Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands klappar á maga jólasveins í Belfast eftir að hafa set- ið ráðstefnu stjórnenda fyrirtækja á N-írlandi. Á milli þeirra sést Norma, eiginkona Majors. Fjárfestingar í kjölfar friðarþróunar Bjartara útlit á N-írlandi Belfast. Reuter. JOKN Major, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að bresk, bandarísk og japönsk fyrirtæki hefðu ákveðið að stofna til mikilla fjárfestinga á Norður- Irlandi. Sagði hann þetta vera fyrsta efnahagslega árangurinn af friðarþróunmni. Major greii.di frá þessu í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu um fjárfestingar er haldin var í Belf- ast og sótt var af um 250 fyrir- tækjastjórnendum frá þrettán ríkjum. Hvatti breski forsætisráð- herrann þá til að fjárfesta á Norð- ur-írlandi. Alls hafa fimm fyrirtæki þegar ákveðið að fjárfesta í héraðinu fyrir samtals 60 milljónir punda, rúmlega sex milljarða króna. Stærsti hluti fjárfestinganna verð- ur á vegum British Telecom en bifreiðaframleiðandinn Ford, efna- fyrirtækið DuPont, vörulyftara- framleiðandinn NACCON og tölvufyrirtækið Fujitsu hafa einnig uppi áform um ijárfestingar. Major boðaði einnig áætlun á vegum bresku stjórnarinnar sem hefði það að markmiði að koma fólki er lengi hefur verið atvinnu- laust út á vinnumarkaðinn á ný. Yfirmenn herja þinga í Haag vegna Bosníumálsins Ræða hvemig efla megi friðargæsluna Brussel. Reuter. YFIRMENN heija Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og fleiri ríkja koma saman í Haag á mánu- dag til að reyna að bjarga friðar- gæslustarfi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, að sögn háttsettra emb- ættismanna í Brussel í gær. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, beitti sér fyrir fundinum, og markmið hans er að efla friðargæsluna til að koma í veg fyrir að stríðið í Bosn- íu breiðist út. Á sama tíma og skýrt var frá fundinum ræddu varnarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) áætlun um verndun 23.000 friðargæsluliða í Bosníu ef svo færi að flytja þyrfti þá á brott þaðan. Yfirmenn heijanna eiga að ræða hugsanlegar breytingar á friðar- gæslunni, til að mynda hvort heim- ila eigi friðargæsluliðum Samein- uðu þjóðanna að svara árásum á þá með meiri hörku og hvernig opna eigi nýja leið fyrir hjálpar- gögn til Sarajevo. Ráðgert er að þeir sendi síðan Sameinuðu þjóð- unum og Atlantshafsbandalaginu skýrslu um tiilögur sínar, að sögn embættismannanna. John Shalikashvili, forseti bandaríska herráðsins, verður á fundinum á mánudag ásamt yfir- mönnum heija Bretlands, Belgíu, Kanada, Danmerkur, Ítalíu, Hol- lands, Noregs, Spánar og ef til vill Rússlands og fleiri ríkja sem hafa sent hermenn til friðargæslu í Bosníu. Árás á Bihac Fjögurra ára stúlka beið bana í gær í sprengjuvörpuárás Bosníu- Serba á „griðasvæðið" svokallaða í Bihac í norðvesturhluta landsins. Slíkar árásir hafa verið daglegt brauð á svæðinu frá því NATO hætti loftárásum á serbnesk skot- mörk í grenndinni í síðasta mánuði. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær á Evrópu- þinginu að friðargæsluliðið ætti að vera áfram í Bosníu eins lengi og þörf væri fyrir það og ið reyna bæri til þrautar að fá Serba til að fallast á nýjustu friðaráætlunina. Mandela segir frá NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, hélt blaða- mannafund í Jóhannesarborg í gær í tilefni þess að ævisaga hans, „Long Walk To Free- dom“ (Frelsisgangan langa) kom út. Gagnrýnandi í danska blaðinu Berlingske Tidende segir ritið valda vonbrigðum vegna þess að ekki bregði fyr- ir neinni gagnrýni á störf og stefnu leiðtoga blökkumanna- hreyfingar Mandela, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hvergi sé t.d. minnst á skýrslu þar sem skýrt var frá pyntingum er beitt var í herbúðum ANC á útlegðarárunum, auk þess hurfu hundruð manna spor- laust. Mandela sat sjálfur í fangelsi er þessir atburðir urðu. Reuter SJÓNVÚRP FRAMTÍÐARINNAR 28" OG 29" SUPER SVARTUR, J FLATUR SKJÁR______________ V) STAFRÆN MYND DIGITAL KAMFILTER 1GO HZ FLEKKLAUS MYND 512 SÍÐNA INSTANT" TEXTAVARP INNBYGGÐ TÖLVUSTYRING MEÐ VALMYND þá EINFÖLD MARGNOTA J MÚSAFJARSTÝRING >) GLÆSILEG HÖNNUN || VISA - EURO - MUNALÁN RONNII HEIMIUSTÆKJADEILD BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 Uppstokkun á Tævan Viðskipti við Kína aukin Taipei. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN á Tæv- an, Þjóðarflokkurinn, samþykkti í gær uppstokkun í stjórn landsins og ákveðið var að fijálslyndur hag- fræðingur skyldi annast tengslin við meginland Kína þar sem komm- únistar ráða. Uppstokkunin nær til 12 emb- ætta, en mikilvægasta breytingin er að Vincent Siew, sem farið hefur með efnahagsmál, var skipaður for- maður ráðs sem mótar stefnuna í samskiptunum við Kína. Talið er að Siew móti raunsærri stefnu í samskiptunum við Kína og ræða sem hann flutti á þriðjudag þykir til marks um talsvert fijáls- lyndi á tævanskan mælikvarða. Hann lagði þá til að hafnar yrðu beinar siglingar milli Tævans og Kína og að viðskipti ríkjanna yrðu aukin. Verði tillagan samþykkt bindur hún í raun enda á áratugagamalt bann við beinum tengslum við Kína. Hingað til hafa Tævanar, sem vilja flytja út vörur til Kína, þurft að leita til fyrirtækja í öðru landi um milligöngu og hið sama er að segja um öll viðskipti og fjárfestingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.