Morgunblaðið - 04.12.1994, Page 9

Morgunblaðið - 04.12.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR 5 þúsund sjónvörp í happdrætti FIMM þúsund sjónvörp eru á vinningaskrá Happdrættis DAS og er fyrsta sending þeirra kom- in. Þetta eru sjónvörp, sem Heimilistæki flytja inn fyrir happdrættið og er verðmæti þeirra 119.940.000 krónur, en hvert sjónvarpstæki, sem er 5,5 tommu, kostar tæplega 40 þús- und krónur. Dregið verður á miðvikudaginn kemur. Myndin er tekin, þegar starfsmenn Heimilistækja tóku tækin úr gámi, sem þau voru flutt í til landsins. Eldvarnardagur slökkviliðsmanna 50 þús. skóla- börn taka þátt Slökkviliðsmenn heimsækja 140 skóla á morgun UNDIR formerkjum „Eldvarnar- dags“ fyrsta mánudag í desember, sem að þessu sinni er á morgun, 5. desember, munu slökkviliðs- menn um land allt koma í skólana þann dag og ræða um eldvarnir við nemendur. Um er að ræða 140 grunnskóla, þar af 45 á höfuð- borgarsvæðinu, með tæplega 50 þúsund grunnskólabörnum og unglingum. Landssamband slökkviliðs- manna vekur athygli á því að á þessum árstíma er notkun opins elds, rafmagnstækja og annars búnaðar í hámarki, og af þeim sökum hafi hlotist bæði eldsvoðar og alvarleg slys. Hefur brunavarn- arátak Landssambánds slökkvil- iðsmanna miðað að því að hvetja til varkárni í umgengni við eld og jafnframt að huga að þeim búnaði sem mögulegt er að geti valdið íkveikju. Þá þurfi að gæta þess að hafa eldvarnarbúnað heimilis- ins í lagi, t.d. slökkvitæki, reyk- skynjara, eldvarnarteppi o.s.frv. Telja slökkviliðsmenn að þetta átak þeirra hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Eldvarnagetraun Jafnhliða ákveðinni umíjöllun um slysa- og eldættu mun umræð- an í skólunum á morgun byggja á eldvarnargetraun og vísbending- um um hvernig rétt megi standa að svari. Getraunin birtist í lands- málablöðunum og barnablöðum Morgunblaðsins og DV. Svörunum á að skila til Landssambands slökkviliðsmanna í pósthólf 4023 124 Reykjavík, en skilafrestur er til 6. janúar næstkomandi. Dregið verður 17. janúar og verða marg- vísleg verðlaun veitt. Brunavarnarátaki slökkviliðs- manna lýkur með sérstökum varn- aðarorðum og ábendingum sem birtast í landsmálablöðunum um jól og áramót. Alþjóðlegur LEO dagur á morgun ALþJÓðLEGUR Leodagur er hald- inn hátíðlegur 5. desember ár hvert og nota Leofélagar gjarnan daginn til að vekja athygli á Leostarfinu, einnig til námstefnuhalds, hátíða- halda eða til að sinna þjónustu- verkefnum. Fyrsti Leoklúbburinn var stofnaður í Pensylvaníu í Bandaríkjunum 5. desember 1957. í dag eru nálægt 5.000 Leoklúbbar í 122 löndum, með um 120 þúsund félagsmenn. LEO er unga fólkið í Lionshreyf- ingunni. Á Islandi eru starfandi tveir Leoklúbbar, einn í Reykjavík og annar á Suðurnesjum. Flestir félagarnir í klúbbunum á íslandi eru á aldrinum 16-20 ára. Fyrir- hugað er að stofna fleiri Leoklúbba á Islandi á næstunni. í Leoklúbbnum starfar ungt fólk sem hefur áhuga á félagsstarfi og eru tilbúið að axla ábyrgð. Auk þess að vinna að mannúðarmálum er lögð áhersla á að auka þekkingu og reynslu í félagsstörfum t.d. með þjálfun í ræðumennsku, fundar- stjórn og að skipuleggja verkefna- vinnu. Þannig er hægt að auka sjálfsöryggi, samstarfshæfileika og þjálfun til forystustarfa. Leo er félagsskapur sem hvetur til já- kvæðra lífsviðhorfa, segir í frétta- tilkynningu frá Lionshreyfingunni. Lögð er áhersla á þrjá mikil- væga þætti í Leostarfinu. Kjörorð- in felast í orðinu L E O: Forysta, reynsla og tækifæri (Ledership, Experience, Opportunity). Álþjóðleg samskipti Leoklúbba eru töluverð. Leonámstefnur eru haldnar á alþjóðaþingum Lions, einnig á Evrópu- og Norðurlanda- þingum. Á næsta Norðurlanda- þingi sem haldið verður í Dan- mörku í janúar nk. fara 4 íslensk- ir Leofélagar. Leofélagar taka einnig þátt í unglingaskiptum Li- ons og sérstökum Leobúðum. Þar gefst Leofélögum tækifæri 4 að kynnast, skiptast á skoðunum og reynslu og fræðast um Leo- og Lionsstarf. Margir Leoklúbbar eiga vinaklúbb (Twin Club) í öðrum löndum sem þeir skrifast á við og jafnvel heimsækja þeir hvor annan. Tilkynntum líkams- meiðingum hefur fjölgað TILKYNNTUM líkamsmeiðingum hefur fjölgað síðustu ár. Alvarleg- um líkamsmeiðingum, sem Rann- sóknarlögregla ríkisins rannsakar, hefur einnig fjölgað, eins og fram kom í blaðinu á föstudag. Vegna þeirrar fréttar hefur Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögreglujónn í Reykjavík, bent á að líkamsmeiðingum, sem tilkynntar séu lögreglunni í Reykjavik, hafi fjölgað síðustu ár. Það séu allar líkamsmeiðingar sem hljótist af hrindingum, ryskingum, slagsmálum og þaðan af alvarlegri átökum. Árið 1989 voru 380 líkamsmeið- ingar tilkynntar lögreglunni í Reykjavík, árið 1990 voru þær 454, 495 árið 1991, 498 árið 1992, 512 árið 1993 og til loka nóvemb- ermánaðar á þessu ári 496. Ómar segir að í yfirliti um lík- amsmeiðingar á íslandi síðustu ár, sem hann hafi tekið saman, komi fram að alvarlegum líkamsmeið- ingum hafi fækkað í Reykjavík en fjölgað á landsbyggðinni. - kjarni málsins! ■ Aðyentutilboð! ^^/olunum fylgir bakstur, þrif og uppþvottur. Við viljum létta þér störfin og bjóðum því þessi fjögur gæða-heimilistæki frá Siemens og Bosch á sérstöku tilboðsverði. Bakstursofn SIEMENS BOSCH MUM 4555EU Fjölvirkur Siemens baksturofn. Yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæði hvert sem litið er. Og verðið er einstakt. Tilboðsverð kr. 49.900 stgr. Ryksuga Fjölhæf Bosch hrærivél sem gegnir dyggu hlutverki á mörg þúsund íslenskum heimilum. Líklega mest selda hrærivélin á (slandi undanfarin ár. Blandari, hakkavél og grænmetis- kvörn fylgja með. Og verðið slær enginn út. Tilboðsverð kr. 17.900 stgr. Uppþvottavél Létt og lipur Siemens ryksuga sem auðveldar þér að halda híbýlunum hreinum. 1200 W, sjálfinndregin snúra, fylgihlutir geymdir I vél, hleðsluljós. Og þær gerast vart ódýrari. Tilboðsverð kr. 12.900 stgr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs ■ Borgarnes: Glitnir ■ Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur. Ásubúð • Isafjöröur. Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall • N/estmannaeyjar. Tréverk • Hvolsvöliur. Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Garðun Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljirðu endirrgu oggæði- Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Og Kttu á verðið. Tilboðsverð kr. 59.900 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.