Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR l g ipgvi. ¦ ¦* Morgunbiaðið/Sverrir LANDHELGISGÆSLAN bauð Guðrúnu Páls- dóttur, 85 ára gamaili verkakonu í þyrluflug í gær í þakklætisskyni fyrir að hún gaf tvær millj- ónir króna í þyrlusjóð. Guðrún sagðist hafa mikla ánægju af ferðinni og haft gaman að sjá úr lofti þær gönguleiðir sem hún sé vön að fara. „ÉG HEF aldrei flogið í þyrlu áður, en þetta var alveg ótrú- legt og ákaflega skemmtilegt," sagði Guðrún Pálsdóttir, 85 ára gömul verkakona, að lokinni flugferð yfir Reykjavík í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, síðdegis í gær undir flugstjórn Páls Halldórssonar. „Ég var ekkert hrædd, þetta var likt og maður sæti heima í stofu og ruggaði sér í stólnum. Ég fer örugglega aftur í þyrlu ef tækifæri gefst. Mér þótti svo gaman að sjá úr Iofti leiðirnar sem ég hef gengið, bæði út á Laugarnestanga, upp í Heið- mörk og einu sinni stalst ég út í Gróttu," sagði Guðrún og hló að tilhugsuninni. Með flugferðinni í gær vildi Þakkað með þyrlu- flugi Landhelgisgæslan ijá Guðrúnu þakklæti sitt fyrir höfðinglega gjðf, tvær milljónir króna, sem hún afhenti nýlega í Þyrlusjóð. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar buðu Guðrúnu í vöfflu- kaffi áður en farið var í loftið og sýndu henni líkan af nýju þyrlunni, sem verður afhent næsta vor. En hvað kom til að hún gaf þessa peninga til kaupa á nýju björgunarþyrlunni? „Það komst bara ekkert annað að hjá mér en þyrlan," svaraði Guðrún. „Ég er einstæð og fólkið mitt hefur nóg fyrir sig. Ég þurfti ekki að hlaupa undir bagga með nein- um." Guðrún varð 85 ára 28. októ- ber síðastliðinn og er góð til heilsu. Hún er ættuð frá Höf ða á Sveit í Jökulfjörðum og bjó þar til 36 ára aldurs. Guðrún segist hafa kynnst þar íslensk- um veðraham eins og hann ger- ist verstur. Hún segist hafa sloppið blessunarlega við að missa ástvini sína í sjóslysum en oft hafi legið nærri við óhöppum. Agúst Einarsson prófessor til lids við Jóhönnu Sigurðardóttur Líklegt að boðið verði fram í 811- um kjördæmum ÁGÚST Einarsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla íslands, seg- ir miklar líkur á því að Jóhanna Sigurðardóttir muni bjóða fram til alþingiskosninga í öllum kjördæmum landsins.^ Morgunblaðið hefur upplýsingar um að nánast sé frágengið að dr. Ágúst Einarsson muni skipa fyrsta sæti framboðslista á vegurn^ Jóhönnu í Reykjaneskjðr- dæmi. Hann vill ekki staðfesta að svo sé. Ágúst á sæti í stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, sem er eitt aðildarfélaga Alþýðttflokksins. „Mér sýnist að allt stefni í það, að þessi hreyfing sem þarna er að myndast, verði þannig, að boðið' verði fram í öllum kjördæmum landsins. Hvort úr því verður eða ekki, ræðst líka af því hvenær kosn- ingar verða. Mér finnst margt benda til þess, að þessi hreyfing, sem byggist á öðruvísi áherslum en þessir hefðbundnu stjórnmála- flokkar, hafi náð þannig fótfestu að líklegt sé að úr því verði fram- boð á landsvísu," sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið í gær. Ágúst sagði að tími til undirbún- ings á framboði á landsvísu yrði meiri ef kosið yrði í apríl, eins og rætt hefði verið um. „Ef á hinn bóginn það verða kosningar í jan- úar, eins og nú hefur verið rætt um, þá er ljóst að undirbúnings- tíminn er dálítið knappur. Hvort ég fer þarna inn af fullum krafti er ekki hægt að segja til um á þessum tímapunkti. Það ræðst af þeim málefnum og málefna- grunni sem menn leggja upp með. Hins vegar ræð ég engu um það hvernig framboðsmálum verður háttað hjá hreyfingunni," sagði Ágúst, aðspurður hvort ákveðið hefði verið að hann skipaði 1. sæti framboðslista hreyfíngar Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykjaneskjör- dæmi. Ágúst Einarsson kvaðst ekki vita hvenær formlegur stofnfundur stjórnmálahreyfingar Jóhönnu Sig- urðardóttur yrði haldinn. Forsætisráðherra um jöfnun atkvæðisréttar fílutfallið í versta falli 1 á móti 2 Vi DAVTÐ Oddsson forsætisráðherra segir í viðtali við Flokksfréttir, fréttabréf Sjálfstæðisflokksins, sem kemur út í dag, að hann hafi góðar vonir um að stjórnmálaflokkarnir nái samkomulagi um að draga úr misvægi atkvæða. En náist það ekki fyrir áramót, klárist málið ekki. Davíð segir í viðtalinu að í þessum áfanga verði hægt að draga úr mis- muninum, þótt niðurstaðan verði kannski ekki full jöfnun atkvæðis- réttar. „Samkvæmt þeim leiðum sem menn hafa verið að fjalla um þá yrði skiptingin í versta falli 1 á móti 2 'h. Við verðum að líta á það sem viðunandi niðurstöðu í þessu skrefi," segir Davíð. Hann segist telja að byggt verði í megindráttum á núverandi kjðr- dæmaskipun og hefur ekki trú á að samkomulag geti náðst um að land- ið verði eitt kjördæmi. „Með því að gera landið að einu kjördæmi myndi vald færast frá kjördæmunum til þéttbýlis, frá þéttbýli til flokkanna og miðstjórnarvald flokka yrði mjög mikið. Þó að þjóðin sé fámenn þá er landið stórt og atvinnuhættir mismunandi eftir landshlutum og ég held að það geti aldrei náðst sátt um þessa leið." Hæstiréttur sýknar yfirlögregluþjón en sakf ellir fv. sýslumann á Siglufirði HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Norður- lands vestra yfir fyrrum yfírlög- regluþjóni á Siglufírði, Gunnar Guðmundssyni, en jók við sakfell- ingu og herti refsingu þá sem fyrr- um sýslumanni í bænum, Erlingi Óskarssyni, hafði verið ákveðin í héraði vegna brota í starfí. Hæstiréttur telur sannað að maðurinn hafi brotið af sér í starfi í nokkrum atriðum varðandi inn- flutning hestakerra frá Þýskalandi um Siglufjörð og dæmdi sýslu- manninn fyrrverandi til þriggja mánaða skilorðsbundins varðhalds og til að greiða 600 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. I héraðsdómi hafði maðurinn verið dæmdur til að greiða 300 þúsund króna sekt og sýknaður af nær öllum ávirð- ingum í tengslum við fyrrgreindan innflutning. Hæstiréttur staðfestir þá niður- stöðu Héraðsdóms að maðurinn hafi gerst sekur um brot í opin- beru starfi sínu með því að bóka einhvern af starfsmönnum emb- ættisins mættan fyrir hönd gerð- arbeiðenda við nauðungaruppboð en gæta sjálfur hagsmuna þeirra og áskilja sér greiðslur. Þessi störf Refsing sýslu- manns þyngd Afskipti af kerruinnflutningi refsi- verð misnotkun á aðstöðu fyrir uppboðsbeiðendur hafi farið í bága við starfsskyldur sýslu- manns, sem þegið hafi greiðslur fyrir sem hann átti ekki tilkall til. Kangfærsla skjala Þá hafi hann með því að gjald- færa þóknun sína á frumrit en ekki afrit greiðslustimplaðra kvitt- ana embættisins til uppboðsbeið- enda rangfært opinber skjöl, á hátt sem hafí verið til þess fallinn að blekkja í lögskiptum. Af þeirri ákæru hafði sýslumaður verið sýknaður í héraði. Hæstiréttur telur að sýslumaður hafi verið vanhæfur til að hafa afskipti af innflutningi og tollaf- greiðslu hestakerra þeirra sem til- greindar voru í ákæru, þar sem hann hafi í annað skiptið í raun verið innflytjandi og í hitt skiptið hafi konan hans átt aðra kerruna. ) Honum hafí borið að víkja sæti og tilraun hans að flytja kerrurnar úr vörslu farmflytjanda án heim- ildar til geymslu annars staðar hafi falið í sér refsiverða tilraun til misnotkunar á aðstöðu sinni. Hæstiréttur telur hins vegar ekki sannað að sýslumanninum hafí verið ljóst að í það skipti er tollverðir stöðvuðu flutning kerr- anna hafí önnttr þeirra verið full af reiðtygjum og smyglvarningi og því var hann sýknaður af ákæru um að hafa ætlað að koma varn- ingnum undan tollskoðun. Röskun vegna embættismissis Þá var sýslumaðurinn sýknaður af ákærum um að hafa ekki stað- ið að eyðingu áfengis og bjór sem lögreglumenn við embætti hans höfðu lagt hald á með lögmætum hætti. Segir m.a. að af gögnum málsins liggi ekkert fyrir um að tollstjórar hafí nokkru sinni sent ÁTVR ósöluhæft áfengi sem lagt hafí verið hald á eins og lagabók- stafur stendur til. Um ákvörðun refsingar sýslu- mannsins segir að líta verði til þess að hann hafí gegnt trúnaðar- störfum í þágu aimennings og rík- isvalds á þessum tíma og hafí far- ið með opinbert vald sem lögreglu- stjóri, tollstjóri og dómari til 11. júlí 1992. Hann hafi hins vegar látið af embætti vegna málsins og hafi það valdið umtalsverðri röskun á hög- um hans. Auk varðhaldsdóms og sektar var hann dæmdur til að greiða 600 þúsund króna fésekt í ríkissjóð, málsvarnarlaun og sak- arkostnað. Hlutur kvenna í nefndum eykst HLUTUR kvenna í nefndum á' vegum ráðuneytanna hefur auk- ist talsvert frá því að síðast var kannað 1991. Þá var heild- arhlutur kvenna um 16%, en er nú á bilinu 23-25%. Jafnréttisráð fór fram á að ráðuneytin tækju saman upplýs- ingar um fjölda kvenna í nefnd- um á þeirra vegum. Stefanía Traustadóttir hjá Jafnréttisráði sagði að endanlegar tölur lægju ekki fyrir fyrr en í næstu viku, en greinilega væri mjög misjafnt eftir ráðuneytum hver hlutur kvenna í nefndum væri, allt frá 6% upp í 40%. Stefanía sagði að enn hefðu ekki öll ráðuneyti svarað fyrir- spurn Jafnréttisráðs. „Okkur finnst mjög ámælisvert hvað ráðuneytín svara seint og illa. Innan við helmingur þeirra svar- aði á umbeðnum tíma og enn eiga nokkur eftir að skila."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.