Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 20

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 20
 20 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 SIEMENS MORGUNBLAÐIÐ #JOl4GJAFA Það er gaman að gefa vandaða gjöf -þú getur alltaf treyst á Siemens gœði. A Matvinnsiuvél sera fékk hæstu cinkunn í þýska neytendablaðinu Test. Handa öllum mathákum. Verð kr. 13.900,- ¥ Símtæki Símtæki í miklu úrvali. Pýsk völundarsmíð. Ýmsar stærðir og gerðir. Verð firá kr. 5.600.- Brauðrist Brauðrist með hitahlif, uppsmellanlegri smábrauðagrind og útdraganlegri myknuskúffu. Verð kr. 4.300.- Handryksuga Handryksuga í vegghöldu. Þráðlaus og þægileg. Helsti óvinur smákusksins. Verð kr. 3.750,- Djúpsteikingarpottur Djúpsteikingarpottur fyrir mest 2,3 1. Fyrir hvers kyns mat. Franskar á færibandi! Verð kr. 10.900.- ¥ Blástursofn Blástursofn - góðvinur í vetrarkuldum. Tvær hitastillingar, 1000 og 2000 W. Verð kr. 4.800.- Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgames: Glitnir • Borgarfjörður Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir ■ Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur Skipavík • Búðardalur Ásubúð isafjörður Póllinn • Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókun Rafsjá ■ Siglufjörður Torgiö • Akureyrí: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaðun Rafalda • Reyðarfjörður. Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðin Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson ■ Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar Tréverk ■ Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkinn Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. ■ Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjöröur. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 FRETTIR: EVROPA Helmut Kohl á Evrópuþinginu Innri umbætur nauðsynlegar fyrir stækkun Strassborg. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, sagði í ræðu á Evr- ópuþinginu í Strass- borg í gær að innri umbætur í Evrópu- sambandinu yrðu að eiga sér stað áður en hægt væri að veita Austur-Evrópuríkjum aðild að sambandinu. Hann benti jafnframt á að Austur-Evrópu- ríkin gætu ekki gert ráð fyrir að aukaaðild- arsamningarnir, sem þau hafa nú fengið, leiddu sjálfkrafa til fullrar aðilar. „Forsendur framtíðarþróunar [ESB] eru annars vegar innri umbætur í sambandinu og hins vegar sú staðreynd að aðildarvið- ræður við lönd, sem vilja ganga í bandalagið, verða að fara fram á þeim grunni að ríkin uppfylli skil- yrði aðildar hvert og eitt,“ sagði Kohl. Hann benti hins vegar á að þótt Austur-Evrópuríkin aðlöguðu efnahagslíf sitt og stjórnkerfí regl- Helmut Kohl um ESB, þýddi það ekki að þau gætu gengið að aðildarvið- ræðum sem gefnum. Ríkin mættu ekki gera sér falskar vonir. Norðmenn ávallt velkomnir Kohl lagði áherzlu á að dyr ESB stæðu Norðmönnum ávallt opnar, þótt aðild hefði ekki verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvatti hann Norðmenn til að vinna áfram að málinu og reyna inn- göngu í sambandið í þriðja sinn. Delors mikill Evrópumaður Kohl tileinkaði Jacques Delors, fráfarandi forseta framkvæmda- stjórnar ESB, hluta ræðu sinnar. „Kæri Jacques, þú ert einn af þeim fáu, sem gátu séð fyrir hinar bylt- ingarkenndu breytingar, sem áttu sér stað í Austur-Evrópu frá 1989,“ sagði kanzlarinn. „Þú ert mikill Evrópumaður ... og átt mikið þakklæti skilið.“ KORTAMAPPAIBIUNN Vönduð mappa sem passar í hanskahólfið eða hurðar- vasann. Inniheldur tvö kort af landinu og þrjá auka plast- vasa fyrir smurbók bflsins, skoðunarskírteini ofl. Kærkomin gjöf fyrir bfleigandann. Verð kr 1950.- VEGGKORT Fallegt íslandskort úr plasti með upphengi sem hentar i flest ,, - • r 4 ; herbergi heimilisins. ' ‘ 'ýpj Stærð50x60cm. kr 1450.- PÚSSLUSPIL ; Verö kr 300.- og 1800-^^Sjf KORTASAGA ÍSLANDS I. og H. bindi eftir Harald Sigurðsson. Stórvirki í íslenskri menningarsögu. Verö kr 14.500.- Verö kr 1950.- ÍSLANDSKORT FRÁ LIÐNUM Glæsileg listaverk kortagerðar- manna miðalda. Gefum íslenslcaLr jólaLgjafir. Greiðslukortapiónu^ LANi 'DMÆUNGAR ISLANDS KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI178 • REYKJAVÍK • SÍMI 91-680 999 Brezku pylsunni bjargað • RÁÐHERRAR landbúnaðar- mála í Evrópusambandinu náðu í gær málamiðlunarsamkomulagi um heilbrigðisreglur fyrir hakk- að lgöt. Niðurstaðan varð að hafa vægari reglur um meðferð hakks, sem notað er í pylsur og aðrar soðnar kjötvörur. Þetta þýðir að hinni hefðbundnu brezku pylsu verður bjargað frá því að verða óhóflega dýr í fram- leiðslu, en hún hefði goldið þess að heyra undir sömu reglur og hrátt kjöthakk, sem margar meg- inlandsþjóðir snæða af ákefð. „Ég er afar ánægður með að nú skuli vera hægt að leggja til hinztu hvílu gömlu draugasög- una um að Brussel ætli að banna brezku pylsuna," sagði William Waldegrave, brezki landbúnað- arráðherrann. • BRETAR þrýsta nú á ríkis- stjórn nýlendu sinnar Gíbraltars um að taka upp reglur ESB í banka- og tollamálum til að koma í veg fyrir peningaþvott og eitur- lyfjasmygl. Douglas Hurd utan- ríkisráðherra sendi forsætisráð- herra Gíbraltars, Joe Bossano, bréf þessa efnis í september síð- astliðnum. Brezkir embættis- menn bera hins vegar til baka blaðafréttir um að hótað hafi verið að setja Gíbraltar undir beina stjórn London, yrði ekki orðið við tilmælunum. • KLAUS Kinkel, utanríkisráð- herra Þýzkalands, segir að Tyrk- ir verði að bæta orðstír sinn í mannréttindamálum, eigi að vera raunhæft að þeir nái samn- ingum við ESB um tollabandalag. Kinkel sagði í ræðu á Evrópu- þinginu í gær að fangelsisdómar í Tyrklandi yfir átta kúrdískum þingmönnum hefðu ekki greitt fyrir samningum. „BÁKNIГ í Brussel Starfsmannafjöldi fram- kvæmdastjórnar ESB eftir deildum Deild Starfsmenn Skrifstofurframkv.stj.manna 307 DG I: Utanríkisviðskipti 786 DG IA: Utanríkismál 462 DG II: Efnahags- og fjármál 252 DG III: Iðnaðarmál 389 DGIV: Samkeppnismál 341 DG V: Atvinnu- og félagsmál 364 DG VI: Landbúnaðarmál 855 DG VII: Samgöngumál 180 DG VIII: Þróunarmál 685 DG IX: Starfsm.mál og stjórnsl. 2.031 DG X: Fjölm.-/uppl.-/menn.mál 475 DG XI: Umhverfismál 236 DG XII: Vísindi, ranns. og þróun 161 DG XIII: Fjarskipti og uppl.m. 249 DG XIV: Fiskveiðimál 177 DG XV: Innri mark. og fjármálaþj. 243 DG XVI: Byggðamál 260 DG XVII: Orkumál 447 DG XVI11: Lánastarfs. og fjárf. 104 DG XIX: Fjárhagsáætlanir 286 DG XX: Fjármálastjórn 190 DG XXI: Tollar og óbeinir skattar 255 DG XXII: Ferðamál, samv.f. o.fl. 84 Skrifstofa aðalritara 470 Lögfræðiþjónusta 186 Skrifstofa fjölmiðlafulltrúa 55 Hagtöludeild 409 Birgðaskrifstofa Euratom 23 Öryggisdeild 74 Túlkunar- og ráðstefnuþj. 467 Útgáfudeild 421 Verkefnisstjórn mannauðs o.fl. 117 Neytendamálaþjónusta 66 Þýðingarþjónusta 1-645 Embætti eftirlitsmanns 21 Gagnatæknideild 257 ECHO 44 Verke.stj. vegna stækkunar ESB 44 SAMTALS 14.096 Þessar upplýsingar komu fram í svari framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn á Evrópuþinginu fyrr á árinu. Stjórnsýsla ESB er ekki mjög fjölmenn miðað við stjórnsýslu aðildarríkjanna, hefur til dæmis álíka marga starfsmenn og brezka iðnaðarráðuneytið, en í brezku stjórnsýslunni starfar yfir hálf milljón manna. í stjórnsýslu Islenzka rikisins störfuðu um 4.000 manns árið 1988._____

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.