Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 20

Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 20
20 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn TOLLAÐ ITISKUNNI eftir Hildi Friðriksdóttur ASTÆÐAN fyrir því að Mörtu datt í hug að opna fataverslun á sínum tíma var aðallega sú, að fáar verslanir voru í Reykjavík fyrir ungar konur. Á yngri árum saum- aði amma hennar fötin á hana, en málið vandaðist þegar hún fór að kaupa fötin sín sjálf, því fáar versl- anir höfðuðu til hennar. „Hins veg- ar var ég heilluð af fötum sem ég sá í erlendum blöðum. Smám saman varð hugmyndin til um að opna verslun." Hún lét ekki sitja við orðin tóm, fór til Danmerkur, þræddi verslanir og aflaði sér upplýsinga. 24 ára opnaði hún fyrstu verslunina í leigu- húsnæði á Laugavegi 28. „Það þótti mörgum algjör fásinna að ætla sér að halda búð gangandi uppi á annarri hæð, en við höfðum ekki efni á öðru. Við byijuðum smátt en umsvifin uxu mjög hratt. Það var með ólíkindum hvað var mikið að gera,“ segir hún þegar hún rifjar upp fyrstu árin. „Stundum var biðröð niður stig- ann, þannig að við þurftum að loka um miðjan dag og hleypa viðskipta- vinum inn í hópum. Ég tala nú ekki um þegar útsölur voru. Þegar VIDSKIPn AIVINNUIÍF Á SUNNUDEGI ► Marta Bjarnadóttir er fædd á ísafirði 7. júlí 1944. Hún og eiginmadur hennar, Þórarinn Olafsson, opnuðu fyrstu verslun sína, Evu, fyrir 25 árum og með tímanum hafa fleiri búðir bæst í hópinn eins og fataverslanirnar Gallerí og Centrum og húsgagnaverslunin Company. Enn standa breytingar fyrir dyrum. Um mánaðamótin stækkar verslun- arrýmið með opnun tengibyggingar sem liggur milli Evu og Companys. Þar verður jafnframt sérstakt horn með vörum frá hinum þekkta tískuhönnuði Donnu Karan, sem Marta hefur lengi haft hug á að nálgast en ekki haft mögu- leika á fyrr en nú með stækkun húsnæðisins. við mættum á morgnana var fjöld- inn slíkur fyrir utan, að engu líkara var en kviknað væri í húsinu. Þetta var eins og í ævintýri." Lítil samkeppni í byrjun Marta segir að velgengnina í upphafi megi að hluta rekja til þess að samkeppnin hafi verið harla lít- il. Viðskiptavinirnir voru aðallega á aldrinum 18-40 ára og Karnabær var eina tískuvöruverslunin fyrir unga fólkið en svo var eingöngu um að ræða verslanir fyrir eldri konur. „Við fórum inn á allt aðra línu og buðum vörur úr hreinni bómull eins og var mikið í Skandin- avíu á þessum árum,“ segir Marta og bætir við að tímasetningin hafí verið heppileg, nú á tímum sé t.d. miklu erfiðara að opna tískuvöru- verslun, því búðirnar séu alltof margar miðað við mannfjölda. - Nú hafa margar tískuvöru- verslanir dottið upp fyrir á undan- förnum áratugum en þið þreyið þorrann. Hver er galdurinn við að halda velli? „Það er erfitt að segja,“ svarar Marta og hugsar sig um stutta stund. „Galdurinn er kannski að líta ekki á peningana sem koma inn sem okkar eigin og eyða þar af leiðandi ekki of miklu í eigin þarfir. Við höfum reynt að haga fjárhagnum skynsamlega. Auk þess höfum við verið heppin með fyrirtæki og sjálf- sagt hefur eitthvað að segja að hafa tilfinnningu fyrir því sem maður er að gera. Það hljóta að vera mörg smáatriði sem hjálpast að. Þetta er „töff bransi“ og því verð- ur maður að vera natinn og passa- samur. Tvisvar á ári, vor og haust, eru lagðir miklir fjármunir undir og það er alltaf jafn mikið happ- drætti, því tískan breytist svo ört.“ Marta segist nokkrum sinnum hafa lent í því að hafa tekið rangar ákvarðanir en þó aldrei þannig að skipt hafi sköpum. „Einhvern veg- inn hefur þetta gengið. Við höfum oft verið í þeirri aðstöðu að vera á undan öðrum verslunum með haust- og vorlínurnar og því fylgir ákveð- inn styrkur. Einnig hefur fólk tekið svolítið mið af okkar stefnu vegna langrar reynslu okkar. Það gefur mér mikið og maður fyllist sjálfstra- usti.“ Hver verslunin á fætur annarri Upprunalega hafði Marta aðeins hugsað sér að vera með „litla, sæta búð fyrir sjálfa sig“, eins og hún orðaði það. Fyrirtækið hefur þó stækkað smátt og smátt eftir því sem tilefni hefur gefist til. Eftir að hafa verið í leiguhúsnæði fyrstu 5-7 árin keyptu þau hjón jarðhæð á Laugavegi 42, þar sem Eva er til húsa. Stuttu seinna bættist horn- húsið við og verslunin Gallerí var opnuð. Nokkrum árum síðar festu þau kaup á bakhúsinu, þar sem Company er, en síðasta fjárfesting- in var húsnæði í Kringlunni. Marta segir að þeim hjónum hafi ekki fundist þörf fyrir Kringluna, sérstaklega ekki þar sem henni hafí verið valinn staður. „Við þorð- um samt ekki annað en vera með og keyptum gott verslunarpláss, sem við höfum nýlokið við að greiða upp.“ Fyrstu tvö árin í Kringlunni gengu ekki sérlega vel, þrátt fyrir að Marta telji að búðin hafi verið falleg og vörurnar líka. Hún hefur þó ekki skýringu á hvers vegna en bendir á að verslunarrekstur sé dyntóttur. „Dæmi eru um verslanir í Kringlunni sem náðu góðri byijun en hafa síðan þurft að láta í minni pokann," segir hún. - Hver af verslunum ykkar gef- ur best af sér? „Salan er mjög góð í Centrum en auk þess hefur Eva haldið sínum hlut gegnum tíðina. Þar eigum við stóran, tryggan viðskiptamanna- hóp. Reyndar er hægt að tala um ákveðinn hóp viðskiptavina sem „Kringlufólk" og annan sem „Laugavegsfólk". - Þannig að þú ert ennþá á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að vera á báðum stöðum? „Já,“ svarar hún og bætir síðan við: „Að minnsta kosti ennþá.“ - Eru verslunareigendur við Laugaveg ánægðir með hvernig til hefur tekist með „langan laugar- dag“? „Já, ég held að hægt sé að full- yrða það. Þessir dagar hafa unnið mjög á og eru orðnir góðir. Ég hef samanburðinn við Kringluna og verð vör við að á sumrin er stundum alls ekkert að gera þar en aftur á móti mikið á Laugaveginum. Auð- vitað fer það mikið eftir veðri og færra fólk er á ferli á veturna." - Svo við snúum okkur að ann- ars konar samkeppni. Talið er að íslendingar kaupi inn fyrir 2-3 millj- arða íslenskra króna í haustferðum sínum og þar sé uppistaðan fatnað- ur. Finnið þið marktækan mun á viðskiptum á haustmánuðum? ,Já, viðskiptin eru mun minni í október og nóvember. Fataverslanir á íslandi eru ekki á samkeppnis- grundvelli við erlendar verslanir, því almenningur fær endurgreiddan virðisaukaskattinn sem er 'A af vöruverðinu hér heima. Verslanir þurfa aftur á móti að greiða toll og virðisaukaskatt af öllum vörum sínum, jafnvel þótt um sýnishorn sé að ræða eins og einar buxur. Hins vegar hefur sýnt sig að eft- ir því sem varan er dýrari, eins og t.d. í merkjavöru, er hagstæðara að kaupa hana hér heima vegna þess að erlendis er álagning mun meiri.“ Forsætisráðherra hvatti tjl innanlandsverslunar Marta bendir á að þó svo að mikið sé keypt inn í svokölluðum verslunarferðum sé óhemju magn fatnaðar keypt erlendis allt árið. Hún segir að innan raða verslunar- manna hafi oft borið á góma hvern- ig hægt sé að hvetja fólk til að kaupa innanlands í auknum mæli og nefnir að þegar Danir lentu í efnahagskreppu sinni hafi forsætis- ráðherra landsins talað til lands- manna í sjónvarpi og beðið þá um að beina allri þeirri verslun inn í landið sem þeir mögulega gætu. Það hafi dugað vel, því það sé að sjálfsögðu einnig hagur ríkisins að verslunin sé sem mest innanlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.