Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 38

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær faðir okkar, EGGERT ÓLAFSSON, Búastaðabraut 3, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu 9. september. Halldóra Birna Eggertsdóttir, Jónas Kristinn Eggertsson. Ástkær eiginmaður minn, t CARL HORSTMANN, lést 9. september 1994. Lára Ásmundsdóttir, Horstmann, 22750 Via Santana Nuevo Cal. 92567-9636 USA. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL JAKOB JÓHANNSSON fæddur Mortensen, Bergstaðastræti 64, áður Bræðraborgarstig 9, lést á Hafnarbúðum laugardaginn 10. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Joan Peter Mortensen, Hanne Mortensen, María Jakobsdóttir, Jóhannes Guðmannsson, Marteinn Jakobsson, Helga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín og systir, EVA SKAFTADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, er iést 4. september sl., verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 14. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Ólöf Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda, Gunnar Skaftason og fjölskylda. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR EYFELLS verkfræðingur, andaðist í Landspítalanum þann 7. september. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. september kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Unnur N. Eyfells og dætur. t Minningarathöfn um JÓHANN PÉTUR SVEINSSON, verður í Hallgrímskirkju í dag, þriðjudag- inn 13. september kl. 15.00. Útförin fer fram frá Reykjakirkju miðvikudaginn 14. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningar- sjóð sem stofnaður hefur verið hjá Sjálfsbjörg, Landssambandi fatlaðra. Harpa Ingólfsdóttir, Herdís Björnsdóttir Lovísa Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Sólveig S. Einarsdóttir, Gísli Sveinsson, Ásta Begga Ólafsdóttir, Sigriður Sveinsdóttir, Smári Borgarsson, Ólafur Stefán Sveinsson, JÓHANN PÉTUR SVEINSSON Jóhann Pétur eða Jói, eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyld- unni, var einstakur persónuleiki frá fyrstu kynnum. Hann bjó yfir sér- stæðum krafti og kímnigáfu sem hreif samferðamenn hans og fé- laga, hvar sem hann fór. í huga okkar hjónanna hafa und- anfarna daga birst myndbrot, þar sem þessi ótrúlegi drengur er í aðal- hlutverkinu: Jói er með okkur í bílnum, fimm ára, reynir að gægjast út um bíl- gluggann og lesa á öll upplýstu skiltin sem ber fyrir augu, þá þegar læs og fullorðinslegur í tali. Allt í einu heyrist í Jóa úr aftursætinu. „Jæja, svo þarna er þá Asíufélag- ið.“ Um hvað er barnið að tala, okkur finnst þetta bráðfyndið og botnum ekkert í hvernig hann veit um tilvist þessa félags sem hann talar svo kunnuglega um. Jói, sjö ára, að spila bridds og glettast við afa og fleiri karla á Bergþórugöt- unni. Jóhann afi og hann eru mikl- ir mátar, þeir eru báðir pólitískir og Jói yngri orðinn framsóknarmað- ur eins og afi. Jói á fullri ferð á stólnum á göngum Landspítalans. Jói að tefla með hópi skólabræðra úr Hamrahlíðinni í herberginu sínu í Sjálfsbjargarhúsinu. Jói fær sér amerískan bíl og ekur um allar trissur. Jói með stúdentshúfu og stefnir á lögfræði í Háskóla ís- lands. Jói fullorðinn, lögfræðingur og stofnar fyrirtæki með Óla Garð- ars félaga sínum. Þeir bjóða okkur í veislu á nýju skrifstofuna á Nes- inu, boðskortið er fallegt og öðru- vísi, glas fullt af rauðum beijum. Jói að dansa á rafmagnsstólnum á Broadway og berst fyrir því að ská- bretti verði lagt upp á dansgólfíð. Jói að syngja með sinni djúpu bassa- rödd með krökkunum í Norðanbörn- um, Veirunum og með Skagfírsku söngsveitinni. Jói og Harpa koma í heimsókn sl. vetur og segja okkur gleðifréttir, þau eiga von á erfingja í nóvember. Jói syngjandi með Ola bróður á landsmótinu á Heilu í byij- un júlí. Jói í eldhúsinu á Varmalæk í endaðan júlí, að vinna í bókhald- inu, sinna lögfræðistörfunum, tala í símann, segja brandara, ráðgera framtíðardraumana í Skagafirðin- um við Smára mág sinn, mömmu sína og okkur. Síðasta myndin: Jói að þjóta yfír í Laugarhvamm á bfln- um, til að senda fax suður fyrir miðnætti. Hann er á leið til útlanda og þarf að drífa ýmislegt af áður. Já, svo sannarlega lifði Jói hröðu og viðburðaríku lífi, honum lá alltaf á að klára hlutina og sumum fannst hann óþolinmóður. Fyrir ókunnuga virkaði Jói opinn, en hann var á vissan hátt dulur og flíkaði lítt sín- um innstu tilfinningum. Vandamál voru neðarlega á listanum í orða- bókinni hans og veikindi voru helst ekki til umræðu. Gæfa hans var mikil þegar hann giftist Hörpu, sem nú sér á eftir ástríkum eiginmanni allt of fljótt. Jói var gleðimaður, honum gekk flest í haginn, var góður námsmað- ur, skarpur og fylginn sér og vinur vina sinna. Hann naut þeirra for- réttinda að vera hreinræktaður Skagfírðingur, eins og hann sagði sjálfur. Hann var elskur að heima- högum sínum, en varð að dvelja langdvölum hér syðra vegna veik- inda, sem bam og unglingur. Hann bætti sér það upp þegar hann eltist og fannst lítið mál að renna norður á Varmalæk. Hann átti alveg ein- staklega góða og skilningsríka for- eldra og fimm systkini sem studdu hann vel og gerðu sér grein fyrir að ekki þýddi að reyna að halda aftur af elju hans og framtaks- semi. Þetta kunni hann líka vel að meta og lét sér annt um skyld- menni sín. Jói treysti sér yfír flesta þröskulda og hindranir og fór yfír margar, sem fullfrískir treystu sér ekki. Hann barðist alltaf ötull fyrir bættum hag fatlaðra í þjóðfélaginu sem félagi, stjórnarmaður og síðar formaður Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. Víst er að sæti hans þar verður vandfyllt, sem og annars staðar þar sem hann starfaði að félagsstörfum. Sárastur er missir eiginkonunnar ungu, móður hans og systkina. Nú þegar dimmir að í Skagafirði og leiðir skilja um sinn, langar o'kk- ur að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum dreng sem Jó- hann Pétur var. Við vottum Hörpu, eiginkonu hans, Hebbu móður hans og systk- inunum Lísu, Bjössa, Óla, Siggu, Gísla og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við eigum öll eftir að sakna hans mjög, en minningin um hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Hjörtur og Kristín. Fleiri minningargreinar um Jóhann Pétur Sveinsson bíða birtingar og munu birtast hér í blaðinu næstu daga t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI JÓNSSON, bóndi, Blönduhlíð, Dalasýslu, er lést 7. september, verður jarðsung- inn frá Snóksdalskirkju föstudaginn 16. september kl. 14.00. Svanhildur Kristjánsdóttir, Kristján Þ. Gíslason, Rannveig Finnsdóttir, Helga Gísladóttir, Unnar Laxdal Gíslason, Inga Jóna Gísladóttir, Ingólfur K. Þorsteinsson, Magnús Kristjánsson, Oddrún M. Pálsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR SCHEVING, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. septemberkl. 10.30. Hannes Scheving, Gunnhildur Magnúsdóttir, Jón Karl Scheving, Lára Berntsen, Guðríður Einarsdóttir, Sigurður Á. Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, bróðir og tengdafaðir, HALLDÓR BECH, fyrrverandi flugstjóri, Kötlufelli 5, Reykjavfk, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt 10. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. sept- erhber kl. 13.30. Lára Bech, Þórarinn Bech, Guðný Bech, Jóhann Grétar Gústafsson, Erla Bech, Baldur Þórisson, og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Furugerði 1, lést á Droplaugarstöðum iaugardaginn 3. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúð. Erla B. Gústafsdóttir, Guðlaugur R. Nielsson, Guðmundur J. Guðlaugsson, Sigrún Grendal Magnúsdóttir, Anna Guðlaugsdóttir, Vinccent Steed, Jón Guðlaugsson, Auður Gísladóttir, Guðrún Elfn Guðlaugsdóttir, Haukur Hauksson og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA ÞORSTEINS, Markarvegi 2, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 21. september kl. 13.30. Blóm og minningargreinar eru afþökkuð að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð í Kópavogi. Elísabet Magnúsdóttir, Haukur Frímannsson, Þorsteinn Magnússon, Ásdfs Magnúsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigrfður Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.