Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 9 FRETTIR Framsóknar- menn, Vesturlandi Ragnar stefnir á 2. sætið RAGNAR Þorgeirsson, sölustjóri úr Borgarnesi, stefnir að því að ná kjöri í annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins i Vestur- landskjördæmi. Ragnar var í þriðja sæti listans við síðustu kosningar og situr nú á Alþingi sem varaþing- maður í fjarveru Ingibjargar Pálma- dóttur alþingismanns. Fimm frambjóðendur stefna að kjöri í annað sæti listans. Auk Ragnars eru það Gunnar Guð- mundsson, nautgriparæktarráðu- nautur frá Borgarnesi, Halldór Jónsson, læknir frá Móum við Akra- nes, Magnús Stefánsson, sveitar- stjóri í Grundarfirði, og Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal í Dalasýslu, en hann skipaði annað sætið í síðustu kosningum. ? ? ? Framsóknarflokkur- inn á Vestfjörðum Níu bjóða sig fram NIU manns bjóða sig fram í opnu prófkjöri Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, sem fram fer 3.-4. desember nk. Búist er við harðri baráttu um efstu sætin, en Ólafur Þ. Þórðarson, sem skipaði efsta sætið í síðustu kosningum, hefur ákveðið að leita ekki eftir endur- kjöri. Þeir sem bjóða sig fram eru: Anna Jensdóttir, Patreksfirði, Anna Margrét Valgeirsdóttir, Hólmavík, Guðmundur Hagalíns- son, Hrauni á Ingjaldssandi, Gunn- laugur Sigmundsson, Reykjavík, Pétur Bjarnason, fræðslustjóri á ísafirði, Ragnar Guðmundsson, Brjánslæk, Sigmar B. Hauksson, Reykjavík, Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Sel- fossi og Sveinn Bernódusson, Bol- ungarvík. Prófkjörið er opið þeim sem lýsa yfir stuðningi við Framsóknar- flokkinn. I síðustu kosningum var Ólafur Þ. Þórðarson í fyrsta sæti, Pétur Bjarnason í öðru sæti og Katrín Marísdóttir í þriðja sæti. Morgunblaðið/Þorkell Malbikað í skammdeginu FRAMKVÆMDIR utanhúss eru enn í fullum gangi vegna hæg- viðrisins, þó komið sé fram á vetur. Olína Þorvarðardóttir og Gerður Steinþórs- dóttir segja sig ekki úr borgarnefndum Segjast vera full- trúar R-listans ÓLÍNA Þorvarðardóttir og Gerður Steinþórsdóttir segjast líta svo á að þær séu fulltrúar R-listans í nefndum borgarinnar og ætla ekki að hætta að starfa í þessum nefnd- um þó þær hafi sagt sig úr stjórn- málaflokkunum. Fram kom í blaðinu í gær að Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi R-listans telur siðferðilega rangt hjá Helga Péturssyni að sitja áfram í nefndum borgarinnar eftir að hann hefur sagt sig úr Framsóknar- flokknum og að það sama ætti við um Ólínu og Gerði. Ólína hefur setið í stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur eftir að hún sagði sig úr Alþýðuflokknum. Hún segist sitja í stjórninni sem fulltrúi R-listans og í umboði alls listans en ekki Alþýðuflokksins. Hún segir að enginn hafi óskað eftir því að hún hætti. Hún myndi gera það ef R-listinn færi fram á slíkt en ekki væri nóg að alþýðuflokksmenn væru þeirrar skoðunar. Fram kom hjá Sigrúnu að um- ræddir fulltrúar sætu í nefndum sínum út á kvóta viðkomandi flokka. Ólína segir að þessi áhersla á kvótaskiptingu flokkanna sé óeðli- leg. Hún hefði talið það yfrið nóg að einskorða hana við borgarfulltrú- ana og formennsku i nefndum. Gerður Steinþórsdóttir er vara- formaður jafnréttisnefndar borgar- innar og ætlar ekki að segja af sér í kjölfar þess að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum. Hún segist líta svo á að hún sé fulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann í nefndinni og bendir í því sambandi á að vara- menn í nefndunum hafi ekki verið skipaðir eftir flokkslínum heldur blandað saman. Þá bendir hún á að óháðir hafi fengið kvóta við skiptingu trúnaðarstarfa fyrir Reykjavíkurlistann. WfiJt Hverfisgötu 78. Sími 28980 Ný sending Amerísk rúm frá Sealy, stærsta dýnufram- leiðanda í heimi. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. lYlcirCO húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 680 690. Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 10—16. Franskir tveecUakkar, vesti, buxurogpils. TESS v yVetl /Veð.sf við Dunhuga, t'mi 622230 Fallegur fatnaður frá jakkar, pils, buxur, bolir og peysur PEISINN Kirkjuhvoli • sími 20160 Þar sem vandlátir versla. rur á góðu verði Nýjar vörur frá LADY PIROLA Satín-náttfót (með bómull að innan) kr. 3.990,- Satín-náttmussur kr. 2.990,- Brjóstahaldarar með púðum (nýgeri) kr. 1.750,- Laugavegi 4, sími 14473 Opið til kl. 17.00 í dag Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 79 milljónir Vikuna 3. til 9. nóvember voru samtals 79.014.874 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfui pottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 3. nóv. Háspenna, Laugavegi........... 150.917 4. nóv. Ölver...................................... 181.393 5. nóv. Háspenna, Laugavegi........... 114.561 7. nóv. Háspenna, Laugavegi........... 268.152 7. nóv. Flughótel, Keflavík.......1......... 71.938 7. nóv. Mónakó................................. 107.353 9. nóv. Háspenna, Laugavegi........... 214.128 9. nóv. Háspenna, Laugavegi........... 122.026 9. nóv. Mamma Rósa, Kópavogi....... 75.706 Staða Gullpottsins 10. nóvember, kl. 13:00 var 9.756.711 krónur. ^*' 1 1 I. I U?w Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síoan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.