Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 8

Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég pakkaði honum bara inn og nú er hann orðinn að pólitísku listaverki, Ólafur minn... UMHVERFISRÁÐHERRAR íslands og Slóvaklu, Guðmundúr Bjarnason og Josef Zlocha, skoðuðu Sorpu í gær. Umhverfisráðherra Slóvakíu í opinberri heimsókn Ráðherrar ræddu samstarf um virkjun jarðhita Drekinn 95 opnað- ur á Egils- stöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. SÝNINGIN Drekinn 95 var opnuð með viðhöfn á Egils- stöðum í gær. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra opnaði sýning- una og ávarpaði gesti, en með ráðherranum komu til Egils- staða varaforsætisráðherra Kína, Li Lanqing, ásamt konu sinni og 16 manna fylgdarl- iði. Fylgdarliðið samanstend- ur af fulltrúum úr viðskipta- heimi Kína og kínverskum blaðamönnum. Eftir að sýningin var opnuð og skoðuð bauð Halldór Ás- grímsson Li Lanqing og frú ásamt fylgdarliði og öðrum gestum til kvöldverðar í Hótel Valaskjálf. Um 90 austfirsk fyrir- tæki taka þátt Sýningin Drekinn 95 er sýning á starfsemi fyrirtækja 4 Austurlandi og eru þátttak- endur um 90 talsins. Fjöl- mörg ný fyrirtæki sýna starf- semi sína og bendir það til þess að gróska sé í nýsköpun meðal fyrirtækja á Austur- landi. Að sögn Hrefnu Hjálmars- dóttur framkvæmdastjóra hefur undirbúningur gengið vel og væntir hún þess að sem flestir Austfirðingar láti sjá sig og skoði hvað er að ger- ast í austfírsku atvinnulífí um þessar mundir. Ýmis skemmtiatriði á boðstólnum Auk sýningarinnar verða ýmis skemmtiatriði, svo sem tísku- og hárgreiðslusýning, djassmúsík og tónlist af ýms- um toga, leiklist, hundasýn- ing, spákona, andlitsteiknari og margt fleira. UMHVERFISRÁÐHERRA Slóv- akíu, Josef Zlocha, kom í fyrradag í opinbera heimsókn hingað lands, í boði Guðmundar Bjamasonar umhverfísráðherra til viðræðna um alþjóðlega samvinnu á sviði um- hverfísmála og hugsanlegt sam- starf þjóðanna við virkjun jarðhita í Slóvakíu. í för með ráðherra eru fulltrúar slóvakíska umhverfisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins, auk Oto Halás framkvæmdastjóra slókvak- ísks ráðgjafafyrirtækis um nýtingu jarðhita. Ráðherramir ræddust við um hádegisbil í gær en heimsóttu síðan Landmælingar íslands, þar sem þeim var kynnt notkun gervi- tunglamynda við kortagerð og gróðurathuganir, og að því loknu Sorpu, þar sem þeim var starfsemi fyrirtækisins á sviði endurvinnslu og sorpförgunar. Seinustu misseri hafa íslensk fyrirtæki og ráðamenn og fyrirtæki í Slóvakíu rætt um hugsanlega sölu á þekkingu og búnaði á sviði jarðhita til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu fá Slóvakar um 45% af orku sinni frá kjarnorkuverum og er loftmengun í landinu með því mesta í Evrópu vegna eigin iðn- framleiðslu og nálægðar við mikil iðnhéruð í nágrannalöndunum. Vilja draga úr mengun Slóvakar sjá nýtingu jarðvarma sem einn kosta til að minnka meng- un og auka notkun hreinna og end- urnýjanlegra orkugjafa. Slóvakíski umhverfisráðherrann mun í dag skoða Nesjavallavirkjun, heimsækja gróðurhús í Hveragerði og iðnfyrirtæki á Selfossi, auk þess sem hann heimsækja virkjunina við Svartsengi á morgun áður en hann heldur af landi brott. Handbók fyrir læknaritara Full þörf fyrir slíkt rit Fölbrautaskólinn við Ármúla hóf kennslu í lækna- ritun árið 1992 í sam- vinnu við Félag íslenskra læknaritara. Nýlega kom út Handbók læknaritara sem þrír kennarar skól- ans tóku saman. Markm- iðið með útgáfu bókarínn- ar var að safna saman á einn stað handhægum upplýsingum sem að gagni koma fyrir nem- endur í læknaritun og ekki síður fyrir starfandi læknaritara. Bogi Ingi- marsson líffræðingur skrifar lengsta kafla bók- arinnar, sem fjallar um líffærafræði mannslíka- n._: i_ mans og meinafræði. B°9' *ngimarSSOn Morgunblaðið ræddi við Boga vegna útgáfu bókarinnar. ►Bogi Ingimarsson kennari í Hvernig er kennslu í læknaritun Fjölbrautaskólanum við Ár- háttað? „Við höfum sett stúdentspróf eða sambærilegt nám sem inn- tökuskilyrði. Bóklegi hluti náms- ins tekur einn vetur og eftir það tekur við sex mánaða starfsþjálf- un. Að því loknu hafa nemend- urnir öðlast starfsréttindi sem læknaritarar. Kjamagreinarnar í bóknáminu eru líffæra- og líf- eðlisfræði, sjúkdómafræði, latína og læknaritun. Kennsla í læknaritun tekur m.a. til uppsetningar bréfa, ritun- ar upplýsinga eftir segulböndum, gerðar sjúkraskýrslna, auk þess sem nemendur læra á forritið Medicus sem er mikið notað í heilbrigðisgeiranum. Áður fyrr fór kennsla læknaritara fram í námskeiðsformi, en nú er þetta orðið töluvert mikið nám. Skólinn hefur einnig haldið endur- menntunarnámskeið fyrir starf- andi læknaritara undanfarin ár og hafa þau verið mjög vel sótt.“ Hve mikill fjöldi hefur lagt stund á nám í læknaritun? , „Síðastliðna tvo vetur höfum við tekið inn u.þ.b. fimmtán nem- endur á ári, en í byrjun fór fjöld- inn yfír tuttugu. Við höfum þurft að vísa umsækjendum frá vegna þess að aðsókn hefur verið meiri en við höfum annað. Ég reikna með að læknaritarastéttin telji um 300 manns og fimmtán nýir nemendur á ári ættu að koma til móts við endurnýjunarþörfína." Hefur starf læknaritara tekið einhverjum breytingum með auk- inni menntun? „Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. En ég get þó ímyndað mér ------------- að menntun læknarit- ara sé meira metin eftir að kennslan hófst í Fjölbrautaskó- lanum við Ármúla. Ég efast ekki um það að " ......... aukin menntun gefur af sér betri læknaritara. Eftir því sem starfs- kraftur býr yfir meiri þekkingu er hægt að fá honum meiri ábyrgð og fjölbreyttari verkefni.“ Hvað er ijallað um íhinni nýju handbók fyrir læknaritara? „Bókin er þrískipt. Gerður Helgadóttir læknaritari tók sam- an fyrsta hlutann, sem fjallar um vinnuumhverfi læknaritara, rétt- indi þeirra og skyldur. Hún á einnig stóran þátt í safni fræði- orða sem er aftast í bókinni. Ég tók saman annan hlutann, sem fjallar um líffæra- og lífeðlis- fræði og grunnatriði í meina- fræði líkamans, ennfremur al- gengustu sjúkdóma sem vart múla fæddist á Sauðárkróki árið 1948. Hann lauk stúdents- prófi frá Kennaraskólanum árið 1970 og prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1974. Síð- an hefur hann starfað sem framhaldsskólakennari o.fl. Bogi er kvæntur Birnu Helga- dóttur og eiga þau þijú börn. Nám í lækna- ritun hefur notið vin- sælda verður í hverju líffærakerfi fyrir sig. Eiríkur Páll Eiríksson kenn- ari sá svo um að flokka og sam- hæfa latneskan og íslenskan orðalista sem fylgir bókinni. Við þijú höfum að stærstum hluta séð um kennslu nemenda í lækna- ritun. Við höfum reynt að setja efnið þannig upp að það sé að- gengilegt, skýrt og skilmerki- legt.“ Hvers vegna var ráðist í út- gáfu bókarinnar nú? „Félag íslenskra læknaritara varð 25 ára nú í vor og þau tíma- mót voru okkur viss hvatning. Útgáfa bókarinnar er í raun til- raun til að halda betur utan um námið og gera það markvissara. Starf læknaritara felst í því að taka við upplýsingum frá læknum og vinna úr þeim. Lækn- isfræðileg heiti eru á latínu og þó að læknaritarar hafí kunnað að skrifa ákveðin orð hafa þeir ekki getað tengt þau við ákveðin líffærakerfi. í bókinni koma fram algengustu orð sem notuð eru á sjúkrahúsum, ásamt útskýring- um og myndum. Hugmyndin er sú að auðvelda aðgengi Iæknarit- ara að viðfangsefni sínu. Það virðist hafa verið full þörf fyrir --------- slíkt rit og viðtökurn- ar hafa verið góðar.“ Getur bókin hugs- anlega nýst fleiri les- endum en læknaritur- um? „Það má segja að Fjölbrautaskólinn við Ármúla sé orðinn e.k. móðurskóli fyrir kennslu á heilbrigðisbrautum. Við erum með nuddaranám og við reiknum með að við nýtum þessa bók eitthvað þar. Við erum eini skólinn sem býður upp á nám fyrir lyfjatækna, auk þess sem við erum með nám á hefð- bundnum heilbrigðisbrautum, eins o g t.d. sjúkraliðanám. Handbók læknaritara ætti að hafa hagnýtt gildi sem uppfletti- rit fyrir þá sem læra líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði og skyldar greinar. Við stefnum á að gefa út fleiri handbækur í þessum dúr, t.d. fyrir lyfjatækna og sjúkraliða.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.