Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 14
14 D FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Á Seltjarnarnesi setja útsýnið og hreinleikinn svipmót á byggðina Fasteignamarkaðurinn á Seltjamamesi hef- ur mótazt af meiri eftirspum en framboði og því hefur verð þar verið hátt. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um fast- eignamarkaðinn á nesinu. HJÁ fasteignasölunni Þingliolti er nú til sölu fallegt einbýlishús við Sævargarða 4. Húsið er 240 ferm. auk 50 ferm. bílskúrs. Útgangur er á steypta verönd út í sundlaug, sem er nálægt 30 ferm. og umhverfis lóðina eru góðir skjólveggir. Á þessa eign eru settar 18,5 millj., kr. en henni fylgja gömul byggingarlán að fjárhæð 2,5 millj. kr. SELTJARNARNES hefur nokkra sérstöðu á meðal bæjarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Bærinn er lítill, en talsvert út af fyrir sig og því nokkuð fyrir utan skarkala borgarinnar en samt í næsta nágrenni. Fasteigna- markaðurinn þar hefur einkennzt af meiri eftirspum en framboði og fast- eignaverð í bænum því yfirleitt verið hátt. Þar við bætist, að mjög lítið er eftir af lóðum. Því má gera ráð fyrir, að lítið framboð verði þar af nýjum eignum í framtíðinni og við- Fasteignamiðlun Sigurður Óskursson tðgg.fasteigna- og sldpasali Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík FÉLAG flFASTEIGNASALA SÍMI 588-0150 Fax 588-0140 Kauðendur - seljendur! Nú er rétta tækifærið til að selja eða kaupa. Skoð- um og verðmetum sam- dægurs. Skoðunargjald innifalið í söluþóknun. Eldri borgarar Miðleiti - Gimli. Tii söiu fráb. 80-90 fm (b. Glæsil. sameign. Parket. Sólskýli. Bílageymsla. Verð 9,5 millj. Einbýli - raðhús - parhús Klukkurimi. Glaesil. 170 fm einb. m. innb. bílsk., nánast fokh., innst f rólegri götu. Frábær staðs. Hagst. kjör. Uppl. og teikn. á skrifst. Háagerði. Vandað raðh. m. innb. bílsk. Til greina kemur að taka minni eign uppí. Verð 12,5 millj. Prestbakki. Til sölu vandað 211 fm raðh. með innb. bílsk. Fráb. hverfi og hagstætt verð 11,9 millj. Háagerði. Vandað raðh. með innb. bílsk. Til greina kemur að taka minni eign uppí. Verð 12,5 millj. Kársnesbraut - Kóp. Giæsii. 165 fm einb. meö 43 fm bílsk. Vandaðar innr. Sólhýsi. Útsýni. Skipti á minna sérbýli eða sérh. í Kópavogi eða Garðabæ. Húsahverfi. Fallegt og vel skipul. raðh. á tveim hæðum. Áhv. 6,1 millj. Verð 11,4 millj. Miklabraut. Til sölu 160 fm 6 herb. raðhús á þremur hæðum. Bílskúr. Fal- legur garður. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 9,5 millj. Sérhæðir Kópavogur - Vesturbær. Til sölu vandaðar sérhæðir. Gott verð. Uppl. á skrifst. búið, að fasteignaverð þar muni af þeim sökum frekar hækka en lækka, þegar fram í sækir. Byggð er talin hafa verið á Sel- tjarnarnesi frá landnámstíð. Þar bjuggu stórhöfðingjar, enda af tölu- verðu af taka, því að auk landbún- aðar var þar rekinn mikill sjávarút- vegur. Á síðari hluta 19. aldar var mikill uppgangur á Seltjamarnesi. en þá bjuggu þar útvegsbændur, sem stunduðu mikla útgerð á opnum bát- um og síðan þilskipum. Hélzt svo vel fram yfir aldamótin, þar til kútter- Fannafold - stór sérhæð. Ný- komið á skrá 197 fm neðri sérhæð í steyptu tvíb. Rúmg. bjartar stofur. Sauna og falleg frág. lóð. Fráb. eign fyrir stóra fjölskyldu. Áhv. 5,0 millj. Verð 10,9 millj. Vesturgata - laus. Bráðskemmt- il. 80 fm 3ja herb. íb. á tveimur hæðum I 3ja íb. húsi. Nýjar innr. Laus strax. Verð 5,9 millj. Lyklar á skrifst. Hlaðbrekka — Kóp. Til sölu falleg 65 fm neðri hæð I vönduðu nýmáluðu tvíbýlish. Lokaður garður. Rólegt hverfi. Áhv. byggsj. -3,3 millj. Verð 6,9 millj. Skipti á stærri eign helst á bygg- ingast. 4ra-5 herb. íb. Hrafnhólar. Rúmg. ogfalleg 108fm íb. á 4. hæð í lyftubl. Frábært útsýni. Bílskúr. Skipti á sérbýli I Breiðholti. Verð 8,9 millj. Fellsmúli. Fráb. 113 fm 4ra herb. parketlögð íb. á 4. hæð. Útsýni. Áhv. hagst. lán. Verð 7,8 millj. Háaleitisbraut. Falleg 106 fm íb. á 4. hæð. Útsýni. Bílskúr. Góð stað- setn. Öll blokkin ný yfirfarin. Skipti á minni eign. Verð 8,5 millj. Veghús - Grafarvogi. Rúmg. 112 fm íb. á 2. hæð í vönduðu fjölb. Áhv. 3,9 millj. Verð 8,9 millj. 3ja-4ra herb. Reykás. Til sölu björt og falleg 91 fm íb. á 2. hæð. Útsýni og sameign í sérfl. Áhv. byggsj. 1,7 millj. V. 8,7 m. Spóahólar - útsýni. Tii söiu 76 fm íb. á 2. hæð I góðu fjölb. Skipti. Hagst. greiðslukjör. Verð 6,5 millj. Álfheimar. Hlýleg 97 fm íb. á 3. hæð I fjölb. Vinsælt hverfi. Verð 7,4 millj. 2ja herb. íb. Hamraborg - Kóp. Hlýleg 58 fm íb. á 2. hæð I lyftublokk. Inng. I bíla- geymslu. Verð 4,9 millj. Ásvallagata. Hlýleg 44 fm íb. á 1. hæð. Frábær sameign. Áhv. byggjs. 2,7 millj. Verð 4,9 millj. Vesturberg. Falleg 57 fm íb. á 3. hæð. Frábær sameign. Verð 5,3 millj. Vallarás. Ljómandi skemmtil. og vel búin 54 fm suðuríb. á 5. hæð I lyftu- húsi. Parket. Áhv. húsbr. 2,4 millj. Verð 5,4 millj. Atvinnuhúsnæði Engjateigur - listhús. Glæsii. 45 fm verslunarhúsn. Hagstætt verð og fráb. kjör. Laust. Uppl. á skrifst. amir komu til sögunnar, en vegna hafnleysis reyndist útgerð þeirra frá Seltjarnamesi miklum örðugleikum bundin. Eftir það lifði fólk á Seltjarnar- nesi um hríð einkum á landbúnaði, en honum fór að hraka á árum síð- ari heimsstyijaldarinnar. Þá var byggð tekin að þéttast í landi Lamba- staða og síðan reis þéttbýli í landi Bakka og í Hrólfskálalandi. Varanleg þéttbýlismyndun á þeim hluta Sel- tjamamess, sem liggur framan við land Reykjavíkur, var staðfest með því, að nesið var gert að kaupstað árið 1974. Þá voru íbúar þar um 2.500, en eru nú rúml. 4.500. Nú er bærinn fyrst og fremst íbúð- arsvæði og atvinnuhúsnæði þar mið- ast fyrst og fremst við verzlun og aðra þjónustu, sem þjónar byggð- inni, en iðnaðarsvæði er aðeins á litl- um skika við Bygggarða i útjaðri bæjarins að norðanverðu. Þetta skiptir vissulega miklu máli fyrir byggðina, því að hreinleikinn er þar áberandi. Sjávarútsýni hvergi meira Báðum megin á nesinu liggur byggðin upp frá ströndinni upp á Valhúsahæð. Mikið er um hús á einni hæð á góðum lóðum og þau yfirleitt skipulögð þannig, að þau taki sem minnst útsýni hvert frá öðru. Sjávar- útsýni er hvergi meira og ferskur hafblærinn alls staðar til staðar. Norðan megin er útsýnið til norðurs út yfír sundin, en síðan blasa við Skarðsheiði og Akrafjall að ógleymdri Esjunni. Sunnan megin er útsýni yfir sjóinn til Reykjanes- fjallgarðs. Þó að húsin séu meira áveðurs norðan megin, hafa þau vegna útsýn- isins þar gjaman verið eftirsóttari en húsin sunnan megin á nesinu. Þetta kemur fram í verði og þó að sá munur sé ekki ýkja mikill, er hann engu að síður til staðar. Dýrustu húsin á Seltjarnarnesi eru samt hús- in á sjávarlóðunum sunnan megin. Þau hafa verið nánast ófáanleg og eru afar dýr, þá sjaldan þau koma í sölu. Mörg af þessum húsum eru einstök og mikið í þau borið. Ekki er óalgengt, að bátaskýli séu á lóðun- um fyrir báta eða skútur, enda góð aðstaða til siglinga á sjónum fyrir utan. Há fjölbýlishús eru aðallega við Austurströnd norðan megin á nesinu, en þau voru byggð af Byggung á síðasta áratug. Þessar íbúðir eru fremur litlar og hafa einkum verið eftirsóttar af ungu fólki, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Þær stoppa stutt í sölu og verð á þeim hefur verið fremur hátt miðað við markaðs- verð á slíkum íbúðum. Á efstu hæð- unum eru stærri íbúðir, sem eru mjög eftirsóttar og hafa selzt á háu verði, ekki hvað sízt vegna stórkost- legs útsýnis til norðurs. Á götuhæðum þessara fjölbýlis- húsa eru ýmiss konar þjónustufyrir- tæki og stofnanir og þar fyrir fram- an eru bankaútibú, en auk þess er Eiðistorg með alla sína þjónustu þama í næsta nágrenni. Sunnan megin á Seltjarnamesi eru fjölbýlishús við Lindarbraut og Vall- arbraut. Þessi hús eru yfirleitt ekki há og með sérhæðum. Verð á þeim er frekar hátt miðað við það, að þetta eru ekki mjög stórar hæðir og það í húsum, sem gjaman eru orðin 20-30 ára gömul. Hátt verð skýrist af því, að framboð á þeim er lítið en eftir- spumin er góð. Nýtt hverfi í Kolbeinsstaðamýri Lítið er um nýbyggingar á Sel- tjamarnesi. í Kolbeinsstaðamýrinni svonefndu, sem stendur við Nesveg næst Reykjavík, er þó risið nýtt hverfí með raðhúsum, parhúsum og nokkrum fjölbýlishúsum. Þetta hverfi hefur byggzt upp á mjög skömmum tíma og skemmtilegt er að sjá, hve það er orðið gróið og fallegt á örfáum árum. Hús og íbúðir þar þykja yfir- leitt vel heppnuð og em í háu verði eins og annars staðar á nesinu. Helzt má að því finna, að þröngt er um aðkeyrslu að sumum þeirra. Við Kirkjubraut hafa nýlega verið byggð nokkur einnar hæðar parhús með bílskúrum fyrir eldri borgara. Þessi hús hafa verið afar eftirsótt og selzt vel. Á Valhúsahæðinni hafa risið nokkur hús á einni hæð og þar eru örfáar lausar lóðir til sölu nú. Hagvirki átti þessar lóðir og hugðist byggja á þeim, en það gekk ekki eftir. Þessar lóðir eru í eigu íslands- banka nú. Nokkru vestar hafa risið örfá ein- býlishús á stórum lóðum, sem eru frá 800 upþ í rúma 1.000 ferm. Þetta eru glæsileg hús í skemmtilegu um- hverfi, en þarna eru móar og holt, sem bjóða upp á mikil tækifæri í framtíðinni, hvað varðar skemmti- legar lóðir og garða. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir nýju íbúðarsvæði vestan við núverandi byggð. Miðað er við að þar rísi nær 30 hús, sem taki mið af þeirri byggð, sem fyrir er á Sel- tjarnarnesi, en hafi samt sitt eigið yfirbragð. Bygging þeirra er þó ekki hafin enn og þar kann að ráða nokkru um, að lóðir á þessu svæði eru eignar- lóðir, eins og annars staðar á Sel- tjamarnesi. Þeim er því ekki úthlutað af bænum og eru vafalaust mjög dýrar. Á þessu svæði er Nesstofu- safn, sem hefur mikið menningar- sögulegt gildi. Óhætt er að fullyrða, að á Seltjarn- arnesi sé fyrir hendi öll sú þjónusta, sem nútíma bæjarfélag þarf á að halda. Við Eiðistorg er mikil verzlun- ar- og þjónustumiðstöð. Þar eru Hagkaup, ÁTVR, banki, afgreiðsla pósts og síma, læknastofur og veit- ingastaður fyrir utan sérverzlanir og önnur þjónustufyrirtæki. Skammt frá Eiðistorgi er ennfremur Bónus með myndarlega verzlun. Aðstaða til menningar og mennt- unar er ekki síðri á Seltjarnarnesi, en þar sem bezt lætur annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við Skóla- braut er Valhúsaskóli, sem er fram- haldsskóli, í glæsilegri byggingu. Rétt hjá eru heilsgæslustöð, tónlist- arskóli og bókasafn í einni byggingu og þar fyrir neðan íþróttahús og sundlaug bæjarins í einni byggingu og í enda hennar er félagsheimilið. Sundlaugin er afar vinsæl og mik- ið sótt af fólki annars staðar að á höfuðborgarsvæðinu. Seltjarnes- kirkja stendur neðarlega í Valhúsa- hæð, fallegt og veglegt guðshús. Bamaskólinn er í Mýrarhúsaskóla, sem er einsetinn, en nú er verið að ljúka við nýbyggingu við hann. Leik- skólar eru þrír. Sumir teíja, að það hljóti að vera erfítt að búa norðan megin á Sel- tjarnarnesi fyrir saltroki og erfiðleik- um háð, að koma þar upp fallegum görðum. Slíkar skoðanir eru samt NORÐAN megin er útsýnið til norðurs út yfir sundin til Esju. Vantar nú þegar: • Einbýli eða raðhús í Fossvogi eða Smáíbúðahverfi. • Sérh. eða 3ja-4ra herb. íb. í Hlíðum, Teigum eða Vogum. • Eignir í Kleppsholti og vesturbæ. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Vogum og Sundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.