Morgunblaðið - 04.12.1994, Side 52

Morgunblaðið - 04.12.1994, Side 52
Verií tímanlega flieð jólapóstinn PÓSTUR OG SÍMI MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVtK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Krabbameins- deild Landspítala Endurnýja -þarf geisla- meðferð- artæki FYRIRSÉÐ er að setja þurfí krabbameinssjúklinga á biðlista ef ekki verður keypt nýtt geislameð- ferðartæki á krabbameinsdeild Landspítala. Tvö tæki eru notuð á deildinni til geislameðferðar, línu- hraðall, sem keyptur var með að- stoð Lions-hreyfingarinnar árið 1989, og kóbalttæki, sem keypt /L.V-ar árið 1968. Kóbalthleðsla tæk- isins hefur verið notuð í sex ár en helmingunartími hennar er 5,2 ár. Ekki verður ráðist í að end- urnýja hana einu sinni enn vegna aldurs tækisins og ef kaup á nýju tæki dragast verður notkun kób- alttækisins hætt og sjúklingar settir á biðlista. Að sögn Þórarins Sveinssonar, yfírlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans, yrði nýr línuhrað- all, minni en sá sem fyrir er, keypt- í stað kóbalttækisins. Nýja tækið kostar að sögn Þórarins milli 50 og 60 milljónir með þeim aukabúnaði sem nauðsynlegur er. Búið er að ganga frá útboðsgögn- um vegna kaupa á tækinu í sam- ráði við stjómendur og segir Þór- arinn að nú sé aðeins beðið eftir heimild til að fá að senda þau út en það sé ekki hægt fyrr en fjár- lagaheimild liggi fyrir. Komið yfir æskiiegan notkunartíma Þórarinn segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfí í kaupin nú vegna þess að línuhraðall sá sem fyrir er sé fullnýttur og kóbalttæk- ið sé nú þegar komið fram yfir æskilegan notkunartíma. Það stafi þó engin hætta af notkun þess en meðferðartími sjúklinga lengist. Vegna þessa þurfi að ganga þann- ig frá málum að hægt verði að taka nýtt tæki í notkun á fyrri hluta næsta árs. Á kóbalttækinu og línuhraðlin- um voru gefnir 15.600 geisla- skammtar á síðasta ári, þar af um 20% á kóbalttækinu. Tæplega 400 sjúklingar komu í 6.753 skipti til meðferðar en þeir sjúklingar sem koma oftast til meðferðar koma allt að 40 sinnum á ári. íslandsbanki breytir vaxtaálagi í kjörvaxtaflokkum GRÝLA ©Leendert Jólaverslunin að hefjast ÞEIR horfa hugfangnir á jóla- skreytingarnar í verslunar- glugganum þessir ungu menn. Jólin eru hátíð barnanna og fyrr á tímum fengu börnin gjarnan kerti og spil í jólagjöf. Langt er um liðið frá því sá siður var við lýði og nú er margt freistandi í búðargluggunum, sem ungir menn óska sér og skrifa langa óskalista. Hvort þær óskir rætast kemur svo í ljós eftir aðeins 20 daga. Traustar ábyrgðir og veð fá lægra álag ÍSLANDSBANKI hefur gert breytingar á vaxtaálagi í kjör- vaxtaflokkum, þannig að álagið lækkar á' lánum með fasteigna- veði og traustum sjálfskuldar- ábyrgðarlánum, en hækkar í tveim flokkum lána þar sem tryggingar eru ekki eins góðar. Miðað við óbreytta samsetningu lántaka hjá bankanum er ekki gert ráð fyrir að þessi breyting skili bankanum auknum tekjum, en ef áhættusömum lánum fækkar við þessa breytingu mun það leiða af sér tekjulækkun fyrir bankann, en jafnframt minni áhættu, að sögn Sigurveigar Jónsdóttur, blaðafulltrúa íslandsbanka. Kjörvaxtaflokkar Islandsbanka eru sex, þrír á lánum með fast- eignaveði og þrír á lánum með sjálfskuldarábyrgð. Kjörvaxtaálag á lán með fasteignaveði í b- og c-flokki lækkar um 0,25 prósentu- stig og verður 2,50% og 3,25% til viðbótar kjörvöxtum. Sama gildir um a-flokk lána með sjálfsskuldar- ábyrgð, kjörvaxtaálagið lækkar úr 2,25% í 2%. Hins vegar hækkar álag á lán með sjálfskuldarábyrgð í b- og c-flokki. í fyrra tilfellinu hækkar álagið um 0,25 prósentu- stig, úr 3,75% í 4%, og í því síð- ara um 0,50 prósentustig og verð- ur 4,75% í stað 4,25%. Kjörvextir óverðtryggðra lána eru 8% og verðtryggðra lána 5,5%. Meiri munur Breytingarnar taka giidi nú um mánaðamótin og taka einungis til nýrra lána bankans, þar sem álag á kjörvexti er fast í lánasamning- um íslandsbanka. Segist bankinn vera hinn eini hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á það. Sigurveig sagði að þessar breytingar væru gerðar til að hygla þeim viðskiptavinum sem stæðu sig vel í viðskiptum og byðu fram góðar tryggingar. Jafnframt verði meiri munur á stuttum lánum ætluðum til neyslu annars vegar og fjárfestingarlánum til lengri tíma hins vegar og sé það í takt við þróunina almennt. -----♦ » ♦------ Bensíngjaldshækkun Skuldir heimila hækka um 110 millj. SKULDIR heimilanna munu hækka um 110 milljónir króna vegna bensín- gjaldshækkunarinnar, sem kom til framkvæmda í gær. Talið er að hækkun bensíngjaldsins orsaki um 0,04% hækkun lánskjaravísitölu, en skuldir heimilanna eru rúmlega 270 milljarðar króna. Miðað við að meðalfjölskylda skuldi 4,5 millj. kr. hækkar höfuð- stóll lánsins um 1.800 krónur. Talið er að framfærsluvísitalan hækki um 0,12% vegna bensíngjalds- hækkunarinnar. Ætla má að rekstur meðalfjölskyldubíis hækki um rúm- lega 2.000 krónur á ári, skv. upplýs- ingum frá Hagstofu. 310-330 miiy. kr. í stað 200 milljóna upphaflega Upphafleg áætlun um að hækka bensíngjald í tveimur áföngum á næsta ári, 1. janúar og 1. júlí, hefði, að sögji Steingríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, skilað um 200 milljónum króna til átaksverkefnis í vegamálum næsta ár. Hækkunin í gær ásamt hækkun þungaskatts 1. janúar skilar hins vegar 310-330 milljónum. Að sögn Steingríms Ara var ráð- gert í upphafi að fyrirhugaðar vega- framkvæmdir fyrir 3,5 milljarða dreifðust jafnt á fimm ára tímabil; framkvæmt yrði fyrir 700 millj. á ári. Jafnframt hefði verið gengið út frá að helmingur kostnaðar yrði fjár- magnaður með hærra bensíngjaldi og þungaskatti, sem samtals skilaði 350 milljónum á ári þessi fímm ár. inorgunuiauiu/ wu Fulltrúar á ráðstefnu fiskvinnslufólks uggandi um atvlnnuöryggi í greininni Áhersla á bætt starfsöryggi „ATVINNUÖRYGGIÐ er nánast ekkert í fískvinnslunni. Það er þetta óöryggi sem brennur heitast á fiskvinnslufólki enda líður varla sá dagur að eitthvert fyrirtæki segi ekki upp kauptryggingar- samningum," segir Karítas Páls- dóttir, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands, en 80 manna ráðstefna fískvinnslu- l'ólks lauk í gær. Á ráðstefnunni fóru fram al- mennar umræður og bar hæst kröfur um að tryggt verði starfsör- yggi fiskvinnslufólks og kom fram að áhersla verður lögð á endur- skoðun kauptryggingarsamninga í næstu kjarasamningum. Bjarnfreður Ármannsson úr Hafnarfirði sagði núverandi fyrir- komulag með öllu óviðunandi og dæmi væru þess að atvinnurek- andi vildi ekki fara á fiskmarkað til að kaupa fisk því hann ætti ekkert fé í buddunni og segði því upp fastráðningarsamningum starfsmanna sinna vegna hráefn- isskorts. í máli þingfulltrúa kom einnig fram áhersla á umtalsverð- ar launahækkanir í næstu samn- ingum og var nefnd helmings hækkun lægstu launa í umræðun- um. Allt bendir til átaka eftir áramót Þórunn Kristinsdóttir frá Grundarfirði sagði að fiskvinnslan væri vanvirt starfsgrein og sú staða væri að koma upp að ófag- lært starfsfólk á íslandi yrði bóta- þegar sem byggi í leiguíbúðum í stað þess að sækja út á vinnu- markaðinn sökum þess hve launin væru lág. Karítas sagði í samtali við Morgunblaðið að meðal annarra mála sem rætt yrði um væru hluta- skiptasamningar fiskvinnslufólks auk kröfunnar um launabreyting- ar. Sagði hún að nú væri komið í ljós að sumir hefðu rofið þjóðar- sáttina frá 1990. „Það er eins og við séum annars flokks fólk í þjóð- félaginu á meðan verið er að gera alla vega leyniskúffusamninga við ýmsa aðila, sem ég kalla oft á tíð- um sjálftökuliðið," sagði hún. Að- spurð sagði Karítas allt benda til þess að til átaka kæmi á vinnu- markaði í vetur. Öll hækkunin tekin út strax „Síðan var tekin ákvörðun um að flýta framkvæmdunum innan tíma- bilsins, og er nú miðað við að á næsta ári verði framkvæmt fyrir 1.250 milljónir, árið 1996 fyrir einn milljarð, árið 1997 fyrir 750 milljón- ir og fyrir 500 milljónir árið 1998. í framhaldi af þessu þótti ekki stætt á öðru en að taka því sem næst alla hækkunina út strax frá fyrsta ári. Þungaskattshækkunin er eftir en möguleg heimild er fyrir allt að 4,5% hækkun hans frá og með 1. janúar. Að þeirri hækkun meðtalinni má gera ráð fyrir að það náist inn 310-330 milljónir strax á næsta ári. Við erum að tala um fjármögnun á fimm árum vegna framkvæmda sem verða í fjögur ár. Síðan stöndum við frammi fyrir því að hallinn miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins að öðru óbreyttu vaxi um 900 millj- ónir,“ sagði Steingrímur Ari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.