Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Sundlaug-
in loksins
opnuðá
Þórshöfn
Þórshöfn - Þeir sem búa við
það að hafa opna sundlaug all-
an ársins hring gera sér ekki
grein fyrir því hversu heppnir
þeir eru. Hér á Þórshöfn er
útisundlaug sem aðeins er opin
yfir sumartímann þar sem afar
dýrt er að hita vatnið. Opnun
laugarinnar er því merki um
það að sumarið er komið.
Sund er bæði holi og
skemmtileg íþrótt og hin mesta
heilsubót. Þetta eru staðreyndir
sem Guðbjörgu hótelstýru á
Hótel Jórvík er vel kunnugt um.
„Ég er búin að bíða í allan
vetur eftir því að sundlaugin
verði opnuð. Ég fer alitaf í
sund klukkan átta á morgnana
og syndi 600 til 1.000 metra.
Þó að sjálfur Bretaprins kæmi
á hótelið til mín yrði hann að
bíða á meðan ég færi í sund,“
sagði Guðbjörg í Jórvík og lauk
við að synda 600 metrana.
Sundlaugin er opnuð klukk-
an sjö á morgnana og eru oft-
ast fastagestir í lauginni frá
þeim tíma og til níu. Bömin
sækja hana vel og einnig hefur
ferðafólk nýtt sér aðstöðuna.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
GUÐBJÖRG Guðmanns-
dóttir, hótelstýra á Hótel
Jórvík og félagar í heita
pottinum við Þórshafnar-
sundlaug.
Eitthundrað ára afmælis verslunar á Hvammstanga minnst
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
GUÐMUNDUR Guðmundsson sveitar-
sljóri býður gesti velkomna.
KAUPMAÐURINN er við búðarborðið og
sýnir bændafólkinu góssið.
EDDA Hrönn Gunnarsdóttir, Kolbrún
Karlsdóttir og Björn Þ. Sigurðsson.
Sungið fyrir
Póst og síma
KRAKKARNIR sem eru á leikja-
námskeiði í Grindavík komu
starfsfólki Pósts og síma á óvart
þegar þeir birtust óvænt og
sungu fyrir það lag „Göngum á
ljósi guðs“. Söngurinn var Iiður
í ratleik sem krakkarnir voru í
og lyfti brúninni á starfsfólkinu
og var kærkomin tilbreyting frá
,ja ha já...“ laglínu P&S sem það
hefur heyrt að undanförnu.
Hvammstanga - Á þessu ári eru
100 ár síðan Hvammstangahöfn
fékk löggildingu sem verslunar-
höfn, en bréf til staðfestu þess var
gefið út þann 13. desember 1895.
Var þá lagður grunnur að byggð
á Hvammstanga, en áður var
Borðeyri helsti verslunarstaður
fyrir vesturhluta Húnavatnssýslu.
Fyrstu húsin risu þó ekki á Tang-
anum, fyrr en árið 1900.
Sveitarstjórn Hvammstanga-
hrepps leitaði eftir samstarfi við
Kaupfélagið, kaupmenn, verka-
lýðsfélagið og fleiri og var skipuð
framkvæmdanefnd, til að und-
irbúa hátíðarhöld í tilefni afmæl-
isins. Formaður nefndarinnar er
Edda Hrönn Gunnarsdóttir. Af-
mælishátíðin verður þann 8. júlí
og verður margt á dagskrá.
Krambúð sett upp
Eitt af verkefnum nefndarinnar
var að koma upp verslunarminja-
sýningu, sem sýndi gamla verslun-
arhætti. Var verkefnið unnið í
samstarfi við Gallerí Bardúsa.
V erslunarminj asýning
í gömlu pakkhúsi
Sýningin er í gömlu pakkhúsi, sem
hefur fengið nýtt útlit og nokkrar
endurbætur. Sett hefur verið upp
krambúð, sem að mestu er með
vörum úr Verslun Sigurðar Dav-
íðssonar, en Sigurður verslaði í
kjallara Þinghússins um áratugi.
Einnig komu munir og innrétting-
ar frá Kaupfélagi Vestur-Hún-
vetninga, Verslun Sigurðar Páls-
sonar o.fl.
Á lofti Pakkhússins er sýning,
sem byggir á verslunarsögu stað-
arins. Þar eru ljósmyndir, bæði frá
verslunarrekstri og fólki, sem
honum tengdist. Þar eru einnig
mörg líkön af gömlum húsum sem
öll eru nú horfin. Þessi líkön eru
eftir Egil Ólaf Guðmundsson. Þá
er einnig margt muna, bæði inn-
réttingar og búnaður.
Sveitarstjórinn, Guðmundur
Guðmundsson, og Karen Blöndal,
sem var verslunarmaður á
Hvammstanga lengst af sinni
starfsævi, opnuðu sýninguna þann
17. júní. Helgi S. Ólafsson lék á
tæplega 100 ára gamalt orgel og
sviðsett var atriði úr „daglegu lífi
kaupmannsins", en þar tók kaup-
maðurinn á móti hjónum af Vatns-
nesi, sem komu í kaupstaðinn á
Farmalnum.
Pakkhúsið er eitt sér hið áhuga-
verðasta. Það mun vera flutt til
Hvammstanga frá Skagaströnd og
reist á núverandi stað á 1. áratug
aldarinnar við víkina skammt frá
bryggjunni. Lengst af var það í
eigu Sigurðar Pálssonar kaup-
manns, en þar áður í eigu Kaupfé-
lagsins. Núverandi eigandi er Me-
leyri hf. sem lánar húsið til þessa
sérstæða hlutverks. Húsið er í
mjög góðu ástandi og hafa sjálf-
boðaliðar málað það utan í
skemmtilegum litum. Að innan er
húsið nánast óbreytt frá upphaf-
legri gerð. Hagleiksmaðurinn
Björn Þ. Sigurðsson hefur unnið
mikið við þetta verkefni, ásamt
fjölda sjálfboðaliða.
Gallerí Bardúsa, sem er sölubúð
handverksfólks í héraðinu, flutti
starfsemi sína einnig í Pakkhúsið
og mun annast sýninguna. Sýning-
in verður opin í allt sumar, einnig
um helgar.
Fyrir framan Pakkhúsið er eitt
af skemmtilegum svæðum á
Hvammstanga, en þar er líflegt
kríuvarp. Krían fór að verpa við
höfnina um 1965. Þurfti hún að
beijast fyrir tilveru sinni um nokk-
ur ár, vegna framkvæmda sem þá
voru í gangi. Nú er kríuvarpið eitt
af vorboðum á Hvammstanga og
aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Safnað fyrir flygli
í Isafjarðarkirkju
STOFNAÐUR hefur verið sjóður til
kaupa á konsertflygli í hina nýju
ísafjarðarkirkju og er hann í vörslu
sóknarprests, organista og eins full-
trúa sóknarnefndar.
Aðalhvatamaður að stofnun sjóðs-
ins er Ingvar Jónasson víóluleikari
frá ísafirði. Búið er einnig fyrir
nokkru að ganga frá kaupum á org-
eli fyrir kirkjuna og verður það sett
upp í nóvember og vígt við upphaf
nýs kirkjuárs.
Ingvar Jónasson víóluleikari
kvaðst hafa fengið þessa hugmynd
þegar hann lék á hljóðfæri sitt við
vígslu kirkjunnar á uppstigningar-
dag. Segir hann hljómburð í kirkj-
unni afar góðan og með því að kaupa
í hana vandaðan konsertflygil megi
ýta'undir öflugt tónlistarlíf í kirkj-
unni. Stofnframlag sjóðsins er þókn-
un sem Ingvari var ætluð fyrir þátt-
töku hans í vígslunni og kvaðst hann
vona að ísfirðingar og aðrir velunn-
arar kirkjunnar og tónlistarlífs á
fsafírði gætu lagt sinn skerf í sjóð-
inn. Hægt er að leggja framlög á
reikning nr. 550075 í íslandsbanka
á fsafírði.
Eins og fyrr segir hefur verið
gengið frá kaupum á orgeli fyrir
kirkjuna og er það nú í smíðum hjá
orgelsmiðju Bruhns á Jótlandi í Dan-
mörku og er að mestu búið að ljár-
magna kaupin. Er orgelið með 21
rödd og er gert ráð fyrir að setja
það upp í kirkjunni í nóvember og
að það verði vígt í lok mánaðarins.
Morgunblaðið/Silli
Ingimar F. Jóhannsson, skrásetjari og hjónin Elísabet Bjarna-
dóttir og Aðalgeir Egilsson.
Fleiru safnað á
Mánárbakka en
veðurupplýsingum
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Húsavík - Mánárbakki heyrist oft
nefndur í útvarpi dag hvem vegna
veðurfars, sem hjónin á Mánárbakka,
Aðalgeir Egilsson og Elísabet
Bjarnadóttir, skrá en þau hafa fleiru
safnað saman um dagana en veður-
upplýsingum, því söfnunaráráttan
hefur verið þeim í blóð borin frá
barnæsku.
Aðalgeir hóf ungur söfnun og
safnaði meðal annars eldspýtna-
stokkum og myndum, sem eina tíð
fylgdu sígarettupökkum, þar á meðal
á hann myndir af 50 íslenskum tog-
urum. Elísabet segir að upphaf sinn-
ar söfnunar hafa verið að fóstur-
amma hennar hafi, þá hún var barn,
ánafnað henni rokknum sínum og
ýmsum gömlum munum frá Hofi á
Flateyjardal og beðið hana „að varð-
veita nú þá hluti vel“.
Með árunum jókst svo söfnunarár-
áttan og í kjallara íbúðar þeirra var
allt orðið fulit af gömlum húsmunum
og áhöldum, sem aðrir töldu ekki
mikils virði en þeim þóttu dýrmæt.
Þegar allt var orðið meira en fullt í
kjallaranum fóru hjónin að hugsa til
stærra húsnæðis fyrir safn sitt.
Þegar þau heyrðu að gamalt hús
á Húsavík, Þórshamar, væri auglýst,
annað hvort til niðurrifs eða flutn-
ings, hugleiddu þau hvort þau gætu
ekki fengið húsið og flutt það að
Mánárbakka, þó um 25 km leið væri
að ræða.
Endirinn varð sá, að þau fengu
húsið fyrir tæpu ári og vel gekk að
flytja það. Þar er margt gamalla
húsmuna að líta, bæði stórra og
smárra.
Herbergi eru uppbúin eins og þau
voru um eina tíð og með þeim gögn-
um og gæðum, sem eldri tíma til-
heyrði, þvottaskál, koppur undir rúmi
og spýtubakki er í horni fordyris.
Þeir sem eru fyrir kaffisopann, gætu
haft gaman af því að sjá í einu safni
50 kaffikönnur.
Mánárbakki er í þjóðbraut, nyrsti
bærinn á Tjörnesi, skammt íyrir
norðan náttúruundrið Hallbjarnar-
staðarkamb og í Jeiðinni að Ásbyrgi
og Dettifossi. Við uppsetningu og
skráningu safnsins hefur Ingimar
F. Jóhannsson aðstoðað hjónin.
Þórshamar, safn þeirra Mánár-
bakkahjóna, verður opið almenningi
í sumar, alla daga frá kl. 10 til 18 og
á öðrum tímum eftir samkomulagi.
%
I
í
€
1
f
I
«
f
t
í
1
t:
i:
f
(
I
I
f
í
(L