Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 24
24 D FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell KRISTINN H. Einarsson, framkvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema, fyrir framan iðnnemasetrið að Bergþórugötu 23, en það var fyrsta húsið, sem keypt var í því skyni að breyta því i íbúðir fyrir iðnnema. Þar eru núna átta íbúðir og bókabúð fyrir iðnnema. Félagsíbúóir iónnema í mikl- inn uppgangi Ljósm. FÍM Matthías Skúlason í SÍÐASTA mánuði keyptu Félagsíbúðir iðnnema þrjár efri hæðimar í húsinu við Laugaveg 5 og em framkvæmdir við endurnýjun þeirra þegar hafnar. Þar verða litlar stúdíóíbúðir ætlaðar fyrir baralaus pör. Framkvæmdum við þetta hús á að vera lokið fyrir miðjan maí. NÚ standa yfir miklar endurbætur við húsin að Njálsgötu 65 og Lauga- vegi 5 í Reykjavík, sem bæði eru virðuleg eldri hús í gamla bænum. Ætlunin er að breyta þessum húsum í íbúðir fyrir iðnnema. Þama eru að verki Félagsíbúðir iðnnema, en það er sjálfseignarstofnun, sem Iðnnema- samband íslands og Skólafélag Iðnskólans í Reykjavík standa að. Þessari stofnun var komið á fót 1991 og hefur hún gerzt æ stórtækari í fram- kvæmdum af þessu tagi á undanfömum ámm og þegar keypt og end- umýjað nokkur hús. Á þennan hátt hafa þessi hús fengið nýtt og mikil- vægt hlutverk. Sögufrægasta húsið er vafalaust Bjamaborg, sem gert var upp í fyrra og þar innréttaðar fimmtán íbúðir fyrir iðnnema. Morgunblaðið/Þorkell ÞESSI mynd er tekin inni í iðnnemasetrinu að Bergþórugötu 23. í þessu húsi eru nú fimm tveggja herb. og þrjár þriggja herb. íbúðir fyrir iðnnema. Astæðan fyrir þessum fram- kvæmdum er mikil þörf, sagði Kristinn H. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema í viðtali við Morgunblaðið. —'Allt frá því við hófum þessa starfsemi 1991, hefur eftir- spumin vaxið ár frá ári. Nú höfum við til umráða 23 íbúðir og 18 her- bergi, sem duga hvergi til þess að mæta þörfinni. Því er nauðsyn á frekari framkvæmd- um. Þegar lokið er við húsin að Njálsgötu 65 og Laugavegi 5, mun- um við hafa til umráða 26 íbúðir og 34 herbergi. Fyrsta húsið, sem Félagsíbúðir iðnnema keyptu með það fyrir aug- um að breyta því í íbúðir fyrir iðn- nema, var húseignin Bergþómgata 23. — Þar em nú fimm tveggja herb. og þrjár þriggja herb. íbúðir. Þær minni eha á bilinu 50-60 ferm. og þær stærri 70-80 ferm., segir Kristinn. — Síðan eignuðumst við 2. hæð hússins við Vesturgötu 17. Þar hafði verið skrifstofa í mjög niðumíddu húsnæði og því fengum þetta húsnæði á mjög hagstæðu verði. Þar höfum við látið innrétta 8 herbergi. Inni í þeim öllum er rúmgóður fataskápur, lítill ísskápur og skrifborð og í þessu húsnæði er ennfremur eldunaraðstaða, les- stofa, snyrting o. fl. Þetta er eins og stórt heimili, þar sem 7-8 náms- menn búa saman og hafa sameigin- legt eldhús. Á Ránargötu 12 hafa Félagsíbúð- ir iðnnema tekið í notkun tíu her- bergi, en i þessu húsi var áður gisti- heimilið Víkingur. Þar er einnig kjallaraíbúð fyrir umsjónarmann með húsinu. Þetta húsnæði er leigt út yfír vetrartímann til félags- manna Iðnnemasambandsins og síðan rekið sem gistiheimili fyrir ferðamenn yfir sumartímann. Síðast en ekki sízt má svo nefna Bjamaborg að Hverfísgötu 83. Þar eru 15 íbúðir í kringum 50-ferm hver og í því húsi er líka sameigin- legt þvottahús og lesstofa, þar sem íbúamir geta haft næði til þess að stunda heimanám auk leikherbergis fyrir böm. Fimmtán herbergi á Njálsgötu 65 Endurnýjun hússins að Njálsgötu 65 er vel á veg komin og stefnt að því að taka húsið í notkun, áður en heimsmeistarakeppnin í hand- bolta hefst 5. maí. Félagsíbúðir iðn- nema keyptu þessa húseign í fyrra í samvinnu við byggingafyrirtækið Október hf., sem stjórnar fram- kvæmdunum við húsið og mun reka þar gistiheimili yfir sumartímann, en iðnnemar hafa síðan umráð yfir íbúðunum á veturna. Kostnaðará- ætlunin fyrir framkvæmdirnar við húsið er tæplega 50 millj. kr. Hönn- uður er Kristinn Ragnarsson arki- tekt, en hann hefur hannað þær breytingar, sem Félagsíbúðir iðn- nema hafa látið gera á húsum sín- um. Félagsíbúðir iðnnema eru fjár- magnaðar upp að 90% með lánum úr Byggingarsjóði verkamanna, en þessi lán eru til 50 ára og með 1% ársvöxtum. Þessar íbúðir eru því fjármagnaðar á sama hátt og stúd- entagarðarnir. — Samningurinn við fyrirtækið Október hf. er mjög hagstæður fyrir okkur, því að það ' leggur fram þau 10%, sem okkur bar að leggja fram við endurnýjun Njálsgötu 65, segir Kristinn. — I þessu húsi verða fimmtán her- bergi, þar af fjögur herbergi, sem eru sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. — Þá geta fatlaðir iðnnemar, sem þurfa á hjólastól að halda, búið þar. Allt húsið verð- ur útbúið þannig, að þar verði gott aðgengi fyrir fatlaða og markmiðið er að koma í veg fyrir það, að þeir einangrist saman i sambýli, heldur búi innan um þá, sem eru ófatlaðir. í síðasta mánuði keyptu Félags- íbúðir iðnnema þijár efri hæðirnar í húsinu ■ við Laugaveg 5 og eru framkvæmdir við endurnýjun þeirra þegar hafnar. — Þar er um sam- starfsverkefni okkar við Þróunarfé- lag Reykjavíkur og borgina að ræða og það er þáttur I verkefni, sem ber heitið “íbúð á efri hæð“, segir Kristinn. — Þar ætlum við að inn- rétta litlar stúdíóíbúðir, sem eru fyrst og fremst hugsaðar bamlaus- um pörum. Framkvæmdum við þetta hús á að vera lokið fyrir miðj- an maí. Framkvæmdaaðili þar er bygg- ingafyrirtækið Hrímgull, sem hefur sérhæft sig í vistvænum íbúðum. — Við endurnýjun þessa húss verða einungis notuð vistvæn efni, eftir því sem frekast er unnt, þannig að fólk, sem þjáist af ofnæmissjúk- dómum eins og astma geti búið þar, segirKristinn. - Við viljum líka geta sýnt fram á það með þessum framkvæmdum, að það er ekki dýr- ari kostur að velja náttúrvæn og vistvæn efni en önnur efni. Eitt ódýrasta leigu- húsnæðið á markaðnum — Þegar við auglýstum eftir umsóknum í fyrrasumar, bárust svo margar umsóknir, að við hefðum getað leigt út miklu meira húsa- næði, en það sem við höfðum til ráðstöfunar, heldur Kristinn áfram. — Þetta er ekki að ástæðulausu. Ég tel, að við séum að bjóða eitt ódýrasta leiguhúsnæði, sem til er á markaðnum. Meðalleiga fyrir íbúðir okkar í Bjamaborg er um 25.000 kr. á mánuði. Öllum íbúðunum þar, sem eru nýstandsettar, fylgir ís- skápur og mjög góð aðstaða eins og sameiginlegt þvottahús. íbúarnir þurfa því ekki að fjárfesta í slíkum tækjum, því að þau eru öll til stað- ar. Sama sögu má segja um íbúðir okkar við Bergþórugötu. Mánaðarleiga fyrir herbergi, sem við leigjum út, er 13-16.000 kr. með hita og rafmagni. í þeim eru nauðsynlegustu húsgögn í hveiju herbergi og lítill ísskápur auk ann- arar aðstöðu, sem lýst var hér að framan. Alls munu Félagsíbúðir iðnnema hafa fjárfest í húsnæði fyrir 230-240 millj. kr., þegar fram- kvæmdum við Laugaveg 5 og Njáls- götu 65 er lökið. Langstærsta fram- kvæmdin var Bjarnaborg, sem kost- aði um 90 millj. kr. En hvaðan fá þessi samtök fjármagn til þess að reka starfsemi sína. — Eins og fram er komið, lánar Byggingarsjóður verkamanna 90% af því fé, sem þarf til framkvæmdanna, segir Kristinn. — Leigutákjur af húsnæði okkar er svo um 11 millj. kr. á ári. Helmingurinn af þeim fer í af- borganir af lánum, en síðan er lagt til hliðar fé í stofnsjóð og svo í sér- stakan sjóð, sem á að standa undir viðhaldi á fasteignum okkar. Þar sem starfsemi okkar er enn það ný af nálinni, þá stöndum við enn ekki frammi fyrir neinum stór- um viðhaldsverkefnum og höfum fyrst og fremst einbeitt okkur að framkvæmdum. En það kemur að sjálfsögðu að því. í vor verður í fyrsta sinn gerð úttektar- og við- haldsáætlun á húsnæði okkar með aðstoð byggingafróðra manna. Þessi þáttur í rekstrinum á vafa- laust eftir að aukast mjög mikið í framtíðinni og því er ráð fyrir því að leggja í viðhaldssjóð um 3 millj. kr. á ári. AJIar félagsíbúðir iðnnema eru í eldri húsum á ýmsum stöðum í Reykjavík. — Það felst mikið hag- ræði í því fyrir nemendur að búa í nágrenni við skólana, þar sem þeir eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.