Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SCANIA- umboðið verður dágóð búbót fyrir Heklu hf. og gæti skilað um 10% veltuaukningu. Hekla tekur við umboði fyrir Scania Endi bundinn á 40 ára viðskiptasamband Scania og ísarns hf. HEKLA hf. hefur tekið við um- boði fyrir sænska bílaframleiðand- ann Scania af ísarni sem hefur haft umboðið undanfarin 40 ár. Þetta hefur í för með sér töluverða aukningu á umsvifum Heklu þar sem fyrir eru í landinu um 1.Í00 vörubílar, iangferðabíiar, strætis- vagnar og flutningabílar af þess- ari tegund. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er varahlutasala Scan- ia- umboðsins nálægt 150 milljón- um á ári án virðisaukaskatts. Til- tölulega fáir nýir vöru- og flutn- ingabílar hafa hins vegar selst undanfarin ár vegna samdráttar- ins í efnahagslífinu. ar um 10% af áætlaðri veltu Heklu á þessu ári. Nýja umboðið fellur afar vel að rekstri Heklu ekki síst þar sem fyrirtækið tók nýlega í notkun nýtt verkstæði fyrir Caterpillar þungavinnuvélar. Mun þessi að- staða nýtast miklu betur en verið hefur og litlu þarf að kosta til. Þrír fyrrum starfsmenn Isarn hafa þegar verið ráðnir til starfa hjá Heklu. Auk fjölmargra fyrirtækja sem nota Scania-bíla í flutningum um allt iand eru 24 Scania strætis- vagnar í notkun á Strætisvögnum Reykjavíkur. í venjulegu árferði ér áætlað að velta þessa umboðs gæti numið um 300 milljónum en það samsvar- Margir sýndu áhuga á Scania-umboðinu Allmargir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka við Scania- umboðinu undanfarið. í lok októ- ber kom fram í frétt Morgunblaðs- ins að verið væri að ganga frá samningum um að Vélar og þjón- usta hf. og ísarn hf., Scania- umboðið, yrðu sameinuð. Vélar og þjónusta hefur umboð fyrir DAF auk margvíslegra tækja til land- búnaðar. Var rætt um að stofna nýtt fyrirtæki um bæði Scania og Daf-umboðin í höfuðstöðvum Véla og þjónustu á Járnhálsi. I sömu frétt kom fram að mark- aðshlutdeild ísarns í notuðum vö- rubílum sem fluttir eru til landsins hefði verið á bilinu 50-55% og nálægt fjórðungur af markaði nýrra bíla. Alls voru fluttir inn til landsins 44 notaðir Scania-bílar árið 1993. Því sem næst þriðji hver stór vörubíll á landinu, yfir 16 tonn, er af þessari gerð. Heimsviðskipti Yfirmaður GA TT óttast að samningur sé íhættu Genf. Reuter. YFIRMAÐUR GATT, Peter Suther- land, sagði á fimmtudag að Banda- ríkin mundu greiða hinum nýja samningi um viðskipti í heiminum „banahögg," ef Bandaríkjaþing staðfesti ekki samkomulagið fyrir árslok vegna kosningasigurs repú- blikana í bandarísku þingkosning- Hann sagði á blaðamannafundi að ef samningurinn yrði ekki stað- festur mundi það vekja ótta á heimsmörkuðum og grafa undan efnahagsbata í heiminum. Gert hef- ur verið ráð fyrir að samningurinn taki gildi 1. janúar samkvæmt sam- komulagi því sem tókst í Uruguay- umferð GATT-viðræðnanna er lauk í desember í fyrra eftir sjö ára þref. Með ummælum sínum túlkaði Sutherland ugg í röðum 124 aðild- arríkja hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti — GATT — um að kosningasigur repúblíkana kunni að leiða til þess að ráðgerðri atkvæðagreiðslu um samkomulagið á Bandaríkjaþingi 3. desember verði frestað. Kunnugir segja að þessi uggur hafi aukizt við það að leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, Bob Dole, hefur beðið Bill Clinton for- seta um nánari skýringar á samn- ingnum, sem var undirritaður í Marokkó í apríl. Sutherland kvaðst þó búast við því að þingið samþykki samninginn á fundum um hann 29. nóvember til 3. desember. En hann sagði að ef staðfestingunni yrði frestað yrði það til þess að nýju Alþjóðavið- skiptasamökin WTO, sem eiga að taka við af GATT, gætu ekki tekið til starfa í ársbyrjun 1995 sam- kvæmt áætlun — og ef til vill aldrei. Fyrirhugað hefur verið að Ijúka undirbúningi stofnunar WTO á ráð- stefnu GATT 8. desember. Talsmenn GATT og fleiri telja að ef repúblikanar ákveði að bera fram sérstakt frumvarp á nýkjömu þingi í stað þess að samþykkja frumvarp stjórnarinnar verði það tætt í sundur í endalausum umræð- GATT að með Uruguay-samkomu- laginu yrði að minnsta kosti 510 milljarða dollara viðbótafjármagni bætt við tekjur heimsins á ári fyrir árið 2005. Til þess að hafa áhrif á banda- ríska þingmenn skýrðu þeir frá því að árlegur gróði Bandaríkjanna af ftjálsum viðskiptum vegna afnáms hafta gæti orðið 122.4 milljarðar dollara innan tíu ára. Árlegar tekjur Evrópusambands- ins munu aukast um 163.5 milljarða dollara 2005 að sögn sérfræðing- anna. Hagnaður Japans mun aukast um 26.7 milljarða dollara og Kanada um 12.4 milljarða að þeirra sogn. 33,5 milljarðar dala til EFTA Jafnframt sögðu sérfræðingar Þróunarríki og ríki á aðlögunar- skeiði munu hagnast um 116.1 milljarða dollara á ári fyrir 2005, EFTA-lönd að íslandi meðtöldu um 33.5 milljarða dollara, Ástralía og Nýja Sjáland um 5.8 milljarða, Kína 18.7 milljarða ogTaiwan 10.2 millj- arða dollara. Hlutafélag stofnað um rekstur fjöl- rása sjónvarpskerfis í Vestmannaeyjum Stefnt að út- sendingu ífebr- úar á næsta ári STOFNFUNDUR hlutafélags um rekstur fjölrása sjónvarpskerfis í Vestmannaeyjum er fyrirhugaður 26. nóvember nk. Undirbúnings- nefnd sem skipuð var sl. vor að stofnun slíks hlutafélags um endurvarp hefur skilað áliti sínu og að sögn Eiríks Bogasonar, for- manns nefndarinnar, er málið nú komið á framkvæmdasig að lok- inni undirbúningsvinnu. Elnet sf., sem er sérhæft félag á fjarskiptasviði og sá m.a. um uppsetningu á Fjölvarpi íslenska útvarpsfélagsins í Reykjavík, hef- ur fengið leyfi útvarpsréttarnefnd- ar til dreifingar á 8 rása sjónvarpi með örbylgju á sjö stöðum víðs vegar um landið. „Málið er lengst komið í Vestmannaeyjum þar sem framkvæmdir geta hafist að lokn- um stofnfundi hlutafélags um rekstur kerfisins,“ segir Ómar Guðmundsson, hjá Elneti. „Við stefnum að því að þar verði kerfið komið í gang í febrúar." Ómar sagði að hugmyndin væri að fara af stað í Vestmannaeyjum með tvær íslenskar sjónvarps- stöðvar, fimm erlendar og eina innanbæjarrás. „Innanbæjarrásin verður í fyrstu rekin sem auglýs- ingarás og síðan fer það eftir því hvað bæjarbúar eru duglegir að nýta sér rásina, hvernig málin þróast. Möguleikarnir eru marg- ir,“ sagði Ómar. Miklar væntingar eru bundnar við þessa innanbæjar- rás hjá Vestmannaeyingum að sögn Eiríks Bogasonar og hugur í mönnum að nýta sér þá mögu- leika sem hún býður upp á. Auk Vestmannaeyja hefur El- net fengið leyfi til sjónvarpsdreif- ingar á Selfossi, Egilstöðum, Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki og Isafirði. „Á þessum stöðum hefur verið horft talsvert til Vest- mannaeyja og beðið eftir hvernig mál þróuðust þar. Niðurstaðan þar hefur því væntanlega mikla þýð- mgu fyrir framhaldið,“ segir Ómar. McDonnell Douglas semur við Kínverja Washington. Feuter. MCDONNELL Douglas flugvéla- framleiðandinn hefur undirritað samning upp á 1,6 milljarð dala, sem svarar um 106 milljörðum ísl. kr., við Kínveija. Felur samn- ingurinn í sér að McDonnell Dou- glas framleiðir fjörutíu farþega- þotur fyrir Kínveija og að helm- ingur þeirra verði smíðaður í kín- verskum verksmiðjum. Um er að ræða vélar af gerð- inni MD80 og MD90 og verða þær afhentar á næstu fjórum árum. Samningurinn er árangur víðtæks viðskiptasamkomulags Banda- ríkjamanna og Kínveija sem náð- ist í Kínaferð Rons Browns við- skiptaráðherra í sumar. Samningurinn kemur sér sér- staklega vel á vesturströnd Banda- ríkjanna þar sem óánægja er mik- il með atvinnu- og efnahags- ástand, en það verða fyrst og fremst verkamenn á vesturströnd- inni sem munu framleiða vélarnar. Alls skapar hann um 4.600 störf í Bandaríkjunum. Bankar Danir skipa konu seðlabankastjóra Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA stjórnin hefur skipað Bodil Nybö Andersen seðlabanka- stjóra í stað Eriks Hoffmeyers, sem dregur sig í hlé 31. desember eftir 30 ára störf. Andersen er fyrsta konan sem tekur við stöðu seðlabankastjóra í Danmörku, en hún hefur stundað störf í banka síðan 1980 og skipun hennar kemur ekki á óvart. Hún sagði í danska sjónvarpinu að hún mundi fylgja sömu stefnu og Hoff- meye, sem hefur lagt áherzlu á litla verðbólgu og fast gengi. einnig seðlabankastjórar í Finn- landi, Austurríki og Póllandi. Sömu grundvallarskoðanir „Tekur við af goðsögn" Hoffmeyer hefur átt mikinn þátt í því að Danir hafa sagt skil- ið við verðbólgustefnu og reynt að tryggja stöðugleika í efnahags- málum eins og í Þýzkalandi. Sæti hans verður vandfyllt ef trúa má fyrirsögn í Berlingske Tidende: „Tekur við af goðsögn.“ Skipun Andersens, sem 54 ára fráskilin móðir, hafði engin áhríf á peningamörkuðum. Konur eru „Breytingin hefur ekkert að segja, því að ég hef nákvæmlæega sömu grundvallarskoðanir og Hoffmeyer,“ sagði Andersen. „Ég styð eindregið þá stefnu, sem nú er fylgt, að halda genginu stöðugu og stemma stigu við verðbólgu.“ Andersen var lektor við Kaup- mannahafnarháskóla 1968-1980 er hún hóf störf í banka. Tíu árum síðar lét hún af starfi fram- kvæmdastjóra Unidanmark A/S, eignarhaldsfyrirtækis næst- stærsta banka Danmerkur, og hóf störf í seðlabankanum. Faðir hennar er Poul Nybö And- ersen, fyrrverandi prófessor í hag- fræði og efnahagsráðherra. Hún á sæti í peningamálanefnd Evr- ópusambandsins og hefur stund- um setið fundi seðlabankastjóra ESB í forföllum Hoffmeyers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.