Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 18
18 D FÖSTUDAGUR 7. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA- OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI 18. 101 REYKJAVÍK Haukur Geir Garðarsson, viðskiptafr. Guðmundur Valdimarsson, sölumaður. Óli Antonsson, sölumaður. Gunnar Jóhann Birgisson, hdl. Sigurbjörn Magnússon, hdl. Fax 622426 FÉLAG ITfASTEIGNASALA Sími 62 24 24 Opið laugardag 12-15. ÞJONUSTUIBUÐIR Hjallasel Vorum að fá í sölu á þessum vinsæla stað lítið parhús á einni hæð m. sólskála í suð- ur. Eign í toppástandi. Mögul. á þjón. frá Seljahlíð. Verð 7,9 millj. Gullsmári — Kóp. 3ja og 2ja herb. íb. ofarl. í nýju lyftuh. fyrir eldri borgara. Teikn. á skrifst. Til afh. fljótl. EINB..PARH. OG RAÐHUS Háhæð — Gbæ Vorum að fá í einkasölu glæsil. 166 fm enda- raðh. á einni hæð ásamt 50 fm vinnulofti og bflsk. Sérstakl. vandaðar sórsmíðaðar innr. og gólfefni. Arinstofa. Vönduð eign fyrir vandláta. Hjallabrekka — Kóp. Falleg einb. á einni hæð ásamt bflsk./vinnu- aðst. á jarðh. Stofa, borðstofa, 4 svefnherb. Fallegt útsýni. Botnlangagata. Skipti ath. Verð 13,8 millj. Birkigrund - Kóp. í einkasölu vandað einb. á tveimur hæðum ásamt innb. bflsk. Góð stað- setn. v. botniangagötu. Mögul. á séríb. ð jarðh. Bein sala eða sklpti á ód. Hjallabraut — Hf. Vorum að fá í einkasölu glæsil. raðh. á tveim- ur hæðum með mögul. á sórib. á jarðh. Vönd- uð innr. og gólfefni. Góð staösetn. Skipti ath. Verð 15,3 millj. Bollagarðar — Settjnesi. Mjög gott 170 fm raðh. á tveimur hæðum. Stofa, 4 svefnh. Glæsil. útsýni. Bflsk. Skipti mögul. ó ódýrari. Verð 13,9 millj. Mosfellsbær — skipti Fallegt einb. á einni hæð ásamt. tvöföldum 52 fm. bflskúr. Stofa, boröst., 3-4 svefnh. Eldh. með nýjum innr. og tækjum. Arinn. Nýtt þak. Fallegur suðurgarður. Laust. Bein sala eða skipti 6 ód. eign. V. 12,0 m. Vesturbær - lækkað verð Nýtt 190 fm raðh. á tveimur haeðum m/ínnb. bílsk. á þessum vinsæla stað. Húsið er ekki fuilb. en vel ibhseft. Áhv. 8,1 m. húsbr. Verð aöeins 11.960 þús. Kópavogur — bilskúr Góð 5 herb. 111 fm neðri sérh. í tvíb. ásamt 37 fm nýl. bilsk. Gróðurhús. Bein sala eða skipti á ódýrarí fb. Verð 10,2 millj. 4RA-6 HERB. Stelkshólar — lækkað verð Falleg og vel umgengin 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Suðvestursv. Fallegt út- sýni. Lækkað verð 6,9 millj. Háholt - Hf. Tvær 4ra herb. íb. á 3. hæð (efstu) í nýju litlu fjölb. íb. eru fullb. og afh. strax. Verð 8,5 millj. Hraunbær Mjög falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Hús og sameign fyrsta flokks. Parket. Verð 7,4 millj. Engihjalli — laus Falleg 4ra herb. íb. ofarl. í lyftuh. Stórar suðursv. Fráb. útsýni. Hús nýl. yfirfarið og málað. Laus strax. Verð 6,9 millj. Dúfnahólar Falleg og rúmg. 4ra herb. íb. ofarl. í lyftuh. Parket. Fallegt útsýni. Laus strax. 3JA HERB. Efstasund — lán Mjög góð 3ja herb. ib. í kj. lítið niðurgr. Sérinng. Góð stofa, 2 rúmg. herb. Áhv. byggsj. rík. 3,3 millj. Verð 6,6 millj. Miðbærinn í sama húsi tvær 3ja herb. íb. ásamt vinnu- aðst. á jarðh. Seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Verð á íb. 4,5 millj. Kaplaskjólsvegur — gott verð Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. sameign. Laus strax. Verð 5,5 millj. Hrísmóar — Gbæ Glæsil. og rúmg. 3ja herb. íb. ofarl. í lyftuh. Þvherb. f Ib. Merbau-parket. Útsýni. Húsvörður. Laus strax. Verð 8,5 millj. Álfholt - Hf. Glæsil. ný 92 fm 3ja herb. íb. á jarðhæð í nýju 4ra-íb. fjölb. Suðurverönd. Parket. Þvherb. í íb. Verð 7,7 millj. SKÓLAVÖRÐUHOLT FYRIR FAGURKERA stórglæsil. 3ja- 4ra herb. íb. á 2. hæð. Öll endurn. að innan á mjög vandaðan og smekkl. hátt. Ef þú ert vandlátur kaupandi skoðaðu þá þassa. Ákv. sala. Seilugrandi — bílskýli Mjög falleg og rúmg. 3ja herb. endaíb. á ’ 3. hæð í góðu fjölb. Stæði í bílskýli. Park- et. Útsýni. Verð 8,4 miilj. Rauðalækur — laus Góð og björt 3ja herb. íb. i kj. m. sérinng. í fjórb. Nýtt gler, gluggar og rafm. Hús nýl. málaö. Laus. Lyklar á skrifst. Verð 6,5 millj. 2JA HERB. Vindás — gott lán Rúmgóð og falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð í fjölbýli sem er nýl. klætt að utan. Nýl. park- et. Áhv. 3,4 millj. byggsj. og húsbr. Verð 5,2 millj. Espigerði — laus Falleg 2ja herb. íb. á jarðh. í litlu fjölb. Út- gengt í suðurgarð. Parket. Laus strax. Verö 5,9 millj. Engihjalli — góð íb. Falleg 63 fm íb. ofarl. í iyftuh. Hús nýtekið í gegn að utan og málað. Mjög fallegt út- sýni. Verð 5,4 millj. Kárastígur Góð 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð í tvíbýli með sérinng. Góð staðsetn. Verð 4,2 millj. Vesturbær — gott lán Faiíeg 2ja herb. ib. á 3. hæð í nýl. húöl ósamt stæðl f btlskýli. Suðursv. Áhv. 3,3 millj. Byggsj. Verð 5,4 míllj. Keilugrandi — gott verð Falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í nýviðgerðu og máluðu húsi. Stæði í bílskýli. Parket. Suðursv. Verð aðeins 5,9 millj. Suðurgata — Rvk — nýtt Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. lyftuh. Stæði í bílskýli. Góð sameign. Vandað eldh. Verð 6,9 millj. Atvinnuhúsnæði Krókháls Til sölu 430 fm á jarðhæð (skrifst./lager- húsn.). Góðar innkeyrsludyr. Getur selst f tvennu lagi. Laust fljótl. liiíandi" hús tii> Laugaveghin tll söln HÚSIÐ að Laugavegi 70 er vandað timburhús. Það á sér mikla sögu eins og svo mörg eldri hús við Laugaveginn. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Asbyrgi. Til sölu er húseignin á Laugavegi 70. Um er að ræða timburhús um 70 fermetrar að grunnfleti, auk við- ^ byggingar. í þessu húsi er fædd og ' uppalin Bryndís Víglundsdóttir, skólastjóri Þroskaþjálfaskóla ís- lands. Hún sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðins að þetta hús hefði verið byggt 1902 af Guð- mundi vert, sem svo var kallaður. Það var byggt sem gistihús og rek- ið sem slíkt og þar komu og gistu og fengu greiðasölu bændur og menn sem komu austan úr sveitum til þess að versla. Pabbi minn, Víglundur Guð- mundsson, og afi keyptu húsið saman árið 1929 og um 1930 var komin verslun í þetta hús. Afí minn, Guðmundur Sigurðsson frá Stokks- eyri, setti þá upp verslun og seldi kramvöru, steinolíu, hveiti úr pok- um og kex frá Fróni, þegar kex- verksmiðja var komin. Þama var líka félagsmálastofnun hverfísins niðri í kompu, þangað kom fólk til afa og sagði honum frá sínum sorg- um. Hann hlustaði og sendi svo fólkið upp til ömmu til að fá kaffí. „ Gakktu upp til hennar Þórönnu og fáðu kaffí,“ sagði hann. Það komu líka menn eins og Oddur á Skaganum með hornið sitt og marg- ir slíkir. Þama komu fátæklingam- ir sem bjuggu í kring í niðurgröfn- um kjöllurum og það munaði um fyrir þetta fólk að fá kaffí og með því. Fiskbúð var í austari helmingnum Afí hafði líka búðina opna þann- ig að fólkið kom bara upp til hans utan verslunartíma, Tíu-ellefu búð- irnar eru ekki nýjar, afí fór niður með fólkinu og afgreiddi það hver: nær sem var, líka um helgar. í austari helmingi hússins var jafn- framt fískbúð til margra ára. Þá voru svo margar fískbúðir í hverfínu því byggðin var svo þétt. Ég fæddist árið 1934, en þá voru í þessu húsi fímm fjölskyidur. Það var svona í hveiju húsi á þessu svæði þá, enda var Austurbæjar- bamaskólinn þrísetinn þegar ég var krakki. Ég fæddist á fyrstu hæð- inni. Þar bjuggu foreldar mínir, en það var hæðin fyrir ofan búðina. Við vomm fjögur systkinin þá, seinna bættist eitt systkini enn í hópinn. Auk okkar vom á fyrstu hæðinni foreldrar mínir og vinnu- kona. Hæðin okkar var 60 fermetrar og af þeim leigðu foreldrar mínir fjögurra manna fjölskyldu. Við höfðum kannski 35 fermetra til afnota sjálf, þetta var lífið þá. Lífíð á Laugaveginn á þessum tíma var skrautlegt. í bakhúsinu, Laugavegi 70b, var ógrynni fólks og á milli húsanna vom kindakofar og hlaða. Svona var þetta og er ég þó ekki aftan úr fornöld. Við Lauga- veginn voru kindakofarí öllum bak- húsum. Þar sem Landsbankinn er, nr. 77, vom margir kindakofar og líka hesthús. Á Laugavegi 71 var jámsmiðja og við hlið hennar kinda- kofí og hesthús. Svona var mannlíf- ið á þessu svæði fyrir 50 ámm. Fyrsta sjoppan á Laugavegi 72 Ég bjó þarna þar til ég var 24 ára, þá flutti ég að heiman. Mér Ný standsett séreign í njarta borgarinnar Eigin er kjallari: Sérinngangur í einstaklingsíbúð sem er 2 herb., baðherb., geymslá og aðgangur að þvottahúsi. Hæð: Stofa, eldhús, borðstofa, forstofa og baðherbergi. Ris: Sjónvarpsstofa, 2 svefnherbergi og 17 fm svalir. Bílastæði og bílskúrsréttur fylgir. Samtals 148 fm. Verð 15,3 millj. Áhv. ca 5,0 millj. húsbr. Bein sala. Upplýsingar í síma 24220 milll kl. 19 og 20 fínnst ég alltaf vera að koma heim þegar ég geng Laugaveginn. Þar á ég heima í huganum. Þegar breski herinn kom tók hann næsta hús, nr. 68, þar sem núna er austari endinn á Karnabæ, gerði þar offís- eraíbúð efst uppi og sjúkraskýli. Þeir tóku líka bakhúsið á Lauga- vegi 70b og gerðu íbúð fyrir her- menn. Þeir fluttu líka í hluta af húsinu. Þar lágum við stundum á glugganum, bróðir minn og ég, og horfðum á menn í grænum fötum sem skáru sundur kartöflur og steiktu þær eins og kleinur. Við hlupum heim til mömmu og sögðu henni frá þessu og hún sagði. „Seg- ið þið ekki þessa vitleysu, það steik- ir enginn maður kartöflur." Seinna fór ég Bandaríkjanna og það fyrsta sem ég fékk þar voru franskar kart- öflur og hamborgari. Fyrsta sjoppan sem var sett á stofn á íslandi var einmitt á Lauga- vegi 72, þar sem nú er skartpripa- búð. Þar setti fólk upp sjoppu og „aðskiljanlega“ þjónustu við her- menn. Þá fór maður að sjá lífið í fróðlegum myndum, margt breytt- ist á Laugaveginum við að her- mennirnir komu, við krakkarnir urðum alltaf að koma svo snemma inn og máttum ekki lengur vera úti eftir að farið var að skyggja. Móðir mín býr enn á Laugavegi 70 og það er verslun á neðri hæð- inni. Við höfum stundum talað um hvað umhverfið þar hefur breyst að því leyti hvað allt er orðið hreinna en það var, áður lá ský af ryki og kolareyk yfir svæðinu en nú er allt svo hreint. Ég man þegar heita vatnið kom í húsið, hvílíku dýrðar- innar dagur. Það var líka annað sem skapaði mikið hreinlæti. Öskutunnur voru opnar áður og rottur léku sér í þeim, en svo var farið að loka tunnunum, Það var stór liður í auknu hrein- læti og betra umhverfi. En ýmislegt fleira hefur breyst, þetta er ekki fyrst og fremst fjölskylduumhverfí lengur — heldur viðskiptaumhverfi. Við lékum okkur áður fyrr í bolta- leik á kvöldin á götunni og settum vaktmann við Vitastíginn — ef það skyldi koma bíll. Þá var hóað og þá fór maður af götunni á meðan. Nú þyrfti maður að hóa mikið ef maður ætti að vera í boltaleik á Laugaveginum á kvöldin Vel viðað og vel einangrað Laugavegur 70 er timburhús og afskaplega lifandi, það eru svo mik- il hljóð í timburhúsum. Gluggamir voru með mörgum litlum póstum og ekki stórir. Pabbi skipti um glugga og setti stórar rúður í og gerði húsið nýískulegt. Hann gerði margt fleira við það, bætti t.d. ein- angrun svo hætti að blása gegnum veggina. Núna er það vel einangrað. Þegar farið var að eiga við húsið 1954 kom í ljós að það var mjög vel viðað og hafði verið vandað vel til þess í upphafí. Pabbi lagði mikla áhersu á að halda því vel við að utan og innan. Mér er í barnsminni þegar hann var að fara á fætur fyrir allar aldir til þess að sápuþvo það að utan. Hann var mjög snyrti- legur maður. Inngangur hjá okkur var bak- dyramegin og gengið nánast inn í eldhúsið. Svo byggðu foreldrar mín- ir við húsið árið 1954 og bættu við gangi og svefnherbergi. Þá vorum við börnin að fara að heiman. Lífíð heldur áfram og aðstæður fólks breytast. Við höfum farið okk- ar leið, krakkamir, og eignast okk- ar heimili annars staðar, en mamma mín, Margrét Grímsdóttir, þarf ekki lengur á öllu þessu húsnæði að halda. Þess vegna á selja gamla húsið okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.