Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 33 FRÉTTIR FRABÆRI MELKA HERRAFATNAÐURINN - HAUSTVÖRURNAR KOMNAR Á Áf.. ■’ & Melka VERSLANIR: Uppiýsingar gefur Gula Línan i sima 62 62 62. by David Waisglass and Gordon Coulthart /midor.viðrXoom ADeiNS HÁSKÓtAGENGNA." ► ► TIL SÖLU EÐA LEIGU þetta nýlega húsnæði við Fellsmúla (áður lager IKEA). Um er að ræða 1370 fm á götuhæð, sem er 28 x 48 metrar að stærð. Lofthæð er allt að 6,6 metrar og eru engar burðarsúlur. Húsnæðið er geysilega vel staðsett, hefur mikla nýtingar- möguleika, næg bílastæði og góðir merkingarmöguleikar. Húsnæðið getur selst eða leigst í einu iagi eða minni einingum. Óskað er eftir tilboðum. Upplýsingar veitir Brynjar á skrifstofu Húsakaupa. HUSAKAUP FASTEIGNAMIÐLUN SÍMB 682800DF^M2808 Dagbók Háskóla íslands Háskóli íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 16.-23. október: Mánudagur 17. október: Erindi um umhverfísmál verður kl. 17.15 í stofu 158 í húsi Verk- fræðideildar á Hjarðarhaga 2-6. Davíð Egilsson, deildarstjóri meng- unarvarndardeildar Siglingamála- stofnunar, flytur erindið: Hafið, umhverfið, mengun. Þriðjudagur 18. október: Á vegum rannsóknarstofu í kvennafræðum flytur Aðalheiður Guðmundsdóttir, bókmenntafræð- ingur, erindi um rannsóknir sínar á stjúpu- og álagaminninu í fornald- arsögum og íslenskum ævintýrum. Málstofa í stærðfræði. Hermann Þórisson flytur fyrirlestur um tengi- ójöfnur. Gamla loftskeytastöðin kl. 10.30 f.h. Fimmtudagur 20. október. Dr. Þórhallur Eyþórsson flytur á vegum íslenska málfræðifélagsins fýrirlestur sem nefnist: Sagn- fræðsla og setningagerð í germ- önskum málum. Oddi, stofu 101 kl. 17. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI: 17., 19. og 21. okt. í Tæknigarði kl. 8.30-12.30: „Þarftu að hressa upp á markaðsstarfið?" Leiðbein- endur: Emil Grímsson fjármála- stjóri, Magnús Pálsson, fram- kvæmdastjóri, og Þórður Sverris- son, markaðsstjóri. Gestafyrirles- ari: Páll Kr. Pálsson, forstjóri. ‘ 17. og 18. okt. í Tæknigarði kl. 9-16: „Börn og unglingar sem skjólstæðingar." Leiðbeinandi: Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi. Þri. og fim. 18. okt. til 10. nóv. í sal Tónlistarskóla FÍH og Há- skólabíói, kl. 20-22: „Gluggað í efnisskrá Sinfóníunnar.“ Umsjón: Hákon Leifsson, hljómsveitarstjóri. 18.-20. okt. í Tæknigarði kl. 8.30-12.30: „Hópar með frelsi til frumkvæðis (EmpoweringTeams)". Leiðbeinandi: Höskuldur Frímanns- son, rekstrarhagfræðingur. 18. okt. í Tæknigarði kl. 13-16: „ATM-fjarskiptatæknin - kynn- ing.“ Leiðbeinandi: Ásgeir Ægis- son, verkfræðingur. 19. -22. okt. í Tæknigarði kl. 8.30-12.30: „Uppsetning TCP/IP- neta við lnternetið.“ Leiðbeinandi: Heimir Þór Sverrisson, verkfræð- ingur. Fimmtud. 20. okt.-24. nóv. í Tæknigarði kl. 20.15-22.15: „Gargantúi og Pantagrúll - sögur Francois Rabelais um hina góð- gjörnu og vitru risa.“ Leiðbeinandi: Dr. Torfi H. Tulinius, dósent. 20. og 21. okt. í Tæknigarði kl. 16-19: „Lífeyrismál einstaklinga - réttindi, mat, aðferðir." Leiðbein- andi: Gunnar Baldvinsson, for- stöðumaður. 20. okt. í Tæknigarði kl. 9-18: „Gæðastjórnun og stefnumóti í ljósi alþjóðlegrar markaðsþróunar." Leiðbeinandi: Davíð Lúðvíksson, verkfræðingur. 20. okt. í Tæknigarði kl. 9-16: „Þvagleki - orsakir, greining og meðferð.“ Umsjón Anna Bima Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri. í Tölvufræðslunni, Akureyri, 21. okt. kl. 13-18 og 22. okt. kl. 10-18: „Notkun Excel við fjármálastjórn.“ Leiðbeinendur: Páll Jensson, pró- fessor, og Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur. 21. október í Tæknigarði kl. 13-17: „Sorphirða og úrgangseyð- ing.“ Leiðbeinendur: Björn Jóhann Björnsson, verkfræðingur, og Magnús Stephensen, tæknifræðing- ur. Samkeppni um slagorð í alnæmis- átaki ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur og Alnæmissamtökin á Islandi efna í sameiningu til átaks um fræðslu um alnæmi og varnir gegn kynsjúkdómum. Vett- vangur átaksins eru félagsmið- stöðvarnar í Reykjavík en einnig verður leitað samráðs við fleiri aðila. Átakið hefur ekki hlotið nafn og því er efnt til samkeppni um það og einnig um slagorð. Félagsmiðstöðvarnar munu efna til þemadags um alnæmi í lok nóvember og 30. nóvember munu unglingar í Reykjavík dansa gegn alnæmi á maraþondansleik í Kola- portinu til að safna áheitum fyrir Alnæmissamtökin. Daginn eftir, á alþjóðlega alnæmisdaginn, 1. des- ember, verður fjölskyldusamkoma í Kolaportinu, en þema alþjóðlega alnæmisdagsins í ár er Alnæmi og fjölskyldan og mættu texta- smiðir hafa það í huga. Einnig yrði það í anda átaksins að nafn og slagorð yrðu með jákvæðum formerkjum og veki athygli á al- næmi og nauðsyn aðgæðslu í kyn- lífi. Nafnið verður að vera stutt og grípandi; eitt til tvö orð. Slag- orðin mega helst ekki vera lengri en ein setning. Hugmyndum má skila í hug- myndakassa félagsmiðstöðva, eða senda í Hitt húsið, Brautarholti 20, til Alnæmissamtakanna á ís- landi, Hverfisgötu 69 eða The Body Shop, Laugavegi 51 og í Kringlunni fyrir 1. nóvember. Verðlaun í hvorum flokki eru 10.000 króna úttekt í The Body Shop, en aðrar góðar hugmyndir fá sérstakar viðurkenningar. Fólk á öllum aldri er heimilt að taka þátt í samkeppninni. -----*—*■-■*-- ■ AÐALHEIÐUR Guðmunds- dóttir bókmenntafræðingur fjallar þriðjudaginn 18. október um rann- sóknir sínar á stjúpu- og álaga- minninu í fornaldarsögum og ís- lenskum ævintýrum í boði Rann- sóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla Islands. I rabbinu verður sérstök áhersla lögð á áleitnar stjúpur og álagasendingar eftir konum. Einnig verður rætt um upp- runa og útbreiðslu minnisins. Aðal- heiður er með cand.mag.-próf í ís- lenskum bókmenntum frá Háskóla íslands. Hún vinnur nú að útgáfu á-Úlfhams sögu og Úlfhams rímum fyrir stofnun Árna Magnússonar. Rabbið verður í stofu 206 í Odda frá kl. 12. Allir velkomnir. Barnshafandi konur Yosaleikfimi og slökun fyrir ykkur © YOGASTÖÐIN HEIISUBÓT, Hétúnl 6a, slml 27710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.