Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 35 FRETTIR Basar í Mosfellbæ FÉLAGSSTARF aldraðra í Mos- fellbæ verður með basar og kaffi- sölu í Dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum laugardaginn nóvember kl. 13.30-16.30. 12. Basar Dómkirkju- kvenna KIRKJUNEFND kvenna Dómkirkj- unnar er með sinn árlega basar laugardaginn 12. nóvember í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar við Lækjargötu og hefst hann kl. 14. Á basarnum eru að venju munir sem konurnar hafa unnið og einnig eru konurnar með kökubasar og selja líka kaffi og vöfflur. Allur ágóði af basarnum rennur til stuðn- ings starfi Dómkirkjunnar og til líknarmála. ¦ BAHÁ'ÍAR á íslandi hafa nú byrjað starf að nýju í sínu fyrra húsnæði að Álfabakka í Mjódd en eftir að miðstöð þeirra brann í apríl sl. þurfti að innrétta allt upp á nýtt. Námsflokkum bahá'ía er skipt í tvo bekki og er annar bekkur starf- andi núna. Stofnaður hefur verið kór og er stjórnandi Guðrún Birna Hannesdóttir. Fyrirhuguð eru bænakvöld fyrir fólk allra trúar- bragða og nú hafa „opnu húsin" byrjað á ný á laugardagskvöldum. ¦ Á AÐALFUNDI Dansk- íslenska félagsins sem haldinn var í Norræna húsinu þriðjudaginn 8. nóvember sl. var kjörinn nýr for- maður og stjórn. Fráfarandi for- maður Auður Leifsdóttir gaf ekki kost á sér sem formaður og var Ársæll Harðarson kjörinn formað- ur til næstu tveggja ára. Ársæll Harðarson er rekstrarhagfræðingur (cand. merc.) frá Verslunarháskól- anum í Kaupmannahöfn og starfar sem framkyæmdastjóri Ráðstefnu- skrifstofu íslands. Önnur í stjórn voru kjörin Laufey Guðjónsdóttir, Michael Dal, Bjarni Þorsteinsson og Inga Huld Hákonardóttir. DOMKIRKJAN í Reykjavík. Basar í Hrafnistu BASAR verður haldinn á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóv- ember frá kl. 13-17 og mánudag- inn 14. nóvember frá kl. 9-17. ----------» ? •---------- Fellahellir 20ára FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fellaheilir á 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún tók til starfa 9. nóvember 1974 og er elsta starfandi félagsmiðstöð fyrir unglinga á vegum íþró'tta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. í tilefni afmælisins verður opið hús og afmæliskaffi í Fellahelli laugardaginn 12. nóvember. Þá verður opnuð sýning á ljósmynd- umn úr sögu staðarins og nýlegum listaverkum unglinganna í hverfinu. ----------? ? ? ¦ HEIMIR Steinsson útvarps- stjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurason dósent og fyrrum pistlahöfundur á Rás 2 mæta á opinn fund hjá Heimdalli föstu- dagskvöld 11. nóvember og svara því hvort Ríkisútvarpið eigi sér til- verurétt. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Haaleitisbraut 1 og hefst kl. 21. Að loknum framsögu- erindum Heimis og Hannesar geta fundarmenn komið á framfæri at- hugasemdum og fyrirspurnum. Basar hjá heimilis- f ólkinu í Asi HEIMILISFÓLKIÐ á Dvalar- heimilinu Ási, Hveragerði, heldur sinn árlega jólabasar í föndurhús- inu Frumskógum 6b laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. nóvember frá kl. 14-18 báða dagana. Á basarnum verða margt góðra muna sem allir eru unnir af heim- ilisfólkinu. Til dæmis ýmiskonar prjónavörur, útsaumur, trévörur og ýmislegt fleira. Kennarar í föndrinu eru þær Kristín Sigur- þórsdóttir og Elísabet Kristins- dóttir. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MUNIR unnir af heimilisfólkinu á Ási. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragna rsson Bridsfélag kvenna SL. MÁNUDAG var spilaður eins kvölds tvímenningur í einum 16 para riðli og urðu úrslit þessi. Sigrún Pétursdóttir - Arnar G. Hinriksson 257 Hildur Helgadóttir - Karolína Sveinsdóttir 246 Anna Lúðvíksdóttir - Bergljót Rafnar 238 Inga L Guðmundsd. - Unnur Sveinsdóttir 227 Anne M. Kokholm - Lilja Halldórsdóttir 227 Næsta mánudagskvöld hefst aðal- sveitakeppnin hjá félaginu og geta sveitir skráð s\g í sínum 32968 (Ólína), 10730 (Sigrún) og í 619360 (BSÍ). Bridskvöld byrjenda Sl. þriðjudag, 8. nóvember, var bridskvöld byrjenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S riðill: Ólöf Bessadóttir—Þórdís Einarsdóttir 95 Ari Jónsson — Hallgrímur Markússon 83 Finnbogi Gunnarsson - Unnar Jóhannesson 78 A/V riðill: BinarPétursson-PálmiGunnarsson 114 Björk Lind Óskarsd. - Helga Haraldsdóttir 97 Sigurður Jónsson - Snorri Markússon 92 Á hverjum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ætlað er byrjendum og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður er ávallt eins kvölds tvímenningur og er spilað í húsi BSÍ í Sigtúni 9. Bridsf élag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 7. nóvember, lauk minningarmótjnu um Þórarin og Kristmund. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S riðill: Hulda Hjálmarsd. - Erla Sigurjónsd. 272 Helgi Jónsson - Sigurður B. Þorsteinss. 271 ÓlafurGísiason-ArniÞorvaldsson 249 A/V riðill: Böðvar Guðmundss. - Sæmundur Björnss. 261 Trausti Harðarson - Halldór Einarsson 243 Guðlaugur Ellertsson - Skúli Ragnarsson 243 Lokastaðan: Helgi Jónsson - Siprður B. Þorsteinss. 734 Böðvar Guðmundss. - Sæmundur Björnss. 731 Guðlaugur Ellertsson - Skúli Ragnarsson 725 Hulda Hjálmarsdóttir - Erla Sigurjónsd. 715 ArnórBjórnsson-JakobGrétarsson 706 Nk. mánudag, 14. nóvember, hefst sveitakeppnin og verður hún að þessu sinni með nýju sniði. Spilað- ir verða þrír 10 spila leikir á kvöldi og verður spiluð tvöföld umferð, all- ir við alla. Skráð er í keppnina í upphafi og hjálpað til við myndun sveita. Spilað er í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Paraklúbburinn Sl. þriðjudag, 8. nóvember, var spiluð önnur umferðin af fjórum í hraðsveitakeppninni og urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi: Sæti: 1. Steinasystur 582 2. Hörpustrengir 576 3. Gunnlaug Einarsdóttir 563 Staðan eftir 2. kvöld: Steinasystur 1159 Gunnlaug Einarsdóttir 1138 EddaThorlacius 1097 Hörpustrengir 1089 Kristín Magnúsdóttir 1044 Alþingi á lýðveldistíma DREGIÐ hefur verið út réttum iausnum í spurningakeppni sem haldin var í tengslum við sýninguna Alþingi á lýðveldistíma sl. sumar. Alls tóku 499 börn þátt í spurninga- keppninni sem fjallaði um Alþingi og alþingismenn og var meiri hluti þeirra með rétt svör. Ein aðalverð- laun voru veitt og hlaut þau Pálmey Magnúsdóttir, Heiðvangi 48, Hafn- arfirði, sem hér sést ásamt Salome Þorkelsdóttur og Karin Gústavs- dóttur móður sinni. Fyrir utan aðal- verðlaunin hlutu 50 börn aukaverð- laun. IIHMDAIIUK FELAGSSTARF Á Ríkisútvarpið rétt á sér? F • U Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dós- ent og fyrrum pistla- höfundur á Rás 2, mæta á opinn fund hjá Heimdalli í kvöld, föstudagskvöldiö 11. nóvember, og svara því hvort Rfk- isútvarpið eigi sér tilverurétt. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 21.00. Að loknum framsöguerindum Heimis og Hannesar geta fundarmenn komið á framfæri athuga- semdum og fyrirspurnum. Allir velkomnir. Þá vekur stjórn Heimdallar athygli á að stjórnarmenn eru til viðtals á mánudögum frá kl. 16.00-18.00. I.O.O.F. 1 = 17611118V2S I.O.O.F. 12 = 17611118'/2 = St.St. 5994111216IX kl. 16.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30 í umsjón ungs fólks. Frá kl. 20.00 er bænastund fram að samkom- unni. Allir hjartanlega velkomnir. Ann Coupe miðill, heldur kennslu- og fræðslufund í sal Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12, frá kl. 11-16 laugardaginn 12. nóvember. Skyggnilýsingafundur verður á sama stað kl. 20. Nánari upplýsingar í síma 29832. Frá Guðspeki- fólaginu Ingótfsttræti 22. A«krlftars(ml Ganglera ar 39673. Föstudagur 11. nóvember 1994: i kvöld kl. 21.00 flytur Kristján Fr. Guðmundsson erindi um Shaki Yoga í húsi félagsin, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15.00-17.00 er opið hús með fræðslu um „Celestin"-hugrækt kl. 15.30 í umsjón Einars Aðal- steinssonar. Á sunnudögum kl. 17.00 er hugleiðslustund með fræðslu um hugrækt. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ^Wl/f pra Sálar- i> 4»rannsókna- ~"i félagi íslands Kristalheilun - námskeið - einkatímar Hinn fjölhæfi miðill, Colin Kings- hot, verður með námskeið í kristalheilun laugardaginn 12. nóvember. Einnig býður hann upp á einkatíma í áruteikn- ingu/lestri, kristalheilun og heil- un með hljóðbylgjum. Bókanir í einkatíma og námskeið eru f símum 18130 og 618130. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMi 68253* Laugardagur 12. nóv. Myndakvöld og árbókar- kynning á Akureyri Næstkomandi laugardagsvöld verður myndakvöld hjá Ferðafé- lagi Akureyrar sem tengist efni árbókarinnar 1994 „Ystu strand- ir norðan Djúps". Myndasýning- in verður í matsal Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. við Hjalteyr- argötu og hefst stundvíslega kl. 20.00. Guðrún Ása Grímsdóttir, höfundur árbókarinnar, kynnir og Grétar Eiríksson sýnir myndir Björns Þorsteinssonar. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir 15 ára og eldri. Frá kl. 16-18 verður opið hús hjá Ferðafélagi Akureyrar á Strandgötu 23, þar sem bókin verður kynnt. Hægt er að fá hana innbundna og er hún tilval- in jólagjöf. Eins er hægt að fá rit Ferðafélags Akureyrar, Ferð- ir. Tilvalið að gerast félagi I Ferðafélaginu og eignast um leið þessa glæsilegu bók. Næsta myndakvöld Ferðafélags islands verður miðvikudags- kvöldið 16. nóvember. Sunnudagsferðir 13. nóv. Kl. 13 a) Vifiisfell. b) Hellaskoðunarferð. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.