Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 44

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TEL BLAÐSINS Ljóska 'O, JÁ, UNGttí)" Þú HttoOR \ A£> vkeA N&A S1ABF5IÚIXAH' Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 691100 • Símbréf 691329 Leitin að málinu fullkomna Frá Hallgrími Sæmundssyni: UMBERTO Eco rithöfundur og málvísindamaður mun þekktastur hér á landi fyrir skáldsögu sína, Nafn rósarinnar, sem Thor Vil- hjálmsson þýddi á íslensku. Eco er eftirsóttur fyrirlesari og hefur getið sér mikið orð sem slíkur, einkum á Ítalíu og í Frakklandi. I bók sinni „Leitin að málinu fullkomna" La Ricerca Della Lingva Perfetta, (Ed- itori Laterza 1993, (Bókaflokkur: Fare L’Europa) 413 bls.), fyallar hann um margs konar tilraunir manna í Evrópu og leit að „full- komnu" tungumáli. Tilraunir hafa hnigið að því að endurgera ímyndað „frummál", vekja til lífsins mál sem gegnt hafa sögulegu hlutverki (eins og nú hefur gerst með hebresku) og að setja saman ný mál (plan- mál). Margar vonir sem menn gerðu sér um fullkomið tungumál hafa ekki ræst. Eco lýsir á áhrifaríkan hátt tilraunum Leibniz að þróa heimspekilegt tungumál, sem byggðist á flokkun hugtaka og yki þess vegna „víðáttu hugarheimsins eins og sjónaukinn eykur langsýni augna vorra“. Umfjöllun á tímum upplýsingarinnar leit á þessi mark- mið sem tálsýnir. Hitt er annað, að þessi leit að „málinu fullkomna" hefur gefið af sér ýmsar aukaafurðir. Táknrök- fræðin, tölvumálin, flokkunarkerfi í náttúruvísindum o.s.frv., allt á þetta með einhverjum hætti þessari leit tilveru sína að þakka. Mest notaða planmálið nú á tím- um, esperantó, er einnig sprottið úr þessum jarðvegi. Eco fjallar ná- kvæmlega um uppruna þess og af- burðasnjalla málfræði. I kafla um pólitíska möguleika á alþjóðlegu samskiptamáli lítur hann svo á að esperantó komi þar fyllilega til greina. Hann segir: „Ef þróunin um sameiningu í Evrópu heldur áfram í þá átt sem nú horfir og sömuleið- is það stefnumið að sem flest tungu- mál verði þar jafnrétthá verður eina ráðið að taka upp eitt samskipta- mál.“ Þeirri fullyrðingu, að slíkt tungumál eigi sér enga sögu, svarar Eco með því að benda á að tungu- mál menningarþjóða hafi í árdaga heldur enga sögu átt, en með ein- hveijum hætti tileinkað sér menn- ingarþætti þeirra tungumála sem á undan fóru. Þannig mundi sam- skiptatungumálið nýja auðgast af snertingu við þau mál sem fyrir eru. Það sem hins vegar tefji fram- gang þessa nauðsynjamáls sé ein- faldlega eigingirni ríkisstjórna. Eco segir svo orðrétt: „Esperanto hefur flesta burði til að gegna hlutverki sínu sem alþjóðamál, eins og gríska og latína áður, og franska eða enska eða svahílí-mál.“ Eco leggur áherslu á að nú þeg- ar sé fyrir hendi allmikil reynsla af notkun esperantós og lýkur bók sinni með þessum orðum: „Ma e restato come erditá ai suoi figli il compito di conquistarsi la piena e conciliata signoria della Toree di Babele.“ (Okkur, niðjum (Adams), er það á herðar lagt að sigrast á Babelstuminum.) HALLGRÍMUR SÆMUNDSSON Goðatúni 10, Garðabæ. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk SO HERE I AM RI0IN6 ON THE BACK OF MH MOM'5 BICTCLE ON THE WAY TO TME DRY CLEANERS.. MOM ALWAT5 LIKE5 TO RETURN THE USED C0AT HAN6ER5 Hér er ég svo aftan á hjólinu Mamma vill alltaf Henni er meinilla við það þegar hennar mömmu á leið til fata- skila notuðu herð- ég geri þetta — hreinsunarinnar. atrjánum. Krossgötur eða öngstræti? Frá Jóni K. Guðbergssyni: UNDANFARNAR vikur hafa birst í fjölmiðlum og víðar stórkarlalegar yfirlýsingar frá hlutafélagi, sem nefnist Krossgötur, í þá veru að nú fyrst séu að hefjast í skólum for- vamir í vímuefnamálum. Talað er um neyðaróp frá ýmsum stöðum vegna skorts á fræðslu um þessi mál. Þetta hlutafélag hefur hingað til ekki komið nálægt fræðslu í skól- um svo vitað sé og því óiíklegt að forystumenn þess viti nokkum skapaðan hlut um hana. Og ekkert hefur heyrst frá hlutafélaginu um þá gífurlegu fjölgun áfengisveit- ingastaða sem dunið hafa yfir þjóð- ina undanfarið. Ekki er heldur til þess vitað að hlutafélag þetta hafí látið til sín heyra um þær hug- myndir gróðalýðs að leggja Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins niður og hafa hagnaðinn einan að leiðar- ljósi við dreifingu þessara fíkniefna. Barátta gegn þessu tvennu eru þó líklega áhrifamestu forvamimar. Fjöldi fræðalufunda Sökum þeirra blekkinga, sem í auglýsingaherferð hlutafélagsins er beitt, er rétt að skýra frá því að á vegum Áfengisvarnaráðs hafa 58 skólar verið heimsóttir undanfarin tvö ár og auk þess haldnir fræðslu- fundir með fjölda félagasamtaka og opinberra aðilja. Þá má minna á að fjöldi skóla býr það vel að stafsliði að góð fræðsla fer þar fram um þessi efni án þess að aðrir séu kallaðir til. Hvergi hefur verið minnst á þetta hlutafélag þegar beðið hefur verið um aðstoð við fræðslu um vímuefni og þess vegna væri fróðlegt að fá upplýst frá hvaða skólum neyðaróp- in fjölmörgu hafa borist til hlutafé- lagsins Krossgatna. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.