Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 21 LISTIR Þingleikar í Ijóðum ÞINGLEIKAR í ljóðum í tengslum við sýningu Bjarna H. Þórarinssonar í Nýlistasafninu verða haldnir á morgun, laugardag, kl. 16. Flytjendur eru eftirfarandi; Didda, Friðrik H. Ólafsson, Halldór Ásgeirsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Jóhann Hjálm- arsson, Kokkur Kvæsir, Kristleifur Björnsson, Mörður Árnason, Rík- harður Þórhallsson, Sjón, Tryggvi Hansen, Þorri Jóhannsson og Þor- valdur Þorsteinsson. Bjarni H. Þórarinsson sýnir í aðal- sölum safnsins og Erling Kling- enberg er gestur Nýlistasafnsins i setustofu. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 20. nóvember. -----------? ? ?----------- Allra síðasta sýning á Kara- mellukvörninni NÚ FER hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á fjolskylduieikritinu Karamellu- kvörnin. Allra síðasta sýning verður á laugardaginn kl. 14. Karamellukvörnin er framlag LA á ári fjölskyldunnar og af því tilefni eru' allir aðgöngumiðar seldir á barnaverði. Þannig vilja leikfélags- menn koma til móts við fjölskyldur og auðvelda þeim að fara saman í leikhúsið. Karamellukvörnin er gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. BarPar, hin sívinsæla sýning LA, verður sýnd á föstudags- og laugar- dagskvöld og vegna mikillar aðsókn- ar verður eftirmiðdagssýning á laugardag kl. 16.30. Uppselt er þeg- ar orðið á föstudagskvöld og fáir miðar eftir á eftirmiðdagssýninguna á laugardag. Sýningum á BarPari lýkur nú í nóvember. RIKEY Ingimundardóttir Ríkey sýnir í íspan RÍKEY Ingimundardóttir opnar myndlistarsýningu í sýningarsal íspan hf, Smiðjuvegi 7, Kópavogi á morgun, suhnudag, frá kl. 15-18. Þettaer 33. einkasýninglistakon- unnar. Á sýningunni verða olíumál- verk og fantasíur bæði í skúlptúr og myndum. Við opnunina mun einn besti harmonikkuleikari landsins. Reynir Jónasson spilar fyrir gesti. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og henni lýkur sunnudag- inn 20. nóvember. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. ? ? ? KRISTINN Sigmundsson hlýt- ur afbragðs dóma í Sviss fyr- ir túlkun sína á stóru hlutverki í óperunni Seldu brúðinni eftir Smetana. Óperan, sem frumsýnd var í Genf á mánudaginn, er að sögn eins gagnrýnanda forskot á sælu jólanna og uppbót fyrir. þunglamalegt verkefnaval Genfr aróperunnar í vetrarbyrjun. Stöl Kristins er lofaður í víðlesn- asta blaði borgarinnar, Journal de Geneve. Einkum er þar tekið til þess hve áreynslulaust hann valdi raddsviði sínu, sem sé stórt eins Kristni og samsöngvur- um hans hrósað í Genf og hann sjálfur. Samleikur allur í sýningunni er sagður snjall og greindarlegur. Kristinn hefur áður sungið í fimm óperum í borginni og Trí- bune de Geneve segir Genfarbúa farna að kannast við hann. Röddin hafi þó þroskast til muna og dýpk- að, náð blóma sem setji sérstakan svip á túlkunina. Tríbune lýkur einnig lofsorði á listræna samsvör- un í þessari þjóðaróperu Tékka og frægasta verki Smetana. Sýningar á Seldu brúðinni verða fímm í þessum mánuði, en í lok hans gefst þess kostur í Genf að heyra í Kristni á öðrum vettvangi. Það verður á tónleikum ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara í „Grande salle de Conservato- ire". Fastanefnd íslands hjá EFTA mun undir forystu Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra gangast fyrir tónleikunum mánudaginn 28. nóvember í tilefni af 40 ára af- mæli lýðveldisins. Efnisskráin verður fjölbreytt og búast má við fjölmörgum íslendingum búsettum í borginni auk fulltrúum úr sendi- nefndum annarra ríkja. + Birgir í Gallerí II LAUGARDAGINN 12. nóvember opnar Birgir Andrésson sýningu í Gallerí II, Skólavörðustíg 4a. Þessi sýning sténdur aðeins yfír í tvo daga þ.e. þann 12. og 13. nóvember. Þetta er jafnt um leið síðasta sýning í þessum sýningarsal, og lýk- ur þá fímm ára starfsemi gallerísins. Birgir Andrésson hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga \}ér heima og erlendis. Sýningin í Gallerí II verður opnuð kl. 16.00 á laugardaginn 12. nóv- ember, eins og áður sagði og er opin á sunnudaginn frá kl. 14.00 til 18.00. Atakið „tryggjum atvinnu - verslum heima" tryggjum ( atvinnu , verslurn I heima í Morgunblaðinu naestu föstudaga FST HKILSUSKÓR Gerðu kröfur... veldu íslenskt! Fæst í verslunum um fand allt. Láttu þér annt fætur jþína! DSRO ...alltafviðhöndina Doro 1000 er nýjasta útfærslan af þniðkusum síma með storum skji, 10 númera minni, stillanlegri tónhæð og tóntegundum, rríum samtölum ionanhuss, læsingu á samtölum og margt, margt fleira. í garðinn - bílskúrinn eða til nigrannans. Doro 1000 símtolið er einstakkga lítið og handhægt og því auðvelt að setja það í vasann eða sinella á beltið. tiUtMrf&'. 29, yOOj-shffr. ItéoSstmrS fo 26. 906\ T staB^. Gotturval afChampion bómullarfatnaði í mörgum litum í nóvember staftgreíösluafslátiur af öllum gjafevorwn Opið tsefcu Símabær - GJAFABÆR ARMUL A 32 - SIMI88 38 40 DánskínX: Frísport Lauqavegi 6 Sími 623811 Búðareiqendur - verslum heima! Fjölbreyft úrval fyrir sérirerslanir 09 almcnnar tferslanir Sérsmíðum úr stili 09 járni Þö pantar - uið smíðum HF.OFNASMIBJAN Háteigsvegl 7. siml 21220. fax 623120 Búðarinnréttingar fást hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.