Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ u. 'I FRÉTTIR Ársreikningar bæjarsjóðs Hornafjarðar Peningaleg staða nei- kvæð ÁRSREIKNINGAR bæjarsjóðs Homafjarðar fyrir árið 1994 hafa verið samþykktir í bæjarstjórn. Þar kemur fram að peningaleg staða var neikvæð um 138 milljónir um síðustu áramót og veltufjárstaða var neikvæð um 13,8 milljónir. Þetta eru fyrstu ársreikningar eftir sameiningu þriggja hreppa, Nesjahrepps, Mýrarhrepps og Hafnar, á miðju síðasta ári og því erfitt að bera saman reikninga og íjárhagsáætlun síðasta árs. I frétt frá bæjarstjóra kemur fram að rekstrarhalli var 9% af skatttekj- um, sem stafar af framkvæmdum við gatnagerð, holræsagerð og uppbyggingu gámavalla sem varð að flýta en vemlegar breytingar urðu á sorpurðunarmálum bæjar- ins á síðasta ári. Skatttekjur 234,3 millj. Helstu niðurstöður em að skatt- tekjur vora 234,3 millj. og rekstr- argjöld án fjármagnsgjalda vom uiri 138 Mikið tap á rekstri félags- legra íbúða 164,9 millj. eða 70,4%. Veltufjár- staðan var neikvæð um 13,8 millj. og versnaði um 52,1 millj. á árinu. Fram kemur að ástæðan sé rekstrarhalli og óvenju miklar af- borganir langtímalána á síðasta ári. Rekstur kaupleiguíbúða Peningaleg staða bæjarins versnaði því um rúmar 30 millj. á síðasta ári og var neikvæð um 138 millj. eða um 59% af skatttekjum. Þá segir, „Þetta er óæskilega stórt hlutfall þó ekki sé á neinn hátt hægt að segja að farið sé að nálg- ast hættumörk. Bókfært eigið fé bæjarsjóðs var 409 millj. Bæjar- stjórn er sammála um að stefna að því að peningaleg staða fari niður fyrir 40% á kjörtímabilinu." millj. Fram kemur að -rekstur al- mennra og félagslegra kaupleigu- íbúða hafi verið umtalsverður á síðasta ári. Leigutekjur urðu 6,5 millj., en gjöld 8,1 millj. og tap á rekstrinum var 1,6 millj. Jafnframt segir að þegar farið er í saumana á rekstri íbúðanna, en hann er bundinn ákveðnum lagasetningum, komi í ljós að ekki er mögulegt að hann beri sig. „Þessi staðreynd kallar á endurskoðun á félagslega íbúðakerfinu. Endurskoðunin er mjög aðkallandi vandamál sem stjómvöld þurfa að taka á hið fyrsta." Samhliða afgreiðslu ársreikn- inga var samþykkt endurskoðuð íjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1995. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 42,6 millj. án afborgana langtímalána. Greiðsluafkoma er áætluð jákvæð um 11 millj. og er gert ráð fyrir að hreint veltufé aukist um 31 millj. Morgunblaðið/Þorkell Skoðuðu flóðamyndir NORSKI sendiherrann Nils O. Dietz og eiginkona hans Ingela Dietz heimsóttu í gær ljósmynda- sýningu Morgunblaðsins, sem haldin er undir yfirskriftinni Flóð- in í Noregi. Með þeim í för var sendiráðsritarinn Oyvind Stokke. Sýningin var sett upp í kjölfar ferðar Kristins Ingvarssonar Ijós- myndara og Urðar Gunnarsdóttur blaðamanns á flóðasvæðin í Nor- egi til að gera grein fyrir hinum miklu náttúruhamförum. Flóðin hófust um siðustu mánaðamót í austurhluta Noregs og eru ein mestu flóð sem orðið hafa frá árinu 1789. Þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti 120.000 ferkílómetr- ar ræktaðs lands fóru undir vatn. Á myndinni eru talið frá vinstri Urður Gunnarsdóttir blaðamaður, Oyvind Stokke sendiráðsritari, Ingela Dietz sendiherrafrú, Krist- inn Ingvarsson ljósmyndari og Nils O. Dietz sendiherra. ( I i i I i í 1 I Borgarstjóri afhjúpar fimm upplýsingaskilti Morgunblaðið/Emilía INGIBJÖRG Sólrún, borgarstjóri, og Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri, við eitt upplýsingaskiltanna sem búið er að setja upp í Elliðaárdalnum útivistarfólki til fróðleiks. Stjórnarformaður MIL um Atlantsál Attum verulegan [ þátt í undirbúningi » vík. „Það á eftir að koma í ljós hvort Fróðleiks- molar við Elliðaár UPPLÝSINGASKILTI, fimm talsins, hafa verið sett upp í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Skiltin voru afhjúpuð í gær, föstudag, af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttir, borgar- stjóra. Það er Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis sem á frumkvæðið að uppsetningu skiltanna og að sögn Baldvins Tryggvasonar, sparisjóðs- stjóra, vilja sparisjóðsmenn endurgjalda Reykvíkingum og íbúum nágrannabyggðanna það traust sem þeir hafa sýnt sparisjóðnum á liðnum árum og veita þeim hlutdeild í vel- gengni hans. A skiltunum, sem eru 0,75x1,2 metrar að stærð, eru þrjú kort. Tvö kortin eru eins á öllum fimm skiltunum. Ann- að þeirra er stórt kort af Ell- iðaárdalnum þar sem örnefna er getið og vitnað til sögu- legra atburða tengdra daln- um. Hitt kortið sýnir vega- lengdir göngu- og skokkleiða. Þriðja kortið geymir upplýs- ingar um sögu og umhverfi þess svæðis sem skiitið stend- ur á. Hönnun og umsjá með gerð skiltanna var í höndum Árna Tryggvasonar, arkitekts, en Reynir Vilhjálmsson, lands- lagsarkitekt, var til ráðgjafar, GEIR A. Gunnláugsson, stjórnarfor- maður Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL), segir að skrifstofan hafi átt allverulegan þátt í undirbúningi Atl- antsálsmálsins og hið sama megi segja um fyrirhugaða stækkun ál- versins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri gagnrýndi starf skrifstof- unnar í Morgunblaðinu á miðvikudag og sagði meðal annars nauðsynlegt að fram fari „faglegt endurmat á skipulagi markaðsrannsókna“ sem fram hafi farið á vegum markaðs- skrifstofunnar. Geir segir að skrifstofan hafi ekki verið starfrækt nema sjö ár og að markaðsstarf og -kynning séu mjög tímafrek. „Atlantsálsmálið var kom- ið á lokastig þegar efnahagsaðstæð- ur í heiminum breyttust til hins verra og það er varla hægt að kenna okk- ur um það,“ segir Geir. Mikil kynning Hann segir ennfremur að mark- aðsskrifstofan eigi stóran þátt í fyrir- hugaðri stækkun álversins í Straums- af stækkun verður eða ekki og það getur verið að einhveijar aðstæður sem við ráðum ekki við komi í veg fyrir hana. Á undanfömum árum hefur verið unnið að mikilli kynningu á aðstæðum á íslandi, bæði austan ) hafs og vestan, og það á eftir að sýna sig hvort það starf ber árangur.“ Geir segir jafnframt að starfs- menn skrifstofunnar hafi oft talið æskilegt að fá meira fé en það hafi verið niðurstaða stjórnar Landsvirkj- unar og iðnaðarráðuneytisins að nota ekki meira. „En við höfum oft fengið viðbótarfé þegar verkefni hafa kallað á það,“ segir hann. „Þeir sem hafa starfað í þessu lengi voru komnir á þá skoðun að betra væri að hafa hljóðar um sig. Fréttir hafa oft borist af því á undan- förnum árum að eitthvað væri að gerast sem ekki hefur verið raunin á, þannig að við höfum ekki talið rétt að hafa mjög hátt um okkar starfsemi á undanförnum misserum. En við hefðum kannski betur upp- lýst borgarstjóra um hvað skrifstof- an er að gera,“ segir Geir. Félagsmálaráðherrar rúmlega 40 Evrópulanda ræða stöðu feðra í nútímasamfélagi Togstreita milli föður- hlutverks og frama MEÐAL umræðuefna á fundi fé- lagsmálaráðherra 42 Evrópulanda, sem hefst næstkomandi mánudag, er staða feðra í nútímasamfélagi. Niðurstöður margra evrópskra rannsókna sýna að alvarleg tog- streita getur myndast milli föður- hlutverksins og frama í starfi sem veldur því að ýmis félagsleg vanda- mál, s.s. drykkjusýki, glæpir, sjúk- dómar af ýmsu tagi og sjálfsmorð, em mun meiri meðal karla en kvenna. Ámi Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri fara utan fyrir íslands hönd. Ámi segir að niðurstöður rannsókna og athug- anir sem unnið hefur verið að hér á landi leiði í ljós að sérstaða feðra í íslensku samfélagi miðað við flest Evrópulönd felist m.a. í löngum vinnudegi. _ Reyndar eigi það við foreldri á íslandi almennt. Ámi segir að því miður sé það svo hérlendis, að karlar hafi oftar tök á að afla hærri launa á vinnu- markaði én konur og því lendi þeir oftar í fyrirvinnuhlutverkinu. Ungir menn hafi oft hug á að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og heimil- isstörfum almennt. Þeir vinni í mörgum tilfellum mun meir en þeir kæra sig um á kostnað þess tíma sem þeir vildu hafa eytt með böm- um sínum. Hann segir einnig að fjárhags- staða fráskilinna feðra og meðlags- greiðenda sem eigi mörg böm, geti verið erfið. Sú staða getur komið upp að launin hrökkvi ekki til eigin framfærslu og þá bregða menn á það ráð að vinna yfirvinnu á kostn- að þess tíma sem þeir annars gætu eytt með börnum sínum. Mjúkur maður eða fyrirvinna í skeyti frá Reuters-fréttastof- unni kemur fram að áhyggjur manna beinist í auknum mæli að þeirri togstreitu karla að velja á milli fyrirvinnuhlutverksins og hlut- verks mjúka mannsins sem skiptir um bleiur og skúrar gólf samkvæmt nýju ímyndinni. Terttu Huttu, félagsmálaráð- herra Finnlands, er gestgjafí fund- arins í Helsinki. Hún segir að karl- ar hafi lagt grunn að þjóðfélags- gerð nútímans en séu nú fangar hennar. Þeir séu að falla af stalli sem fyrirvinnur og fyrir vikið breyt- ist sjálfsmat þeirra. Þessi umbreyt- ing sé hins vegar ekki áfallalaus. Alvarlegt þunglyndi geti verið af- leiðing atvinnuleysis og geti komið í veg fyrir að feður nýti tímann til góðs með börnum sínum. Feður á Norðurlöndunum þykja talsvert heimilislegri í sér en kyn- bræður þeirra í Suður-Evrópu. Samt sem áður benda félagslegar rannsóknir til þess að hjón í Dan- mörku séu yfirleitt sammála um að konan sé hæfari til að sinna börnun- um. í Portúgal eru breytingar á hlutverki karla að eiga sér stað, hægt og sígandi eins og annars staðar í álfunni. Karlar þar í landi virðast bera kvíðboga fyrir framtíð sinni. Gagnrýni frá kaþólikkum Vatíkanið skorast ekki undan þátttöku á fundinum í Finnlandi og hefur sent frá sér skýrslu. í henni er fólk hvatt til að festa hlutverk fjölskylduföðurins í sessi. Líklegt er að einhveijir gagnrýni viðhorf kaþólikkanna þar sem kjarninn í skoðunum þeirra er að faðirinn skuli sjá fyrir fjölskyldu sinni án þess að neyða konu sína og börn til að vinna utan heimilisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.