Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 %0*#* ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverufegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En vfti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dalal Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman C,The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýndkl. 5,7,9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeitn í afgreiðslu Stjörnubiós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinningspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. 1 Svarseðilinn færðu þcgar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. FLUGLEIÐIR Trauitur Islemkurferúafelagf STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubiói og ,.lt could happen to you" filofax. Verð kr. 39,90 minútan. Framlag islands til óskarsverðlauna 1994 KR. 800,- F. FULLORÐNA KR. 500,- F. BÖRN Sýncfkl. 5. • ••••• • ••••••••• • • • Sýnd kl. 9og 11.05. Bönnud innan 16 ára. ÚLFUR Sýnd kl. 6.45. fl 4 4 € Allt látið flakka IMýjar hljómplötur Hljómsveitin Quicksand Jesus er ein þeirra ungsveita sem senda frá sína fyrstu skífu fyrir þessijól. Franz Gunnarsson, gítar- leikarí sveitarinnar, segir að hljómsveitin hafí reynt að hafa plötuna, sem kemur út í dag, sem hráasta. NOVEMBERTILBOD A HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20-40% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Armúla 21, simar 68 64 55 - 68 59 66 Morgunblaðið/Ingibjörg FRANZ Gunnarsson gítar- leikari Quicksand Jesus. MEmele Bjódum takmarkað magn af þvottavélum, uppþvottavélum, helluborðum og ryksugum á sérverði. Opið faugardag ffrákl. 10-14 EIRVÍK # Suðurlandsbraut 22, 108Reykjavík, sími 91 -880200. MÖRGUM er í fersku minni uppi- standið sem varð í miðbænum fyr- ir skemmstu, þegar rokkhljóm- sveit hóf leik sinn þar um miðja nótt, ungmennum til ánægju, en íbúum og yfírvöldum til ama. Lög- reglan brást og skjótt við og stöðv- aði tónleikana, en hljómsveitin hvarf út í myrkrið. Hljómsveitin sem þarna var á ferðinni heitir Quicksand Jesus og sendir frá sína fyrstu breiðskífu í dag. Byrjað í Þjórsárdal Breiðskífan nýja heitir The More Things Change, the More They Stay the Same, en Quicksand Jesus skipa Franz Gunnarsson gít- arleikari, Guðfinnur „Finni" Karls- son söngvari, Arnar Bjarnasson bassaleikari og Davíð Ólafsson trommuleikari. Franz segir að Quicksand Jesus hafí byrjað í Þjórsárdal 1993, þeg- ar þeir Finni hittust og léku hvor fyrir annan lög sem þeir voru bún- ir að semja hvor fyrir sig. Síðar slóst í hópinn Arnar og loks Davíð á trommurnar. í lagi sem sveitin sendi frá sér á safnplötu á vegum Skífunnar í sumarbyrjun heýrist reyndar mikið í Hammondorgeli, og Franz segir að í upphafi hafíð þeir félagar ætlað sér að hafa Hammondleikara með i hópnum, en gengið illa að finna slíkan og líka ekki þótt passa að hafa hann með á tónleikum. Hann segir að það'sé gaman að hafa slíkt hljóð- færi með í hljóðverinu, en þegar komið. sé á svið kárni gamanið; „við viljum ekkert aukavesen á tónleikum, þá viljum við bara gítar bassa og trommur". Upp á yfirborðið Það tekur hljómsveitir mis lang- an tíma að komast upp á yfirborð- ið, ef svo má að orði komast, og Franz tekur undir að nokkur neðanjarðarstimpill sé á sveitinni, „en við erum engin sérstök neðan- jarðarsveit; við ætlum okkur að komast upp á yfirborðið sérstak-, lega núna til að vekja athygli á hljómsveitinni og selja sem mest af plötunni. Aðal hugsjónin núna er að hafa upp í kostnað," segir Franz og bætir við að það rekist vissulega á að vera að reyna að höfða til sem flestra, en leika sam- tímis tónlist sem er hrá og ögrandi. „Fólk þarf ekki að fara út í búð og kaupa bara þær plötur sem búið er að segja því að séu sölu- vænar og það er fáránlegt að allt þurfi að miðast við hversu útvarps- vænt það er. Núna er gróska í því að hljómsveitir eru að gefa út sjálf- ar og láta sér fátt um finnast hvort þær eru spilaðar í Bylgj- unni. Við höfum líka ekki efni á því að gefa þessum útvarpsstöðv- um tugi af diskum til að reyna að komast inn á einhvern lista." Franz vill ekki gera of mikið úr uppistandinu í Miðbænum, en segir að þeir félagar hafi síst af öllu átt von á að eins mikið yrði úr tóleikahaldi þeirra og varð. „Við áttum ekki von á öðrum eins viðtökum, að minnsta kosti ekki að önnur eins læti yrðu í fjölmiðl- um. Við bjuggumst við því að krakkarnir myndu taka þessu vel og vorum búnir að skipuleggja allt mjög vel, enda átti ekkert að fara úrskeiðis. Þegar við svo byrj- uðum að spila og sáum hverjar viðtökurnar urðu, brá okkur svolít- ið í brún. Þetta gekk þó allt vel fyrir sig, því sem betur fer meidd- ist enginn," segir Franz og bætir við að þeir félagar hafi fengið hljóðfærin aftur eftir að hafa gef- ið skýrslur niðri á lögreglustöð, en hann sagðist vona að engin eftirmál yrðu af þessu tilstandi þeirra félaga. „Við áttum eins von á því að við yrðum handteknir á staðnum, en það er ekki rétt hjá lögreglunni að við hefðum forðað okkur á hlaupum; við stóðum heil- lengi og horfðum steinhissa á læt- in." Franz segir að ekki geri þeir félagar sé vonir um að það seljist meira af plötunni beinlínis út á uppákomuna í Miðbænum, en von- andi kvikni einhver forvitni hjá fólki og það leggi við hlustir. Aðal málið sé að fá fólk til að hlusta, en svo sé framhaldið vitanlega undir smekk hvers og eins komið. „Við erum að reyna að gera sitt- hvað nýtt á plötunni, en tónlistin er í einfaldara sniðinu og við not- um einfalda hljóma, því minna sem þú gerir, því -betur hljómar það; minna er meira. Helsta einkenni plötunnar er þó að~það var allt látið flakka. Við stilltum upp græj- unum saman í herbergi og tókum þetta upp eins og við værum á tónleikum." Eftir engu að bíða Eins og áður er rakið átti Quick- sand Jesus lag á safnplötu Skíf- unnar í sumar, en Franz segir að þeir hafi ekki viljað bíða eftir því að útgáfunni þætti ástæða til að gefa út breiðskífu með sveitinni og því ákveðið að gefa þetta út sjálfir. „Við erum búnir að sjá það að það er hægt að gera margt ef maður tekur til hendinni sjálfur," segir Franz, „og þegar við vorum byrjaðir var ekki hægt að hætta þegar við vorum hálfnaðir." Eins og áður segir kemur fyrsta breiðskífa þeirra félaga út í dag og útgáfutónleikarnir verða líka í kvöld í Tjarnarbíói. Þar verður sitt- hvað gert til skemmtunar, en lík- lega verður ekki af fyrirhugaðri flugeldasýningu fyrir tónleikana, „þessi yfirvöld eru alls staðar", segir Franz og bætir við að lög- reglan hafi bannað sýninguna og þar við sitji, en tónleikunum verð- ur útvarpað á Rás 2. I 4 4 ~\~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.