Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 16
16 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
*
Ohagstæð þróun viðskiptajafnaðar framan af ári veldur áhyggjum hjá Þjóðhagsstofnun
Innfíutningvr að auk-
ast meira en spáð var
FLEST bendir til að viðskiptajöfn-
uður verði ekki jafn hagstæður á
þessu ári og búist var við. Þetta
stafar bæði af meiri innflutningi
en gert var ráð fyrir og minni út-
flutningi. Aukinn innflutningur á
m.a. rætur sínar að rekja til vax-
andi kaupmáttar og aukinnar bjart-
sýni um efnahagshorfur en sam-
dráttur í útflutningi skýrist af
minni sjávarafurðaframleiðslu en
reiknað var með. Þetta kemur fram
í riti Þjóðhagsstofnunar, Hagvís-
um.
Á fyrstu fjórum mánuðum þessa
árs jókst almennur innflutningur
um 13% að raungildi frá sama tima
í fyrra en almennur útflutningur
Vaxtalaus bíla-
lán hjá B&L
BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar
hf. bjóða í dag og alla næstu viku
vaxtalaus lán til allt að tveggja ára
vegna kaupa á notuðum bflum.
Lánaðar eru að hámarki 600 þús-
und krónur að viðbættum lántöku-
kostnaði sem þýðir 26.313 króna
fastar afborganir á mánuði miðað
við tveggja ára lánstíma.
Vaxtalausu lánin er einn af
þremur valkostum sem kaupendum
notaðra bíla standa til boða. í stað
lánskjaranna geta þeir valið bensín-
kort frá Esso að verðmæti allt að
50 þúsund krónur eða allt að 200
þúsund króna afslátt.
Karl S. Oskarsson, sölustjóri
notaðra bíla hjá Bifreiðum og land-
búnaðarvélum, segir að ákveðið
hafí verið að bjóða þessi hagstæðu
kjör vegna mikillar sölu á nýjum
bílum að undanförnu. Reynslan af
tilboðum um vaxtalaus lán hafi
verið mjög góð og viðbrögðin ekki
látið á sér standa. Að jafnaði hafí
50-60 bílar selst á vikutíma.
minnkaði um 5%. Innflutningur
fjárfestingarvöru hefur aukist mest
eða um 21% á föstu verði og var
bílainnflutningur t.d. um 17% meiri
en í fyrra. Þá jókst innflutningur
á neysluvörum um 7,2% en þar af
jókst innflutningur á mat og
drykkjarvöru aðeins um 2,2%. Hins
vegar jókst innflutningur heimilis-
tækja, fatnaðar og fleiri slíkra liða
mun meira. Telur Þjóðhagsstofnun
að þessar tölur bendi til þess að
innflutningur verði heldur meiri en
áætlanir gerðu ráð fyrir.
Hvað útflutning snertir vekur
Þjóðhagsstofnun athygli á því að
þrátt fyrir samdrátt í útflutningi í
heild hafi verið mikil gróska í _al-
mennum útflutningsiðnaði. Út-
flutningur hans jókst um 55% á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra. Þetta
nægir hins vegar ekki til að vega
upp samdráttinn í sjávarútvegi og
stóriðju.
Lyfjafyrirtækið Delta ber höfuð
og herðar yfir almenn iðnfyrirtæki
hvað árangur í útflutningi snertir.
Þannig skilaði útflutningur fyrir-
tækisins á hjartalyfinu Katopril til
Þýskalands um 400 milljónum
króna fyrstu fjóra mánuði ársins.
Þessi markaður opnaðist í bytjun
ársins í kjölfar þess að einkaleyfi
framleiðenda þar í landi til tuttugu
ára rann út. Þá hefur orðið mikil
aukning í útflutningi umbúða,
steinullar og ýmissar iðnaðarvöru,
eins og sést á myndinni.
Þróun viðskiptajafnaðarins
veldur áhyggjum
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir þróun
viðskiptajafnaðarins á þessu ári
vera nokkurt áhyggjuefni. „Það er
fyllsta ástæða til að fylgjast vel
með því hver verður þróun innflutn-
ings núna á næstu mánuðum. Það
er meira að gerast á því sviði en
við reiknuðum með. Það er afar
Útívístar og skógardagur
í Esjuhlíðum í dag
• Rannsóknarstarf Skógræktar ríkisins á Mógilsá kynnt
og m.a. gerð grein fyrir tilraunum með nýjar trjá og
runnategundir og birkifræræktin kynnt sérstaklega.
• Boðið upp á gönguferðir um skógarreitina undir
leiðsögn fagmanna.
• Ráðgjöf veitt um ræktun nýrra skóga o.fl.
• Ferðafélag íslands verður með leiðsögn um söguslóðir
í Esjunni.
• Á gönguleiðum býður Rolf Johansen upp á E1 Marino
ketilkaffi; Danól býður upp á Macintosh; Bergdal
býður Homewheat kex og Emmess-ís býður
bömunum upp á sumarglaðning.
Taktu þátt í útívistar og fræðsludegí í fögru umhverfí
Frá kl.
13:00-17:00
Skógrækt meö Skeljungi
mikilvægt við þær aðstæður sem
blasa við núna að áfram verði af-
gangur á viðskiptajöfnuði og hon-
um ekki stefnt í tvísýnu. Vöxturinn
í einkaneyslu og innflutningi er því
óþægilega mikill á fyrri hluta árs.“
Aðspurður um hvaða hagstjórn-
artækjum mætti beita til að bregð-
ast við þessari þróun benti Þórður
á að innflutningur hefði verið til-
tölulega lítill á árinu 1993 og fyrst
á árinu 1994. „Við erum að bera
saman tölur þar sem við gætum
hugsanlega verið að nálgast ein-
hvern topp núna. Ef þessi þróun
sem hefur verið undanfarið verður
áfram staðfest með talnaefni fyrir
júní, júlí og ágúst þá er auðvitað
mikilvægt að menn taki mið af því
við íjárlagagerðina og mótun ríkis-
fjármála og peningamálastefnu
fyrir næsta ár. Það er augljóst að
ef þjóðarútgjöldin, sérstaklega
einkaneyslan, eru að aukast það
hratt að það samræmist ekki viðun-
andi jafnvægi í viðskiptum við önn-
ur lönd, þá er mikilvægt að taka í
aðhaldstaumana með haustinu og
í byijun vetrar.“
Viðskiptajöfnuðurinn
fpá 1993
milljónir króna
—:
Almennur innflutningur
12 mánaða breyting
15
Utflutningiir nokkunra iðnaðarvara
janúar til apríl 1994 og 1995, milljónir króna
'94 '95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 ‘94 ‘95
Morgunblaðið/Þorkell
NAFNARNIR Jón Sigurðsson í NIB og Jón í Járnblendinu þeg-
ar hinn síðarnefndi innti síðustu afborgunina af hendi.
Lánveitingar Norræna fjárfestingabank-
ans til íslands aukast verulega
Gertráðfyrir
tvöföldun útlána,
Gert er ráð fyrir því að lánveitingar
Norræna fjárfestingabankans (NIB)
til íslenskra aðila muni nær tvöfald-
ast í ár miðað við árið 1994. Nú
þegar hafa verið veitt lán upp á rúm-
lega 4 milljarða króna en heildarlán-
veitingar bankans hingað til lands
námu 3,5 milljarði króna árið 1994.
Þetta kom fram á fréttamannafundi
sem NIB hélt ásamt íslenska Járn-
blendifélaginu í tilefni þess að fyrir-
tækið hefur greitt að fullu fyrsta
lánið sem bankinn veitti.
Auknar lánveitingar til
einkafyrirtælga
I máli Jóns Sigurðssonar, aðalbanka-
stjóra NIB, kom fram að lánveitingar
bankans til einkafyrirtækja hér á
landi hafí færst í vöxt og nemi þær
nú 7% af útistandandi lánum hér á
landi. Veitt hafa verið lán til 13 fyrir-
tækja í iðnaði og sjávarútvegi að
upphæð 2,3 milljörðum íslenskra
króna. Ríkissjóður er stærsti einstaki
lántakandinn á þessu ári með tæp-
lega hélming veittra lána. Útistand-
andi skuldir ríkissjóðs við NIB nema
nú rúmlega 7 milljörðum króna og
vega þar lán vegna gangagerðanna
á Vestfjörðum þyngst. Utistandandi
lán NIB hér á landi nema nú alls
32,7 milljörðum króna og er það um
10% af heildarlánveitingum bankans,
en þess má geta að eignarhlutur ís-
lands er 1%.
Hagnaður NIB á síðasta ári nam
um 13% eigin fjár bankans, sem er
mesti hagnaður í sögu bankans.
Áætlanir fyrir 1995 gera ráð fyrir
svipaðri aflcomu.
Járnblendið greiðir upp lán
íslenska Jámblendifélagið var
fyrsti lántakandi hjá Norræna fjár-
festingabankanum og fjármagnaði
bankinn um helming af stofnkostn-
aði fyrirtækisins, en lánsfjárhæðin
nam um 2,6 milljörðum íslenskra
króna. í gær átti sér stað sá tíma-
mótaatburður að félagið innti af
hendi síðustu afborgun af þessu láni.
í tilefni þess ræddi Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins lítl-
lega um framtíðarhorfur í rekstri
fyrirtækisins. Hann sagði endur-
skipulagningu þá sem fyrirtækið
gekk í gegnum fyrir nokkrum árum
hafa skilað góðum árangri. Árið
1994 var rekstrarhagnaður fyrirtæk-
isins 280 milljónum króna og hagnað-
ur það sem af er þessu ári væri ná-
lægt 200 milljónum króna og stefndi
í aukinn hagnað á síðari hluta ársins.
Koparverð
með því
hæsta í 6 ár
London. Reuter.
VERÐ á kopar komst nálægt
hinu hæsta í sex ár í vikunni
og verð á öðrum málmum
hækkaði um leið. Sérfræðing-
ar eru þó ekki sammála um
hvort verð á hrávöru muni
halda áfram að hækka öllu
lengur. Hveiti hækkaði einnig
í verði.
Koparverðið komst í 3.038
dollara tonnið í London, heldur
lægri upphæð en í janúar,
þegar tonnið seldist á 3.081
dollar - hæsta verði síðan
1989. Birgðir í London minnk-
uðu í innan við 180.000 tonn
og hafa ekki verið minni síðan
í janúar 1991. Þó hafði minna
gengið á birgðir í gær en búizt
hafði verið við þannig að dálít-
ið dró úr verðhækkuninni.
Á! og nikkel hækkuðu
nokkuð í verði um leið og kop-
ar; nikkel meðal annars vegna
spár um birgðaskort í ár. Verð
á gulli komst ekki enn yfír
390 dollara únsan.
Olía lækkaði í verði eftir
ráðherrafund OPEC, samtaka
olíusöluríkja, þar sem látin var
í ljós óánægja með mikla
framleiðslu seljenda á borð við
Norðmenn, sem standa utan
samtakanna. Ekki er loku fyr-
ir það skotið að OPEC-ríki
undir forystu Saudi-Arabíu
auki framleiðslukvóta á næsta
ári. Viðmiðunarverð á verði
hráolíu úr Norðursjó til af-
hendingar eftir um mánuð
lækkaði úr um 17,45 dollurum
tunnan í um 16,50 dollara.
Verð á hveiti í Chicago
hækkaði, þar sem líkur eru
áframhaldandi kaupum Kín-
vetja á í Bandaríkjunum. Lík-
ur eru á að uppskera í Kansas
valdi vonbrigðum. Miklir hitar
eru í Rússlandi og skortur á
vélum. Samkvæmt sumum
heimildum er gert ráð fyrir
að uppskeran í Kína verði inn-
an við 455 milljónir lesta (sem
stefnt hefur verið að) vegna
þurrka og flóða.