Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ____ ^ ______________ ,__________' ________________'_______LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ1995 2C
ERLEIMT
Major væntir
sigurs þrátt
fyrir misklíð
Forsætisráðherrann brýnir fyrir flokksmönn-
um að þeir verði að gera upp hug sinn því
ekki verði unað við óbreytt ástand, segir í
grein Kristjáns G. Arngrímssonar
AÐ virðist hafa komið öll-
um á óvart að John Maj-
or, forsætisráðherra
Bretlands, skyldi _ segja
af sér embætti leiðtoga íhalds-
flokksins sl. fimmtudag og skora á
flokkssystkin sín að mæta sér í leið-
togakjöri í bytjun næsta mánuðar.
Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi
flokksins segir af sér með þessum
hætti frá því reglum flokksins var
breytt, fyrir 30 árum, þannig að
mögulegt væri að halda leiðtogakjör
árlega. Akvörðun hans um að leita
mótframboðs nú þegar, í stað þess
að bíða hausts, þykir bæði vogaður
og snjall leikur sem hafi komið
andstæðingum hans í opna skjöldu.
Fyrstu viðbrögð ráðherra flokksins
benda til að þeir muni fylkja sér á
bak við Major.
Forsætisráðherrann hafði boðað
til fréttamannafundar á flötinni
við bústað sinn að Downingstræti
10 klukkan 16.30 á fimmtudag.
Fréttamennirnir þóttust vita að
eitthvað lægi í loftinu, en grunur
þeirra var óljós. Klukkan
17.00 kom Major ásamt
Normu konu sinni og
starfsfólki ráðherrabú-
staðarins. Þegar hann
hafði gefið yfirlýsingu
sína neitaði hann að
svara spurningum. Hann brosti og
virtist hafa losað sig við þunga
byrði. Svo hvarf hann til skrifstofu
sinnar. Major sagði að ef hann
yrði endurkjörinn myndi hann
halda áfram í embætti forsætis-
ráðherra og leiða flokkinn „í og
gegnum“ næstu almennu kosning-
ar. „Bíði ég ósigur, sem ég býst
ekki við að verði, mun ég segja
af mér sem forsætisráðherra og
veita eftirmanni mínum fullan
stuðning,“ sagði Major.
Hann viðurkenndi að atlögur
sem gagnrýnendur hafa gert að
honum mánuðum saman og hert
á undanförnum vikum hefðu vald-
ið skaða. Flokksmenn yrðu að
gera upp hug sinn, og ekki yrði
lengur unað við óbreytt ástand.
Sundurlyndi
Stjórnmálaskýrandi The Daily
Telegraph sagði í gær að þegar
Major gaf óvænta yfirlýsingu sína
hlyti forsætisráðherranum að hafa
verið efst í huga • yfirvofandi
árekstur við andstæðinga sína á
hausti komanda. Hann hafi vitað
að nú söfnuðu óvinir liði gegn
honum. Hann hafi haft hugmynd
um liðsskipan þeirra og vitað upp
á hár hvenær þeir ætluðu að leggja
til atlögu.
Innanbúðardeilur vegna Evr-
ópumála hafa valdið sundrungu í
flokknum og hafa menn á hægri
kantinum, fullir efasemda um
samruna í Evrópu, viljað Major
burt. Einnig eru þingmenn á
vinstri vængnum orðnir
efins um að Major sé
maðurinn sem muni
tryggja að þeir haldi
sætum sínum. Fyrr í
vikunni sagði ónefndur
þingmaður: „Þetta er
frágengið. Heseltine mun bjóða
leiðtoganum byrginn.“ Dálkahöf-
undur The Daily Telegraph full-
yrti í gær að þótt stefna flokksins
í Evrópumálum kunni að skipta
marga kjósendur litlu muni hún á
endanum ráða úrslitum um hver
leiði flokkinn fram að næstu kosn-
ingum.
Þá hefur ríkisstjórn íhalds-
flokksins einnig fengið að finna
til tevatnsins vegna sífelldra
fregna af skýrslu, sem væntanleg
er í haust, um vopnasölu Breta til
Tilnefningar
þurfa að ber-
ast fyrir
fimmtudag
Afsögn
Reuter
ÞAÐ var sól og blíða þegar Major tilkynnti fréttamönnum í rósagarðinum við Downingstræti 10
að hann hefði sagt af sér embætti leiðtoga íhaldsflokksins. Urðu margir til þess að rifja upp hinn
örlagaríka og napra nóvemberdag 1990 þegar Margaret Thatcher sagði af sér.
íraka á árunum fyrir Persaflóa-
stríðið 1991 og allt útlit er fyrir
að ráðherrar verði uppvísir að því
að hafa blekkt bæði þingið og þjóð-
ina. Því kann að vera, að Major
hafi viljað efna til leiðtogakjörs
nú, ef það mætti verða til þess
að draga úr þeim skaða sem
skýrslan kann að valda honum og
öðrum ráðherrum þegar hún verð-
ur birt opinberlega.
Margir nánir samstarfsmenn
Majors hafa frá því í vor hvatt
hann til þess að fá sem fyrst úr
því skorið hver skuli leiða flokk-
inn, bæði vegna þess að argvítug-
ar deilur í allt sumar kæmu illa
við flokkinn og einnig vegna þess
að skýrslan um vopnasöluna gæti
gert Major skráveifu á flokksfund-
inum í haust.
Mikilvæg fimmtán
prósent
Reglur fiokksins kveða á um
að leiðtoginn skuli leita eftir end-
urkjöri einu sinni á ári í kjölfar
þingsetningar. Major átti kost á
að fá reglunum breytt og falast
eftir endurkjöri fyrr. Þess í stað
ákvað hann að segja af sér emb-
ætti og gera með því leiðtogakjör
mögulegt „eins fljótt og auðið er.“
Tilnefningar til embættis leið-
toga þurfa að hafa borist fyrir
hádegi á fimmtudaginn. Berist
aðeins ein tilnefning er sá eða sú
tilnefnda sjálfkjörin. Að öðrum
kosti fer fyrsta atkvæðagreiðslan
fram þriðjudaginn 4. júlí, og eru
329 þingmenn íhaldsflokksins
atkvæðisbærir. Fái Major meiri-
hluta atkvæða og 15% fleiri at-
kvæði en sá frambjóðandi sem
næstmest fylgi fær, hefur Major
náð kjöri. Það voru þessi fimmtán
prósent sem Margaret Thatcher
náði ekki í fyrstu umferð á flokks-
fundinum í nóvember 1990, og í
kjölfarið dró hún framboð sitt til
baka. Fái Major meirihluta at-
kvæða en komist ekki yfir fimmt-
án prósenta hindrunina kemur til
annarrar umferðar viku síðar, og
má þá leggja fram nýjar tilnefn-
ingar.
Fimmtán prósenta reglan gildir
ekki í annam umferð og
sá frambjóðandi sem fær
meirihluta atkvæða nær
kjöri. Ef enginn nær því
kemur til þriðju umferðar
þar sem kosið verður
milli þeirra tveggja fram-
bjóðenda sem fengu flest atkvæði
í annam umferð. Sá sem fær fleiri
atkvæði telst kjörinn leiðtogi.
Ýmsir möguleikar
Þótt flest þyki benda til að
áhættan, sem Major tók með af-
sögn sinni, muni borga sig, gætu
veður skjótt skipast í lofti. Frétta-
skýrandi The Daily Telegraph
greinir fjóra möguleika:
•Enginn býður sig fram gegn
Major; hann er endurkjörinn og
leiðir flokkinn í næstu þingkosn-
mgum.
•Lítt þekktur þingmaður býður
sig fram sem skálkaskjól þunga-
vigtarmanns sem ekki vill bjóða
sig fram fyrr en í annarri um-
ferð, en Major sigrar „Trójuhest-
inn“ með yfirburðum og hefur þar
með styrkt stöðu sína.
•Major sigrar í fyrstu umferð en
nær ekki fimmtán prósentunum,
sem reglur kveða á um. Hann
gæti boðið sig fram í annarri
umferð, en þó er líklegra að hann
segi af sér sem forsætisráðherra.
Leiðin er greið fyrir framboð
helstu ráðherra, til dæmis Micha-
els Heseltines eða Kenneths Clar-
kes.
•Major sigrar og nær
tilskildum fimmtán pró-
sentum, en rúmlega
hundrað þingmenn hafa
annaðhvort greitt at-
kvæði gegn honum eða
setið hjá. Hann gæti
setið áfram í embætti, en þar eð
hann skortir stuðning um þriðj-
ungs fulitrúanna hefur honum
mistekist að festa sig í sessi.
Núna um helgina mun í raun
ráðast hvernig fer. Þingmenn
halda heim í kjördæmi og heyra
hljóðið í flokkssystkinum sínum.
Þeir vita, að ef enginn býður sig
fram gegn Major mun hann sitja
í embætti fram að næstu þing-
kosningum, og ekkert tækifæri
mun gefast til annars leiðtoga-
kjörs með haustinu.
Stefnan í Evr-
ópumálum
kann að ráða
úrslitum
IHBHiFRINCE POLO
stundum koma
Prínce Polo pásur!
Lífið snýst ekki bara um vinnustundir og vísitölur,
stundum eru það pásurnar sem Iffga mest upp á sálartetrið; Prince Poio pásurnar.
Nú er Prince Polo komið í nýjar og betri umbúðir.
Mundu það næst þegar þú vilt slappa af!