Morgunblaðið - 16.10.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 16.10.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 27 MINNINGAR HOGNIMAGNUSSON + Högni Magnús- son fæddist í V estmannaeyj um 18. júní 1921. Hann lést á heimili barnabarns síns í A-Eyjafjallahreppi 10. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingi- gerður Bjarnadótt- ir, f. 1873 í Kefla- vík, d. 1949 í Vest- mannaeyjum, og Magnús Arnason, f. 1885 í Görðum í Hvammshreppi, d. 1956 í Vestmannaeyjum. Systk- ini hans voru Hanna Ragnheið- ur, f. 1908, d. 1910; Otto Svan; f. 1911, d. 1951; Árni Ragnar, f. 1914, d. 1976; Bjarni Gunnar, f. 1917, d. 1984. Eftirlifandi eiginkona Högna er Kristín Magnúsdóttir frá Skinnalóni á Melrakkasléttu, f. 20. desember 1930. Synir þeirra eru: Einar Ottó, f. 1953, sonur hans er Guðmundur Ingi, f. 1982; Magnús Hörður, f. 1964, sam- býliskona hans er Hrafnhildur Sigurðardóttir. Utför Högna fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. KÆR vinur er látinn. Ég sendi þér nokkur kveðjuorð eins og við töluðum um, þótt þau verði öðruvísi en ég ætlaði, því ég vonaðist til að hitta þig kátan og glaðan um mánaðamótin. Síðustu mánuðirnir hafa verið þér nokkuð erilsamir. Fyrst varð tengda- mamma þín hundrað ára þinn 8. ágúst siðastliðinn, og þá var farið norður á Raufarhöfn. Það var mjög gaman og þá naustu þín vel og varst hrókur alls fagnaðar. Gamla konan hafði líka mikla ánægju af að hitta þig og hafði líka mikið við þig að tala. Það var ánægjustund. Onnur ferðin þín norður var þegar mágur þinn Guðmundur Magnús- son var jarðsettur, aðeins mánuði eftir afmælið. Þriðja ferðin var svo norður þegar gamla konan dó að- eins hálfum mánuði seinna eða hinn 27. september. Þetta eru upp undir fimm þúsund kílómetrar. Og svo heldur þú áfram ferðinni alla leið yfir móðuna miklu. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var 13-14 ára, þegar þú varst að stíga í vænginn við Kristínu fóstur- systur mína sem seinna varð svo konan þín. Sjómennskan var þitt ævistarf og fast var sóttur sjórinn. Þó man ég eftir þér standandi á síldarplani á Raufarhöfn, opna og loka síldartunnum og ég man að stundum varstu orðinn ansi þreytt- ur en seiglan var mikil, þú stóðst meðan stætt var. Ég man líka eftir sumrinu sem við rerum á lítilli trillu frá Raufarhöfn, þú, ég og afi heit- inn. Þá var nú oft gaman, þeim á hinum trillunum þótti skrítið að sjá alla örvhenta á skakinu. Ég man líka eftir þegar þið áttuð fyrri drenginn, það gekk nú ekki þrautalaust að koma honum í heim- inn, hann heitir líka í höfuðið á lækninum, sem bjarg- aði bæði Stínu og syn- inum Einari Ottó. Seinna eignuðust þið svo soninn Magnús Hörð. Eins og hjá mörgum Vestmannaey- ingum skiptist lífið í tvennt, fyrir gos og eft- ir gos. Ég man kraftinn í þér við björgun verð- mæta úr bátunum sem komu frá Eyjum til Reykjavíkur. Eftir gos var sjó- mennskan lögð á hill- una, þú fórst að vinna hjá Almennum tryggingum og Al- þýðusambandi íslands og vannst þar á meðan heilsan entist. Vinnu- veitendur þínir voru líka mjög ánægðir með þig, enda máttu þeir vera það því þú varst sérstaklega trúr yfir því sem þér var trúað fyrir. Það leið aldrei sú vika eftir að þið fluttuð til Reykjavíkur sem við höfðum ekki samband, það var far- ið á völlinn og sumir héldu með Vestmannaeyingum og fóru í fýlu ef þeir unnu ekki. Það var farið saman í sumarbústaði, það var haldið upp á afmæli, það var sem sagt mjög náinn vinskapur. Þú eign- aðist aðeins eitt bamabarn, sem var augasteinn afa síns og þú varst að heimsækja það þegar kallið kom. Mikið þótti þér vænt um þennan strák og honum um þig. Högni minn, ég gæti skrifað þér lengra bréf en læt þetta nægja, ég vil bara segja þér að ég þakka fyr- ir að hafa kynnst þér og átt þig að vini og lifað með þér þetta ævi- skeið. Að lokum vil ég flytja þér vísu úr ljóði eftir vin okkar Ármann Þorgrímsson sem átti vel við þig og þú hafðir gaman af. Vertu sæll kæri vinur og góða ferð. Ekki skaltu óttast það að deyja aðeins skipt er þá um verustað, andlátsstriðið allir verða að heyja enginn getur farið kringum það. Elsku Stína, Einar Ottó, Guð- mundur Ingi, Magnús Hörður og Hrafnhildur og aðrir ástvinir, við Lauga og fjölskyldur okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Jóhannes Guðmundsson, Guðlaug Guðlaugsdóttir. Mig langar að minnast Högna í fáeinum orðum og þeirra góðu en stuttu kynna sem við áttum saman. Við okkar fyrstu kynni tók hann mér og minni fjölskyldu strax vel og hefur ávallt reynst strákunum mínum góður. Mér verður hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman öll, ferðarinnar til Kanaríeyja þar sem við héldum upp á þrítugsaf- mæli sonar hans, ferðanna til Vest- mannaeyja á æskustöðvar hans þegar fjölskyldan og augasteinninn þinn Ingi var með í ferð, jóla og áramóta þegar Einar og Ingi komu suður. Minnist ég þá sérstaklega áramótanna ’93 þegar þið Stína áttuð brúðkaupsafmæli. Minning þín lifir í hug okkar allra. Guð blessi þig og varðveiti. Hrafnhildur. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast Högna Magnússon- ar, sem lést 10. október sl. Við munum Högna sem góðan vin og félaga sem gott og gaman var að spjalla við, og aldrei var grínið langt undan er við hittumst. Við vitum að það verður tómlegt að hitta Högna ekki oftar en geym- um minningarnar vel og lengi í hjörtum okkar. Margt er það, margt er það sem minningamar vekur. Þær era það eina • sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Elsku Stína, Einar Ottó og Hörð- ur, svo og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Áróra, Karl, Huginn og Símonía. + Systir okkar, MARÍA langsted jónsdóttir fró Teigarhorni, Veimosegade 97, Kalvehaven, Danmörku, lést á heimili sínu 10. þessa mánaðar. Hansína og Kristján. t Vinur okkar, HELGI ELÍ BRYNJÓLFUR ÞÓRÐARSON, Garðhúsi í Oddalandi, Rangárvallasýslu, síðast búsettur á Hrísateigi 21, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 9. október. Úförin fer fram frá Fossvogskapeilu fimmtudaginn 20. kl. 10.30. október Aðstandendur. + ARÍNA ÞÓRLAUG ÍBSENSDÓTTIR, til heimilis á Seljabraut 14, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 14. október. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför föður okkar, stjúpföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÁSMUNDSSONAR, Hjaröarholti 13, Akranesi, verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 18. október kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Ebba Magnúsdóttir, Gylfi Magnússon, Haraldur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 18. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Siguröardóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR H. BACHMANN, Baugholti 14, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. október kl. 14.00. Valborg Hjartardóttir, Gréta J. Sigurðardóttir, Guðmundur Jóhannesson, Árni S. Sigurðsson, Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Sigríður K. Siguröardóttir, Björk Sigurðardóttir, Alfreð Alfreðsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJARKAN, Klapparstíg 3, verður jarösungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. október kl. 10.30. Gunnar Ingimundarson, Davíð Gunnarsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Brynjólfur Þórsson, Arnór Brynjólfsson. N E W C A S T Frítt fyrlr börn 0-8 ára. Sértílboð í ferðirnar 24. október og 31. október. Takið börnin með og við gerum betur. Barnfóstran á staðnum gætir barnanna kl. 11.00-17.00. Gríptu tækifærið taktu börnin með í haustfrfið. Verð 26.950*,- *lnnifalið flug, gisting í 3 nætur, morgunverður, flugvallaskattur, akstur til og frá flugvelli og fararstjóm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.