Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 B 29 Loftræstar út vcssja- klæóningar Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsókna- sjóði íslands, Húsnæðisstofnun ríkisins o.fl. ALLT FRÁ upphafi notkunar steinsteypunnar hér á landi í byrj- un þessarar aldar hefur húsagerð með hefðbundnum hætti verið ráðandi. Eftir uppsteypu hafa húsin verið einangruð að innan og múrhúðuð að utan. Aallra síðustu árum hafa komið til sögunnar nýjar byggingar- aðferðir sem sífellt eru að verða al- gengari. Með tilkomu nýrra klæðn- ingarefna hefur einangrun utan á steypta burðarvirkið og ýmiss konar klæðning yst orðið æ vinsælli bæði varðandi nýbyggingar og við viðhald eldra húsnæðis. Ymsir barnasjúk- dómar hafa þó komið í ljós varðandi þessa nýju byggingaraðferð sem ugglaust má komast hjá og enn vant- ar nýjar lausnir sem nýta þau nýju efni og aðferðir sem sífellt eru að líta dagsins ljós. Til að hafa áhrif á þessa þróun til batnaðar hefur Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) ásamt Byggingardeild borgar- verkfræðings og fyrirtækjunum Al- mennu verkfræðistofunni hf. og Is- taki hf. hafið vinnu við verkefnið Loftræstar útveggjaklæðningar. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Rannsóknarsjóði íslands og Hús- næðisstofnun ríkisins auk þess sem fyrirtækin BYKO hf., Garðastál hf., Húsasmiðjan hf. og Vímet hf. veita verkefninu stuðning. í verkefnisstjóm eru verkfræðing- arnir Björn Marteinsson, Jón Sigur- jónsson, Guðmundur Pálmi Kristins- son, Jónas Frímannsson og Pétur Stefánsson. Verkefnisstjóri er Jón Siguijónsson. Markmið verkefnisins Markmið verkefnisins eru eftirtal- in: Að styrkja þá nýþróun sem felst í einangrun húsa að utan og loft- ræstri veðurhlíf. Að þróa ódýrari festingarkerfi fyr- ir loftræstar klæðningar. Að þróa deililausnir sem auðvelda viðhald og lækka t.d. kostnað við endurnýjun glugga. Staða verkefnisins Verkefninu miðar sem hér segir: Gagnasöfnun hefur farið fram. Ástandskönnun hefur verið fram- kvæmd á helstu gerðum loftræstra klæðninga með vettvangsskoðun. Hafin er vinna á rannsóknastofu við að meta eiginleika og prófa nokk- ur klæðningarefni. Mælingar í slagregnsskáp á heppi- legu fúgubili klæðninga með opnar fúgur eru hafnar. Gerð nýrra deililausna er að hefj- ast. Vettvangsskoðun loftræstra klæðninga almennt Ákveðið var í upphafi að skoða helstu gerðir klæðninga með það í huga að afla reynslu og þekkingar fyrir verkefnið sem nýtast mundi á síðari stigum við gerð tillagna að nýjum deililausnum. Einkum voru eftirfarandi þættir taldir mikilvægir: festingar, burðar- og loftunargrind- ur, loftræsting, vindþétting og aðrir þættir sem hafa áhrif á endingu og úttlit klæðningarinnar. Ljóst er að efnisval og hvemig efnin í klæðning- unum tengjast hvert öðru getur haft úrslitaáhrif hvað þetta varðar. Punktar frá vettvangsskoðun Að vettvangsskoðun lokinni má benda á ýmsa punkta sem þarfnast umfjöllunar og endurbóta: Festingar lekta virðast vera í mörgtlm tilvikum lítið ígrundaðar og oft með yfirdrifnum styrk. Á hinn bóginn virðast ekki nægjanleg- ar upplýsingar liggja fyrir um tær- ingu festinga við mismunandi að- stæður t.d. í gagnvörðum timbur- lektum og þegar mismunandi málmar snertast eða tengjast. Loftræsting klæðninga virðist í mörgum tilvikum ómarkviss og óvíst hvað úrkomuvatn kemst langt inn fyrir ystu klæðningu. Val klæðningarefna þarf að vanda betur þannig að klæðning hæfi aðstæðum hveiju sinni. T.d. krefst skólahúsnæði þess að tekið sé tillit til uppátektasamra unglinga o.s.frv. Við ákvörðun fúgubreidda milli klæðningarplatna þarf að taka tillit til efniseiginleika klæðninga sem ekki eru alltaf nógu vel þekktir. Eiginleika þeirra þarf að rannsaka og benda á mikilvæga þætti. íslensk klæðningarefni eru óal- geng sem þarf að bæta úr hið bráð- asta. Stuðla þarf að því að gera íslenskar steinklæðningar ódýrari og einnig að auka framboð á ís- lenskum klæðningarefnum. Frágangur kringum glugga, vatnsbretti o.fl. er oft vandræðaleg- ur og skapar ekki klæðningunni það eftirsóknarverða útlit og húsinu þá vatnsvörn sem að er stefnt. Þrátt fyrir allt eru mörg dæmi um ágætlega heppnaðar klæðning- ar, sem geta enst áratugum saman án viðhalds. STEINSTEYPT hús sem þarfnast viðhalds FALLEG klæðning á Þjóð- arbókhlöðunni. BÁRUJÁRNSKLÆTT hús, Ráðherrabústaður- ÍSLENSK grásteinsklæðning, Vesturgata 7 inn við Tjarnargötuna í Reykjavík. í Reykjavík. ■■ <"" "" '"‘"“'i1"1!1"1 pr i P.|: U|l .Lj 1 \ » 1 1 1 MÆLITÆKI KLÆÐNINGAREFNI í veðrunarþolsprófun Lottrœst klœðnlng - mœllglldl á loftraka (%HR) LoItbH Elnangrun Stoypa Klukkuitundlr frú byijun mcsllnga HITA- og loftrakastig bak við klæðningu Vettvangsmælingar Klæðningu húsa er ætlað að veija veggi hússins gagnvart veðráttu, m.a. slagregni, en ekki er hægt að útiloka að eitthvað vatn komist inn fyrir klæðningu. Með klæðningu ætti veggurinn innan við hana þó að vera mun þurrari heldur en án klæðningar og því síður hætta á skemmdum í steypu eða öðru burðar- efni. Eldri hús þar sem steypu- skemmdir eru orðnar áberandi, oft samfara miklum steypuraka, eru því iðulega klædd til að þurrka vegginn og koma þannig í veg fyrir áfram- haldandi skemmdir. Menn velta því oft fyrir sér hvem- ig ástand sé aftan við klæðningu og inni í klæðningakerfinu, t.d. hvernig raki og hiti er á mismunandi stöðum, og hvort klæðningin sé sú hlíf fyrír vegginn sem leitað er eftir. í þessu sambandi skiptir rakastig í steypu vitaskuld miklu máli, en einnig loft- raki þar sem mikill raki getur valdið skemmdum á klæðningu eða festing- um. Til þess að svara slíkum spurn- ingum hefur til þessa einvörðu iverið mælt rakstig í steypu bak við klæðn- ingu og þá alltaf aðeins stakar mæl- ingar með margra vikna millibili. Þessar mælingar hafa sýnt að út- þomun í steypu bak við klæðningu á sér stað, en ekki er vitað hver hlut- fallsraki er í reynd á hveijum tima. Að þessu sinni var ákveðið að kanna aðstæður bak við klæðningu og í steyptu undirlagi samfellt um lengri tíma með mælingum á hlutfallsraka. Þessar mælingar munu gera kleift að meta áhrif rakans á bendistál, steypu, festingar, timburgrind, ein- angran og klæðningu. Mælingarnar verða gerðar í þrem húsum um minnst 2 ára skeið og er um að ræða eldri hús sem eru ný klædd og klædda nýbyggingu. Mælingar hóf- ust í október 1994. Hita- og raka- nemum er komið fyrir í steyptum veggjum í einangran utan í útilofti utan við klæðningu. Með sírita verð- ur síðan fylgst með og skráð sjálf- virkt mæligildi í ölluin þessum punkt- um, á klukkustundarfresti til að byija með en síðar ef til vill með eitthvað lengra millibili. Mælitækin sem eru notuð era íslensk hönnun frá Fjöl- nemum hf. og getur hvert tæki, í þeirri uppsetningu sem hér er notuð, tekið við boðum frá tveim hitanemum og sex rakanemum. Skráningartækin geyma upplýs- ingamar á tölvutæku formi og með tölvu má lesa upplýsingarnar og vinna úr þeim. Á meðfylgjandi línu- riti er sýnt dæmi um hvernig útiloft- raki og hiti annarsvegar og lofthiti og raki bak við klæðningu hinsvegar sveiflast. Niðurstöður mælinga era þegar famar að gefa athyglisverðar upplýsingar en það þarf mælingar um mun lengri tíma til að geta met- ið áhrif klæðninganna betur. Væntanlegai’ niðurstöður úr 1. áfanga Þótt verkefnið Loftræstar útveggjaklæðningar sé á byijunar- stigi og aðeins hluta af 1. áfanga þegar lokið er ljóst að búast má við hagnýtum niðurstöðum úr verkefn- inu. Ur fyrsta áfanga má búast við leiðbeiningum um val festinga og hvaða eiginleikum þær þurfa að vera búnar varðandi styrk og tæringar- þol. Einnig er stefnt að því að miðla FRÁ slagregnsskáp Rb. reynslu sem fengist hefur með vett- vangsskoðunum og mælingum. Nið- urstöður athugana og prófana á klæðningarefnum sem verið er að gera á rannsóknastofunni verða einn- ig birtar. Allar þessar upplýsingar ættu að auðvelda val klæðninga og frágang í framtíðinni. Mælingar í slagregns- skáp munu skapa aukna þekkingu á áhrifum mismunandi fúgubils við erf- iðar veðuraðstæður hérlendis og ef vel tekst til munu nýjar deililausnir verða birtar í lok 1. áfanga. Vett- vangsmælingar munu afla upplýsinga um ýmsa þætti sem ekki hafa verið mældir áður a.m.k. hérlendis. Hér er átt við loftraka og efnisraka auk mismunandi loftþrýstings sem getur skapast við klæðningarnar vegna veð- urfarsáhrifa Allir þessir þættir koma hönnuðum og notendum loftræstra klæðninga til hjálpar til betri ákvörð- unartöku sem byggir á traustari þekkingu. Upplýsingar um klæðningar eru mjög þarfar vegna þess að heildar- kostnaður við loftræstar klæðningar er oft á bilinu 15.000-20.000 kr/m2 1 en getur þó verið bæði hærri og lægri. Næstu áfangar í 2. og 3. áfanga verkefnisins verð- ur haldið áfram að vinna á sömu braut og í 1. áfanga. Mælingar og prófanir á klæðningarefnum halda áfram bæði á vettvangi og inni á rannsóknastofu. Enn meiri áhersla verður lögð á gerð leiðbeininga til notenda og deililausna til að draga úr mistökum við fram- kvæmdir. Áhersla verður einnig lögð á nýþróun íslenskra klæðningarefna. I lokaskýrslu verður reynt að miðla allri reynslu og þekkingu sem verk- efnið skapar og ef vel tekst til gerð handbók með úrlausnum og leiðbein- ingum. Verkefnið er sarnstarfsverkefni Almennu verkfræðistofunnar, Byggingadeildar borgarverkfræð- ings, Istaks hf. og Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.