Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 35 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Siðleysi undir regnboganum Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: FIMMTUDAGINN 22. september kaus Regnboginn, samtök um Reykjavíkurlistann, fyrstu stjórn sína. Meðal annarra var kosinn Mörður Árnason. Hann var formaður siðanefndar Blaðamannafélags íslands sem undirritaði úrskurð vegna kæru á hendur blaðamanni nokkrum í fyrrasumar. í úrskurðinum komu fram miklir fordómar gegn þolend- um kynferðislegs ofbeldis í bernsku. Ásgeir Friðgeirsson komst svo að orði í fjölmiðlapistli í Ríkisútvarpinu 28. júní (prentað að hluta til í Mbl. 21. júlí 1993): „Hvort sem siðanefndin gerir sér grein fyrir því eða ekki þá má færa rök fyrir því að hún hafi brugðið hlífðarskildi yfir þá glæpa- menn sem fremja sifjaspell." Og Ásgeir tilfærði rökin. Hér er vitanlega átt við almenn viðhorf nefndarinnar burtséð frá einstökum tilvikum. Þessi ásökun er svo alvarleg að hún á sér enga hliðstæðu um opinbera eða hálfop- inbera nefnd. En hvað kemur þetta við setu Marðar Árnasonar í stjórn Regn- bogans? Er það ekki nokkuð lang- sótt að tengja þetta saman? Er ekki siðanefndin sjálfstæð stofnun og mega félagar Regnbogans ekki hafa sínar eigin skoðanir um hvað eina? Svo kynni einhver að spyija. Og ég svara. Það er óhugsandi að í stjórn Regnbogans yrði kosinn maður sem ábyrgst hefði jafn um- deilda greinargerð um til dæmis blökkumenn, nýbúa, einstæðar mæður eða einhveija aðra hópa fólks og siðanefnd blaðamanna und- ir forystu Marðar Árnasonar gerði á sínum tíma og hitti þolendur kyn- ferðisofbeldis í bernsku. Og hvers vegna? Vegna þess að pólitískur og félagslegur þroski flestra sæmilegra hófsamra stjórn- málasamtaka, til „hægri“ og „vinstri", er kominn á það stig að þau reyna að forðast að misbjóða virðingu og mannhelgi sérstakra hópa eða fylkinga, með því að hampa í fremstu röð einstaklingum sem hafa orðið berir að umdeildum eða beinlínis fjandsamlegum um- mælum um slíka hópa. Sjá menn í anda Grímsnesbóndann í stjórn Regnbogans? Er þetta ekki auðskil- ið? Og nú kemur kjarni málsins. Undir Regnboganum nær þessi var- færni og virðing fyrir manneskjum ekki til þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í bernsku. Ef svo væri myndu þau ekki þola Mörð FRÁ stofnfundi Reykjavíkurlistans. Árnason í stjórn. Málið snýst þó vitaskuld ekki um Mörð sem ein- stakling heldur um afstöðu eða við- horf; grundvallarhugmyndir. Samvisku minnar vegna get ég ekki látið hjá líða að benda á þetta. Ég býst við því að þessi mistök Regnbogans muni valda ýmsum einlægum stuðningmönnum hans miklum vonbrigðum, líkt og undir- rituðum, sem alla tíð hefur verið eindreginn vinstrimaður í stjórn- málaskoðunum. Svo lengi sem Mörður Árnason er í stjórn Regnbogans og svo lengi sem R-listinn starfar í skjóli þeirra samtaka sýna hvor tveggja samtök- in, þar með talin borgarstjórnin í Reykjavík með borgarstjóra í farar- broddi, þjáningu og baráttu allra þeirra er orðið hafa fyrir kynferðis- legu ofbeldi í bernsku takmarka- lausa lítilsvirðingu. Það er þó bót í máli að líklega munu önnur stjórnmálasamtök seint leika þetta eftir þeim. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, rithöfundur. Siguröur G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2. Ur vetrardagskrá Rásar 2: Morgunútvarpiö 7-9: Morgunútvarpiö vekur hlustendur og getur þeim þær upplýsingar, sem þeir þurfa á köldum vetrarmorgni. Fréttum gærkvöldsins er fylgt eftir og fréttaritarar eriendis koma okkur í sambandviö umheiminn. Dagskrá síödegis 16-19: Stóru málin í þjóðfélagsumræðunni og smáu málin í kaffi- bollanum eru brotin til mergjar og þjóöarsálin, sú eina og sanna, speglar hlustendum viöhorf þjóöarinnar. Tónlistarútvarp 9-16 og á kvöldin: Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi: Dægurlög, popp, blús, þjóölagatónlist, þaö nýjasta og þaö elsta. Auk þess eru getraunir, gaman og alvara, feröafróðleikur og margt fleira. Helgarútvarp Atburðir helgarinnar eru eltir uppi. Fylgst er meö því sem er aö gerast í tónlist, leiklist, myndlist og matarlyst. Skoðanaandstæðingar skylmast í Málpípunni. Svavar Gests er á sínum staö og ennfremur Þorsteinn Joö og tónlist allra heimshorna. að ef við sofum 8 tíma að meðaltali á sólarhring þá þýðir það ca. 3000 tíma ári sem líkami okkar er í tengslum við dýnuna og því segir það sig sjálft að það er dýnan sem er mikilvægasta húsgagnið á heimilinu. Þú skalt því gera þá kröfu að dýnan þín veiti þér þá bestu hvíld og stuðning sem líkaminn þinn þarfnast til gera þér lífið auðveldara og skemmtilegra. Hér í Húsgagnahöllinni leysum við málin með því að eiga dýnuúrval og allt annað sem tilheyrir til að skapa fallegt og þægilegt svefnherbergi. Sænsku fjaðradýnurnar frá Scandisleep og Scapa eru alltaf jafn vinsælar vegna þess hvað þær gefa mikla möguleika. Við bjóðum upp á margar gerðir og stærðir og það skiptir t.d. ekki máli hvort hjón taka mismunandi dýnur því það er hægt að skeyta þeim saman. Svona oinfalt ©r þaðí 1) Fyrst er að velja þá dýnu sem hentar hverjum og einum og er þá helst miðað út frá líkamsþyngd. 2) Yfirdýnan er höfð til þæginda og hreinlætis og fylgir að sjálfsögðu öllum fjaðradýnunum. 3) Mikið úrval er til af fallegum höfðagöflum sem passa við dýnurnar í mismunan " stærðum. Eins passa dýnurnar í flest öll rú 4) Að síðustu er hægt að velja undir dýnuna, lappir, sökkul eða meiða eins og myndin og fer verðið eftir hvað valið er. Ef þú ert einn að þeim sem vaknar þreytt(ur) á morgnana þá er kominn tími til að líta til okkar og breyta um lífstíl. Við tökum vel á móti þér og leiðbeinum eftir bestu getu. Góður nætursvefu Hósgagnahöllin géðuu dag ~Sd' BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.