hans
var glæsileiki. Hann kleif alla
þröskulda þjóðfélagsins hvort sem
voru á menntabrautinni, leiðinni til
atvinnu, í félagsmálum eða annars
staðar. Þrándur í Götur stóðst hon-
um ekki snúning. Hann átti aðdáun
flestra ef ekki allra landsmanna og
ekki síst okkar, sem fengum að
vinna með honum í stjómartíð hans
sem formaður landssamtakanna.
Jóhann Pétur var kosinn formað-
ur Sjálfsbjargar lsf. á 24. þingi
samtakanna vorið 1988. Vissulega
bauð okkur ekki í grun þegar við
settumst í stjórnarstólana með hon-
um hvað næstu árin bæru í skauti
sér.
Jóhann Pétur var ljúfur og sátt-
fús leiðtogi, röggsamur fundar-
stjóri, sem hélt sínu fólki að vinnu
þótt fundartíminn teygðist fram
eftir kvöldinu. Hann var fljótur að
orða fundarsamþykktir þegar ritara
rak í vörðurnar við fundarritunina.
Er við lítum yfír farinn veg þau sex
ár sem liðin eru síðan Jóhann Pétur
settist í formannsstólinn, er ekki
hægt annað en undrast hve miklu
hann áorkaði.
Margir minnisstæðir atburðir
koma upp í hugann, s.s. 30 ára
afmæli landssambandsins sem
minnst var á veglegan hátt í júní
1989. Hjólastólarallið í sept. sama
ár, þegar fjórir hjólastólakappar
með Jóhann Pétur í broddi fylking-
ar óku frá Akureyri til Reykjavík-
ur, er öllum landsmönnum sjáifsagt
enn í fersku minni. í þeim sama
mánuði sat Davíð Oddsson þáver-
andi borgarstjóri í hjólastól í einn
vinnudag og fékk að kynnast þrösk-
uldum þjóðfélagsins.
Á þennan hátt vildi Jóhann Pétur
ná athygli samferðafólksins og
vekja það til umhugsunar um ferli-
mál fatlaðra.
Einnig var reynt að ná til þeirra
„sem landið munu erfa“. Hug-
myndasamkeppni skólabarna var
hleypt af stokkunum. Hún fékk
heitið Þjóðfélag án þröskulda. Börn-
in tjáðu sig í orði eða með mynd-
verkum. Fróðlegt var að sjá hvert
mat barnanha er á fötlun, t.d. seg-
ir Daníel S. Ásgeirsson í Hamra-
skóla í Vestmannaeyjum í ljóði sínu:
Ef ég get ekki hreyft mig
eðaeféggethreyftmig,
það skipti ekki máli
hvað ég get gert með líkamanum
heldur
hvaðéggetgert
með hjartanu og huganum.
Það er ekki spurningin um
hvað ég get hlaupið hratt
eða hvað ég get gert margar magaæfmgar.
Það er það innra sem skiptir máli.
Jóhann Pétur heimsótti flestar
ef ekki allar félagsdeildir Sjálfs-
bjargar sem nú eru 16 talsins,
ýmist með sambandsstjórn, fram-
kvæmdastjórn eða í minni hóp. Eft-
irminnilegust verður vafalaust ferð
okkar til Bolungarvíkur 1. maí
1993. Þá var formanni Sjálfsbjarg-
ar í Bolungarvík afhentir lyklar að
íbúðum, sem ráðstafa skyldi til fatl-
aðra einstaklinga. Jóhann Pétur
hélt ræðu dagsins og klæddist rauð-
um jakka af því tilefni. Loks bauð
Orkubú Vestfjarða ásamt nokkrum
ungum vélsleðaeigendum í Bolung-
arvík framkvæmdastjórn í vélsleða-
ferð upp á Bolafjall í glampandi sól
og heiðskíru veðri. Á Bolafjalli setti
formaður 250. fund framkvæmda-
stjórnar, þar sem samþykkt var
ályktun til ríkisstjórnar Islands um
að tryggja þegnum þessa lands fulla
atvinnu og koma í veg fyrir lífskjar-
arýrnun almennings.
í ágúst 1992 var þing Bandalags
fatlaðra á Norðurlöndum (NHF)
haldið á Jótlandi í Danmörku. Þar
tók Jóhann Pétur við formennsku
í bandalaginu næstu 4 árin, en að
þeim tíma liðnum skyldi þing haldið
á íslandi og 50 ára afmælis banda-
lagsins minnst. Grunnur var lagður
að styrktarmannakerfi Sjálfsbjarg-
ar í mars 1993. Á annað þúsund
manns vildi styrkja Sjálfsbjörg með
föstum greiðslum. Styrktaraðilana
nefnir Sjálfsbjörg Hollvini og voru
þeir heiðursgestir í 20 ára afmælis-
hófí Dvalarheimilis Sjálfsbjargar 7.
júlí 1993.
Mótmæli sjálfsbjargarfélaga fyr-
ir utan umhverfisráðuneytið á sl.
vori vöktu athygli alþjóðar. Þar var
ráðuneytisstjóra afhent Ádrepa
Sjálfsbjargar, sem nefnist Þrándur
í Götu. Frekari útskýringa er trú-
lega ekki þörf.
En daglega amstrið, það sem
minna sést, en stöðugt er í deigl-
unni, var þó öllu fyrirferðarmeira í
starfí Jóhanns Péturs. Samdráttur-
inn í þjóðfélaginu síðustu árin varð
þess valdandi að heyja varð harða
og tímafreka varnarbaráttu í hags-
muna- og réttindamálum fatlaðra
en halda jafnframt áfram réttinda-
baráttunni. Þá kom sér vel vígfími
Jóhanns Péturs, kunnátta hans í
lögum um málefni fatlaðra, rökfimi
og góð tök á íslenskri tungu.
Mikill tími hefur farið í að ná
endum saman á Sjálfsbjargarheim-
ilinu, einkum eftir að ríkisvaldið
klippti snoturlega af húsaleigu-
greiðslu til samtakanna vegna
vinnu- og dvalarheimilis.
Þessi upptalning varpar e.t.v.
örlitlu ljósi á störf Jóhanns Péturs
fyrir Sjálfsbjörg, en margt er ótalið
og engin vinnuskýrsla til yfír þá
tíma sem hann vann í þágu samtak-
anna. Vinnan hans var á lögfræði-
skrifstofunni. Sjálfsbjargarmál
voru hans áhugamál.
En við minnumst Jóhanns Péturs
ekki bara úr daglega amstrinu. Við
munum hann ekki síður á góðri
stund, glaðan og reifan, syngjandi
af hjartans lyst eða í léttri sveiflu
með Geirmundi vini sínum. Þá geisl-
aði hann af gleði og lífskrafti og
allir hrifust með.
Síðustu árin voru Jóhanni Pétri
mikil hamingjuár. Heilladísin hans,
Harpa, birtist honum, og þau gengu
í heilagt hjónaband norður í Skaga-
fírði á fyrsta degi í Hörpu árið
1991. Heimili sitt stofnuðu þau á
Seltjamarnesi og þar var alltaf opið
hús fyrir okkur í framkvæmda-
stjórn, hvort sem ræða þurfti al-
vörumálin eða gleðjast á góðri
stund. Samband þeirra hjóna var
einstakt. Hamingjan geislaði af
þeim, þau voru félagar og vinir og
nutu lífsins þessa daga sem þau
fengu að vera saman. Hann brosti
líka blíðlega formaðurinn þegar
hann sagði við okkur að þau ættu
vel við í lífí hans einkunnarorðin:
Harpa gefur lífinu lit.
Það var stoltur verðandi faðir,
sem tilkynnti okkur á fram-
kvæmdastjórnarfundi snemma á
þessu ári að þau Harpa ættu von
á erfingja í október. Jóhann Pétur
lifír það ekki að sjá barnið sitt.
Hann setur traust sitt á konuna
sína og hann veit eins og við að
hún mun axla þá ábyrgð með sóma.
Jóhanns Péturs verður sárt sakn-
að í röðum okkar sjálfsbjargarfé-
laga. Sárastur er þó söknuður
Hörpu, eiginkonu hans, Herdísar
móður hans, systkina hans og ann-
arra vandamanna. Við sendum þeim
öllum innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau. Blessuð
sé minning Jóhanns Péturs Sveins-
sonar.
Með félagskveðju,
Pálína Snorradóttir,
Valdimar Pétursson,
Friðrik Ársæll Magnússon,
Ragnar Gunnar Þórhallsson.
Jóhann Pétur Sveinsson, formað-
ur Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, lést 5. september sl., langt
fyrir aldur fram. Fyrir hönd starfs-
fólksins á skrifstofu Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, og Vinnu-
og dvalarheimilis Sjálfsbjargar,
langar mig að minnast hans örfáum
orðum og þakka honum að leiðar-
lokum samfylgdina og lærdómsríkt
samstarf sem aldrei bar skugga á.
Hugprýði Jóhanns Péturs verður
aldrei lýst með fáum orðum á blaði.
Lífsstarf hans og lundarfar verður
okkur öllum sem fengum að kynn-
ast honum, ógleymanlegur vitnis-
burður um fádæma mannkosti.
Dýrmæt minningin um hann
verður okkur ætíð áminning um það
hvað mikilvægast er í mannlífínu,
þrátt fyrir endalausa eftirsókn
mannanna eftir vindi. Hún verður
okkur áminning um þá mannlegu
reisn sem býr í þrotlausum vilja-
styrk og stöðugri viðleitni til að
láta gott af sér leiða. Þess vegna
voru það mikil forréttindi fyrir okk-
ur að fá að starfa með Jóhanni
Pétri.
Við sendum eiginkonu hans,
Hörpu Ingólfsdóttur, móður hans
og systkinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks skrifstofu
Sjálfsbjargar lsf. og Vinnu- og dval-
arheimilis Sjálfsbjargar.
Raggý Guðjónsdóttir.
Það er áfall að frétta af óvæntu
andláti kærs vinar. Mánudags-
kvöldið 5. september hringdi Harpa
og færði þær sorgarfréttir að Jó-
hann Pétur hefði orðið bráðkvaddur
fyrr um daginn. Það er erfítt að
trúa því að Jóhann skuli ekki vera
enn meðal okkar, hann sem var
fullur af lífsþrótti og dugnaði. Mað-
ur situr sleginn yfír fráfalli hans.
Það var um miðjan ágúst sem
ég hitti Jóhann síðast. Við fórum
samferða á fund^ framsóknarmanna
inn í Kópavog. Á leiðinnni ræddum
við saman um barneignir og ung-
barnastúss, en hann átti von á sínu
fyrsta barni með konu sinni Hörpu.
Það er sorglegt að hann skuli vera
kallaður burt nú svo óvænt og langt
fyrir aldur fram.
Það var mikið lán að kynnast
Jóhanni. Fólki leið vel í návist hans.
Hann var glaðlyndur, ráðgóður og
réttsýnn. Vegna mannkosta sinna
eignaðist hann mjög marga vini á
lífsleiðinni. Jóhann var félagssinn-
aður og tók virkan þátt í ýmsum
félagsstörfum. Hæst báru braut-
ryðjenda störf hans í þágu fatlaðra.
Hvert sem hann fór hafði hann
augun opin um hvað mætti betur
fara varðandi aðgengi og aðbúnaði
fatlaðra.
Jóhann starfaði á fleiri vígstöðv-
um, s.s. að málefnum æskufólks á
vegum Æskulýðssambands íslands.
Við Jóhann störfuðum saman í
nokkur ár í Samstarfsnefnd um
æskulýðsmál á vegum Norræna
félagsins og Æskulýðssambandsins
(SNÆ). í þeim norrænu samskipt-
um sem nefndin átti í var eftirtekt-
arvert hve fljótt Jóhanni tókst að
kynnast heilu hópunum af norræn-
um ungmennum og komst vel inn
í þau mál sem til umræðu voru.
Hann talaði góða norsku og var
málefnalegur. Hann var verðugur
fulltrúi íslands. Við sem unnum
með Jóhanni í SNÆ kynntumst
honum náið, bæði vegna nefndar-
starfanna og þeirra ferðalaga er-
lendis sem þeim fylgdu. Jóhann var
skemmtilegur ferðafélagi. Hann
vakti jafnan athygli hvert sem hann
fór, ávallt jákvæður og brosandi.
Við sem unnum með honum í SNÆ
syrgjum góðan félaga.
Jóhann starfaði ötullega að fram-
gangi stefnu Framsóknarflokksins.
Á þeim vettvangi áttum við náið
samstarf síðustu árin. Jóhann var
mjög virtur innan flokksins og fékk
jafnan góða kosningu í þau störf
sem honum voru falin. Hann hlaut
t.d. bestu kosningu inn í miðstjóm
á síðasta flokksþingi. Hann sat í
miðstjórn frá 1988 og í Landsstjóm
frá 1989. Jóhann var formaður
Framsóknarfélags Seltjamamess
1990-1993 og reyndist okkur eink-
ar vel í þeim störfum. Það em ófá-
ir fundirnir sem maður mun minn-
ast frá íbúð þeirra Hörpu á Eiðis-
torginu. Við framsóknarmenn mun-
um minnast Jóhanns með djúpri
virðingu fyrir þau góðu störf sem
hann vann meðal okkar. Jóhann tók
einnig virkan þátt í Bæjarmálafé-
lagi Seltjarnamess, félagi sem vinn-
ur að bættu mannlífi á Seltjarnar-
nesi. Þar lagði hann líka sitt lóð á
vogarskálina.
Jóhann fékk bamaliðagigt á
unga aldri sem olli honum mikilli
líkamlegri fötlun. Með þrautseigju
tókst honum að lifa nánast eðlilegu
lífí þrátt fyrir fötlunina. Hann var
sönunn þess að með jákvæðu hugar-
fari og dungaði má yfírvinna þrösk-
ulda lífsins. Hann menntaði sig,
stofnaði lögmannsstofu ásamt vini
sínum Ólafí Garðarssyni, gifti sig,
keypti íbúð og átti von á sínu fyrsta
barni. Honum gekk allt í haginn
er hann var kvaddur á brott okkur
öllum að óvörum.
Elsku Harpa; ættingjar og aðrir
aðstandendur. Eg votta ykkur mína
inniiegu samúð vegna fráfalls Jó-
hanns Péturs.
Það er einkar sárt að kveðja trún-
aðarvin sem fellur frá svo snögg-
lega í blóma lífsins. Jóhanni þakka
ég einlæga og gefandi vinátu.
Blessuð sé minning hans.
Siv Friðleifsdóttir.
Jóhann Pétur Sveinsson er
skyndilega horfinn okkur, langt
fyrir aldur fram. Það er mjög óraun-
verulegt að eiga ekki eftir að njóta
samvista við hann framar.
Sjá næstu síðu.
Blómmtofa
Friöfinm
Suðurfandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið 5II kvöld
tii Ki. 22,- einnig um heigar.
Skreytíngar við öii tilefni.
Gjafavörur.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.