Morgunblaðið - 04.12.1994, Page 22

Morgunblaðið - 04.12.1994, Page 22
22 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson RUNÓLFUR GÍSLASON, forstöðumaður verndaðs vinnustaðar í Vestmannaeyjum. KERTALJOS í TILVERUNNI vœaamarviHNuiiF ÁSUNNUDEGI ►RUNÓLFUR Gíslason, betur þekktur í Eyjum sem Runi á Hvanneyri, er fæddur í Vestmannaeyjum 1950. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá bóknámsdeild Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1967. Runólfur starfaði lengi í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sig- urðssonar, meðal annars sem löggiltur vigtarmaður. Hann var ráðinn starfsleiðbeinandi hjá kertaverksmiðjunni Heimaey, sem er verndaður vinnustaður í Vestmannaeyjum, í september 1991 og skipaður forstöðumaður í júní 1993. eftir Guðna Einorsson að var jólalegt um að litast í kertaverksmiðjunni Heimaey í Vestmanna- eyjum þegar blaðamaður og Ijósmyndari komu þar í heimsókn í nóvember. Verið var að steypa knallrauð jólakerti og pakka inn hvítum kubbakertum. í loftinu lá hlýr vaxilmur og kertasteypuvélin másaði og púaði meðan hverri kertasyrpunni af annarri var difíð í bráðið vaxið. Runólfur Gíslason forstöðumaður leiddi okkur um sali kertaverksmiðjunnar og fræddi um hvernig jólaljósin verða til. Verndaður vinnustaður í haust voru tíu ár frá því að starfsemi hófst í kertaverksmiðj- unni Heimaey. Nokkru lengra er þó liðið frá því að undirbúningur hófst að stofnun verndaðs vinnu- staðar í Vestmannaeyjum. Vernd- aður vinnustaður merkir að þar er sköpuð starfsaðstaða fyrir þá sem vegna skertrar starfsgetu eiga óhægt með að stunda vinnu á al- mennum vinnumarkaði. Fyrsti fundur stjórnar verndaða vinnu- staðarins í Eyjum var haldinn 3. maí 1981. Hafíst var handa við húsbyggingu og leit hófst að hent- ugri starfsemi ti! að hafa í húsinu. Ýmislegt var athugað, svo sem sælgætisframleiðsla og saumaskap- ur. Eftir talsverða yfírvegun var var tekin ákvörðun um að setja upp kertaverksmiðju og var Bjarni Jón- asson ráðinn framkvæmdastjóri. Tæki voru keypt notuð frá Dan- mörku og hófst kertaframleiðslan 6. september 1984. Fljótlega komst sú skipan á að skipta vinnudeginum í tvær fjög- urra tíma vaktir og gildir hún enn í dag. Laun hinna fötluðu nema 80% af tímakaupi verkafólks. Stjómend- ur þiggja laun eftir launakerfi opin- berra starfsmanna. Nú vinnur 21 starfsmaður á vinnustaðnum, þar af eru 17 með skerta starfsgetu. Forstöðumaður og einn starfsleið- beinandi eru í fullu starfí, auk þess eru starfsleiðbeinandi og meðferð- arfulltrúi í hálfu starfí hvor. Að sögn Runólfs fá flestir vinnu hjá Heimaey sem eftir henni leita og eru 75% öryrkjar. Nú er fremur yfirmannað en þrír starfsmenn hætta um áramót vegna aldurs. Verndaði vinnustaðurinn í Eyjum laut fyrstu árin stjórn heimamanna en þegar lögum um málefni fatl- aðra var breytt 1992 féll hann und- ir Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra á Suðurlandi sem er staðsett á Selfossi. Svæðisstjóri er Eggert Jóhannesson. Við þessa tilfærslu urðu nokkrar breytingar á starfí forstöðumanns kertaverksmiðjunn- ar að sögn Runólfs. Auk daglegrar stjórnunar annast hann gerð launa- skýrslna og forvinnu bókhalds sem síðan er fært hjá Ríkisbókhaldi. Stuðningxir og samkeppni Verndaði vinnustaðurinn í Vest- mannaeyjum er í eigu hins opinbera og stjórnendur eru ríkisstarfsmenn. Runólfur segir að ríkissjóður greiði laun stjórnenda og að auki 1400 þúsund krónur á ári upp í launa- kostnað annarra starfsmanna. Til samanburðar má geta þess að í október voru útborguð laun al- mennra starfsmanna hjá Heimaey 462 þúsund krónur. Runólfur segir að þótt vinnustað- urinn njóti stuðnings hins opinbera, þá lifí hann fyrst og fremst af kerta- framleiðslunni. „Við erum í bullandi samkeppni við innflutning,“ segir Runólfur. „Mér finnst vanta á að fólk hafí það hugarfar að velja held- ur íslenskt, - ekki síst þegar um er að ræða vöru frá vernduðum vinnustað. Með því eru fatlaðir studdir til sjálfsbjargar. Það væri ósköp einfalt að segja öllum upp og fara að flytja inn kerti, eins og hinir kertasalarnir. En þá gleymd- um við þeim sem hér fá vinnu.“ Runólfur segir að hráefnið og vinnulaun séu stærstu kostnaðarlið- irnir. Ársvelta fyrirtækisins hefur verið nokkuð rokkandi undanfarin ár og hefur það einkum ráðist af þeim verkefnum sem vinnustaður- inn hefur fengið í viðbót við kerta- gerðina. Árið 1991 var veltan til dæmis 12 milljónir en 8 í fyrra. Þrátt fyrir stuðning hins opinbera segir Runólfur erfitt að láta enda ná saman í rekstrinum. Yfir 100 vöruflokkar . Að sögn Runólfs er Heimaey eina innlenda kertaverksmiðjan sem eitthvað kveður að um þessar mundir. Heimaey framleiðir yfir 100 vöruflokka, bæði dýfð kerti og steypt. Árlega eru notuð til fram- leiðslunnar um 50 tonn af parafíni og um 15 tonn af ódýrara efni sem fer í útikerti. Árssalan hefur aftur á móti verið um og yfir 40 tonn af kertum. í dýfðu kertunum er um þtjár mismunandi lengdir að ræða, svo- nefnd hátíðar-, veislu- og kvöld- kerti. „Kvöldkertin hétu áður að- ventukerti, en við breyttum nafn- inu, því fólk hélt að það væri ekki hægt að kveikja á þeim nema á aðventunni," segir Runólfur. Kubbakertin eru steypt í fjórum lengdum. Þá eru framleidd útikerti, jólasveinakerti, lampakerti og frið- arkyndlar. Kertin eru framleidd í alls 15 staðallitum og segir Runólf- ur að vinsældir litanna séu talsvert árstíðabundnar. Nú á haustmánuð- um er áherslan lögð á að framleiða jólalitina, hvítt og rautt, enda reynsla fengin af því að þau kerti njóta mestra vinsælda um hátíðirn- ar. Á aðventunni vill fólk einnig fá fjólublá kerti og fyrir páskana selj- ast þau gulu. Runólfur segir yngra fólk sýna meiri dirfsku í litavalinu en það eldra og nefnir því til sönn- unar vaxandi sölu í nýjustu litunum, dökkbláum og dökkgrænum. Útikertin vinsæl Mikil aukning hefur verið á sölu útikerta. í fyrra seldust um 24 þúsund útikerti og er gert ráð fyrir að um 30 þúsund seljist nú. Heima- ey hefur framleitt friðarkerti fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og pant- anirnar hafa stækkað ár frá ári. Runólfur lýsti sérstakri ánægju sinni með samstarfið við Hjálpar- stofnun og sagði það á allan hátt hafa verið lyftistöng fyrir verndaða vinnustaðinn. Pantanir hafa borist með góðum fyrirvara og því hægt að framleiða friðarkertin utan mesta annatímans. „Við höfum lagt metnað okkar í að hafa þetta góð kerti," segir Runólfur. „Útikertin og friðarkertin eru steypt úr vaxi sem við flytjum sérstaklega inn til að nota í útikerti. Friðarkertin eru steypt í blikkdósir sem Hjálpar- stofnun leggur okkur til. Við fáum einnig frá þeim merkimiða, sem límdir em á dósirnar." Jólasveinakerti hafa verið steypt og handmáluð hjá Heimaey. Nú er verið að þróa minjagripi úr kerta- vaxi sem tengjast Vestmannaeyj- um. Runólfur dró upp frumgerð af glæsilegu lundakerti sem vafalaust verður bæði vinsælt hjá ferðamönn- um og í úteyjakofum. Reiknað er með að framleiðsla hefjist fyrir næstu ferðamannavertíð. Þessi nýj- ung gæti orðið til að örva kertasöl- una á þeim árstíma sem fæstum dettur í hug að tendra kertaljós. Fjöldi vöruflokkanna gerir að verkum að lagerhald er mikið. Vörugeymslan verður of lítil þegar dregur að jólum og til dæmis fylltu útikertin 40 feta vörugám fyrir utan verksmiðjuna. Loga lengi Heimaeyjarkertin hafa verið auglýst undir slagorðinu Loga lengi - leka ekki. Runólfur segir að þetta sé ekki innantómur söluáróður heldur hafi brennslutími kertanna verið kannaður sérstaklega. Nú er settur merkimiði á pokana þar sem vakin er athygli á þessu. Runólfur tekur dæmi af innfluttri kertateg- und sem er svipuð hátíðarkertum Heimaeyjar. Hann segir að inn- fluttu kertin hafi logað í 9 tíma en Heimaeyjarkertin gert gott betur og logað í 12 tíma. „Við erum reyndar aðeins dýrari en innflutn- ingurinn, en kertin okkar loga líka lengur,“ segir Runólfur. Vaxandi sala Eins og vænta má er skammdeg- ið og jólin aðalsölutími kerta. Run- ólfur telur að Heimaey hafi milli 10% og 15% af kertasölu hér á landi. Hann segir að yfir 80% árs- sölunnar fari fram í október og nóvember. Þegar líður á desember dregur úr sölunni því þá eru versl- anirnar að mestu búnar að birgja sig upp af kertum. Hans Petersen hf. tók við sölu og dreifíngu Heimaeyjarkertanna um síðustu páska. Að sögn Runólfs hefur höfuðborgarsvæðið verið aðal markaður kertanna, en unnið hefur verið að því að auka dreifinguna út urh landið. Hann er ánægður með þetta samstarf og telur söluna vera talsvert að aukast. Þannig var salan í nýliðnum október helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra. „Mér sýnist stefna í það sama með nóvember," segir Runólfur. „Við höfum gert betur en að halda okk- ar hlut á markaðinum." Þótt Vestmannaeyjar séu fjarri aðal markaðssvæðinu og um sjóveg að fara segir Runólfur afgreiðslu kertanna til umboðsaðilans í Reykjavík mjög greiða. „Okkur eru sendar pantanir í símbréfi. Pantan- irnar eru teknar til samdægurs og settar í vöruflutningabíl sem fer með Heijólfi daginn eftir. Varan er því komin til dreifingaraðilans í Reykjavík síðdegis daginn eftir að hún er pöntuð." Um tíma voru Heimaeyjarkerti framleidd fyrir Svíþjóðarmarkað. Meðal annars voru þau seld þar til sænsku hirðarinnar og þóttu sóma sér vel í konungsranni. Runólfur seg- ir að sænski kaupandinn hafí pantað kertin í sérblönduðum litum en pant- animar ekki reynst nógu stórar. Mikil rýmun varð á hráefninu og þessi framleiðsla borgaði sig ekki. Sjóveiki og skreiðarpokar Árstíðasveiflur em í kertasölunni og því er tekið fegins hendi öðrum verkefnum til að nýta aðstöðu og vinnuafl hjá Heimaey. Nú hefur verndaði vinnustaðurinn fengið það verkefni að hefta saman öskjur úr vaxbornum pappa fyrir Heijólf. Þessar kirnur þekkja sjóveikir far- þegar Heijólfs af illri reynslu og vildu ábyggilega fæstir neitt af þeim vita. Runólfur sér þó aðeins jákvæðar hliðar á þessu máli og segir að nú geti farþegar Hetjólfs orðið sjóveikir með góðri samvisku, því hver dallur efli starfsemina og styrki gott málefni! Runólfur segir ýmis önnur verk- efni til skoðunar. Þannig hafa verið gerðar tilraunir með körfugerð og segir Runólfur líklegt að sú fram- leiðsla eigi eftir að verða fastur lið- ur í starfseminni. Yerndaði vinnustaðurinn hefur einnig fengið það verkefni að sauma strigapoka undir skreiðar- hausa. Vinnnslustöðin hf. í Eyjum hefur keypt allt að fjögur þúsund skreiðarpoka á ári. Þegar mest hef- ur verið að gera í skreiðarpokunum vinna tveir starfsmenn á hvorri vakt við saumaskapinn. Þessi fram- leiðsla er þó sveiflukennd og fer eftir markaðsaðstæðum á skreiðar- mörkuðum hveiju sinni. I I \ ) I \ \ \ í í I > í ! I !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.