Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gull úr greipum Ægis Morgunblaðið/Arni Sæberg VIGRIRE landaði í Reykjavíkur- höfn í gær um 470 tonnum af heilfrystum úthafskarfa sem svarar tæplega 900 tonnum af fiski upp úr sjó. Aflaverðmæti er talið um 100 milljónir króna og mun þetta vera verðmætasti afli sem íslenskt skip hefur landað hér. Túrinn stóð í sex vikur og f ékkst karfinn mest úti af Víkur- áli og Reykjaneshrygg. Matthías Bjarnason í þingræðu Hörð gagnrýni á Landsbanka MATTHÍAS Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi stjórnendur Landsbankans harðlega í þingræðu í gær og sagði kominn tíma til fyrir stjórnvöld að moka út úr þeim hýbýlum og hreinsa þar al- mennilega til. Sverrir Hermannsson bankastjóri sagði í gær að ummæli Matthíasar einkenndust af ólund og ellimæði. Þessi ummæli féllu í umræðu um ársskýrslu Byggðastofnunar en Matthías er stjórnarformaður stofn- unarinnar. Matthías fjallaði þar með- al annars um lánastofnanir landsins, og sagði að til hans kasta hefði kom- ið mál tveggja fyrirtækja í eigu sama fólks. Bankaeftirlit Seðlabankans hefði varað litla lánastofnun við að lána til fyrirtækjanna og sagðist Matthías hafa snúið sér til viðskipta- ráðherra og beðið um aðstoð hans við að fá Landsbankann til að taka fyrirtækin í- viðskipti. Andlát INGVI RAFN AL- BERTSSON INGVI Rafn Al- bertsson, skipstjóri á Eskifirði, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær 55 ára að aldrí. Ingvi Ráfn fædd- ist á Eskifirði- 13. ágúst 1939, For- eldrar hans voru Hrefna Björgvins- dóttír og Albert Aalen, en hann ólst upp hjá móðurforeldrum gínum Björgvini Guðmundssyrii og Sigur- veigu Kristjánsdóttur. Ingvi Rafn fór ungur til sjós og síðan lá leiðin í Stýrimannaskólann. Hann var.fyrst stýrimaður, á Birki og varð skipstjóri á Hólmanesinu 24 ára gamall. Hann var í mörg ár með Seley, sem hann átti ásamt fleirum. í sumar var hann um tíma með Þórs- hamar GK, en síðustu árin starfaði Ingvi sem veíðieftirlitsmaður og síld- arskipstjóri á haustin. Ingvi Rafn kvæntist árið 1960 Maríu Hjálmarsdóttur og áttu þau fj'ögur börn. Málverk Gunnlaugs Blöndal á uppboði í Svíþjóð Selt á tæplega milljón króna MALVERK eftir Gunnlaug Blön- dal, „Nakin kona", sem metið var á 50 til 60 þúsund sænskar krónur var nýlega slegið á uppboði í Stokkhólmí á 95 þúsuhd krónur sem er jafngildi tæplega 900 þús- und íslenzkra króna, auk 15% uppboðsþóknunar, eða um 960 þúsund kr.. Einnig voru boðin upp málverk eftir Kristínu Jónsdóttur, Jóhann- es Sveinsson Kjarval og Höskuld Björnsson. Mynd Kristínar var metin á 10 til 12 þúsund sænskar og var seld á 17.500 sænskar krón- ur, verk Höskuldar var metið á 4-5 þúsund sænskar krónur og seldist á 12 þúsund skr., en verk K jarvals á 15 til 18 þúsund krónur og seldist á 33 þúsund skr. Samkvæmt heimildum Morg^in- blaðsins mun Listasafn Islands hafa reynt að kaupa mynd Gunn- laugs, en safnið hafa hætt að bjóða við 80 þúsund króna markið. Morgunblaðinu er ekki Ijóst, hverjum myndirnar voru slegnar, en hefur heimildir fyrir því að verkin hafi komist í sænskar hend- ur en kaupandinn sé íslenskur. Uppboðið fór fram hjá Bokowskis í Stokkhólmi. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borg, segir að verk Blön- dals, Kristínar og Kjarvals hafi verið til sölu hjá galleríinu fyrir um sex árum. Hann segir sæta nokkurri furðu að þessar myndir séu á uppboðum ytra, einkum þar sem þær íslensku myndir sem boðnar eru upp erlendis, aðallega í Danmörku, hafi þá yfirleitt verið erlendis langtímum saman. Ekki sé heldur mjög skynsamlegt að setja íslenskar myndir á erlend uppboð vegna þekkingarleysis kaupenda ytrá. Pétur Þór kveðst telja að málverk Blöndals sé ein aibesta módelmynd sem listamað- urinn málaði, meðal annars sé mynd af málverkinu í Listasögu Björns Th. Björnssonar sem geymi eingöngu markverðar myndir að jafnaði. Eflaust sé verkið meira virði heldur en fékkst fyrir það í Svíþjóð, en þó þurfi verðið ekki að koma á óvart miðað við núgiíd- andi stöðu markaðarins. Verð á myndum Kjarvals og Höskuldar sé nærri lagi miðað við áætlað söluverð hér, en að Iíkindum feng- ist meira fyrir verk Kristínar. Atlanta birtir yfirlit yfir laun flugmanna og afrakstur íslendinga af starfseminni FLUGFELAGIÐ Atlanta hf. birti í gær kjarasamning þann, sem félag- ið segist hafa boðið sem lokaúr- lausn í kjaradeilunni við FéJag ís- lenskra atvinnuflugmanna en það hafí hafnað. Hann sé samskonar og gildandi samningur við Frjálsa flugmannafélagið. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að félagið vilji skýra afstöðu sína fyrir almenningi vegna deilunnar. Birtir félagið launatöflu flug- manna hjá félaginu og yfirlit yfir hlut flugfélagsins til íslenska þjóð- félagsins á seinasta ári en fram kemur í fréttatilkynningu fram- kvæmdastjóra félagsins að það íhugi nú að flytja starfsemina úr landi. Laun flugmanna hjá skiptast í tvö þrep eftir því hvort viðkomandi hafa starfað lengur en tvö ár samfellt hjá félag- inu. Eru grunnlaun flug- stjóra í hærra þrepi 270 -——— þús. kr. á mánuði, skv. yfirlitinu, en flugstjórar í lægra þrepi fá 230 þús. kr. Þessu til viðbótar fá flug- stjórar svo dagpeninga sem nema 110 bandaríkjadölum á dag. Hlutur þjóðar- búsins 880 millj, króna í fyrra Atlanta Starfsemi jafnvei úr landi Grunnlaun flugmanna í efra þrepi eru 170 þús. kr. á mánuði en flugmanna í neðra þrepi 150 þús. Dagpeningar flugmanna hjá Atlanta eru 100 bandaríkjadalir á ----------- dag. Miðað er við 30 úti- verudaga í einu og að þeim loknum eiga flug- menn rétt á 12 daga fríi ——— £ grunnlaunum. Tekið er fram að Atlanta greiði í öllum til- fellum ferðir til og frá vinnu erlend- is og allan gistikostnað. Á yfirliti yfír launakostnað fé- lagsins miðað við þann samning sem félagið bauð FÍA eru sett fram dæmi um laun starfsmanna. Þar segir að heildarlaun flugstjóra í hærra þrepi, sem fer erlendis í 30 daga, séu 494 þúsund kr. á mán- uði, þar af nemi dagpen- ingagreiðslur 224 þús. Heildarlaun flugstjóra í lægra þrepi séu 450 þús. Laun og dagpeninga- greiðslur flugmanna í ~"—•— hærra þrepi eru 374 þús. og flug- manna í lægra þrepi 354 þús. kr. á mánuði. I fréttatilkynningunni er bent á að Atlanta hefur starfað í yfir 20 Greiða mikið til loftferða- eftirlitsins þjóðlöndum og útvegað allt að 200 Islendingum vinnu árstíðabundið. Heildarhlutur flugfélagsins til ís- lenska þjóðfélagsins á seinasta ári er sagður hafa numið rúmlega 881 milljón kr. m.v. verðlag í október sl. Þar af hafí greiðslur til íslend- inga vegna starfa erlendis numið tæplega 348 millj. kr. Heildarsala svokallaðs íslands- verkefnis, þ.e. flug með ferðamenn til og frá Islandi, hafi numið 354 millj., skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður á Islandi er sagður rúm- ar 120 millj. kr., flugvallarskattar og innritunargjöld á seinasta ári rúmar 26 millj. og reikningar Flug- málastjórnar vegna skoðunar flug- véla á því ári 17 millj. kr. „Fljótt á litið þá virðist sem að Flugfélag- _______ ið Atlanta greiði ríflega 80% af öllum tekjum loft- ferðaeftirlitsins af at- vinnuflugi á íslandi. Öll önnur flugfélög til sam- ^^— ans virðast greiða 20%," segir í samantektinni. Loks segir að vaxta- og bankakostnaður hafí numið tæpum 9 millj. og fjárfesting á íslandi hafi verið um 6 millj. kr. „Svo er ekki" Matthías sagði að viðskiptaráð- herra hefði brugðist við hart og skrif- að Landsbankastjórn bréf þar sem þessa var farið á leit. „Og svo kom svar bankans daginn eftir. Það var afskaplega stutt og er svona þegar búið er að vísa til bréfsins: „Svo er ekki." Síðan koma undirskriftir tveggja stórmenna í stofnuninni," sagði Matthías. Hann sagði að þessi stærsta lána- stofnun landsins hefði ekki þurft lengri tíma eða dómsforsendur til að skrifa þessi dómsorð. „Svo rífumst við hér á Alþingi um lítilfjörleg mál sem flestir nenna ekki að tala um en er alveg sérstakur dugnaður í mörgum þingmönnum að taka fyrir. Ráðherrar, þingmenn og nefndir Alþingis ei-u undir sterkum áhrifum almennings og fjölmiðla. En menn sem búnir eru að hreiðra um sig í þessum embættum, þeir geta leyft sér að afgreiða hluti með þess- um hætti og þurfa ekki að rökstyðja neitt. Er nú ekki kominn t'ími til að taka til í þessu húsi sem íslenska ríkið ræður yfir og gera það ekki af neinu handahófi? Það dugar ekki að setja ryksuguna í gang í kortér; það þarf að moka út úr þessum hý- býlum og hreinsa almennilega til. Þar er verk að vinna fyrir ríkisstjðrn og komandi Alþingi," sagði Matthías. Upplýsi um hvaða fyrirtæki er að ræða Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði aðspurður um afgreiðslu bankans á lánsumsókn fyrirtækjanna, að hann;,-skoraði _ á Matthías að upplýsa um hvaða•fyrir- tæki hafi verið að ræða „skityrðis- laust". „Það er á hann skorað að gera það úti í þingi þar sem hann nýtur þinghelgi. Að öðru leyti er útilokað að standa í því að munnhöggyast við. hann Matthías Bjarnaspn eins og hann er orðinn. Allt hanS 'æði ein- kennist af ólund ogellimæði," sagði Sverrir Hermannsson. --------------? ? ?—i--------' Tillögur um lengra fæð- ingarorlof TVÖ þingmál hafa verið lögð fram á Alþingi, sem miðast að því að lengja fæðingarorlof. Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem situr á Alþingi utan flokka, hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um að nefnd endurskoði lög um fæðingarorlof og undirbúi nýja löggjöf sem tryggi að foreldrar, hvar sem þeir eru í starfi, njóti jafn- réttis hvað varðar lengd fæðingaror- lofs, greiðslur í fæðingarorlofi og rétt til að taka slíkt orlof. Sérstak- lega skuli hugað að rétti feðra. Nefndin leggi jafnframt fram tillögur um að lengja fæðingarorlof í áföng- um og meti leiðir til fjármögnunar. Orlofí9mánuði . i Þá hefur Kristín Einarsdóttir ásamt öðrum þingmönnum Kvenna- lista lagt fram frumvarp um að lengja fæðingarorlof í níu mánuði og að hægt verði að taka fæðingar- orlof í mánuð fyrir áætlaðan fæðing- ardag barns. Samkvæmt frumvarp- inu er gert ráð fyrir að fæðingaror- lof lengist úr sex mánuðum í sjö við gildistöku frumvarpsins og lengist í átta mánuði um næstu áramót en verði níu mánuðir um áramótin 1995/96. Jafnframt leggja þingmenn Kvennalistans fram frumvarp um að samræma fæðingarstyrk Og dagpen- inga lengra fæðingarorlofi. Þetta er í þriðja skipti sem þingmenn Kvenna- listans léggja fram frumvörp þessa efnis á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.