Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 B 25.
Morgunblaðið/Sverrir
ÓLAFUR St. Hauksson verkfræðingur sljórnar byggingaframkvæmdum við smíði permaform-íbúða
hjá Ármannsfelli. Ólafur stendur hér fyrir framan eitt fyrsta permaform-húsið, sem Ármannsfell
byggði við Hrísrima I Grafarvogi.
Á SÍÐASTA ári byggði Ármannsfell í félagi við íslenzka aðalverktaka hús með fjórum íbúðum af
permaformgerð í Þýzkalandi og seldust þær allar strax. Þessar íbúðir eru í grennd við Stuttgart.
Nú eru þessi tvö íslenzku fyrirtæki að hefja smíði á tuttugu íbúðum af permaformgerð til viðbótar
á sömu slóðum.
áður. Stefnt er að þvi að byija á
byggingaframkvæmdum þar í vor.
Hús fyrir íslenzkar aðstæður
— Þó að permaform-húsin hafi
sitt eigið yfirbragð, þá tel ég, að
þau falli alls staðar vel inn í byggð-
ina í kring, segir Ólafur Hauksson.
— íbúðirnar í þeim hafa reynzt
mjög vel og engir erfiðleikar kom-
ið upp í tengslum við þær. íbúarn-
ir eru mjög ánægðir með þær,
enda hafa permaform-íbúðirnar
ýmsa augljósa kosti. Hljóðeinangr-
un í þeim er mjög góð og gjaman
mun betri en almennt gerist í fjöl-
býlishúsum. Hitakostnaður er
einnig mjög lágur vegna þeirrar
góðu einangrunar, sem er í þessum
húsum.
Einn af kostunum við perma-
form-íbúðirnar er stuttur bygg-
ingatími og íbúðimar eru afhentar
fullbúnar. — Kaupandi þarf ekki
annað en að taka við lyklinum og
flytja inn, segir Ólafur. — Hann
borgar aðeins 200.000 kr. staðfest-
ingargjald við undirritun kaup-
samnings og svo ekkert fyrr en
íbúðin er afhent. Fjármagnskostn-
aðurinn er því sáralítill og kaup-
andinn tekur enga áhættu.
— Þessi hús henta því vel fyrir
íslenzkar aðstæður, heldur Ólafur
áfram. — Það er alls ekki svo, að
verið sé að flytja inn norskar að-
ferðir hráar. Nú erum við hjá Ár-
mannsfelli að kanna, hvar byggja
eigi næst. Við eigum lóðir undir
átta permaform- íbúðir við Trölla-
borgir, sem eru líka í Grafarvogi.
Þær verða byggingarhæfar um
mitt næsta sumar. Frekari fram-
kvæmdir fara eftir lóðaframboði,
en eins og er, þá er ekki til nóg
af lóðum í Reykjavík. Einnig er
verið að huga að byggingu perma-
form-íbúða í Kópavogi.
Auk smíði permaform-íbúðanna
annast Ármannsfell nú einnig upp-
steypu og frágang utanhúss á nýja
hæstaréttarhúsinu við Lindargötu.
Hjá Trésmiðju Ármannsfells að
Funahöfða 19 er líka starfrækt
innréttingasmíði og þar framleidd-
ar eldhúsinnréttingar, baðinnrétt-
ingar, fataskápar og fleira af því
tagi, en verzlunin Eldhús og bað,
sem hefur aðsetur á sama stað,
annast söluna. Hjá Ármannsfelli
starfa nú rúmlega 120 manns auk
fjölda undirverktaka.
Hasla sér völl í Þýzkalandi
Það er ekki oft, sem íslenzk
byggingafyrirtæki hasla sér völl
erlendis. í fyrra hóf Ármannsfell
í félagi við Islenzka aðalverktaka
húsbyggingar með permaformað-
ferðinni í Þýzkalandi. Fyrirtækið
heitir Ger hf. og er í eigu Ár-
mannsfells að 1/5 en íslenzkir
aðalverktakar eiga 4/5. Ger hf.
lauk smíði fyrsta Permaform-
hússins í Þýzkalandi í haust. Það
stendur í nágrenni við Stuttgart
og er með fjórum íbúðum, sem
seldust strax.
Það er því greinilega fyrir hendi
áhugi á þessum íbúðum í Þýzka-
landi, en permaformaðferðin er
samt tiltölulega nýleg þar í landi
rétt eins og hér heima. — Nú er
ætlunin að Ger hf. bytji á 20
permaformíbúðum til viðbótar í
Þýzkalandi í marz-apríl, segir
Ólafur. — Þær verða einnig í
grennd við Stuttgart. — Norsk
byggingafyrirtæki eru einnig far-
in að byggja hús með permaform-
aðferðinni í Þýzkalandi.
íslenzkir byggingastjórar munu
stjórna byggingaframkvæmd Gers
hf. í Þýzkalandi og einnig verða
þar íslenzkir trésmiðir. Þar gæti
verið bæði um tímabundin og var-
anleg verkefni fyrir íslenzka iðnað-
armenn að ræða. — Það er mikill
ávinningur af því að geta nýtt sér
reynslu þeirra og æskilegt, að
flytja atvinnuleysið á meðal ís-
lenzkra iðnaðarmanna út, eins og
sagt er, á meðan ekki er hægt að
leysa úr því hér heima segir Olaf-
ur. — Það myndi létta vandann
hjá mörgum.
Góðu valkostur
Hér heima hafa permaform-
íbúðir aðeins verið byggðar á
höfuðborgarsvæðinu. Sú spurning
kemur því strax upp, hvort þær
eigi ekki eftir að rísa víðar? — Þær
eiga að sjálfsögðu rétt á sér ann-
ars staðar á landinu, segir Ólafur.
— Við hjá Ármannsfelli höfum
verið að kanna möguleika á að
byggja þær úti í landi, en erum
að svo komnu ekki með slíkar
áætlanir á pijónunum. En smíði
permaform-íbúða annars staðar en
á höfuðborgarsvæðinu gæti vissu-
lega komið til greina síðar.
Eftirspumin eftir permaform-
íbúðunum kemur nokkuð á óvart
miðað við eftirspum eftir nýjum
íbúðum yfirleitt, en nokkur sölu-
tregða hefur verið á nýbygginga-
markaðnum. — Permaform- íbúð-
irnar eru góðar íbúðir og það sem
meira er, þær em á hagstæðu verði.
Það er lykillinn að velgengni þeirra,
segir Ólafur Hauksson að lokum. —
Með þeim er verið að koma til
móts við þarfir markaðarins.
Skipti óskast
Er með tvær 2ja herbergja íbúðir í skiptum fyrir
stærri eign. Upplýsingar í síma 675849.
Fasteign til sölu á Egilsstöðum
F. h. Iðnlánasjóðs er hér með auglýst til sölu neðri hæð
fasteignarinnar Lyngáss 3-5 á Egilsstöðum. Nánar til-
tekið er um að ræða verslun og/eða skrifstofuhús-
næði, vélaverkstæði og skemmu. Eignirnar seljast í
einu lagi eða hver hluti fyrir sig.
Þeir er áhuga kynnu að hafa á tilgreindum eignum skili
tilboðum til Lögmannsstofu Bjarna G. Björgvinssonar
hdl. að Fagradalsbraut 11 á Egilsstöðum fyrir 31. jan-
úar nk. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Allar frekari upplýsingar veitir Lögmannsstofa Bjarna
G. Björgvinssonar hdl., sími 97-11131 og fax 97-12201.
EICIMASALAN
Símar 19540 - 19191 - 619191
INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK.
Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar.
Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali.
Sölum. Svavar Jónsson, hs. 33363 og Bjarni Sigurðsson, hs. 12821.
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
HGNAS/Vl
Einbýli/raðhús
Urðarstígur - Hafnarf.
Eldra steinh., hæð og ris um 110-115 fm.
Gott ástand. Til afh. næstu daga. Hagst.
verð 7,5 millj. Áhv. 3,9 millj. í hagst. lán-
um.
Asbúð - Gbæ. Tæplega 160 fm
gott einb. é einni hæð auk 47 fm bílsk.
Falleg ræktuð lóð.
Ásbúð — Gbæ. Endaraðh.
á tveimur hæöum. Húsið sklptist f
rúmg. stofur með parketi, stórt
eldh. með borðkrók, 4 góð svefn-
herb. og sjónvarpsskála. Tvöf.
bilsk. Óvenjugott útsýní. Skiptl ó
minna. Verð aðeins 13,9 millj. Áhv.
3,5 millj.
Vesturhólar. 220 fm hús á tveim-
ur hæöum með glæsil. útsýni yfir borg-
ina. 4 svefnherb., mjög stórt tómstunda-
herb. á neðri hæö. Mögul. á séríb. Góður
bílsk.
Ásgarður - raðhús. Húsið
er tvær hæðir og kj. Á 1. hæð eru stofur
og eldh. Á efri hæð 2 herb. og bað. í kj.
er 1 herb., þvhús, geymsla og snyrting.
Húsið er í mjög góðu ástandi alls um 130
fm. VERÐ AÐEINS 8,3 millj.
Miðhús - einbýli. vandað 225
fm einbhús á þremur pöllum. Húsið að
mestu frág., óvenju glæsil. útsýni.
4-6 herbergja
Langholtsvegur - efri
hæð og ris. Eignin er mikiö end-
urn. Á aðalhæö eru stofur, 2 herb., eld-
hús og baö. í risi eru 3 herb. og snyrting.
Stór bílsk. fylgir.
í Vesturborginni - ný
með bílskýli. Til sölu og afh. fljótl.
mjög vönduð og skemmtil. 4ra herb. á
3. hæð svo og önnur á 2. hæð í fjölb.
v/Tjarnarmýri (endaíb.).
Njálsgata. Tæplega 100 fm góð íb.
á 2. hæð í fjölb. 3 svefnh. Hagst. áhv.
langtímalán.
Krummahólar. Góð 4ra herb. 93
fm mikið endurn. íb. í nýviðg. fjölb. Gott
fjallaútsýni. Áhv. 4 millj. hagst. lán.
Opið laugardag
frá kl. 11-14
Ljósheimar - háhýsi. Enda-
íb. á 5. hæð í lyftuh. Sérinng. af svölum.
Glæsil. útsýni. Mikil sameign. íb. nýmál.
og ný teppalögð. Laus nú þegar. Ásett
veró 6,9 millj.
2ja og 3ja herbergja
Bræðraborgarstígur. 2ja
herb. íb. rúml. 50 fm í kj. Mjög góð íb.
Parket é gólfum. Góð sameign.
Ljósvallagata. 2ja herb. snyrtil.
og góð íb. á jaröh. i eldra steinh. Stór
útigeymsla. Sérinng. Snyrtileg lóð.
Flyðrugrandi - 2ja. Rúml. 64
fm íb. á jarðh. í skemmtil. fjölb. Sérlóð.
Dúfnahólar m. rúmg.
bílsk. 3ja herb. íb. á 3. hæð (efstu) í
fjölb. Glæsil. útsýni yfir borgina. Rúmg.
bílsk. fylgir.
Hraunbær - laus nú þeg-
ar. Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Snyrtil.
íb. Hagst. áhv. lán.
Eiðistorg - 2ja. 96 tm tb. á 3.
hæö meö góöu útsýni yfir Flóann. íb. með
beikiparketi á gólfum. Austursv. Góðar
innr. í eldh. Stæði í bílag. getur fylgt.
Miðborgin. um9otmhús
næðl sem gæti hvort tveggja nýst
sem íb. eða atvhúsn. (b. sem er á
góöum stað þarfnast standsetn.
Ymsir mögul. fyrir hendi.
Miðbær - 2ja. Notaleg
2ja herb. ib. á beata stafi. Verð 3,7
millj. Áhv. um 1,9 millj. í hagst. lán-
um.
Grettisgata. 75 fm 3ja herb. íb. á
1. hæð í eldra steinh. Nýtt þak.
Hraunbær. 3ja herb. íb. á 3. hæð
76 fm í góðu ástandi. Verð 6,3 millj. Áhv.
4,9 millj. hagst. lán. Laus.
Asparfell. Rúmg. 66 fm íb. á 4. hæð
með nýl. parketi. Nýtt gler. Stórar aust-
úrsv. Rúmg. svefnherb. með fataherb.
Þvhús og geymsla á hæðinni. Verð 5,5
millj. Áhv. 2,4 millj. byggsj.
Eskihlíð. 65 fm íb. á 3. hæð í ný-
standsettu fjölbhúsi. Rúmg. svefnherb.
með miklu skápaplássi. Vestursv. útfrá
stofu. Herb. í risi sem leigt hefur verið
út. Snyrtil. sameign. Verð 5,7 millj. Áhv.
3,8 millj.
Baldursgata - 3ja herb.
Um 90 fm 3ja herb. ib. á 1. hæð i steinh.
(tvíb.). Stór útigeymsla fylgir. V. 5,7 m.
í smíðum
Heiðarhjalli - Kóp. 122 tm
sérh. á einum besta útsýnisstað á stór-
Reykjavikursvæðinu. Hæðin selst með
hita og gleri komnu í, lagt í gólf, að öðru
leyti fokh. Tilb. aö utan. Bílskúr.
Höfum fjársterkan kaupanda afi sérh. mefi bílsk. í Vesturbæ.
SKIPTIÐ VIÐ FAGMANN if Félag Fastbignasala