Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 35
FRÉTTIR
Námí
fjöl-
skyldu-
meðferð
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla Íslands og ráðgjafar- og
fræðsluþjónustan Tengsl sf. standa
í sameiningu að tveggja ára námi
í fjölskyldumeðferð sem hefst í jan-
úar á næsta ári.
Námið er skipulagt í samstarfi
við Institut för Familjeterapi í
Gautaborg og er ætlað fagfólki í
félagsmála- og heilbrigðisþjónustu.
Miðað er við að fólk geti stundað
það samhliða starfi. Kenndar verða
420 klst. á tveimur árum og verður
tekið mið af aðstæðum, menningu
og sérstöðu íslensku fjölskyldunnar.
Með verkefnavinnu samsvarar
námsvinnan 18 eininga námi á há-
skólastigi. Skilyrði fyrir þátttöku
er a.m.k. þriggja ára grunnnám í
meðferðarfræðum, þriggja til fimm
ára reynsla á sviði meðferðarstarfa,
möguleikar til að vinna með fjöl-
skyldur í daglegu starfi, samþykki
yfirmanns til að nota efnivið úr
starfi við námið og samþykki til að
stunda námið að hluta í vinnutíma.
Aðalkennarar eru Nanna K. Sig-
urðardóttir MSW og fil. dr. Sigrún
Júlíusdóttir frá Tengslum sf., viður-
kenndum meðferðaraðilum á sviði
fjölskyldumeðferðar. Gestakennar-
ar verða Kristín Gústavsdóttir og
Karl Gustaf Piltz frá Institut för
Familjeterapi í Gautaborg. Hvert
misseri kostar 65.000 kr.
Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fást á skrifstofu Endur-
menntunarstofnunar.
----» ♦ ---
Háskóla-
fyrirlestur
ERIK Skyum-Nielsen, lektor í
dönsku í heimspekideild Háskóla
íslands, flytur opinberan fyrirlestur
á vegum deildarinnar miðvikudag-
inn 7. desember kl. 17.15 í stofu
101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist „Novellen
som genre i Danmark i dag“. Þar
er því lýst í megindráttum hvernig
smásögur og aðrar stuttar frásagn-
ir hafa þróast í Danmörku frá því
um 1980. Litið verður á efnið frá
sjónarhóli bókmenntasögu og kenn-
inga um bókmenntategundir. Dreift
verður bókaskrá ásamt textadæm-
um.
Erik Skyum-Nielsen (f. 1952) er
agister í dönsku frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1974 og var danskur
1978. Hann hefur nú aftur starfað
sem danskur lektor við háskólann
þetta misseri en er senn á förum.
Erik Skyum-Nielsen er þekktur
bókmenntagagnrýnandi í Dan-
mörku og hefur unnið mikið starf
við að þýða og kynna íslenskar
bókmenntir þar í landi. Hann hefur
einnig kennt við Kaupmannahafn-
arháskóla og birt rannsóknir á
dönskum nútímabókmenntum.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
dönsku og er öllum opinn.
SAMmí
samwá
Athugið að Sambíólínan hefur fengið nýtt símanúmer 99619599
Takið þátt í fjölskylduleik á Sambíólínunni 99519699 þar sem 10 heppnum fjölskyldum verður boðið út að borða
á stórglæsilegt jólahlaðborð hjá Pottinum og pönnunni, veitingahúsi fjölskyldunnar, í Brautarholti 22.
Sýnd í Sagabíó kl. 2,30,4.40, 6.5Ó', 9 og 11.15
Bíóborg kl. 2.30, 4.40, 6.50, 9 og 11.15
Borgarbíó, Akureyri kl. 3 og 9.