Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 48
-1" *t&onbt$foib MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN 1 103 REYKJAVIK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 8S FOSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Ovissa vegna verkfalls sjúkraliða sem hófst á miðnætti Samningafundur bar ekki árangur VERKFALL sjúkraliða hófst á miðnætti í nótt. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á sjúkrastofnunum í Reykjavík. Síðdegis í gær höfnuðu sjúkraliðar tilboði samninganefndar ríkisins, en það fól m.a. í sér 3% launahækkun. Enginn samkomulagsgrundvöllur var í augsýn í gærkvöldi og þótti ekki ástæða til að halda samningafundi áfram. Mikil óvissa ríkir víða um fram- kvæmd verkfalls og gætir kvíða og ótta hjá sjúklingum og aðstandendum. Geir Gunnarsson vararíkissátta- stéttina og samkvæmt upplýsingum semjari sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði verið talið að áframhaldandi samningaviðræður myndu bera neinn árangur í gær- kvöldi. Samningsaðilar myndu hitt- ast að nýju á laugardag. Aðspurður hvort hann sæi merki um samnings- grundvöll þá, sagði Geir: „Ég sé það ekki sem stendur, en við skulum sjá hvernig umhverfið verður. Þetta verður komið á annað stig og margs kónar þrýstingur á báða bóga." Kjaraávi imiiigiir tryggður? Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að sjúkraliðum væri boðin 1.700-2.000 króna hækkun á mánuði á meðan aðrar heilbrigðisstéttir hefðu fengið 15.000-16.000 þúsund króna hækk- un. Samninganefnd ríkisins segir í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér í gær að kjarasamningur ríkis- ins og sjúkraliða, sem gerður var í desember 1992, hafí fært sjúkralið- um meiri hækkanir en félagar í BSRB, BHMR og KÍ hafi fengið. Úr þessum mismun hafi dregið nokkuð síðan, en með tillögu um 3% launahækkun sé félaginu tryggður áfram sá kjaralegi ávinn- ingur sem það náði með samningun- um 1992. Fram kom í Morgunblaðinu í gær, eftir Kristínu Guðmundsdótt- ur, að munur á launum hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða hefði verið um 20% er nám þeirra fyrrnefndu færðist á háskólastig. Við samein- ingu félaga hjúkrunarfræðinga var gerður nýr kjarasamningur ' við Vestmannaeyjar Fjölrása sjónvarp í febrúar ÚTSENDINGAR sjónvarpsefnis á átta rásum eru fyrirhugaðar í Vest- mannaeyjum frá og með febrúar á næsta ári. Stofnfundur hlutafélags um rekstur sjónvarpskerfisins er fyrirhugaður 26. þessa mánaðar. Elnet hf. hefur fengið leyfi út- varpsréttarnefndar til dreifingar á átta rása sjónvarpi með örbylgju á sjö stóðum víðs vegar um landið. Að sögn Ómars Guðmundssonar hjá Elneti er málið lengst komið í Vest- mannaeyjum. Ómar segir fyrirhugað að dreifa efni tveggja íslenzkra sjónvarps- rása, fimm eriendra og einnar inn- anbæjarrásar. Hún verður í fyrstu auglýsingarás, en fer eftir áhuga bæjarbúahvert framhaldið verður, að sögn Ómars. ¦ Stefnt að útsendingu/14 blaðsins hækkuðu laun hjúkrunar- fræðinga að meðaltali um 6-7% og þeirra, sem mesta hækkun fengu, um 12-14%. Fallið frá kröfu um álag Sjúkraliðar hafa veitt undanþágu til að sinna neyðarþjónustu, en jafn- framt krafist þess að fyrir þessa þjónustu verði greitt eins og um útkall væri að ræða. í gærkvöldi féllu sjúkraliðar frá þessari kröfu sinni, en áskildu sér rétt til að vísa henni til Félagsdóms, að sögn Geirs Gunnarssonar. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri Landakots, sagði að hjúkrunarfræðingar myndu reyna að bjarga málum í dag. Aðspurð viðurkenndi hún að með því væru hjúkrunarfræðingar að ganga í störf sjúkraliða. Rakel sagði að um helgina yrðu margir sjúklingar sendir heim eða yrðu í umsjón ættingja á spítalanum. ¦ Ættingjar beðnir að hjálpa/24 Morgunblaðið/Þorkell Yngsti atvinnumaðurinn EIÐUR Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður gerði í gær samn- ing til 2Vi árs við hollenska félag- ið PSV Eindhoven. Varð hann þar með yngsti atvinnuknatt- spyrnumaður íslands frá upp- hafi. Eiður Smári er sextán ára og 56 daga gamall, fæddur 15. sept- ember 1978. Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, gerðist einn- ig atvinnumaður í knattspyrnu 16 ára gamall en hann samdi við belgíska f élagið Lokeren daginn fyrir 17 ára afmælið árið 1978. A myndinni með Eiði er annar tveggja framkvæmdastjóra PSV Eindhoven, danski landsliðsmað- urinn fyrverandi Frank Arnesen, sem lék um þriggja ára skeið með Arnóri hjá Anderlecht í Belgíu fyrir nokkrum árum. ¦ Mjög ánægður/Dl. Morgunblaðið/Sverrir ÁSGEIR Sigurjónsson, 81 árs, er éinn þeirra sjúklinga sem bíða í óvissu um afleiðingar verkfalls sjúkra- Uða. Gömul vinkona hans, Sesselja Guðmundsdóttir, var í heimsókn hjá Ásgeiri í gær. Ríkisendurskoðun Skýrslu skil- að í dag RÍKISENDURSKOÐUN mun væntanlega skila í dag fjárhags- endurskoðun þeirri á heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, sem Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra og Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra og fyrrverandi héilbrigðisráð- herra, báðu stofnunina um í bytj- un síðasta mánuðar. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti í lok september að ráð- herrarnir myndu skrifa Ríkisend- urskoðun og biðja um að „hún kanni til hlítar þau gagnrýniatriði, sem beint hefur verið að fv. heil- brigðisráðherra og svörum hans við þeim, í framlagðri skýrslu, og komist að niðurstöðu um hvort embættisfærsla hans sé í samræmi við viðurkenndar stjórnsýslureglur og venjur." FÍA boðar allsherjarverkfall hjá Atlanta hf. 18. nóvember Næstaskref að flytja starf- semi félagsins úr landi STJÓRN Félags íslenskra atvinnuflugmanna boð- aði í gær til allsherjarverkfalls hjá flugfélaginu Atlanta hf., frá hádegi 18. nóvember, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma og mun verkfall- ið ná til ajls flugs á vegum félagsins. Sex félags- menn í FÍA starfa hjá Atlanta hf. í fréttatilkynningu frá Arngrími Jóhannssyni, framkvæmdastjóra flugfélagsin segir að haldi fram sem horfir sé ljóst að félaginu sé ókleift að hafa starfsemi sína hérlendis vegna stöðugra hótana FÍÁ og verkalýðshreyfingarinnar um að stöðva hana. Næsta skref sé því að flytja starf- semina úr landi og er bent á að þjóðarbúið yrði þá af umtalsverðum tekjum. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagði að forráðamenn Atlanta sættu sig ekki við niður- stöðu Félagsdóms og að félagsmenn FIA hefðu- ekki haft sama aðgang að vinnu sem fyrir hendi væri og félagar í Frjálsa flugmannafélaginu. Tryggvi sagði að stuðningur hefði borist frá öðrum löndum og þeir fengið góðar undirtektir, sérstaklega frá Grikklandi. Sá stuðningur beind- ist þó ekki að því að stöðva farþega til og frá íslandi. „Við erum að tala um ágreining við stjórn- endur Atlanta og við höfum farið fram á það í okkar stuðningsbeiðni erlendis, að hvaða flug- rekstraraðili sem er ekki á vegum Atlanta megi flytja farþega, til dæmis frá Samvinnuferð- um/Landsýn," sagði hann. Þá sagði Tryggvi að forsvarsmenn stéttarfélaga á Suðurnesjum hefðu tekið mjög vel í beiðni félagsins um stuðning. Samúðaraðgerðir ekki ákveðnar Verslunarmannafélag Suðurnesja (VS) og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis (VLSK) hafa enn ekki tekið ákvörðun um stuðningsaðgerðir en að sögn Guðmundar Finnssonar, framkvæmdastjóra VLSK, voru þessi mál rædd á stjórnarfundi í fyrrakvöld. Jóhann Geirdal, formaður VS, sagði að félagið hefði miklar áhyggjur af stöðu stéttarfélaga vegna þessa máls. 27. október hefði stjórn félags- ins veitt formanni heimild til að kalla saman stjórn og trúnaðarmannaráð til að afla sér heimildar til boðunar samúðarvinnustöðvunar. Það hefði þó ekki ennþá verið gert en yrði gert mjög fljótlega. Sagði hann brýnt að samkomulag næðist en Versl- unarmannafélagið væri reiðubúið til að fylgja málinu eftir með þeim þrýstingi sem til þyrfti ef ekki næðist samkomulag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur nokkuð verið rætt innan verkalýðshreyfingarinnar um áhrif samúðarvinnustöðvunar í ljósi dóms Hæstaréttar sl. vetur yfir Verslunarmannafélagi Suðurnesja en niðurstaða dómsins var sú, að ekki var talið brjóta í bága við lög að yfirmaður (forstjóri Flugleiða) leysti af hendi afgreiðslustörf í flugstöðinni í stað undirmanna sinna sem voru í verkfalli. ¦ Hlutur þjóðarbúsins 880 miHj./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.