Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands klappar á maga jólasveins í Belfast eftir að hafa set- ið ráðstefnu stjórnenda fyrirtækja á N-írlandi. Á milli þeirra sést Norma, eiginkona Majors. Fjárfestingar í kjölfar friðarþróunar Bjartara útlit á N-írlandi Belfast. Reuter. JOKN Major, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að bresk, bandarísk og japönsk fyrirtæki hefðu ákveðið að stofna til mikilla fjárfestinga á Norður- Irlandi. Sagði hann þetta vera fyrsta efnahagslega árangurinn af friðarþróunmni. Major greii.di frá þessu í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu um fjárfestingar er haldin var í Belf- ast og sótt var af um 250 fyrir- tækjastjórnendum frá þrettán ríkjum. Hvatti breski forsætisráð- herrann þá til að fjárfesta á Norð- ur-írlandi. Alls hafa fimm fyrirtæki þegar ákveðið að fjárfesta í héraðinu fyrir samtals 60 milljónir punda, rúmlega sex milljarða króna. Stærsti hluti fjárfestinganna verð- ur á vegum British Telecom en bifreiðaframleiðandinn Ford, efna- fyrirtækið DuPont, vörulyftara- framleiðandinn NACCON og tölvufyrirtækið Fujitsu hafa einnig uppi áform um ijárfestingar. Major boðaði einnig áætlun á vegum bresku stjórnarinnar sem hefði það að markmiði að koma fólki er lengi hefur verið atvinnu- laust út á vinnumarkaðinn á ný. Yfirmenn herja þinga í Haag vegna Bosníumálsins Ræða hvemig efla megi friðargæsluna Brussel. Reuter. YFIRMENN heija Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og fleiri ríkja koma saman í Haag á mánu- dag til að reyna að bjarga friðar- gæslustarfi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, að sögn háttsettra emb- ættismanna í Brussel í gær. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, beitti sér fyrir fundinum, og markmið hans er að efla friðargæsluna til að koma í veg fyrir að stríðið í Bosn- íu breiðist út. Á sama tíma og skýrt var frá fundinum ræddu varnarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) áætlun um verndun 23.000 friðargæsluliða í Bosníu ef svo færi að flytja þyrfti þá á brott þaðan. Yfirmenn heijanna eiga að ræða hugsanlegar breytingar á friðar- gæslunni, til að mynda hvort heim- ila eigi friðargæsluliðum Samein- uðu þjóðanna að svara árásum á þá með meiri hörku og hvernig opna eigi nýja leið fyrir hjálpar- gögn til Sarajevo. Ráðgert er að þeir sendi síðan Sameinuðu þjóð- unum og Atlantshafsbandalaginu skýrslu um tiilögur sínar, að sögn embættismannanna. John Shalikashvili, forseti bandaríska herráðsins, verður á fundinum á mánudag ásamt yfir- mönnum heija Bretlands, Belgíu, Kanada, Danmerkur, Ítalíu, Hol- lands, Noregs, Spánar og ef til vill Rússlands og fleiri ríkja sem hafa sent hermenn til friðargæslu í Bosníu. Árás á Bihac Fjögurra ára stúlka beið bana í gær í sprengjuvörpuárás Bosníu- Serba á „griðasvæðið" svokallaða í Bihac í norðvesturhluta landsins. Slíkar árásir hafa verið daglegt brauð á svæðinu frá því NATO hætti loftárásum á serbnesk skot- mörk í grenndinni í síðasta mánuði. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær á Evrópu- þinginu að friðargæsluliðið ætti að vera áfram í Bosníu eins lengi og þörf væri fyrir það og ið reyna bæri til þrautar að fá Serba til að fallast á nýjustu friðaráætlunina. Mandela segir frá NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, hélt blaða- mannafund í Jóhannesarborg í gær í tilefni þess að ævisaga hans, „Long Walk To Free- dom“ (Frelsisgangan langa) kom út. Gagnrýnandi í danska blaðinu Berlingske Tidende segir ritið valda vonbrigðum vegna þess að ekki bregði fyr- ir neinni gagnrýni á störf og stefnu leiðtoga blökkumanna- hreyfingar Mandela, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hvergi sé t.d. minnst á skýrslu þar sem skýrt var frá pyntingum er beitt var í herbúðum ANC á útlegðarárunum, auk þess hurfu hundruð manna spor- laust. Mandela sat sjálfur í fangelsi er þessir atburðir urðu. Reuter SJÓNVÚRP FRAMTÍÐARINNAR 28" OG 29" SUPER SVARTUR, J FLATUR SKJÁR______________ V) STAFRÆN MYND DIGITAL KAMFILTER 1GO HZ FLEKKLAUS MYND 512 SÍÐNA INSTANT" TEXTAVARP INNBYGGÐ TÖLVUSTYRING MEÐ VALMYND þá EINFÖLD MARGNOTA J MÚSAFJARSTÝRING >) GLÆSILEG HÖNNUN || VISA - EURO - MUNALÁN RONNII HEIMIUSTÆKJADEILD BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 Uppstokkun á Tævan Viðskipti við Kína aukin Taipei. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN á Tæv- an, Þjóðarflokkurinn, samþykkti í gær uppstokkun í stjórn landsins og ákveðið var að fijálslyndur hag- fræðingur skyldi annast tengslin við meginland Kína þar sem komm- únistar ráða. Uppstokkunin nær til 12 emb- ætta, en mikilvægasta breytingin er að Vincent Siew, sem farið hefur með efnahagsmál, var skipaður for- maður ráðs sem mótar stefnuna í samskiptunum við Kína. Talið er að Siew móti raunsærri stefnu í samskiptunum við Kína og ræða sem hann flutti á þriðjudag þykir til marks um talsvert fijáls- lyndi á tævanskan mælikvarða. Hann lagði þá til að hafnar yrðu beinar siglingar milli Tævans og Kína og að viðskipti ríkjanna yrðu aukin. Verði tillagan samþykkt bindur hún í raun enda á áratugagamalt bann við beinum tengslum við Kína. Hingað til hafa Tævanar, sem vilja flytja út vörur til Kína, þurft að leita til fyrirtækja í öðru landi um milligöngu og hið sama er að segja um öll viðskipti og fjárfestingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.