Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg/ (0) Ómar Óskarsson FJÁRVEITINGARVALDIÐ er í höndum Alþingis. í fjárlögum eru lagðar línur um hvert peningastraumurinn um gáttir fjármálaráðuneytis liggur. SKORTUR ÁSKÝRUM REGLUM Undanfarið hefur mikið veríð rætt um ráð- stöfun skattpeninga landsmanna. Svo virðist sem víða sé þörf skýrari leiðbeininga um hvemig ráðstafa eigi fé úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Guðni Einarsson og Elín Pálmadóttir ræddu við nokkra lykil- menn í umsýslu og eftirliti ríkisfjármálanna. RAUSNARSKAPUR ráða- manna á almannafé hef- ur verið til umræðu. Skattborgarar hafa fylgst með fréttum af því hvernig einstaka ráðherrar hafa í tilvikum samið við hátt setta embættismenn, bæði um ábatasöm starfslok og rúm kjör í námsleyfum. Ráðherrum er úthlutað tugum milljóna í sér- stakt ráðstöfunarfé, sem á stund- um er varið á umdeilanlegan hátt. Samkvæmt stjórnskipun landsins fer Alþingi með fjárveitingarvaldið en opnar heimildir á borð við ráð- stöfunarfé ráðherra vekja spurn- ingar um hvort fjárveitingarvaldið sé á einhverju flakki. Einnig er spurt hvort aðhaldsleysis gæti í daglegum rekstri ríkisins. Bæði Ríkisendurskoðun og yfírskoðunar- menn ríkisreiknings gegna því hlut- verki að gaumgæfa fjárreiður hins opinbera fyrir hönd Alþingis. Þess- ir aðilar senda frá sér skýrslur ár- lega og undanfarin ár hafa þeir gert athugasemdir við ýmislegt sem nú hefur gárað yfirborð þjóðfé- lagsumræðunnar. Sum þeirra atriða í meðferð opin- berra fjármuna sem gagnrýnd hafa verið undanfarið eru skrifuð á starfsvenjur og hefðir. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að stundum valdi það vanda að skortur sé á skráðum reglum um meðferð opinberra fjármuna. Illa skilgreindar „starfsvenjur" séu oft hafðar til hliðsjónar og verk unnin eftir hefð sem skapast hefur í ár- anna rás. Launakerfið hrunið 1 skýrslu yfírskoðunarmanna ríkisreiknings fyrir árið 1992, sem kom út í október í fyrra, er vikið að launakerfi opinberra starfs- manna. Þar segir meðal annars: „Á liðnum misserum og árum hefur komið æ betur í ljós að launakerfl ríkisins er að hruni komið. Innan þess þrífast m.a. allskonar aukagreiðslúr og frfð- indi, svo sem: Óunnin yfirvinna, bifreiðahlunn- indi, húsnæðisfríðindi, risna, greiðslur fyrir aukastörf, ferðakostn- aðarhlunnindi, nefnda- laun, stjórnarlaun. Einkum verða þessar aukagreiðslur fyrirferðar- miklar þegar ofar kemur í embætt- ismannakerfi hins opinbera. Má segja að um sé að ræða tvö launa- kerfi.“ Eftir þessa ádrepu ítreka yfir- skoðunarmenn fyrri áskoranir sínar um að fram fari heildarúttekt á hvers konar aukagreiðslum og fríð- indum sem ýmsir ríkisstarfsmenn njóta. Pálmi Jónsson alþingismaður er einn yfírskoðunarmanna ríkisreikn- ings. Hann var spurður um launa- kerfí ríkisins. „Launamál ríkisins eru á hendi fjármálaráð- herra hveiju sinni. Hugsanlegt væri einnig að forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, beitti sér fyrir því að settar væru reglur um hvers konar auka- greiðslur og fríðindi í launakerfinu. En iauna- mál heyra undir fjár- málaráðherra og verður að líta svo á að þetta sé hlutverk hans. í þessu sambandi er rétt að benda á kjara- dóm frá 1992 um laun æðstu emb- ættismanna ríkisins. I þeim kjara- dómi var gert ráð fyrir að taka af alls konar sporslur, sem menn í efri stöðum njóta. Því miður var sá dómur afnuminn, fyrst með bráðabirgðalögum og síðan lögum. Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að það hafí verið mistök. Það væri auðveldara að taka á þessum mál- um ef hann hefði fengið að standa." Og um sérkjörin segir Pálmi: „Ef yfírmenn eru spurðir um óunna yfirvinnu, þá segja þeir nei, en hún er samt fyrir hendi. Það er ekki hægt að ná tökum á þessu nema með því að setjá reglur." Þóknanaeiningar teknar upp Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi telur að sjálft launakerfí ríkisins sé í nokkuð góðu lagi, menn séu almennt rétt flokkaðir í iaunaflokka. Hvað varðar auka- sporslur, sem notaðar eru til dulbú- inna launahækkana, sagði hann: „Þetta er bara hluti af þessu launa- kerfl og hefur tíðkast í áratugi.“ En hvað um starfslokasamninga sem ráðherrar gera og eru á skjön við almenn kjör ríkisstarfsmanna? „Það hefur verið litið svo á í kerf- inu að ráðherrar geti gert þetta og þeir beri þá ábyrgð á því.“ Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að aukaþóknanir hafi nýlega verið ræddar í ríkisstjórn- inni. „Nú er verið að ræða hvernig samræma megi launagreiðsiur, aðrar en föst laun, fyrir störf sem unnin eru fyrir ríkið. I 6. grein fjár- laga (5.14) fyrir þetta ár er ákveð- ið að endurskoða reglur um akst- urskostnað ríkisins, auglýsingar, greiðslur til starfsmanna ríkisins fyrir yfirvinnu, ferðakostnað og nefndar- og stjórnarlaun." Friðrik segir að því stefnt að þetta verði skráð í sérstökum þóknanaeining- um. Þannig verður kleift að fá yfír- sýn yfír laun manna með sambæri- legum hætti. Meira samræmi á þá að verða í launagreiðslum fyriryfir- vinnu, nefndarstörf, stjórnarlaun og þess háttar. Fjármálaráðherra var spurður hvort yfirsýn og aðhald vantaði í launakerfi hins opinbera. Hann sagði að menn yrðu að hafa í huga að kerfið væri mjög vald- dreift. Friðrik segir að fjármálaráðuneytið hafí ekki eftirlit með því hvað hveijum og einum sé greitt. Endurskoðun og eftirlit sé í höndum Rík- isendurskoðunar. „Fjár- málaráðuneyti ber aðeins skyida til að greiða út samkvæmt fjárlögum, en ábyrgðin á hveijum málaflokki er hjá viðkomandi ráðuneyti og ráðherra. Fjármálaráðuneyti getur ekki haft eftirlit með launagreiðsi- um, nema um það gildi sérstakar reglur.“ Fyrst var gert ráð fyrir sérstöku ráðstöfunarfé ráðherra í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990. í grein- argerð með frumvarpinu var gert ráð fyrir því að þessi fjárlagaliður yrði notaður til að bregðast við ýmsum tilfallandi útgjöldum sem upp kynnu að koma og draga með því úr þörf fyrir aukafjárveitingar. I fjárlögum fyrir næsta ár er lagt til að ráðherrarnir fái til ráðstöfun- ar 84 milljónir sem skiptast á milli ráðuneyta auk þess sem ríkisstjórn- in fær 100 milljónir króna til úthlut- unar. Engar skráðar reglur Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að Ríkisendurskoð- un fái yfirlit yfir hvernig ráðstöfun- arfé ráðherra og ríkisstjórnar sé varið. Engar skráðar reglur eru til um meðferð þessa fjár en Ríkis- endurskoðun getur vakið athygli Alþingis á því sem hún telur at- hugavert við ráðstöfun fjárins. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings gáfu meðferð ráðstöfunarfjár ráðherra eftirfarandi einkunn í skýrslu sinni fyrir árið 1992: „Skemmst er frá því að segja að notkun þessara fjármuna hefur far- ið úr böndunum. Þannig ákveða sum ráðuneytin að nota alla liðina til þess að auka við rekstrarfé aðal- skrifstofanna. Yfirskoðunarmenn taka fram að þessi gagnrýni á ekki við um öll ráðuneytin.“ Friðrik Sophusson segir að það sé Alþingis að dæma um þetta álit yfirskoðunarmanna á ráðstöfun- arfé ráðherra. „Þjóðin hefur nýlega fengið upplýsingar um til hvers þessir fjármunir hafa verið notaðir. Ég held að í langflestum tilvikum hafi þeir verið til eðlilegra nota.“ Pálmi Jónsson yfírskoðunarmað- ur ríkisreiknings telur þörf á skýr- ari reglum um þessi mál: „Við leggjum til að settar séu reglur um meðferð á óskiptum fjárlagaliðum, svo sem að ráðstöfun- arfé ráðherra sé varið til einhverra tiltekinna verksviða, t.d. þar sem fjárlagaliðir duga ekki til að ljúka verkefnuni, en jafnframt að kveðið verði á um að fé verði ekki varið til dæmis til verkefna sem Alþingi hefur hafnað við fjár- lagaafgreiðslu." Pálmi telur rétt- lsétanlegt að eitthvert fé sé á óskiptum liðum til að mæta óvænt- um útgjöldum, en það þurfi að vera hóf á því. En er ráðstöfunarfé 'ráðherra ekki dæmi um að Alþingi hafí af- hent framkvæmdavaldinu fjárveit- ingarvald? „Það er nákvæmlega verið að gera það,“ sagði Friðrik „A liðnum misserum og árum hefur komiðíljós að launakerfi rík- isinserað hruni komið.“ „Ábyrgðin á hverjum málaflokki er hjá viðkom- andi ráðu- neyti og ráð- herra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.