Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
l\
t
AÐSENDAR GREINAR
Ungt fólk og
skattadagurinn
ræðunni en hinir sem vilja draga
úr ríkisútgjöldum en það er forsenda
skattalækkunar. Þrátt fyrir það er
ég sannfærður um að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar vill að jafnvægi
náist í ríkisbúskapnum og vandan-
um sé ekki fleytt yfir á komandi
kynslóðir.
LAU G ARDAGINN
10. júní vakti Heimdall-
ur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjá-
vík, athygli á svokölluð-
um Skattadegi. Þá voru
liðin 43,8% ársins 1995
en það er sama hlutfall
og nemur útgjöldum
ríkis og sveitarfélaga
af landsframleiðslu að
viðbættum iðgjöldum
lífeyrissjóða. Þetta er
lofsvert framtak þótt
varla sé eðlilegt að telja
lífeyrisiðgjöld með
sköttum. Meginatriðið
er að rödd ungs fólks
heyrist meira í þessum
hluta þjóðmálaumræð-
Áhugi fyrir
kynslóðareikningum
Friðrik
Sophusson
Vegna hallareksturs
hins opinbera í flestum
Evrópuríkjum hefur
áhugi á því að skoða
skattbyrði framtíðar-
kynslóða vaxið. í því
sambandi hafa nokkrar
þjóðir látið vinna eins
konar kynslóðareikn-
inga, en þeir miða að
því að kanna hvort ein-
staklingar hverrar kyn-
slóðar fái til baka í milli-
færslum og þjónustu á
æviskeiðinu það sem
þeir hafa greitt í skött-
um. Samkvæmt þessum
unnar. Það er unga fólkið sem þarf
að búa við aukna skatt- og skulda-
byrði í framtíðinni, ef ekki verður
dregið úr útgjöldum ríkissjóðs.
Ríkisútgjöld hafa lækk-
að um 5-6% á fjórum
útreikningum þurfa t.d. framtíðar-
kynslóðir í Þýskalandi og Svíþjóð og
þola 25-30% skattahækkanir til að
njóta svipaðrar þjónustu og núver-
andi kynslóðum er boðið upp á. Ekki
liggja fyrir útreikningar af þessu
tagi hérlendis. Slíkar tölur geta verið
mjög mikilvægar og því þarf að hefja
undirbúning að kynslóðareikningum
fyrir ísland.
Á síðustu fjórum árum hefur tek-
ist að lækka ríkisútgjöld um sem
nemur 5-6% og skatttekjur ríkissjóðs
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu hafa ekki í sjö ár verið lægri
en í ár. Ef einungis er horft á ríkis-
sjóð hefur því þokast í rétta átt frá
árinu 1991. Þá var „skattadagurinn"
14. apríl, en var á þessu ári þann
7. apríl. Þessum árangri verðum við
að fylgja eftir og halda áfram að
draga úr ríkisútgjöldum. Að undan-
fömu hefur íjármálaráðuneytið í
samvinnu við Þjóðhagsstofnun og
Seðlabanka unnið að gerð langtímaá-
ætlunar í ríkisfjármálum, en þar er
gert ráð fyrir að jafnvægi náist í rík-
isfjármálum á þessu kjörtímabili.
Drög að þessari áætlun liggja nú
fyrir og hefur ríkisstjómin samþykkt
að stefna að þvi að fjárlög verði
hallalaus árið 1997.
Framtíðarhagsmunir í húfi
árum, segir Friðrik
Sophusson, og hafa
Ríkisútgjöldin og
hagsmunahóparnir
ekki verið lægri í sjö ár.
Þeir sem krefjast aukinnar fyrir-
greiðslu úr ríkissjóði eru venjulega
mun fyrirferðarmeiri í þjóðmálaum-
Það skiptir miklu að rödd unga
fóksins heyrist, þegar unnið er að
því að ná jafnvægi í ríkisfjármálun-
um, því að framtíðarhagsmunir þess
eru í húfi. Öflugur stuðningur ungs
fólks við sjónarmið þeirra sem vilja
draga úr útgjöldum hins opinbera
er því vel þeginn. Að tilnefna sér-
stakan skattadag er ein leið til þess
að minna á mikilvægi sparnaðar og
hagræðingar í ríkisrekstri
Höfundur er fjámtálaráðherra.
ISLENSKT MAI
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
802. þáttur
RAB(B)ARBARI er jurtar-
heiti sem komið er inn í mál
okkar ekki seinna en á 17. öld.
Hreintungumenn,, sem Halldór
Laxness hefur kallað tilviksís-
lendinga að gamni sínu, nefna
þessa jurt tröllasúru. Orðið er
komið til okkar úr dönsku, en
svolítið skiptast í bókum skýr-
ingar á uppruna. Sumir halda
að til grundvallar liggi grísk
ummyndun á persnesku orði, en
aðrir rekja ekki lengra en til
grísku; væri orðið þá samsett
af rheon=rót og barbarum=
erlent. Hinum lærðu og sjálf-
umglöðu Grikkjum þótti sem
aðrar þjóðir en þeir sjálfir töluðu
óskiljanlegt þrugl: „bar-bar“, og
nefndu útlendinga barbara.
Ekki voru barbarar upp og ofan
hafðir í háum sessi. En seinna
veitti heilög píslarmær nafninu
Barbara uppreisn æru.
Víkur sögu þessari austur að
Svartahafi sem Grikkir kölluðu
Pontos. Umhverfis haf þetta
kynntust Grikkir við hina fram-
andi jurt, rheon-barbarum, og
á Asíuströnd Svartahafs kvað
ennþá spretta tröllasúra. Kunn-
ug er íslenskum mönnum þessi
þula: Rússneski ræningjaforing-
inn Rama réðst (ruddist) inn í
Rúmeníu og rændi rúsínum og
rabbarbara.
1910 orðnar sex, fæddar dreift.
Síðan kemst nafnið í tísku. Skírð-
ar árin 1921-50 279. Á þjóðskrá
1990 rúmlega 700, fremur sjald-
an síðara nafn af tveimur.
Hann Mörður á Mosfelli er
svo mikið með sjálfum sér,
að allmargir hafa
á því allmikinn vafa
hvar hvor þeirra hvor um sig fer.
★
Hjördís er fomnorrænt
sagna- og kvæðasafn, sett saman
af hjör(r) sverð og dís, en það
orð, dís, er kvenheiti út af fyrir
sig frá fomu fari. Dís hefur
breytilega merkingu, t.d. „gyðja,
kvenkyns goðvera; (tigin) kona,
fögur kona“ (Ásgeir Blöndal).
Samsetningin Hjördís ætti að
vera valkyija eða skjaldmær.
Hjördís Eylimadóttir er nefnd
móðir Sigurðar Fáfnisbana.
Hjördís kemur ekki fyrir sem
heiti íslenskra kvenna fyrr en á
síðasta hluta 19. aldar eða fyrsta
hluta 20. Árið 1855 er engin, en
Baldur Ingólfsson sendir mér
þetta góða bréf:
„Kæri Gísli, mig langar að
nefna við þig þijú orð sem ég
held að gætu leyst af hólmi lang-
lokur sem menn eru að verða
samdauna:
1. Bundið slitlag á vegi
mætti vel kalla þekju, og það
hef ég einu sinni séð í blaði.
Segja má að orðið þekja sé ekki
lengur í notkun og því tilvalið
að grípa það meðan það gefst.
Að vísu eru sumir menn úti á
þekju, en það er annað mál.
Segja mætti: Ráðgert er að
leggja þekju á veginn í sumar,
þekjan á veginum er farin að
bila og þarfnast viðgerðar.
2. I stað langlokunnar kvik-
myndagerðarmaður mætti al-
veg eins segja kvikmyndahöf-
undur sbr. rithöfundur, gi'einar-
höfundur, textahöfundur o.s.frv.
Myndi nokkrum manni detta í
hug að tala eða rita um skáld-
sagnagerðarmann?
3. Mér hefur alltaf þótt orðið
náttúruvænn óþarft. Það sem
er átt við má oftast tákna með
orðunum skaðlaus, meinlaus,
hættulaus. Hluti af merkingu
orða felst jafnan í umhverfí
þeirra í textanum svo að óþarft
er að búa til einskonar glóp-
trausta íslenska langloku til að
þýða aðra útlenda í stað þess
að nota góð og gild orð sem all-
ir skilja.
E.s.: Örnólfur Thorlacius
kenndi mér orðið glóptraustur
sem ég hygg að sé þýðing hans
á enska orðinu „foolproof".
Bestu kveðjur."
Eitt frægasta germanskt
karlheiti fyrr og síðar er Sigurð-
ur, allt frá Sigurði Fáfnisbana,
en því miður höfum við ekki
fæðingarvottorð hans. Þetta er
hermanns heiti og á að tákna
að sá hermaður sé sigursæll eða
vel varinn í orustunni, enda er
til hliðarmyndin Sigvarður, sbr.
Sivert í dönsku. Síðari hluti
nafnsins á sér þá hliðstæðu í
valkyijuheitum og þar með
kvenheitum sem enda á vör,=
„sú er ver (eða er vernduð)“,
sbr. Ásvör og Steinvör.
Seint yrðu taldir allir þeir
kappar og konungar sem Sig-
urður hafa heitið í sögum og
kvæðum, og reyndar líka á landi
veruleikans. Er 39 Sigurða get-
ið í Sturlungu. Skemmst er og
af því að segja að árið 1703 var
Sigurður fjórða algengasta
karlheiti á íslandi öllu, á eftir
þeim Jóni, Guðmundi og
Bjarna. Sigurður undi ekki lengi
í 3. sæti og ruddi Bjarna þaðan
fljótlega. Hélt Sigurður 3. sæti
langa hríð og fór auk heldur upp
í annað sæti í þjóðskránni 1982.
Sigurðum hefur yfirleitt verið
jafnt dreift á landshluta.
Lífíð er pijón tímans
með einstaka Iykkjufalli.
En að lokum mun dauðinn,
hinn mikli handavinnukennari,
rekja það upp.
(Jósep Benjamín Helgason).
Hlymrekur handan kvað:
Lífið er skólataska
sem í eru tvær brauðsneiðar
síðan í öðrum bekk
með malakoffi ofan á:
Harðar undir tönn
og léttar í maga.
(Sigurður Axel Hannesson)
Þorskkvótar
stofngjald fyrir
varanlegan rétt
EINMITT núna, þegar þorsk-
kvótar eru komnir niður í þriðjung
af upphaflegri úthlutun 1985, og
Hafró gerir ráð fyrir að þeir fari
í fjórðung á næsta fiskveiðiári,
kemur fram tillaga frá stjórnar-
formanni Granda hf. um nýtt fyrir-
komulag á úthlutun kvóta í físki-
lögsögu landsins. Þessi tillaga er
mjög seint fram kom-
in, því að flestir munu
á þeirri skoðun, að
skerðing kvótanna
stafi beinlínis af of-
sókn stórútgerðarinn-
ar í þorskinn og spjöll-
um á hrygningar-
stöðvum hans, sem er
afleiðing af stórfelldri
tækniþróun í fiskveið-
um. Hin nýja og full-
komna tækni ógnar
nú öllu lífi í fiskveiði-
lögsögunni, og þar
með framtíð þjóðar-
innar, jafnvel þegar
litið er til' mjög
skamms tíma.
Önundur
Ásgeirsson
Miðað við 14.000 tonna varan-
legan þorskkvóta Granda, og afla-
gjald 50 kr/kg er lagt til að stofn-
gjaldið yrði 700 mkr., sem síðan
væru reiknaðir af 7% ársvextir af
eða 50 mkr. á ári, sem útgerðin
myndi greiða til ríkissjóðs sem
veiðigjald. Þetta sýnist heldur
væglega reiknað, því að gangverð
árskvóta eða leigukvóta fyrir þorsk
hefir verið um 80 kr/kg en það
myndi samsvara 1120 milljóna
króna stofngjaldi, en 7% ársvextir
af þeirri fjárhæð væri 78.4 milljón-
ir króna, eða 60% hærri fjárhæð.
Gengið er út frá að „stofngjaldið“
sé varanlegt, og taki til ákveðins
og óbreytanlegs tonnafjölda í
kvóta, sem aðeins verði hægt að
afturkalla með eignarnámi, og
komi þá fullt verð fyrir. íslending-
ar eru í eðli sínu hjarðþjóð, og eta
umhugsunarlaust hver eftir öðrum.
Þegar hefir myndast mikil hjörð
„sérfræðinga" um þessar tillögur,
og Mbl. skipað sér í þann flokk.
Eina röddin til andmæla kemur frá
formanni LÍÚ, en hann skilur eðli
kvótaúthlutunar bezt. Hafi veiði-
gjald einhverntíma átt rétt á sér,
sem ég tel ekki vera, þá er sá tími
löngu liðinn nú, þegar þorskurinn
er á þrotum. Kvótaúthlutunin hefir
reynzt undirstaða mikillar og
margvíslegrar spillingar í fiskveið-
unum, en alþingismenn, hafa að
hætti Nelsons, sett kíkinn fyrir
blinda augað.
Fyrsta spurningin er, hvers-
vegna skyldi „stofngjaldið" miðast
við 7% af 50 kr/kg aflakvóta eða
3,50 kr/kg, þegar sami árlegur
leigukvóti selst á gangverði 80
kr/kg. Hagnaður „kvótaeigand-
ans“ nemur þá 76,50 kr/kg, þótt
kvótinn sé sameign þjóðarinnar
allrar. Ef Grandi setti öll sín skip
til veiða á úthafinu, þar sem engra
kvóta er þörf, a.m.k. ennþá, og
seldi sinn 14.000 tonna kvóta fyrir-
hafnarlaust á opnum markaði,
fengi hann árlega 1.071 milljónir
nettó fyrir kvótann, en greiddi rík-
issjóði 49 milljónir fyrir úthlutun-
ina. Flestir munu telja þetta sið-
laust.
En tillagan gerir ráð fyrir að
„stofninn" sé varanlegur, og verði
aðeins skertur með eignarnámi
gegn fullu verði. Kvótum yrði
þannig ekki úthlutað árlega, heldur
í eitt skipti fyrir öll, og þannig
lokað á síðari úthlutanir til nýrra
aðila. Gangverð slíkra varanlegra
þorskkvóta hefir verið 250 kr/kg.
Þetta væri væntanlega rétt verð á
„stofninum“, ef koma ætti í veg
fyrir brask með kvótana. Heildar-
stofn Granda væri þá 3.500 millj-
ónir króna, og 7% ársvextir eða
aflagjald 245 milljónir árlega.
Þetta væri ódýrt, því að 80 kr/kg
leigukvóti næmi 1.120 mkr., sbr.
ao. Það væru því enn miklir mögu-
leikar á kvótabraski.
En hvernig myndu slíkir varan-
legir kvótar þróast,
burtséð frá verðmæti
þeirra og veiðigjalds-
ins? Framtíðin er óljós
og greinilega mjög
fallvölt, og því er rétt
að skoða þetta í ljósi
reynzlu liðinna ára.
Kvóti Granda er nú
þriðjungur þess, sem
verið hefði 1985 við
fyrstu úthlutun þeirra.
Það þýðir að hann
samsvarar 42.000
tonna þorskkvóta þá,
en eflaust hefír fyrir-
tækið keypt eitthvað
af kvóta á liðnum
tíma, sem ekki skiptir
máli, ef rétt verð var á þeim kvóta,
þegar keypt var. Grandi myndi þá
eiga veiðirétt á 42.000 tonnum af
þorski, og reyndar allir aðrir líka
þrefalt magn úthlutaðs kvóta nú.
Hugmyndir um veiði-
gjald og kvóta hafa dag-
að uppi, segir Önundur
Ásgeirsson. Togveiðar
á aðeins að leyfa á út-
hafínu, og eingöngu
umhverfisvæn veiðar-
færi innan fiskveiði-
lögsögunnar.
Allir ættu veiðirétt til þrefalds þess
magns, sem nú er heimilt að veiða,
og sennilegast er að allur þorskur
væri dauður. Ef stjórnvöld hefðu
viljað stöðva darraðardansinn um
þorskinn, hefðu þau þurft að taka
kvótann eignarnámi með fullu
verði til „kvótaeigendanna", sem á
núverandi verðlagi nemur 250
kr/kg fyrir óskertan kvóta um
450.000 tonn, en það myndi kosta
ríkissjóð 112,5 milljarða staðgreitt.
Það er ekki allt sem sýnist.
Mbl. skýrir frá því í dag, að góð
veiði sé nú hjá landróðrabátum 30
mílur úti fyrir Vestfjörðum, líklega
á Halanum, en lítið hafi veiðst þar
að undanförnu af togurum, og
þeir haldið sig fjarri. Nýr Sómabát-
ur gengur 30 mílur og „planar"
25 mílur með 3ja tonna afla. Það
er engin þörf fyrir úthafstogara
innan fiskveðilögsögunnar, þeir
gera þar aðeins ógagn. Fiskistofa
hefir nú gripið sex sökudólga fyrir
þann glæp, að fleygja fiski, sem
þeir máttu ekki koma með að landi
samkvæmt ákvörðun sömu stofn-
unar. Er hægt að gera þetta vit-
lausara? Til er einfalt ráð, sem
leysir allan vanda. Hættið kvóta-
vitleysunni, og bannið togveiðar
innari fiskveiðilögsögunnar. Gefið
veiðarnar fijálsar með vistvænum
veiðarfærum. Það er engin ástæða
til að halda fullhraustum sjómönn-
um á opinberu framfæri í nýja
fangelsinu á Litla-Hrauni. Miklu
einfaldara er að leggja Fiskistofu
niður.
I
1
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Olís.