Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 11
Sophusson og segir brýnt að fram-
kvæmdavaldið hafí meira svigrúm
en áður, því fylgi einnig aukin
ábyrgð. Hann telur að það hafí
verið til mikilla bóta að setja inn
þetta ráðstöfunarfé ráðherra og
eins ríkisstjórnar til að koma í veg
fyrir að það væri verið að fara með
marga smáa útgjaldapósta inn á
Alþingi á fjáraukalög ár hvert eins
og tíðkaðist. Nú er reynt að binda
fjáraukalögin við stærri útgjaldaliði
vegna ófyrirsjáanlegra atvika eða
vegna sérstakra ákvarðana Alþing-
is og ríkisstjórnar.
Er ekki þörf á skýrari reglum
um meðferð ráðstöfunarfjár ráð-
herra og ríkisstjórnar? „Ég tel að
það sé aðalatriðið að fjármunirnir
sem fara af þessum ráðstöfunarlið-
um séu til málefnasviða einstakra
ráðherra. Það er kannski mikilvæg
leiðbeining. Ég sé ekki annað en
að það sé eðlilegt að Ríkisendur-
skoðun geti hér eftir sem hingað
til gert sínar athugasemdir. Ég sé
ekki þörf fyrir nýtt eða aukið eftir-
lit umfram það,“ sagði Friðrik.
Hvað er til bóta?
Yfirskoðunarmenn ríkisreikn-
ings hafa bent á að gefnum tilefn-
um að brýnt sé að stytta boðleiðir
og gera þær afdráttarlausari á
milli ráðuneyta og stofnana. Þá
segir í skýrslu yfirskoðunarmanna
frá í október í fyrra: „Yfirskoðunar-
menn telja að forsætisnefnd Al-
þingis beri að tryggja að Alþingi
fjalli um skýrslur Ríkisendurskoð-
unar og afgreiði þær í nefndum
þingsins og í þinginu sjálfu. Sú
afgreiðsla gæti ýmist verið á þá
lund að taka undir sjónarmið stofn-
unarinnar og beina tilmælum til
ráðherra um að breyta tiltekinni
framkvæmd eða taka afstöðu gegn
niðurstöðu hennar með ályktun þar
að lútandi.“
Pálmi Jónsson segir að skýrsla
yfirskoðunarmanna hafi yfirleitt
verið rædd á Alþingi með ríkis-
reikningi. Honum er vísað til fjár-
laganefndar. „Þá höfum við yfir-
skoðunarmenn talið okkur skylt við
1. umræðu að ræða málið. Þá hefi
ég tekið til máls, rætt skýrsluna
og greint frá okkar helstu áhersl-
um. Svo er það Alþingis að taka
undir það eða ekki. Það má benda
á í þessu sambandi að ríkisreikn-
ingur áranna 1991 og 1992 hefur
ekki enn hlotið afgreiðslu Alþing-
is.“
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi tekur undir þörf á skýr-
ari málsmeðferð í formála Starfs-
skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir
árið 1993, sem kom út í maí í vor.
Þar segir m.a.: „Ríkisendurskoðun
[er] ætlað að gegna eftirlitshlut-
verki innan opinberrar stjórnsýslu
og að miðla upplýsingum til Alþing-
is og ríkisstofnana um fjárhagsleg
málefni. Stofnunin hefur á hinn
bóginn ekki framkvæmdavald. Því
er mikilvægt að athugasemdir og
ábendingar sem fram koma í
skýrslum hennar fái umfjöllun hjá
Alþingi og að þingið hlutist til um
breytt vinnubrögð ráðherra og
embættismanna ef það telur
ástæðu til.“ Síðan segir að forsæt-
isnefnd Alþingis hafi ákveðið í fyrra
að skýrslum Ríkisendurskoðunar
skuli vísað til umfjöllunar í fag-
nefndum þingsins og um þær álykt-
að ef tilefni þætti til. Með þessu
gæfist aðilum innan stjórnkerfisins
tækifæri til að skýra sín sjónarmið
til athugasemda Ríkisendurskoðun-
ar.
Sigurður sagði í samtali við blað-
ið að hann saknaði þess að fá ekki
formlega ályktun frá Alþingi um
skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Ef
maður horfir á hvernig þessum
málum er háttað í nágrannalöndum
þá er til dæmis hjá þjóðþingum í
Bretlandi og Noregi svonefnd eftir-
litsnefnd sem meðal annars fjallar
um allar skýrslur frá Ríkisendur-
skoðun viðkomandi lands. Hún kall-
ar fyrir sig þá aðila sem efni skýrsl-
unnar varðar og gefur síðan út
álit sitt þar sem mælst er til tiltek-
inna aðgerða. Þetta vantar hér.“
Sigbjörn Gunnarsson, formaður
fjárlaganefndar, segir að nefndin
fari yfir skýrslur Ríkisendur-
skoðunar með fulltrúum hennar og
Eftirlitið
RÍKISENDURSKOÐUN á sam-
kvæmt lögum (12/1986) að
„annast endurskoðun hjá ríkis-
stofnunum og þeim aðilum öðr-
um sem hafa með höndum
rekstur eða fjárvörslu á vegum
ríkisins. Enn fremur hefur hún
eftirlit með framkvæmd fjár-
laga“. Endurskoðunin skal
meðal annars miðast að því að
reikningsskil gefi glögga mynd
af rekstri og efnahag, einnig
að „reikningar séu í samræmi
við heimildir fjárlaga,
fjáraukalaga og annarra laga,
lögmæt fyrirmæli og starfs-
venjur“.
YFIRSKOÐUNARMENN ríkis-
reiknings eru kjörnir íif al-
þingi. Samkvæmt 43. grein
stjórnskipunarlaga (33/1944)
er þeim gert að „gagnskoða
árlega reikninga um tekjur og
gjöld landsins og gæta þess,
hvort tekjur landsins séu þar
allar taldar og hvort nokkuð
hafi verið af hendi greitt án
heimildar". Yfirskoðunarmenn
skila skýrslu og hefur hún
fylgt endurskoðunarskýrslu
Ríkisendurskoðunar.
skráðar réttarheimildir, enda ekki
furða þar sem slík fyrirmæli hlytu
eðli sínu samkvæmt að vera í hróp-
legu ósamræmi við skýr ákvæði
stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir
þetta hefur lítið raunhæft verið
gert í því skyni að tryggja að lög-
formlega sé að verki staðið í þess-
um efnum.“ Síðan segir í III. kafla
greinargerðarinnar: „Það er von
flutningsmanna að frumvarp þetta,
nái það fram að ganga, tryggi á
sæmilegan hátt að reglur stjórn-
skipunarlaga um fjárveitingarvald
Alþingis og eftirlitshlutverk þess
verði í heiðri hafðar... Þá ættu
reglur af þessu tagi ekki síður að
styrkja þingið, stofnanir þess og
Ríkisendurskoðun við að rækja það
eftirlitshlutverk sem þessum aðil-
um ber að sinna í þessu efni lögum
samkvæmt."
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um endurskoðun á ríkisreikningi
Sigbjörn
Pálmi
Sigurður
Friðrik
Umsýslumenn skattpeninga
FRIÐRIK segir að því
stefnt að aukaþóknanir
ríkisstarfsmanna verði
skráðar í sérstökum
þóknanaeiningum.
Þannig verður kleift að
fá yfirsýn yfir laun með
sambærilegum hætti.
SIGURÐUR vill að
skýrslur Ríkisendur-
skoðunar fái formlegri
afgreislu frá Alþingi en
nú tíðkast. í nágranna-
löndum sjá eftirlits-
nefndir þjóðþinga um
þau mál.
PÁLMI leggur til að
settar verði reglur um
meðferð á óskiptum
fjárlagaliðum, svo sem
að ráðstöfunarfé ráð-
herra sé varið til tiltek-
inna verksviða.
SIGBJÖRN segir að
fjárlaganefnd fjalli um
skýrslur Rikisendur-
skoðunar með hlutað-
eigandi aðilum ef tilefni
er til. í framhaldi af því
geta sprottið þingmál.
1992 segir að víða sé pottur brot-
inn í þessum efnum, þótt nokkar
umbætur hafi orðið á undanförnum
árum í framkvæmd þeirra mála
sem frumvarpið tekur til. Vitnað
er til þess að stofnanir í A-hluta
ríkisreiknings fóru þrjá milljarða
fram úr fjárlagaheimildum á árun-
um 1990-92, þrátt fyrir að Alþingi
hafi aukið við fjárlagaheimildirnar
með fjáraukalögum á hveiju ári.
Síðan segir: „Þá er það ekki síður
bagalegt að stjórnvöld, sem ætlað
er að hafa eftirlit með framkvæmd
þessara mála, hefur til þessa til-
finnanlega vantað skýr og ótvíræð
lagafyrirmæli til þess að styðjast
við í störfum sínum. Hér má eink-
um nefna Alþingi, Ríkisendurskoð-
un og ráðuneytin sjálf... Að mati
Ríkisendurskoðunar sætir það
furðu að ekki hafi enn náðst að
afgreiða ofangreint mál þegar höfð
er í huga sú víðtæka samstaða sem
um það náðist á síðasta þingi.“
Um þetta frumvarp segir Pálmi
Jónsson: „Ég átti sæti í fjárveit-
inganefnd þegar frumvarpið var
samið, það fékk dræmar undirtekt-
ir hjá fjármálaráðherra og starfs-
mönnum fjármálaráðuneytis. Ég
ræddi frumvarpið við núverandi
fjármálaráðherra og taldi mig
semja við hann um breytingar svo
að við værum báðir sáttir við þann
búning sem það er nú í. En það
náði samt sem áður ekki að verða
samþykkt."
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir óánægju með frum-
varpið stafa af því að það sé gall-
að. Hann segir að ríkisreikninga-
nefnd, sem er skipuð fulltrúum fjár-
málaráðuneytis og Ríkisendurskoð-
unar, sé um þessar mundir að skila
skýrslu um þessi mál. „Þar er ver-
ið að fara yfir þau lög sem gilda
um bókhald, ríkisreikning, greiðsl-
ur úr ríkissjóði og þess háttar mál.
Ef farið verður eftir því sem er í
skýrslunni verða reikningar ríkis-
ins, reikningsskil og allar aðferðir
við fjármál ríkisins komnar í mjög
nútímalegan búning. Þess má
vænta að frumvarp fylgi í kjölfar-
ið.“
hlutaðeigandi aðilum ef tilefni er
til. Sjaldnast sé tekin formleg af-
staða til skýrslnanna, en þetta geti
samt haft þær afleiðingar að mál
komi inn í þingið í framhaldinu.
Sigbjörn telur að Alþingi haldi nú
betur en stundum áður utan um
þátt fjárveitingarvaldsins og eftirlit
hafi aukist, þótt eflaust megi enn
bæta vinnubrögð.
Sigurður Þórðarson segir að nú
sé það meira og minna komið und-
ir þeim sem Ríkisendurskoðun ger-
ir athugasemdir við hvernig þeir
bregðast við gagnrýninni. Aukin
umfjöllun um skýrslur embættisins
innan þings og utan hafi þó haft
sín áhrif.
Tímabært að breyta
Friðrik Sophusson segir að á
undanförnum árum hafi verið
haldnir fundir með Ríkisendurskoð-
un, yfirskoðunarmönnum ríkis-
reiknings og fjármálaráðuneyti.
„Við höfum gert athugasemdir og
þeir líka. Jafnframt veit ég til þess
að þessir aðilar hafa farið viðar um
kerfið og gert athugasemdir.“ Frið-
rik telur að það sé orðið tímabært
að breyta endurskoðun á ríkisreikn-
ingi. Nú heyrir Ríkisendurskoðun
undir Alþingi, en var áður undir
ijármálaráðuneyti.
„Þetta var einnig gert í
nærliggjandi löndum
sem búa við svipað
stjórnarfar og Islending-
ar. í þeim löndum var
um leið hætt við að hafa
yfirskoðunarmenn sem
kjörnir eru af þihginu.
Þetta er bundið í stjórn-
arskránni en ég tel að það sé aldeil-
is úrelt að búa við slíkt fyrirkomu-
lag. Hins vegar tel ég eðlilegt að
þingnefnd verði falið að taka til
umíjöllunar skýrslur Ríkisendur-
skoðunar, fjalla um þær og gefa
þinginu nefndarálit um niðurstöður
Ríkisendurskoðunar. Á grundvelli
slíkra nefndarálita gæti þingið tek-
ið ákvarðanir, annaðhvort breytt
lögum eða samþykkt ályktanir
framkvæmdavaldinu til eftir-
breytni."
Friðrik álítur afar mikilvægt að
Ríkisendurskoðun starfi með trú-
verðugum hætti. Því sé þörf á að
skilgreina starfssvið Ríkisendur-
skoðunar upp á nýtt. Það geti ver-
ið óheppilegt og óæskilegt fyrir
embættið að þurfa að gefa álit á
málum sem ekki verða mæld á fjár-
hagslega og reikningslega kvarða,
heldur séu fremur stjómmálaleg
og siðferðileg.
Alþingi fer með
fjárveitingarvaldið
Þrívegis undanfarin ár hefur
verið lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um greiðslur úr ríkissjóði
og fleira. Frumvarp þetta var lagt
fram af fjárveitinganefnd, nú fjár-
laganefnd, og stóð hún einhuga að
því. Frumvarpið mætti andstöðu
aðila í stjórnkerfinu, þar á meðal
í fjármálaráðuneyti.
í frumvarpinu eru lagðar línur
um meðferð og ráðstöfun opinbers
ijár, meðferð ríkiseigna og fleira.
Því er ætlað móta meginreglur sem
skulu gilda ef skuldbinda á ríkissjóð
og ríkisfyrirtæki fjárhagslega.
Einnig að kveða á um þau skilyrði
sem þurfa að vera fyrir hendi til
þess að greiðslur úr rík-
issjóði geti farið fram.
í II. kafla greinar-
gerðar með frumvarp-
inu kemur fram að
framkvæmd fjármála
ríkisins hafi í veigamikl-
um efnum farið í annan
farveg en mælt er fyrir
um í 41. grein stjórnar-
skrárinnar sem segir: „Ekkert gjald
má greiða af hendi, nema heimild
sé til þess í fjárlögum eða fjárauka-
lögum.“ Síðan segir í greinargerð-
inni: „Um árabil hafa svokallaðar
aukafjárveitingar fjármálaráðherra
tíðkast og þá ýmist rneð eða án
samráðs við ríkisstjórn eða fjárveit-
ingaliefnd. Framkvæmd þessi
styðst að sjálfsögðu hvorki við fyr-
irmæli í almennum lögum né aðrar
„Fjármála-
ráðuneyti ber
aðeins skylda
til að greiða
út samkvæmt
fjárlögum."
Vetraráætlun
ms. Sæfara
Gildir frá 1. okt. 1994 til 30. apríl 1995
Mánudagur:
Frá Akureyri kl. 9.00 Til Hríseyjar kl. 11.00
Frá Hrísey Til Dalvíkur
Frá Dalvík Til Grímseyjar
Frá Grímsey Til Dalvíkur/Hríseyjar
Þriðjudagur:
Frá Hrísey kl. 8.00 Til Dalvíkur kl. 8.30
Frá Dalvík Til Hríseyjar
Frá Hrísey Til Akureyrar
Fimmtudagur:*
Frá Akureyri kl. 7.00 Til Hríseyjar kl. 9.00
Frá Hrísey
Frá Dalvík
Frá Grímsey
Frá Dalvík/Hrísey
*Á tímabilinu 1. október 1994 til 30. aprfl 1995 eru ferð-
ir til Grímseyjar á fimmtudögum háðar þeim flutningum
sem fyrir liggja.
Til Dalvíkur
Til Grímseyjar
Til Dalvíkur/Hríseyjar
Til Akureyrar
Farið er af stað á tímasettum brottförum, en þar sem
brottför er ekki tímasett er farið þegar lestun og losun
erlokið.
Farpantanir
Ferðaskrifstofan Nonni, Brekkugötu 3, Akureyri.
Símar 96-11841 og 96-11845.
Vöruafgreiðslur:
Akureyri: Eimskip hf., Oddeyrarskála, sími 96-21725.
Dalvík: Eimskip hf., Dalvíkurhöfn, sími 96-61800.
Hrísey: Fiskvinnsla KEA, sími 96-61710.
Grímsey: Fiskverkun KEA, sími 96-73105.
EYSTEIISIN YIMGVASON
FERJULEIÐIR,
Skipholti 25,105 Reykjavík,
sími 91 -628000, fax 91-622725.