Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 12

Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Emilía SOPHIA segist vera að byggja sig upp eftir Tyrklandsdvölina. Foreldri má aldrei bregð- ast bami sínu Systumar Dagbjört og Rúna sækja ólöglegan heima- vistarskóla heittrúaðra múhameðstrúarmanna, að því er kemur fram í samtali Onnu G. Olafsdóttur við Sophiu Hansen. Hún er komin til íslands eftir erfíða ellefu mánaða dvöl í Tyrklandi. EG gefst ekki upp, því foreldri má aldrei bregðast baminu sínu og bera ekki fulla ábyrgð. Fyrir utan að móðir mín sér ekki glaðan dag fyrr en dætur mínar losna úr prísundinni. Hún hefur tekið út fyrir mig og þær, enda var hún í sérstaklega nánum tengslum við stelpurnar mínar. Eg myndi heldur aldrei gefast upp fyrir Halim. Ekki nema heilsan gæfi sig. Ég veit að hann bíður eftir því og verð enn þijóskari þegar ég er við fulla heilsu," segir Sophia Hansen eftir að hafa dvalið tæpt ár í Tyrklandi. Sophia segist hafa fregnað af dætrum sín- um í gegnum aðila í tengslum við föðurfjöl- skyldu þeirra. Þær búi við bágbomar aðstæð- ur í heimavistarskóla heittrúaðra múslima og fái t.d. ekki að þrífa sig eins og þær vilji. Sophia hefur þurft að þola mikið andlegt og líkamlegt álag í baráttu sinni. Heilsan hefur brugðist henni oftar en einu sinni. Fyrir tveimur árum fékk hún heiftarlega lungnabólgu og þurfti að leggjast inn á spít- ala. Um jólin fór vatn í lungun og eftir heim- komuna í vor kom lungnabólgan upp aftur. Henni fylgdi veimsýking og bronkítis. „Mér fannst ég ekki vera veik, aðeins slöpp, og hélt ég fengi að fara heim eftir að hafa fengið lyf. Læknirinn hafði hins vegar undir- búið fyrir mig stofu og lagði mig inn. Eftir viku á spítalanum fékk ég að fara heim og hef verið að reyna að byggja mig upp and- lega og líkamlega síðan, t.d. farið í svæða- nudd. Mér finnst frábært að vera loksins komin aftur í svala loftið heima á íslandi og finnst að mér sé að eflast allur kraftur. Heimsókn tveggja vina minna frá Tyrklandi hefur svo haft hvetjandi áhrif á mig. Mér finnst ég verða að sýna þeim landið, fara á Gullfoss og Geysi og svo ætlum við t.d. að heimsækja Hallbjöm á Skagaströnd," segir Sophia. Sophia bjó í leiguíbúð í úthverfí Istanbúl. „Fyrst eftir að ég fór út tók ég tvö námskeið í tyrknesku í háskólanum. Námið gerði mikl- ar kröfur til nemendanna. Fljótlega var ætl- ast til að við skrifuðum eigin stíla og farið var út í smæstu atriði í málfræðinni. Þó gerð- ar væra svona miklar kröfur held ég að nám- ið hafi gert mér gott. Vinnan dreifði huganum og auðvitað kemur sér vel fýrir mig að bæta tyrkneskukunnáttuna. Ég kynntist svo hóp af frábærum konum, t.d. frá Rússlandi, Frakklandi, Spáni og Dan- mörku, í skólanum. Nánustu tengslin batt ég við tvo danska kennara og við héldum sambandi eftir að ég hætti. Ég hætti af því að ég hélt alltaf að ég væri að fara heim og vegna peningaleysis." Hvött til að hundsa dómstóla Eftir að Sophia hætti í skólanum segist hún hafa reynt að stytta sér stundir með því að pijóna og horfa á sjónvarpið. „Mestur tíminn fór í að bíða og ferðimar til að reyna á umgengnisréttinn við stelpumar reyndu ótrúlega mikið á mig. Ég þurfti að fá fylgdarmann í dómshúsinu í hvert skipti og oft varð ég fyrir því að lögreglumenn eða embætt- ismenn ráðlögðu mér að taka málin í mínar hendur og taka stelpurnar. Eflaust hafa mennimir haldið að þeir væra að veita mér styrk en því var öfugt farið. Þó biðin hafi verið löng og erfitt sé að sætta sig við að hafa misst af viðkvæmum áram í lífí stelpnanna hef ég ákveðið að bíða eftir niðurstöðu hæstaréttar. Eftir að hafa fengið hana læt ég ekkert stöðva mig,“ segir Sop- hia. Hún tekur fram að henni þyki of mikil áhætta felast i því að nema stúlkurnar á brott því ef aðgerðin heppnist ekki fái hún eflaust aldrei að sjá dætur sínar aftur. Fleiri hafa hvatt Sophiu til að hundsa úr- skurði dómstóla og grípa til eigin ráða til að fá stúlkurnar til sín. Einn af þeim er mann- eskja tengd föðurfjölskyldu bamanna. „Eina nóttina, klukkan að ganga fjögur, var hringt inn á símsyarann minn. Röddin hvíslaði að hún gæti gefíð mér upplýsingar um dætur mínar. Ef ég tæki ekki upp símann mætti hringja í ákveðið símanúmer. Þó ég þekkti símhringjandann og hann hefði alltaf kgmið vel fram við mig treysti ég mér ekki til að tala við hann um nóttina. Hins vegar hafði ég samband eftir símtalið og fékk að vita að hann hafði hitt dætur mínar. Hann sagði að til að byija með hefðu þær litið út fyrir að vera algjörir vanvit- ar af sorg og illri meðferð. Stelpumar hefðu greinilega ekki lifað við ást eða kærleika í langan tíma,“ hefur Sophia eftir heimildar- manninum. Spurðu um mömmu Hún hefur eftir honum að erfítt hafí verið að fá stúlkurnar til að tjá sig. „Þegar þær fóra að tjá sig tók við harmagrátur. Þær spurðu hvar mamma væri. Hvort hún ætlaði ekki að beijast og hvað yrði um þær. Stelp- umar sögðust búa á heimavist í heimavistar- skóla heittrúaðra. Þótt svona skólar séu ólöglegir hafa stjórn- völd ekki treyst sér til að uppræta þá. Skól- amir era þekktir fyrir að ala upp illskeytta hryðjuverkamenn. Menn sem víla ekki fyrir sér að að fremja hræðileg hryðjuverk í nafni og skjóli trúarinnar. Aðbúnaðurinn í skóla stúlknanna er slæmur og þær sögðust búa í litlu tveggja manna her- bergi með tveimur beddum, tveimur teppum og kodd- um. Öðram hlutum væri ekki til að dreifa. Stelpumar sögðust ekki fá að þrífa sig eins og þær vildu og heimildarmaður- inn sagðist hafa tekið eftir því að þær væra með hárlús. Hreinlæti er hins vegar mikilvæg- ur liður í trúarbrögðunum því múslimar mega ekki biðjast fyrr nema hafa þvegið sér áður,“ segir Sophia. Sophia segir að stúlkurnar séu vaktar til bæna kl. þijú á nóttinni og látnar læra trúar- bragðasögu til kl. níu á kvöldin. „Þær búa í skólanum og pabbi þeirra tekur þær ekki heim nema til að þrífa fyrir sig einu sinni í mánuði eða svo. Hann lætur þær skúra og skrúbba íbúðina hátt og lágt og hanga út um gluggann til að þvo rúðurnar að utan,“ segir Sophia. Sophia segist hafa leyft sér að taka símtal- ið upp og Abdulla, túlkur hennar, hafí þýtt textann á ensku. „Ég var auðvitað langt niðri eftir símtalið og Abdulla varð að taka sér hlé við þýðinguna til að jafna sig. Hann sagð- ist hafa verið kallaður inn í svona skóla þeg- ar hann var í læknanámi og lýsingarnar stemmdu alveg við upplifun hans.“ Tengiliðurinn hefur áður haft samband við hana vegna dætra hennar. Þó hún geti haft samband við hann aftur segist hún eiga erf- itt með að hafa tengsl við hann. „Ég þori varla að afla mér upplýsinga um líðan dætra minna því ég veit að ástandið á ekki eftir að skána. í ofanálag er er sá sem hringdi afar ákveðinn. Hann segist ekki leng- ur geta horft upp á hvernig farið sé með stelpumar og nánast skammar mig fyrir að fara ekki 'eftir lögmálum frumskógarins og taka þær. Ég hafi allan hans stuðning til þess,“ segir Sophia. Hins vegar segist hún hafa verið þakklát fyrir að geta komið skilaboðum á framfæri við stúlkurnar. „Ég bað um að því yrði skilað til dætra minn að ekki mætti hvarfla að þeim að ég myndi gefast upp því ég lifði fyrir þær.“ Hasíp bjartsýnn Baráttan fyrir því að fá börnin heim hef- ur kostað mikla fjármuni og segir Sophia að heildarskuld nemi nú 30 milljónum króna. „Auðvitað er ofboðslega erfitt að eiga ekki fyrir mat og aðeins eru liðinir nokkrir dagar frá því aftur var opnað fyrir símann minn og símann á skrifstofunni Börnin heim. Ég hef fengið að hringja frá mömmu en auðvit- að er enginn lausn í því ef ég þarf að hringja svo mikið til útlanda að þeir loka símanum hennar. Baráttunni er heldur ekki lokið og kostnaðurinn heldur áfram að hrannast upp. Hasíp, lögfræðingurinn, hefur farið allt að tvær ferðir í viku til Ankara til að ýta á eftir málinu og kostnaðurinn við ferðir og gistingu er mikill. Annars er Hasíp alveg ótrúlega duglegur að vinna í málinu enda finnst honum að hér sé um að ræða mann- réttindabrot eins og þau gerist verst. Hann hefur ekki enn fengið að vita hvenær hæsti- réttur í Ankara tekur rhálið fyrir eftir frávís- un undirréttar en þegar ég talaði síðast við hann var hann bjartsýnn á að hæstiréttur taki málið fyrir og dæmi mér í hag. Ef ekki myndi hann höfða mál gegn Haiím strax aftur. Hann myndi ekki láta hann í friði." Sophia sagðist hafa vakið athygli á máli sínu þegar núverandi stjóm var á atkvæða- veiðum fyrir kosningar. „Núverandi stjórn- völd hétu því að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að mótmæla meðferð málsins. Eftir að kosningamar era yfirstaðnar er svo eins og ekkert sé hægt að gera. Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, og Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður hans, unnu mikið í málinu og gott hefði verið að fá þá áfram. Samt vona ég auð- vitað að Halldór verði ekki eftirbátur þeirra," segir Sophia. Hún segir að Halldór Ásgrímsson, núver- andi utanríkisráðherra, hafi ætlað að ræða við forsætisráðherra og utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO fyrir skömmu. Eft- ir fundinn hafi hins vegar ekki náðst í Hall- dór og hún viti ekki enn hvort hann hafi komið að máli við ráðherrana vegna forræðis- málsins. Skólamir þekktir fyr- ir að ala upp hryðju- verkamenn Litu út fyrir að vera algjörir vanvitar af sorg og illri meðferð OPIÐ HUS - FANNAFOLD 170 - GRV. Þetta stórglæsilega 135 fm parhús er til sölu. Það er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Á 1. hæð eru 2 góð svefnherb. með parketi og þvottahús. Á 2. hæð eru glæsilegar stofur, hjónaherb. með parketi. Gott eldhús og fallegt baðherb. Úr stofu er gengið út á 20 fm suðursvalir. Verð 11,9 millj. Áhv. 4,8 millj. byggsj. JúKus og Margrét taka vel á móti ykkur laugardag og sunnudag frá kl. 14-17. HÚSVANGUR, BÖRGARTÚNI29, SÍMI562-1717, Viku hestaœvintýri í sveit fyrir 12 til 15 ára hressa krakka íslenskir góðhestar bjóða unglingum 12 til 15 ára uppá viku hestaævintýri að Núpi í Fljótshlíð. Reiðkennsla fyrir hádegi fyrstu 4 dagana og skoðunar- og reiðtúrar eftir hádegi. Þrjá síðustu dagana er farið í fjallaferð og komið heim að Núpi seinni part 7. dags. Þátttakendur fá hesta og reiðtygi á staðn- um en einnig er hægt að hafa með sér eigin hest og reiðtygi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga (síma 487 8316. Athugið: Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp. íslenskir góbhestar, Núpi, Fljótshlíb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.