Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bob Dole fer fyrir meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings Þrautreyndur og markað- ur af harðri lífsbaráttu Bob Dole öldungadeildarþingmaður verður valdamestur repúblikana á Bandaríkja- þingí eftir að valdaskiptin hafa farið fram í janúar. Karl Blöndal, fréttaritari Morg- unblaðsins í Bandaríkjunum, gerir grein fyrir ferli þessa áhrifamikla þingmanns og segir frá þekktustu samheijum hans. BOB Dole á fundi í höfuðstöðvum NATO á þriðjudag. LEIÐTOGAHÓPUR repú- blikana á Bandaríkja- þingi, sem tekur við völdum í janúarmánuði, vill róttækar breytingar en er um margt ósamstæður hópur. Mest völd verða í höndum Bobs Dole, leiðtoga repúblikana í öldunga- deildinni, sem fyrir áratug sagði um Newt Gingrich, væntanlegan forseta fulltrúadeildarinnar: „Það er mikill hávaði í honum, en ég sé ekki að hann hafi nein áhrif.“ Dole hefur gegnt stöðu sinni um nokkurt skeið og fór meira að segja fyrir meirihluta repúblikana í öldungadeildinni um tveggja ára skeið í forsetatíð Ronalds Reag- ans. Dole er hófsamari í stjórn- málaskoðunum sínum en Gingrich. Ekki er þó þar með sagt að hann eigi eftir að verða Bill Clinton forseta leiðitamari. Eftir sigur repúblikana í þing- kosningunum í byijun nóvember óttuðust menn að þeir myndu koma i veg fyrir staðfestingu GATT-samkomulagsins um tolla og viðskipti. Hótanir í þá veru höfðu borist frá nokkrum þekkt- ustu talsmönnum Repúblíkana- flokksins þ.á m. Dole. Hann sneri við blaðinu og á fimmtudag var GATT-samningurinn staðfestur endanlega í öldungadeild þingsins en áður Dole tekist að knýja fram breytingar sem myndu auðvelda Bandaríkjamönnum að ijúfa sam- komulagið fínnist þeim hallað á sig í alþjóðaviðskiptum. Þótt Dole hafi snúist bendir hátterni hans til þess að hann muni hafa sama háttinn á og undanfarin tvö ár þar sem hann beitti málþófí hvað eftir annað til að kæfa frumvörp demókrata í fæðingu. Vandasöm ár í vændum Næstu tvö ár verða vandasöm fyrir Dole. Hann gerir sér vonir um að verða næsta forsetaefni repúblikana og þarf því að halda rétt á spilunum. Hann má ekki vera of samvinnuþýður við Clinton því að það gæti aukið líkumar á því að hann verði endurkjörinn, en hann verður einnig að varast það að leggjast gegn öllum málum og hindra framgang þeirra. Dole, sem er fæddur 1923, var kosinn fulltrúadeildarþingmaður fyrir Kansas árið 1960 og árið 1968 var hann kosinn öldunga- deildarþingmaður. Richard Nixon gerði Dole að formanni landsnefndar Repúblik- anaflokksins árið 1971. Þegar Nixon var endurkjörinn forseti árið 1972 vildi hann hins vegar fá einhvern blíðlyndari með meiri yfirstéttarsvip í starfið og skipti Dole út fyrir George Bush. Dole var varaforsetaefni Geralds Fords árið 1976 og árið 1980 sóttist hann eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs, en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Sagt er að Dole hafi ekki syrgt það mjög er Bush tapaði fyrir Clinton fyrir tveimur árum. Þegar Dole bauð sig fram gegn Bush í forkosningum repúblikana hamr- aði hann á því að andstæðingur sinn hefði verið sveipaður dýrðar- ljóma í flughemum í heimsstyij- öldinni síðari á meðan hann var hafður að skotskífu í landhemum. Tímaritið The New Yorker heldur því fram að fáir bandarísk- ir stjómmálmenn séu jafn meðvit- aðir um stétt sína. Fjölskylda Dole neyddist til að búa í kjallara húss síns svo hægt væri að leigja út efri hæðirnar. Dole varð fyrir sprengjubrotum í heimsstyijöld- inni og lá í þijú ár á sjúkrahúsi meðan hann var að jafna sig og beið þó aldrei fullar bætur. Sagt er að hann geti ekki hneppt skyrt- unni sinni án þess að fínna til sársauka en hægri hönd hans er nánast gagnslaus. Hörð lífsbarátta hefur sett mark sitt á Dole og kemur það oft fram í eitruðum skotum hans. Brandarar hans em allajafna með svipuðu sniði: „Ég hef góðar frétt- ir og slæmar fréttir að færa,“ sagði Dole þegar Clinton var kos- inn forseti. „Góðu fréttirnar eru að hann fær að njóta hveitibrauðs- daga í Washington. Slæmu frétt- irnar eru að hann verður undir mínu eftirliti á meðan.“ í aukahlutverkum verða ... Gingrich og Dole em ekki einu repúblikanamir sem kveða mun að á næstunni. Næstráðandi Gingrich í fulltrúadeildinni verður Richard Armey, þingmaður frá Texas. Armey er með doktorsgr- áðu í hagfræði, dýrkar Adam Smith og þykir standa lengra til hægri en Gingrich. Armey svaf á hermannabedda í leikfímisal full- trúadeildarinnar í spamaðarskyni og flutti fletið inn í skrifstofu sína þegar fundið var að þessu við hann. Tímaritið Newsweek segir svo frá að hann hafi lítt hugleitt feril í stjórnmálum þar til kvöld eitt árið 1985 er hann horfði á umræð- ur á þingi með konu sinni. „Elskan, þetta fólk hljómar eins og hópur af erkifíflum," varð Ar- mey að orði og svaraði kona hans að bragði: „Já, þetta gætir þú gert.“ Armey fór í framboð og sigraði öllum að óvörum. Hann fékk 77 prósent atkvæða þegar hann var endurkjörinn 8. nóvember. Armey kvaðst ekki hafa tíma til að leita hefnda gegn demókrötum eftir sigur repúblikana og hann hefur sagt að ekki hafi verið viðeigandi að líkja Hillary Clinton við Karl Marx. Repúblikanarnir í öldungadeild- inni eru öllu litríkari. Þar ber fyrstan að telja Jesse Helms frá Norður Karolínu, sem komst ær- lega í fréttimar þegar dagblað í hans kjördæmi birti ummæli þess efnis að Clinton væri svo illa lið- inn í hemum að líf hans yrði í hættu ef hann léti sjá sig í her- stöð í Norður Karolínu. Demó- kratar sögðu að ummæli Helms jöfnuðust við á morðhótun gegn forsetanum og ekki.bætti úrgkák að þau birtust 22. nóvember, sama dag og John F. Kennedy var skotinn í Dallas árið 1963. Helms mun taka við for- mennsku í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í janúar. Hann hefur verið yfirlýsingaglað- ur undanfarnar vikur; hvatt til þess að GATT umræðum yrði frestað til næsta árs, eggjað til innrásar á Kúbu og lagst gegn því að bandarískir hermenn verði í friðargæslusveitum í Gólan-hæð- um. Dagblaðið The New York Tim- es sagði nýlega að „skuggi Helms" hvíldi yfir friðarumleitun- um fyrir botni Miðjarðarhafs og í leiðara daginn eftir voru um- mæli hans um Clinton gerð að umtalsefni með þeim orðum að Helms væri orðinn „til trafala um allan heim“. Helms hefur aldrei farið troðn- ar slóðir þau 22 ár, sem hann hefur setið á þingi. Hann hefur háð harðvítuga baráttu gegn kommúnistum utanlands og fijálslyndi innanlands. Hommar eru eitur í hans beinum og um konu eina, sem tilnefnd var til embættis í stjóm Clintons, sagði hann að hun væri „engin venjuleg lesbía, heldur herská, fram- kvæmdasöm, illvíg lesbía“, sem ekkert erindi ætti í embætti. Helms sér hvarvetna végið að kristilegu siðgæði og reynir lítið að tempra skoðanir sínar. Hótanir D’Amato Sömu sögu er að segja af Al- fonse D’Amato, öldungadeildar- þingmanni frá New York. D’A- mato á í vændum formennsku í bankanefnd öldungadeildarinnar og mun hann hafa rannsókn Whitewater málsins með höndum. Búast má við því að hann muni einskis láta ófreistað til að þyrla upp moldviðri í þeirri von að hægt verði að hanka Clinton fyrir mis- ferli í sambandi við fasteignavið- skipti sín i Whitewater. „Við ætlum að komast til botn í þessu máli,“ sagði D’Amato dag- inn eftir kosningar. D’Amato er sjálfur ekki barnanna bestur. Hann hlaut vítur siðanefndar þingsins árið 1991 fyrir að leyfa bróður sínum afnot af skrifstofu sinni meðan hann gekk erinda verktaka fyrir herinn. Hann hefur einnig verið vændur um að vera handgenginn mafíunni. Ef eitthvað mun stöðva D’A- mato eru það flokksbræður hans. Whitewater-málið er flókið og hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Langar yfírheyrslur vegna Whitewater eru ekki Iíklegar til að afla repú- blikönum vinsælda og þær gætu staðið í vegi fyrir öðrum stefnu- málum þeirra á þingi. Repúblikanarnir eru mislit hjörð, en hugmyndafræðingurinn er Gingrich. Stefnuskrá repúblik- ana um að skerða framlög til fé- lagsmála, taka á vanda einstæðra mæðra og takmarka þingsetu ein- stakra stjórnmálamanna er tekin úr kosningaplaggi, er nefndist Sáttmáli við Bandaríkin, og minnir um margt á fyrsta repú- blikanann í forsetastóli eftir að Gingrich komst á þing. „Þetta er Reaganismi án Reag- ans og án mannbætandi dyggða hans blíða persónuleika," sagði Mario Cuomo, sem var fórnarlamb repúblikana í ríkisstjórnarkosn- ingunum í New York, samtali við fréttastofuna AP í vikunni. „Þetta er Reaganismi með fúkyrðum og reiði... Liðið í fulltrúadeildinni er eins konar stormsveitir repú- blikana." Drottning sættist við Manchest- erbúa Manchester. The Daily Telegraph. ELÍSABET Bretadrottning heimsótti borgina Manchester á fimmtudag til að bæta samskiptin við borgarbúa. Það vakti mikla athygli er haft var eftir Bretadrottningu, meðan á opinberri heimsókn hennar í Rúss- landi stóð í október, að Manchester væri „óskemmtilegur staður". Emb- ættismenn konungshallarinnar hafa ávallt haldið þvi fram að ummælin hafi verið ranglega höfð eftir drottn- ingu en hún átti að hafa láti þau falla í léttu spjalli við ungan háskóla- nema í Pétursborg. Margir íbúar Manchester móðguð- ust þrátt fyrir það og því varð að skipuleggja heimsóknina með sömu diplómatísku nákvæmni og við- kvæma opinbera heimsókn til erlends ríkis. Er hún talið hafa heppnast mjög vel og að allir borgarbúar hafi tekið drottningu sína í sátt á ný. Það vakti athygli að Bretadrottn- ing vísaði beint til blaðaskrifanna í ræðu sem hún hélt. „Ef sú er raunin að einhver ykkar hafa trúað ákveðn- um nýlegum blaðaskrifum þá vil ég láta ykkur vita ég hef hlakkað mjög til að heimsækja Manchester. íbúar Manchester hafa ávallt tekið einstak- lega hlýlega á móti okkur,“ sagði Elísabet. -----»-♦ ♦------ Svín sem líffæragjafar Svínastíur við sjúkrahús í náinni framtíð? Kaupmannahöfn. Morgnnblaöiö. SÆNSKIR læknar, sem hafa notað svínalíffæri í menn, spá því að eftir tíu til fimmtán ár verði svínalíffæri og önnur dýralíffæri notuð í sjúklinga í stað líffæra úr mönnum. Þar með verði rökrétt að sjúkrahús komi sér upp svínarækt til að sjá fyrir þörfun- um. Þetta kom fram á þingi sænsku læknasamtakanna í vikunni. Framboð á líffærum úr mönnum er miklu minna en þörfin og því er óspart leita nýrra leiða. Ýmis dýralíf- færi hafa verið athuguð, en svínin virðast gefa besta niðurstöðu, auk þess sem ódýrt er og einfalt að rækta þau. I Svíþjóð hafa verið gerðar til- raunir til að nota líffæri úr svínum og hafa þær gefið góða raun að því er segir í frétt „Svenska Dagbladet" af læknaþinginu. Meðal annars hafa verið fluttar frumur úr svínafóstrum í sykursýkissjúklinga til að sjá þeim fyrir insúlíni. Læknar, sem vinna á þessu sviði álíta því eðlilegt að í náinni framtíð komi sjúkrahús sér upp svínarækt til að geta nálgast svínalíffæri eftir þörfum. -----»--» ♦----- Bandaríkin Minnsta atvinnu- leysi í 4 ár Washington. Reuter. ATVINNULEYSI dróst verulega saman í Bandaríkjunum í nóvemb- ermánuði og hefur ekki verið minna í fjögur ár. Bandaríska vinnumálaráðuneytið sagði að atvinnuleysi hefði mælst 5,6% í síðasta mánuði úr 5,8% í októ- ber. Ekki hefur mælst minna at- vinnuleysi frá því í ágúst 1990. Mikil uppsveifla hefur verið í Bandaríkjunum undanfarið og hefur fíölgun atvinnutækifæra farið fram úr bjartsýnustu spám efnahagssér- fræðinga. Margir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar að þegar rætt sé um „fulla atvinnu” eigi að miða við 6%. Það séu þau mörk þar sem þrýstingur um launahækkanir fari að ýta undir verðbólgu. í (-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.