Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
VEFARARNIR Sigríður Halldórsdóttir, Agnes Davíðsson og Guð-
rún Vigfúsdóttir við vefstólinn sem Agnes hefur gefið Gjábakka.
Gamall vefstóll
í Gjábakka
AGNES Davíðsson vefnaðar-
kennari hefur gefið Gjábakka,
félagsheimili aldraðra í Kópa-
vogi, vefstól sem aldraðir í
Kópavogi geta í framtíðinni
notað.
Agnes, sem er rúmlega níræð,
keypti vefstólinn í Danmörku
árið 1932 og er þetta fyrsti vef-
stóllinn sem hún eignaðist, og
hefur hann verið í stöðugri
notkun þar til nú allra síðustu
ár.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
forstöðumaður Gjábakka, segir
gjöf Agnesar þýða það að í
framtíðinni verði hugsanlega
hægt að bjóða eldri borgurum
í Kópavogi að koma og vefa í
stólnum, en frá 1989 hafa í Gjá-
bakka verið haldin námskeið í
vefnaði undir sljórn Guðrúnar
Vigfúsdóttur listvefara.
Margir góðir vefarar
„Það eru orðnir hér margir
mjög góðir vefarar í röðum
eldri borgara og hugmyndin er
að stóllin verði hér og fólk geti
nýtt hann að sínu eigin frum-
kvæði í það sem það langar til
að búa til. Þetta verður því nýj-
ung í starfinu sem við getum
boðið upp á og enn frekar til
að auka á frumkvæði og sjálf-
stæði eldri borgara. Þetta er
mjög mikilvægt því að í okkar
starfsemi erum við alltaf að
reyna að mæta athafnaþrá ein-
staklinganna og vinna með þeim
en ekki fyrir þá,“ sagði Sigur-
björg.
Viðræður um bygg-
ingn nýrrar stúku
við Laugardalsvöll
VIÐRÆÐUR standa nú yfir á
milli Knattspyrnusambands ís-
lands og Reykjavíkurborgar um
það, hvort af nýrri stúkubyggingu
við Laugardalsvöll verður.
Þau skilyrði hafa verið sett fyrir
landsleiki í undankeppni EM og
HM í knattspyrnu, að áhorfendum
verði aðeins hleypt inn í sæti. Ef
ekkert verður aðhafst kemur þetta
illa niður á íslendingum, en stúkan
við Laugardalsvöll tekur aðeins
3.500 manns í sæti. Til samanburð-
ar má geta þess að rúmlega fimmt-
án þúsund manns fylgdust með
leik íslands og Svíþjóðar í undan-
keppni EM hér á landi í fyrra.
Viðræður um nýja stúkubygg-
ingu, sem tæki líka 3.500 manns
í sæti þótt mun minna yrði lagt í
hana, standa nú yfir milli KSI og
Reykj avíkurborgar.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri. segir
að enn sé of snemmt að
segja til um hvenær bú-
ast megi við að niður-
staða liggi fyrir í málinu.
Hún tekur þó undir að þess gerist
fljótlega þörf og segir: „Nú er að
hrökkva eða stökkva."
Gefið undir fótinn
í bréfi sem Markús Orn Antons-
son, þáverandi borgarstjóri, ritaði
KSI í mars 1992, kemur fram að
borgin ætli sér að hefja byggingu
nýrrar stúku og stefni að því að
hún verði fullkláruð árið 1997. Þá
segir í verkefnalista Reykjavíkur-
listans fyrir síðustu kosningar að
„Byggð verði í áföngum aðstaða
fyrir áhorfendur á Laugardalsvelli
sem uppfyllir alþjóðakröfur.“
Ingibjörg segir að þarna hafi
vissulega verið gefið undir fótinn
með að borgin stæði fyrir byggingu
nýrrar stúku, en bætir við: „Eitt
er það og fjármögnun annað. Ég
hlýt að horfa í þá íjármuni sem
um er að ræða og og jafnframt
að reyna að gera þetta með eins
litlum tilkostnaði og unnt er.“
Ingibjörg bendir síðan á að það
sé ákveðið umhugsunarefni að
Reykjavíkurborg þurfi að standa
ein og sér undir framkvæmdum á
Laugardalsvelli til að hann standist
alþjóðlegar kröfur, en aðrir aðilar
komi þar hvergi nálægt.
Ódýrasta leiðin valin
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, og Snorri Finnlaugsson,
framkvæmdastjóri KSÍ,
segja að KSÍ hafi lagt
til að ódýrasta leiðin yrði
farin í stúkubyggingu.
Ef ékkert yrði aðhafst í
málinu og Islendingar
gætu aðeins selt í 3.500
sæti á heimaleikjum myndi það
hins vegar þýða að ekki væri fjár-
hagsgrundvöllur fyrir íslendinga
að taka þátt í þessum mótum. Is-
lendingar yrðu framvegis að leika
landsleiki sína á erlendri grund eða
hætta þátttöku í keppnunum.
• í öllu falli myndi íslensk knatt-
spyrna verða illa úti og niðurstaðan
yrði „mikil vonbrigði fyrir íslenska
knattspyrnuunnendur og áfall fyrir
íslenskt íþróttalíf í heild sinni, ef
við tækjum ekki þátt í alþjóðlegum
mótum í stærstu og vinsælustu
íþróttagrein í heimi,“ sögðu þeir.
„Nú er að
hrökkva eða
stökkva."
Nú er Ceorg í íslandsbanka í sumarskapi og allir krakkar
sem eru félagar Georgs fá skemmtilega og hagnýta sumargjöf
frá honum. í nœsta útibúi íslandsbanka fá félagar Georgs
afhentan bakpoka sem hœgt er aö nota í allt sumar og miklu
lengur; fyrir sundfötin, nestiö, í feröalagiö
V|S/r»2'9Zd 'dH VQOA