Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT I I í Repúblikanar fá samkeppni Cuomo stjórnar spjallþætti MARIO Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri í New York, hefði hugsanlega getað orðið forseti Bandaríkjanna og að minnsta kosti hæstaréttardómari en starfíð, sem bíður hans núna er að stýra spjallþátturh í útvarpi. Það er þó engin ástæða til að gera lítið úr þessum þáttum því að þeir eru oft hápólitískir og á þessum vett- vangi hafa hægri- sinnaðir repúblikan- ar verið næstum einráðir að undan- fömu. Vonast demó- kratar til, að Cuomo geti vegið nokkuð upp á móti því. I fyrsta þætti sín- Mario Cuomo um lét Cuomo gamminn geisa um hin ólíklegustu efni, um heil- sugæslu, skáldskap, Bítlana og Bill Clinton, um eþíópska gyð- inga, rakarann sinn og Iroquois- indíána, Hitler og Atla Húnakon- ung. Hann minnti sjálfur á, að þegar hann hefði hafíð afskipti af stjórnmálum, hefði hann þótt einstaklega leiðinlegur og lang- orður en Cuomo þykir annars mikill mælskumaður. Demókratar vona, að Cuomo og fijálslyndar skoðanir hans nái eyrum sem flestra þótt þeir búist ekki við, að hann muni ógna hægrimanninum Rush Lim- baugh, sem er með þætti á 660 útvarpsstöðvum. Skoðanabræð- ur hans, þeir G. Gordon Liddy og Oliver L. North, eru með 260 og 109 stöðvar en sjálfur fer Cuomo af stað með þætti á 20 stöðvum. Demókratar fengu óþyrmilega að kenna á því í kosningum sl. haust hvaða áhrif hægriá- róðurinn í spjall- þáttunum hafði haft á kjósendur og eru því famir að þreifa fyrir sér um gagn- sókn á þessum vettvangi. Það fer heldur ekki á milli mála, að mestu hægrimennimir hafa misst mikinn byr úr seglunum eftir sprengutilræðið í Oklahoma og þungamiðjan hefur færst nær miðjunni. Cuomo leggur áherslu á, að hann muni ekki verða talsmaður neins eins flokks í þáttum sínum og segir, að hann muni vafa- laust læra meira af viðmælend- um sínum en þeir af honum. Lögreg’lufor- ingja stungið inn Róm. Reuter. YFIRMAÐUR sérsveitar í ítölsku lögreglunni er rannsakar stuld á listaverkum var handtekinn í vik- unni, sakaður um ósannindi í lög- regluskýrslu. Við sögu kemur helgur munur, kjálkabein úr heilögum Anto- níusi frá Padúa. Þrír grímuklæddir og vopnaðir menn stálu beininu úr kirkju í október 1991 en lögreglan endurheimti beinið tveim mánuðum síðar og var því skilað með mikilli viðhöfn. Beinið er geymt í silfurkaleik sem skreyttur er gullplötum, rúbínum og safírsteinum; kaleikurinn er varð- veittur í kirkju Antoníusar. Lögreglumaðurinn heitir Roberto Conforti og er höfuðsmaður að tign. Sakargiftir eru þær að Conforti og menn hans, sem náð hafa góðum árangri í starfi sínu undanfarin ár, eru sagðir hafa logið um fundarstað- inn í skýrslu sem þeir gerðu um fund beinsins á sínum tíma. Ljóst er nú að gripurinn fannst við sorpgám skammt frá Padua og uppljóstrari vísaði á hann. Mun Conf- orti hafa talið nauðsynlegt að skrökva til að vernda uppljóstrara. Flest bendir til að þar sé átt við Felice I^Ianiero, dæmdan afbrota- mann sem varð landsfrægur er hann strauk úr öryggisfangelsi í Padua í júní í fyrra. Maniero náðist fimm mánuðum síðar og hefur verið sam- vinnuþýður í yfirheyrslum. „Englasmetti“ vildi semja Maniero gengur undir gælunafn- inu „Englasmetti" vegna þess hve fríður, brosmildur og sviphreinn hann er. Hann segist hafa skipulagt þjófn- aðinn til að geta notað kjálkabeinið sem skiptimynt í samningum við lög- regluna um að hann slyppi við að vera undir ströngu eftirliti. Drottniner í Færeyium M—ikKfn M_Ö Þórshöfn. Morgunblaðið. AHYGGJUR af Faroe Seafood eða Föroya Fiskasölu', skuldum og at- vinnuleysi hafa vikið um stund vegna heimsóknar Margrétar Danadrottn- ingar til Færeyja. Kom hún til Þórs- hafnar á fimmtudag og heimsótti Lögþingið og Listaskálann. Færeyingar biðu þess með nokk- urri eftirvæntingu hveijir fengju riddarakrossinn frá drottningu að þessu sinni og sérstaklega vegna þess, að Axel Hansen, fyrrverandi fiskvinnsluforstjóri og útgerðarmað- ur, skilaði nýlega krossinum sínum til að mótmæla framkomu Dana í bankamálinu. Þeir, sem voru síðan krossaðir á fímmtudag, voru Edmund Joensen lögmaður; Lisbeth L. Petersen, for- seti bæjarstjómar Þórshafnar; Jóg- van við Keldu, forseti bæjarstjómar í Klakksvík; Sámal Petur á Grund, ferðamála- og samgönguráðherra, og Eiler Jacobsen útgerðarmaður. Ekki er vitað hveijir eða hve marg- ir báðust undan krossinum. Átök demókrata og repúblikana i Bandaríkjunum um forsetaembættið Reuter Vill stjórna orrustu- flugvél ALICE Miller, 23 ára gömul kona í Israel, hefur höfðað mál gegn flughernum til að fá að verða orrustuflugmaður. Flugherinn meinar konum að gerast herflug- menn og vísar til þess að þjálfun- in sé svo dýr að ekki sé verjandi að þungun geti truflað hana. Miller, sem er fædd í Suður-Afr- íku og þjálfaður flugmaður, telur að um mismunun vegna kynferð- is sé að ræða og lögfræðingur hennar bendir á að kona hafi flogið flutningavél fyrir flugher- inn í styijöldunum við arabaríkin 1956 og 1967. Ezer Weizman, núverandi forseti, var eitt sinn yfirmaður flughersins og hann útskýrði stefnuna fyrir nokkrum árum með eftirfarandi orðum: Bestu mennina í flugmannsþjálf- un, bestu konurnar handa flug- mönnunum. Clinton hefur baráttuna Little Roek, Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforsetii hóf í reynd Kosningabaráttuna fyrir for- setakjörið á næsta ári á fjáröflunar- fundi í New Jersey á fimmtudags- kvöld. Formlegrar yfírlýsingar Clint- ons um að hann sækist eftir endur- kjöri er ekki að vænta fyrr en síðar á árinu. Forsetinn flutti ræðu og gagn- rýndi harðlega repúblikana í öld- ungadeildinni fyrir að neita að sam- þykkja skipan Henrys Fosters í emb- ætti landlæknis. Að nafninu til er ástæða andstöðunnar við Foster einkum sú að hann hefur viðurkennt að hafa eytt fóstri 39 sinnum á ferli sínum en meðal kjósenda repúblik- ana er öflug andstaða við að leyfa þær. Þingmaðurinn og forsetafram- bjóðándinn Phil Gramm reyndi ákaft að vinna sig á í álit hjá andstæðing- um fóstureyðinga með því að beijast gegn útnefningu Fosters með mál- þófi. Bob Dole, leiðtogi repúblikana- meirihlutans í þingdeildinni, keppir einnig að því að verða forsetafram- bjóðandi repúblikana og Pete Wil- son, ríkisstjóri Kalifomíu, skýrði frá framboði sínu á fímmtudag. Dole nýtur stuðnings flestra repú- blikanaþingmanna og segja stjórn- málaskýrendur að þeir hafi ákveðið að fella Foster til að koma í veg fyrir að Gramm gæti notfært sér málið og fullyrt að Dole hefði enga stjórn á þingflokknum ef Foster hlyti samþykki. Andstaðan í öldunga- deildinni við Foster hafí því aðallega verið vegna væntanlegrar prófkjörs- baráttu en ekki snúist um afstöðuna til fóstureyðinga. Reuter CLINTON Bandarikjaforseti (fyrir miðju) á fundinum í New Jersey. Með honum eru þau A1 Gore varaforseti og eiginkonurnar, Hillary Rodham Clinton og Tipper Gore. Hyggur Idi Amin á valdarán? MARGT bendir til þess að fyrrum einvaldur í Uganda, harðstjórinn Idi Amin, sé í hópi manna sem hyggi á innrás í landið með það að markmiði að steypa Yoweri Museveni forseta af stóli. Museveni var leiðtogi skæruliða sem náðu höfuð- borginni Kampala árið 1986. Að sögn Aftenposten ber Amin fjölmörgum heimildum saman um ráðagerðir hins blóðþyrsta Amins. Hann sat á forsetastóli frá 1971 - 1979, og lét drepa og pynta þús- undir landsmanna. Honum var steypt af stóli árið 1979 og flýði þá til Líbýu og síð- ar Saudi-Arabíu. Kahinda Otafiire, örygg- ismálaráðherra Úganda, er einn þeirra sem óttast að Amin hyggi á valdarán. Vísar hann til þess að fyrr- verandi ráðherra í ríkis- stjóm Amins, Juma Oris ofursti, og fyrrverandi of- ursti í her Amins, Abdillat- í Morobo í Súdan og að markmið þeirra sé að koma Amin aftur til valda. Annað markmið WNBF ér sagt vera að aðstoða Súdani við að út- breiða íslam í Úganda. Er fullyrt að Amin, sem er múslimi, gegni þar lykilhlutverki. Aðstoð frá Súdan if, hafa að undanfömu hvatt ung- menni til að ganga í skæruliða- hreyfingu sem kölluð er Vestur- Nílar fylkingin (WNBF). Fullyrðir Otafire að skæruliðamir fái þjálfun Ekki eru nema tveir mánuðir frá því að skæruliðahreyfingin var fyrst nefnd á nafn, en það var for- ingi í her Musevenis, Ronald Kaw- uma, sem það gerði. Hann gekk andstæðingum stjómarinnar í Úg- anda á hönd, og stofnaði ný skæru- liðasamtök sem hann sagði starfa m.a. með WNBF. Amin er af Kakawa-ættbálknum sem ræður ríkjum í norðvesturhluta Úganda og hafa borist fréttir um að liðsmenn WNBF hafi fengið aðstoð manna úr ættbálknum til að fá fólk til liðs við skæruliða- hreyfínguna og beijast gegn stjóm- inni í Kampala. Er fullyrt að leið- togar hreyfíngarinnar standi í nán- um tengslum við Amin, enda séu nær eingöngu fyrrverandi liðsmenn hans í WNBF, en þeir hafa verið í útlegð í Súdan og Zaire. Telja margir að skæruliðamir njóti ijár- stuðnings súdönsku stjómarinnar. Dehaene áfram við völd Brussel. Reuter. NÝ ríkisstjóm var mynduð í Belgíu í gær og verður kristilegi demó- kratinn Jean-Luc Dehaene áfram forsætisráðherra. Fjórir mið- og vinstriflokkar standa að stjórninni og að þessu sinni tók aðeins 32 daga að koma henni á koppinn en 100 daga eftir síðustu kosningar. Ráðherraskipan er að mestu óbreytt frá fyrri stjórn, flæmski sósíalistinn Erik Derycke er áfram utanríkisráðherra. Verið er að und- irbúa mikinn niðurskurð á fjárlög- um en skuldir ríkisins eru einhveij- ar hinar mestu í Evrópu miðað við þjóðarframleiðslu. I I > > >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.