Morgunblaðið - 04.12.1994, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐUR
RAGNARSSON
+ Þórður Ragn-
arsson fæddist
í Reykjavík 24.
nóvember 1936.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík
hinn 21. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar Þórðar voru
hjónin Margrét
Þorvarðardóttir og
Ragnar Þórðarson
sem lengi var stýri-
maður á togurun-
um Röðli og síðar
starfsmaður í
Áburðarverk-
smiðju ríkisins. Þau eru bæði
látin. Þórður var elstur tjög-
urra systkina. Næstelst er Jó-
hanna, sjúkraliði, þá Ragnar
Þorsteinn, tölfræðingur, og
yngstur Birgir, skipatækni-
fræðingur. Þórður kvæntist
Inge Jensen frá Álaborg í Dan-
mörku og eignuðust þau þrjú
börn, Ragnar, Evu og Þorstein.
Þau búa nú í Álaborg. Þórður
og Inge slitu samvistum. Þórð-
ur kvæntist síðar Guðrúnu
Jensdóttur. Þau slitu samvist-
um eftir stutta sambúð. Þriðja
eiginkona Þórðar var Sigríður
Tryggvadóttir. Þau slitum
samvistum. Utför Þórðar fer
fram frá Fossvogskapellu á
morgun.
ÞEGAR hringt var í mig og mér
tjáð að vinur minn Þórður Ragn-
arsson væri látinn var mér brugð-
ið. Ekki voru liðnir nema nokkrir
dagar frá því Þórður hringdi í mig
og við töluðum saman um heima
og geima. Hann sagði mér meðal
annars að hann væri að hugsa um
að flytja til Danmerk-
ur til að geta verið nær
bömunum sínum
þrem sem öll búa í
Álaborg. En svona er
lífið. Enginn ræður
sínum næturstað.
Þórður lærði vél-
smíði hjá vélsmiðjunni
Meitli en eigendur
hennar vora þeir Bjöm
Magnússon og Theó-
dór Guðmundsson,
báðir miklir völundar.
Verkstæði þetta sér-
hæfði sig í viðgerðum
og flutningum á
prentvélum. Eftir að Þórður lauk
námi vann hann áfram hjá Meitli
um nokkurt skeið. Hann rómaði
mjög yfirmenn sína, taldi sig hafa
lært mikið af þeim og menntunin
nýst sér vel þegar út í lífið kom.
Þórður vildi læra meira, fór í Vél-
skóla íslands og útskrifaðist þaðan
með góðum vitnisburði enda var
hann góður námsmaður.
Eftir námið í Vélskólanum réðst
Þórður sem vélstjóri til Eimskip-
afélags íslands og fleiri skipafé-
laga. Eftir að hafa verið nokkur
ár á sjónum kom Þórður í land og
fór þá að vinna í Álverinu í
Straumsvík. Einnig vann hann í
Stálsmiðjunni. Síðasta starf hans
var við afleysingar í Álverinu.
Þórður var hörkuduglegur til
vinnu, hafði gott verksvit og var
vandvirkur.
Á yngri árum stundaði Þórður
íþróttir í Knattspymufélaginu Vík-
ingi, bæði knattspyrnu og meira
þó handbolta. í handboltanum var
hann markvörður. Þórður var einn-
ig góður skákmaður þótt hann flík-
aði því lítt, en ég er viss um að
i-jnu
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 —■ sími 871960
-----------------r----------------------\
Opið hús - Háaleitisbraut 111, Rvík
Snyrtileg 122 fm íbúð á 4. hæð fyrir miðju ásamt 25 fm bílskúr. Bjart-
ar stofur með góðum suðursvölum. Mikið útsýni til norðurs og suðurs.
íbúðin er öll í góðu standi. Húsið nýmálað að utan. Verð 9,2 millj.
Möguleg skipti á stærri eign í sama hverfi.
Eignin verður til sýnis í dag kl. 14-17. Gunnar og Hrund sýna.
V___________ÞINGHOLT - 680666_____________J
LAUFÁS FASTEIGNASALA SlÐUMÚLA 17 Skipti mö( Sogavegur nýtt á skrá Hlýlegt og mikið endurnýjað einbýlishús, hæð og ris, ásamt stórum bílskúr. 3 svefn- herbergi, stór stofa (setustofa og borð- stofa), eldhús, bað, þvottahús og geymsla. Mjög stór og vel gróin lóð með verönd. juleg á góðri 3ja-4ra herbergja séríbúð.
LAUE\S FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 =812744 ^ ' F»x: 814419 ^ legt hús á í húsinu er um bílskú bært útsý Stærri íbi holi, eldhú in eru 2 s\ baði, eldh Þetta er e það besta Ártúnsholt Einstakt tækifæri - 2ja íbúða hús Vorum að fá í sölu óvenju vandað og glæsi- allra besta stað í Ártúnsholti. u 2 íbúðir: Önnur er ca 230 fm með innbyggð- r, hin er ca 120 fm með sérinngangi. Frá- ni vestur yfir borgina úr báðum íbúðunum. iðin er með 5 svefnherbergjum, 2 stofum, si, baði, þvottahúsi og geymslum. Minni íbúð- /efnherbergi (geta verið 3), 2 stórum stofum, úsi, þvottahúsi og geymslu. gn fyrir fjársterkan kaupanda sem vill aðeins . Eignaskipti möguleg.
MINNINGAR
hann hefði getað náð langt í skák-
íþróttinni ef hann hefði stundað
hana meira. Mannganginn lærði
hann af mömmu sinni sem var lið-
tæk skákkona enda oft teflt á
heimilinu.
Við Þórður kynntumst vel þegar
hann og Inge leigðu hjá okkur íbúð
í Litlagerði 6. Við þekktumst þó
fyrir því að Þórður var bróðursonur
konu minnar. Með okkur tókst vin-
átta sem aldrei brást. Við þökkum
Þórði samfylgdina, en eftir lifir
minningin um góðan dreng.
Ég og fj'ölskylda mín sendum
börnum Þórðar, systkinum hans
og öðrum ættingjum innilegustu
samúðarkveðjur okkar. Megi sá er
öllu ræður milda sorg þeirra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðmundur L. Þ.
Guðmundsson.
Kveðja til Þórðar
Ragnarssonar
Hann Daddi mágur minn er
dáinn. Ó, hve maðurinn með ljáinn
kemur manni alltaf í opna skjöldu.
Það er svo ótrúlega stutt bilið milli
lífs og dauða en samt er maður
aldrei undir dauðann búinn. Þó
vitum við svo vel að það er eðli
alls lífs að deyja að lokum.
Daddi minn. Jólin verða svolítið
öðru vísi núna þegar þú ert farinn.
Engar stríðnislegar athugasemdir
og hlátur yfir taflinu innan úr
stofu. Það verður hálf tómlegt við
matarborðið. Þú varst jafn sjálf-
sagður hluti jóladagsins og hangi-
kjötið á diskunum.
Þegar dauðinn heggur svona
nálægt manni minnir það mann
óþyrmilega á að taka engu sem
sjálfsögðum hlut. Lífið er ekkert
sjálfsagt og þaðan af síður ham-
ingjan. Það verður að hlúa að lífinu
sem manni er gefið, taka skrefin
af varkárni, vanda sig að lifa. Þá
er möguleiki að maður öðlist svo-
litla hamingju.
Kæri Daddi. Nú heldur þú þín
jól með æðri verum þar sem þján-
ing og áhyggjur eru ekki til. Ég
veit að þar fínnur sál þín hamingju
og frið.
Ég veit, minn ljúfur lifir
lausnarinn himnum á,
hann ræður öllu yfír,
einn heitir Jesús sá,
sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó
og mér svo aumum manni
eilíft líf víst til bjó.
(H.P.)
Nú kveð ég þig Daddi minn.
Guð veri með þér á eilífðarbraut-
um. Ég votta þeim samúð sem
syrgja.
Júlía Hannam.
-U Óli Kristinn
* Jónsson, verka-
maður, var fæddur
á Vopnafirði 26.
júní 1908. Hann lést
á Vistheimilinu
Seljahlíð hinn 25.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar Óla
voru Jón Ingfvar
Jónsson frá Vatns-
leysuströnd og
kona hans Þórunn
Jóhanna Óladóttir
frá Reyðarfirði. Óli
var annar í röð
fímm systkina. Hin
voru: Guðjón, f. 1907, lést á
fyrsta ári, Ingibjörg, f. 1909,
Þórhallur Ingvar, f. 1910, d.
1992, og Helga Jónína, f. 1913,
d. 1988. Óli Kristinn kvæntist
1947 Öldu Jónsdóttur og eign-
uðust þau eina dóttur, Hrafn-
hildi Kristínu, f. 1. október
1947. Hún er gift Vilmundi
Þór Gíslasyni og eiga þau þijú
börn, Laufeyju, f. 1968, Óla
Kristin, f. 1973, og Sævar Þór,
f. 1975. Laufey er í sambúð
með Hermanni Hinrikssyni og
eiga þau tvö börn, Hinrik Nik-
ulás, f. 1993, og Öldu Guð-
rúnu, f. 1994. Óli og Alda slitu
samvistir. Óli var í sambúð
með Ingibjörgu Ingimundar-
dóttur, f. 10. janúar 1918, d.
3. október 1994. Útför Óla
Kristins fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun.
MEÐ ÖRFÁUM orðum langar mig
að minnast föður míns, Óla Krist-
ins Jónssonar.
Pabbi var alltaf góður faðir og
traustur vinur. Hann studdi okkur
hjón alla tíð og var góður afí og
hvers manns hugljúfí. Alltaf gat
ég leitað til pabba þegar á bjátaði.
Ég minnist jóla í bemsku, allir
vinir mínir og ættingjar þurftu að
fá pakka á jólum. Alveg var sama
þó ég væri í vondu skapi og óstýri-
-lát, aldrei skipti pabbi skapi og
hafði einstakt lag á að fá mig til
að vera káta. Ég þakka pabba
farinn veg með þessum ljóðlínum:
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans, Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Hönd þín, Drottinn, hlífí mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína' ég glaður kyssi.
(H.P.)
Hrafnhildur Kristín.
Nú verður elsku-
legur afi okkar borinn
til grafar á morgun.
Það verður erfitt að
fá aldrei að sjá hann
aftur, en við eigum
góðar minningar um
hann og við munum
aldrei gleyma honum.
Hann var góður afí
og kom til okkar um
helgar þegar við vor-
um lítil eða að við
fórum til hans. Um
helgar átti ég oft góð-
ar stundir með afa á
Ásvallagötunni og
reyndi sem oftast að vera hjá hon-
um.
Hann vann í Bæjarútgerðinni í
Reykjavík við Meistaravelli í 30
ár og hann var dugmikill til vinnu.
Hann hefur eflaust kennt mörgum
handtökin við fískinn, hvort sem
var að fletja, salta eða annað.
Afí bjó með Ingibjörgu Ingi-
mundardóttur sem ég kallaði alltaf
Imbu ömmu. Hún lést í byijun
október sl. og seinustu árin reyndi
hann að annast hana í veikindum
hennar, þótt hann væri orðinn
hálfblindur sjálfur. Þegar Imba
amma komst inn dvalarheimilið á
Blesastöðum fluttist afí í Seljahlíð.
Amma var orðin það veik að hann
gat ekki lengur annast hana. Hann
spurði samt um hana og reyndi
að heimsækja hana þegar heilsa
hans leyfði.
Þegar Hinrik Nikulás, bama-
barnabarnið hans, fæddist gladdi
það hann mikið og ári seinna
fæddist Alda Guðrún. Þau voru
hans sólargeislar síðustu árin.
Við eigum eftir að sakna hans
afa mjög mikið en við vitum að
honum líður vel og er laus við all-
ar þjáningar. Núna er hann kom-
inn á góðan stað þar sem honum
hefur verið tekið opnum örmum.
Elsku afí, við systkinin viljum
þakka þér allar góðu stundirnar
og það að hafa verið afi okkar.
Við vitum að þú munt alltaf vera
meðal okkar.
Að lokum viljum við þakka
starfsfólki Seljahlíðar fyrir frá-
bæra umönnun.
Blessuð sé minning þín.
Barnabörnin Laufey, Óli
Kristinn og Sævar Þór.
Úti er þetta ævintýr.
Yfir skuggum kvöidið býr.
Vorsins glóð á dagsins vönpm dvin.
Þögnin verður þung og löng
þeim, sem unnu glöðum söng
og trúað hafa sumarlangt á sól og vín.
OLIKRISTINN
JÓNSSON
pVerð áður kr«. 39:900 stpr. c- q r.»
SamsungSF-40 <y
filvalið faxtæki vj o
fyrir Ijaimili og o
fyyiríækiA ^ q 0
Fullkominn ^ %
fúxskynjarj oéb 0 „
0 Vorð #ur kív 56.90p.stgr
Samsung SF+2250
.. fullk&miöríaxtaeki .1 Q
hlaöi^ eiginleiki/m-i
csqm nýtast ]/el.Q
ti ^ í
9 9
ZH C’Jj
5* □ t>
j o 'pvsvmwniiDpo Kr. asös
1> a n 1> fl f1
ö ^ o Dytcom 398S
D Sími með neon Ijósi.
,2 Ejósið logar stöðtígt
o p ,eða blikkar þfgai
j o í+. i~. stmmn hrmgir..
Kj , Kj . ... ttj
r
G tt"~s ^ Q * 'v i* ^ 4 ''2' 1 'J H 9 G 1 Ö 9 oVerð'áður kr. 4.090,stgr.
0 3 0 SíjéfmkepY % c ftlMeisfið