Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Jóhanni P. Halldórssyni vikið úr Sjálf- stæðisfélagi Reyðarfjarðar Áfrýjaðtil GENERAL ELECTRI C Eigum nú fyrirliggjandi þessi flokksstjórnar frá General Electric ASI hafnar stefnu fjár- lagafrum- Úrvals-Fólks varps ALÞÝÐU S AMB AND íslands hafn- ar með öllu þeirri stefnu og sjónar- miðum sem sett eru fram í fjár- lagafrumvarp fyrir komandi ár. Þetta var samþykkt í ályktun mið- stjórnar ASÍ í liðinni viku. Mið- stjórn ASÍ samþykkti einnig mót- mæli við þeirri ákvörðun félags- málaráðherra að hækka ábyrgðar- gjald húsbréfa úr 0,.25% í 0,35%. í ályktun miðstjórnar um íjár- lagafrumvarpið er sérstaklega gagnrýnd skerðing á framlögum tii verklegra framkvæmda sem muni leiða til aukins atvinnuleysis. Mótmælt er niðurskuðri í félags- og velferðarkerfinu gagnvart elli- og örorkulífeyrisþegum, atvinnu- lausum og sjúkum og er gagnrýnt að frumvarpið einkennist af því að efnahagsbatinn, sem launafólk hafi lagt grunn að, sé nýttur til að auka kaupmátt hátekju- og eignamanna. Miðstjórn ASÍ skorar á ríkis- stjórnina að draga til baka hækkun ábyrgðargjalds húsbréfa og finna leiðir til að minnka greiðslubyrði húsbréfa. Lengja beri lánstíma húsbréfa og greiða úr greiðslu- vanda þeirra sem þegar eru komn- ir í þrot. Þá vill miðstjórn ASÍ að stjórnvöld geri lántakendum í hús- bréfakerfinu mögulegt að endurfj- ármagna lán sín á lægri vöxtum. M'ÚRVAL-ÚTSÝN tryggiiig fji'ii' gæflnra Lágmúla 4: sími 699 300, Hafmrfirði: sími 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umþoðsmönnum um land allt. Örfá sæti laus vegna forfalla. Úrval góðra gististaða. Skemmtidagskrá íslenskra fararstjóra og sérlegur gestgjafi Úrvals-Fólks. JÓHANN P. Halldórsson, vélvirki hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, telur opinber mótmæli sín við að gömul hús í Kampinum séu tekin upp í 4 til 5 milljón króna skuld eigandans hafa valdið því að honum hafi verið vísað úr sjálfstæðisfélagi sínu og þar með úr Sjálfstæðisflokkunum. Hann segist ætla að áfrýja til flokksstjórnar í Reykjavík. Markús Guð- brandsson, formaður Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar, segir að húsin í Kampinum komi málinu ekki við. Jóhanni hafi verið vísað úr félaginu þar sem hann hafi unnið gegn því og haft truflandi áhrif á starfsemi þess. Jóhann sagði að í tengslum við áætlanir um byggingu stríðs- minjasafns hefði komið upp sú hugmynd að útgerðarfyrirtækið GSR seldi hús í svokölluðum Kampi undir starfsemina. Gallinn hefði hins vegar verið að fyrirtæk- ið hefði skuldað 4 til 5 milljónir í rafmagn. „Endirinn varð sá að hreppsnefndin samþykkti á síðasta fundi að taka húsin upp í rafmags- skuldir. Ég og fleiri íbúar hér sættum okkur ekki við þetta órétt- læti. Húsin eru ekki þess virði. Þau eru nánast ónýt. Að mati verkfræðiskrifstofu sem tók þau út kostar lauslega 10 milljónir að koma þessu í sæmilega fokhelt ástand,“ sagði hann og lagði áherslu á að hann gæti ekki sam- þykkt að einhveijir aðilar út í bæ fengu uppgefnar rafmagnsskuldir gegn ónýtum kofum. Hér væri augljóslega um hagsmunatengsl að ræða. Hann segist hafa látið skoðanir sínar opinberlega í ljós. „Mér var í framhaldi af þvi með áb.yrgðar- bréfi vikið úr sjálfstæðisfélaginu og að minni túlkun þar með úr flokknum,“ segir Jóhann. Truflandi áhrif „Jóhanni var vísað úr Sjálfstæð- isfélagi Reyðarfjarðar því hann hafði unnið gegn félaginu og haft truflandi áhrif á starfsemi þess. Menn voru hættir að koma á fundi og annað slíkt. Truflunin lýsir sér til dæmis í persónulegum svívirðingum, sér- staklega á visst fólk sem hann virðist ofsækja," sagði Markús Guðbrandsson. Hann segir að í bréfi til Jóhanns hafi verið vísað til 6. greinar félagsins. Samkvæmt henni geti stjórnin með 2/3 hluta atkvæða vikið úr félaginu hveijum þeim sem að hennar áliti bijóti gegn lögum félagsins eða vinni gegn stefnu flokksins. Áfrýja megi slíkri umsókn til félagsfundar. Sé stjórn félagsins þá skylt að boða til félagsfundar innan 14 daga frá móttöku áfrýjunar. Markús vísaði því alfarið á bug að Kampsmálið tengdist brottvís- un Jóhanns úr félaginu. Hann sagði að honum væri vísað úr fé- laginu en ekki flokknum. Kæliskápur með klakavél. 658 Itr. Þvottavél Tekur 9 kg. Þurrkari Tekur 7 kg. Nánari upplýsingar fást hjá Innkaupadeild Heklu Brautarholti. Sími 69 55 00 - Fax 69 57 78 - Opið frá kl. 9:00 ■ 17:00 El HEKLA KMARIVEISLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.