Morgunblaðið - 04.12.1994, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirhugað safn um æskuár Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í heimaborg hans
Vilja njóta góðs
af Borja litla
Helstu safngripir tvær ljósmyndir og áritaðar
endurminningar rússneska forsetans
í BUTKA, afskekktum bæ í Síberíu
þar sem Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti er sagður borinn og bamfædd-
ur, hafa fáir nokkuð gott um hann
og umbótastefnu hans að segja,
ekki einu sinni ættingjar hans. En
einangraðir og snauðir bæjarbúar
hafa ekki í sig og á og vonast þeir
því til þess að geta grætt dálítið á
Boija litla, þrátt fyrir að hann virð-
ist hafa gleymt þeim eftir að hann
komst til æðstu metorða.
Að sögn bandaríska dagblaðsins
San Francisco Chronicle er ætlunin
að opna kaffíhús í bænum. íbúam-
ir em um 5.000 og við fyrstu sýn
er fátt að sjá sem kynni að heilla
ferðamenn, síst af öllu göturnar,
sem era eitt forarsvað og helst
hægt að komast um þær á dráttar-
vél. Butka er rúma 1.700 km vest-
ur af Moskvu og það tekur sex
klukkukstundir að komast með rútu
til héraðshöfuðborgarinnar Jekater-
ínuborgar, þ.e. ef vagninn gengur.
Pípulögn er aðeins á
einu af hveijum tíu heim-
ilum, flestir hita hús sín
með eldivið. Gamla fólkið
kvartar yfir því að það
hafí ekki efni á því að
borða neitt nema brauð,
að unga fólki geri hvað það geti
til að komast burt og að á þessu
ári hafi dauðsföll verið helmingi
fleiri en fæðingar, 52 á móti 26.
Nokkrir frammámenn í Butka
láta sig engu að síður dreyma um
hvemig megi bæta hag bæjarbúa.
Þeir hafa nú þegar safnað saman
nokkrum vænlegum sýningargrip-
um á safn um forsetann; Ijósmynd
af Jeltsín á tali við kúabændur er
hann var aðalritari Kommúnista-
flokksins í héraðinu, áritað eintak
af endurminningum Jeltsíns þar
sem hann riijar m.a. upp hina
„óbærilegu fátækt“ sem einkenndi
bamæsku hans í Butka, og nýlega
mynd af skólabörnum frá Butka
þar sem þau hafa stillt sér upp við
stól Jeltsíns í Kreml, sjálfur hafði
hann engan tíma til að hitta þau.
Þá getur einnig að líta sím-
skeyti frá forsetanum, þar sem
hann fellst á að verða heiðurssafn-
aðaröldungur í bæjarkirkjunni,
þrátt fyrir að efasemdir séu um
að hann hafí skrifað skeytið sjálf-
ur. Kirkjunni sem Jeltsín var skírð-
ur í var síðar breytt í kvikmynda-
hús en nú er verið að færa hana
til uppranalegrar myndar. Sjálfur
segir Jeltsín í endur-
minningum sínum að við
skírnina hafi drakkinn
presturinn misst hann
ofan í skírnarfontinn og
nærri því gleymt honum
þar.
Ekki fæddur í Butka
í samtali við San Francisco
Chronicle segir Valeríj Merkúríjev,
háttsettur embættismaður í Butka,
bæjarbúa hafa margt að sýna
ferðamönnum, enda sé Talitsa-
sýsla einnig fæðingarstaður Ní-
kolajs Kuznetsovs, vel þekkts liðs-
foringja úr heimsstyijöldinni síðari
og að í næstu sýslu hafi marskálk-
ur í sovéska hemum verið fæddur,
þrátt fyrir að hvorki Merkúríjev
né aðrir starfsmenn bæjarskrif-
stofunnar hafi getað rifjað upp
nafn hans.
Þá hefur 30 km vegur frá Butka
að höfuðstað sýslunnar verið hellu-
lagður en áður tók fimm tíma að
beijast eftir honum þegar foraðið
var sem mest. Það var gert eftir
að kalla þurfti til dráttarvél til að
draga glæsivagn Jeltsíns eftir for-
arsvaðinu er hann hugðist heim-
sækja ættingja sína í Butka.
Bæjarbúar viðurkenna vissulega
að enn séu ýmis ljón á veginum.
Jeltsín bjó t.d. aðeins fímm ár í
Butka, því faðir hans sem var
húsameistari varð að hald'a á brott
í hestvagni með fjölskylduna í leit
að vinnu. Og það sem verra er, í
ljós hefur komið að Jeltsín er ekki
fæddur í Butka, heldur í litlu þorpi
þar skammt frá. Bæjarbúar segj-
ast munu horfa fram hjá því, þar
sem Jeltsín segist í endurminning-
um sínujn vera fæddur í Butka og
þar við sitji.
Ósæmilegt safn?
Það sem gæti reynst erfiðast að
eiga við er afstaða bæjarbúa. Jafn-
vel þótt yfirvöld vonist til að safn
Reyndist ekki
hafa fæðst í
„fæðingar-
bænum“
Reuter
BORÍS Jeltsín leikur tennis í fríi á Krím. íbúar í Butka, þar sem
hann ólst upp, segja hann hafa gleymt æskustöðvunum og kunna
honum og innbótastefnunni litlar þakkir fyrir versnandi lífskjör.
Þeir ætla engu að síður að byggja safn tileinkað æskuárum forsetans.
myndi ýta undir efnahaginn, segj-
ast fæstir bæjarbúar hafa nokkra
ástæðu til að heiðra
Jeltsín. Margir minnast
móður hans með hlýju
en hún flutti aftur til
bæjarins þegar Jeltsin
var í skóla. Þeir benda
ennfremur stoltir á
barnaskólann og matvöraverslun-
ina sem faðir Jeltsíns byggði. Jelts-
ín er eingöngu þökkuð bygging lít-
ils sjúkrahúss, en hann fyrirskipaði
bygginguna er hann var flokksleið-
togi í Jekaterínuborg.
Þeir segja hins vegar að störf
forsetans hafi ekki bætt neitt.
Laun á samyrkjubúun-
um hafi lækkað og lau-
nagreiðslur oft dregist
svo mánuðum skiptir.
Er forsetinn raunar
svo umdeildur að „Hér-
aðsnefnd um stuðning
við fyrsta rússneska forsetann“ er
klofin í afstöðu sinni. Formaðurinn
vill að byggt verði safn en aðrir
stjórnarmenn era andvígir því,
segja slíkt vera „ósæmilegt á með-
an forsetinn sé á lífi.“
Drukkinn
presturinn
missti hann
ofan í fontinn
HELMUT Kohl, kanslara Þýskalands, hefur barist fyrir því með
litlum árangri hingað til að þýskan verði þriðjaopinbera
tungumálið í Evrópusambandinu.
Þýskan aftur á sig-
urbraut í Evrópu
Er tungumál framtíðarinnar í Norðurálfu,
segir virtur franskur málvísindamaður
Bonn. The Daily Telegraph.
ÞÝSK tunga og þýskunám eru aftur
farin að sækja í sig veðrið utan
landamæra Þýskalands eftir áhuga-
leysi og afturför um áratugaskeið.
Hefur vaxandi styrkur Þjóðveija í
efnahagsmálum og á alþjóðavett-
vangi ýtt undir þessa þróun og flók-
in setningafræði þýskunnar er enn
einu sinni orðin höfuðverkur skóla-
fólks og kaupsýslumanna um alla
Evrópu.
Mikill áhugi í austurvegi
Áhugi á þýskunámi jókst mikið
eftir sameiningu þýsku ríkjanna og
Göthe-stofnunin áætlar, að nú leggi
19 milljónir manna stund á það um
allan heim. Þar af era tveir
þriðju í Austur-Evrópu og
Sovétríkjunum fyrrver-
andi. Segir talsmaður
stofnunarinnar, að fyrir
sameininguna 1990 hafí
þýskunemar eriendis verið
um 15 milljónir og farið
fækkandi um langt skeið, einkum í
Sovétríkjunum þar sem þýsku-
kennsla hafi sums staðar verið lögð
niður.
í Sovétríkjunum fyrrverandi eru
níu milljónir manna við þýskunám,
þar af sjö í Rússlandi, en í Austur-
Evrópu er áhuginn mestur í Tékk-
landi og Slóvakíu þar sem helmingur
allra nemenda er að læra málið. í
Ungveijalandi er hlutfallið 46% og
35% í Póllandi. Eru þetta góð tíðindi
fyrir Helmut Kohl kanslara en hann
hefur barist fyrir því með litlum
árangri hingað til að þýskan verði
þriðja opinbera tungumálið í Evrópu-
sambandinu auk ensku og frönsku.
Sama staða og fyrir 800 árum
Ef þýskumælandi menn í Luxem-
borg, Belgíu og Elsass eða Alsace í
Frakklandi era taldir saman ásamt
átta milljónum Austurríkismanna,
sem ganga í Evrópusam-
bandið um áramót, þá
verða brátt 100 milljónir
þýskumælandi manna inn-
an sambandsins á móti 60
milljónum, sem eiga ensku
að móðurmáli. Claude
Hagege, einn fremsti mál-
vísindamaður Frakka, segir, að þýsk-
an sé tungumál framtíðarinnar:
„Franskir námsmenn ættu að læra
hana sem sitt fyrsta erlenda mál,
enskunni er ofaukið."
Hagege segir, að staðan í Mið-
og Austur-Evrópu sé að verða aftur
eins og hún var fyrir 800 árum þeg-
ar Hansasambandið teygði anga sína
í austurveg og kynnti Slövum hina
þýsku tungu. „Þýskan hefur lagt að
velli 15 slavneskar tungur,“ segir
Hagege í bók sinni „Tungumálafjöld-
inn“. „Jafnvel þótt síðari heimsstyij-
öldin og nasistar hafi skaðað orðstír
hennar er hún aftur að verða drottn-
andi í Mið-Evrópu.“
Bandaríski rithöfundurinn og háð-
fuglinn Mark Twain hefði haft
nokkrar áhyggjur af þessari þróun.
Honum fannst þýskan svo erfið, að
hann lagði til, að hún yrði flokkuð
með dauðum tungumálum „vegna
þess, að aðeins hinir dauðu hafa tíma
til að læra hana. Sagnorðin eiga
nógu erfitt uppdráttar í þessum
heimi þótt þau fái að hanga saman
og því er það beinlínis ómanneskju-
legt að slíta þau í sundur. Það er
þó einmitt það, sem Þjóðvetjar gera,“
sagði Twain í ræðu í New York um
aldamótin. „Þeir taka hluta af sögn
og stinga henni niður eins og mæli-
stiku og svo taka þeir hinn helming-
inn og stinga henni niður einhvers
staðar langt í burtu. Inn á milli
moka þeir síðan þýskum orðum.“
„Aðeins hinir
dauðu hafa
tíma til að
læra þýsku“