Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ1995 29
AÐSENDAR GREINAR
Nokkur orð um sjálfvirkt
tilkynningaskyldukerfi
Tilkynningaskylda
íslenskra skipa
EFTIR að fjar-
skiptatæki komu til
sögunnar kom í ljós að
þau voru eitt besta ör-
yggistæki hvers skips.
I fjölda tilfella skipti
það sköpum um björg-
un að sjófarendur, sem
fyrir óhöppum urðu,
gátu komið frá sér
hjálparbeiðni þegar
óhappið átti sér stað.
Tilkynningaskylda
íslenskra skipa, sem
Slysavarnafélag ís-
lands hefur starfrækt
frá 1968, hefur tekið við fjarskipta-
boðum frá skipum og hún hefur
reynst ómetanlegur öryggisþáttur
fyrir sjómenn. Samvinna Slysa-
varnafélagsins og sjómanna í
tengslum við þessa starfsemi hefur
alla tíð verið góð, þar hefur ríkt
gagnkvæm virðing og trúnaður sem
er afar mikilvægt.
Slysavarnafélagið hafði frum-
kvæði að því á sínum tíma að koma
Tilkynningaskyldunni á og sannar-
lega er hún einn merkasti liður í
starfsemi félagsins frá upphafi. Til-
kynningaskyldan er starfrækt sam-
kvæmt lögum sem sett voru á Al-
þingi og ríkissjóður greiðir kostnað-
inn af rekstrinum.
Þessi sérstaka þjónusta við sjó-
menn hefur vakið verðskuldaða at-
hygli erlendis. Islendingar eru
brautryðjendur á þessu sviði og fer
vel á því, því fáar þjóðir eru ems
nátengdar sjómennsku og við ís-
lendingar.
Sjálfvirk tilkynninga-
skylda skipa
Á vegum Verkfræðistofnunar
Háskóla íslands hófst vinna við
þróun sjáifvirks til-
kynningaskyldukerfis
árið 1983 til þess að
geta á þann hátt aukið
enn á öryggi sjómanna.
„Háskólakerfið“
byggðist upp á notkun
metrabylgju og neti
landstöðva kringum
landið. Langdrægni
slíks kerfis er um
60-70 sjómílur frá
strönd. Fjær landi er
hægt að nota stutt-
bylgju og gervitungl-
aijarskipti.
„Háskólakerfið“
hefur verið í „tilrauna-
keyrslu" hjá Tilkynn-
ingaskyldunni síðan í nóvember
1990, að miðstöð kerfisins var færð
þangað, og má segja að það hafi
lofað mjög góðu. Á skjámynd tölv-
unnar í Tilkynningaskyldunni eru
skipin sýnd sem deplar og nafn,
hraði, stefna og aðrar upplýsingar
eru skráðar við depilinn. Landstöðv-
ar eru þrjár sem tengjast kerfinu:
í Bláfjöllum, á Snæfellsnesi og í
Vestmannaeyjum. Svið þeirra nær
frá Snæfellsnesi og skammt austur
fyrir Vestmannaeyjar. Til þess að
kerfið komi að fullum notum þurfa
að koma til mun fleiri landstöðvar.
Þegar hið væntanlega sjálfvirka
tilkynningaskyldukerfi kemst á hjá
Tilkynningaskyldunni verður lögð
rík áherslu á að fá í gegnum það
örar tilkynningar frá bátum sem
eru í vondu veðri til þess að geta
fylgst með þeim og gert viðeigandi
ráðstafanir ef með þarf. Mörg
hörmuleg sjóslys sem orðið hafa
með þeim hætti að slæmt veður
hefur skyldilega skollið á eru mönn-
um í fersku minni.
Sjálfvirka tilkynningaskyldan
mun í framtíðinni vera mikilvægur
þáttur í leitar- og björgunaraðgerð-
um. Slysavarnafélag íslands og
Landhelgisgæslan reka báðar sjó-
björgunarstjórnstöð vegna leitar-
og björgunaraðgerða, hvor á sínu
svæði, og annast stjórnstöð Slysa-
varnafélagsins aðgerðarstjórn með-
fram strönd landsins og á svæði
næst henni. Má nefna hér að sjó-
flokkur Ingólfs, björgunarsveitar
Slysavarnafélagsins í Reykjavík,
fær að meðaltali milli. 40 og 50
útköll á ári vegna báta sem lenda
í erfiðleikum. Einnig fá sveitirnar
í Grindavík, Sandgerði, Bolungarvík
og á fleiri stöðum mörg útköll ár-
lega.
Verkfræðistofan Hnit er að
hanna fyrir Slysavarnafélagið út-
kallskerfi björgunarsveita, en félag-
ið hefur á að skipa 90 björgunar-
sveitum í kringum landið og er í
góðri samvinnu við Landsbjörgu
sem hefur á að skipa 27 sveitum.
í „Hnitarkerfinu" tengjumst við
beint lifandi veðurvarpi og fáum
því upplýsingar um veður beint frá
Veðurstofu Islands sem kemur til
með að nýtast okkur vel hjá Til-
kynningskyldunni. Björgunarsveit-
imar hafa oft á tíðum verið mjög
hjálplegar víð að grennslast eftir
bátum sem ekki hafa tilkynnt sig,
m.a. leitað í höfnum, og einnig ber
hér að geta um hafnarverði og lög-
reglu, en við þessa aðila höfum við
átt sérstaklega gott samstarf og
munum vonandi eiga um ókomna
tíð.
Samkomulag undirritað
Þann 14. mai 1994 undirrituðu
samgönguráðherra, póst- og síma-
málastjóri og forseti Slysavarnafé-
lagsins samkomulag þess efnis að
Slysavarnafélaginu var falið að
annast rekstur sjálfvirku tilkynn-
ingaskyldunnar og byggja upp og
reka stjórnstöð í þeim tilgangi. Pósti
og síma var ætlað að sjá um að
Páll Ægir
Pétursson
framkvæma uppbyggingu nauðsyn-
legar landstöðva. Undirritun þessa
samkomulags fór fram á landsþingi
Slysavarnafélagsins og var eðlilega
mjög fagnað af slysavarnafólki
enda um að ræða baráttumál fé-
lagsins í rúman áratug.
Vita- og hafnamálum falin
framkvæmd
í október 1994 skipaði ég tækni-
nefnd til að skilgreina þarfir sjálf-
virku tilkynningaskyldunnar og
lagði jafnframt á það áherslu við
samgönguráðuneytið að málinu yrði
flýtt eins og kostur væri. Umrædd
nefnd var skipuð þremur mönnum,
tveimur frá Slysavarnafélaginu og
einum frá Kerfisverkfræðistofu
Háskólans. Nefndin starfaði þar til
í febrúar síðastliðinn að samgöngu-
ráðuneytið fól Vita- og hafnamála-
stofnun yfirstjórn þess verkefnis að
koma upp sjálfvirku tilkynninga-
skyldukerfi hér á landi. Frá þeim
tíma hefur sú stofnun verið að viða
að sér upplýsingum, enda menn á
Sjálfvirk tilkynninga-
skylda eykur öryggi
sjómanna. PállÆgir
Pétursson skrifar um
leitar- og björgunar-
aðgerðir á sjó.
þeim bæ ókunnugir Tilkynninga-
skyldunni og þurftu því tíma til
þess að átta sig á hlutunum. Há-
skólamenn voru búnir að vinna að
þróun ákveðins kerfis sem töluverðu
fé hafði verið eytt í og að auki
hafa þeir mikla reynslu, eru sannar-
lega frumkvöðlar í hönnun slíks
kerfis hér á landi. Ég hef átt ágæt
samskipti við Vita- og hafnamála-
stofnun sem hefur leyft mér að
fylgjast grannt með gangi mála.
Eftirlitskerfi með sjósókn
Nú fyrir skömmu var frumvarp,
sem felur í sér breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða, afgreitt frá
sjávarútvegsnefnd Alþingis og síð-
an samþykkt. Meirihluti nefndar-
innar lagði til að sjávarútvegsráð-
herra ákvæði með reglugerð að
útgerðir fengju að velja sóknardaga
en róðrardagakerfi yrði komið á fót
þegar tæknilegar og fjarhagslegar
forsendur væru fyrir hendi til að
hafa virkt eftirlit með sjósókn bát-
anna.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að nú er brýn þörf fyrir sjálfvirkt
tilkynningaskyldukerfi, ekki vegna
öryggis, heldur vegna eftirlits með
sjósókn báta. Ef öryggið hefði verið
sett á oddinn með líkum. hætti í
upphafí væri slíkt kerfi þegar fyrir
hendi.
Öryggisþátturinn má
ekki gleymast
Við megum aldrei sofna á verðin-
um hvað öryggismál varðar og
finnst mér að þegar tengt er saman
flotaeftirlits- og öryggiskerfi megi
öryggisþátturinn ekki hverfa í
skuggann heldur þvert á móti, hann
á að vera aðalatriði. Við undirbún-
ing þessa máls á að nýta þá miklu
reynslu og þekkingu sem starfs-
menn Tilkynningskyldunnar búa
óneitanlega yfir á þessu sviði.
Nauðsynlegt er að starfsmenn
Tilkynningaskyldu íslenskra skipa
geti í slíku kerfi kallað á tilkynn-
ingar frá bátum eftir þörfum til
þess að fyllsta öryggis sé gætt
miðað við veðurlag o.s.frv. Einnig
er mikilvægt að þjónustan verði
það ódýr að jafnvel minnstu trillur
geti nýtt sér hana, þar er þörfin
brýnust.
Sjálfvirk tilkynningaskylda á að
auka öryggi sjómanna til muna og
gera eftirlit Slysavamafélagsins
með bátum virkara og öruggara.
Sjómenn hafa treyst á Tilkynninga-
skylduna og átt við hana góð sam-
skipti í tæplega þijátíu ár og bind-
um við hjá Slysavarnafélagi Islands
vonir við að kerfið verði hannað
fyrst og fremst sem öryggiskerfi
eins og upphaflega var áætlað.
Höfundur er deildarstjóri
björgvnardeildar
Slysavarnafélags íslands.
Sjálfstæðir atvinnurekendur,
skattheimtumenn og lífeyrismál
SAMKVÆMT ís-
lenskum lögum er öll-
um launamönnum og
þeim sem stunda at-
vinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, rétt
og skylt að eiga aðild
að lífeyrissjóði viðkom-
andi starfsstéttar eða
starfshóps. Iðgjald í
lífeyrissjóði skal vera
að minnsta kosti 10%
af viðurkenndum
stofni iðgjalda. At-
vinnurekendum er
skylt að halda eftir af
launum starfsmanna
sinna iðgjaldahluta
þeirra og standa við-
komandi lífeyrissjóði skil
ásamt mótframlagi sínu
skiptist iðgjaldið þannig að 4% eru
greidd af launum starfsmanns en
mótframlag atvinnurekandans er
6%. Sum stéttarfélög og einstaka
launamenn hafa þó samið um hærra
mótframlag atvinnurekandans. I
grein þessari er ætlunin að vekja
athygli á því hvernig mótframlag
atvinnurekanda fær mismunandi
skattalega meðferð eftir því hvort
um er að ræða sjálfstæða atvinnu-
rekendur eða önnur rekstrarform
eins og t.d. hlutafélög.
Lífeyrissjóðsframlag sjálf-
stæðs atvinnurekanda
Sjálfstæðum atvinnurekanda ber
að telja fram ákveðin laun sem
kölluð eru reiknað endurgjald. Það
myndar stofn þess iðgjalds sem
framlag atvinnurekandans í lífeyr-
Sigurður Atli
Jónsson
á honum
. Yfirleitt
issjóð reiknast af. Ið-
gjaldsgreiðslan skiptist
í tvennt, iðgjalds-
greiðslu launamanns-
ins (4%) og mótframlag
atvinnurekandans
(6%). Þar sem hér er
um einyrkja að ræða
eru atvinnurekandinn
og launamaðurinn
sami aðilinn. Það
breytir þó ekki því
hvernig þessar greiðsl-
ur skiptast formlega.
Hin reiknuðu laun
koma til frádráttar frá
rekstrartekjum ei-
nyrkjans, rétt eins og
launakostnaður fyrir-
tækja sem tilheyra öðrum rekstrar-
formum, eins og t.d. hlutafélögum
eða sameignarfélögum, sem eru
sjálfstæðir skattaaðilar. Þegar hins
vegar kemur að því að taka tillit
til mótframlags atvinnurekandans
í lífeyrissjóð launamannsins er gert
upp á milli þessara ólíku rekstrar-
forma. Samkvæmt túlkun skattayf-
irvalda á lögum um tekju- og eign-
arskatt er mótframlag atvinnurek-
andans ekki frádráttarbært frá
skattskyldum tekjum í sjálfstæðum
atvinnurekstri einstaklinga. Ef hins
vegar um er að ræða önnur rekstr-
arform er þessi frádráttur heimill
og því ljóst að ólíkum rekstrarform-
um er mismunað að þessu leyti.
Tilgangur laga og
túlkun þeirra
Það hlýtur að teljast ólíklegt að
löggjafanum hafi gengið það til,
með lagasetningum sínum, að koma
á skattalegu misrétti ólíkra rekstr-
arforma vegna lífeyrissjóðsiðgjalda.
Með núverandi túlkun skattayfir-
valda á lögunum eru einstaklingar
sem stunda atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi þó misrétti
beittir. Þeim er ekki gefinn kostur
á því að draga skyldubundið mót-
framlag atvinnurekanda í lífeyris-
sjóð frá tekjum, auk þess sem hag-
kvæmni þess að greiða viðbótarið-
gjald í séreignarlífeyrissjóð fyrir
launamanninn er minni en hjá öðr-
um rekstrarformum. Um viðbótar-
iðgjöld gildir að slík framlög eru
frádráttarbær rétt eins og hið
skyldubundna mótframlag.
Fyrirboði breytinga?
í kjölfar kjarasamninga fyrr á
þessu ári beittu stjórnvöld sér fyrir
Ólíklegt telst að löggjaf-
inn hafí ætlað, segir
Sigurður Atli Jónsson,
að koma á skattalegu
misrétti ólíkra rekstrar-
forma vegna lífeyris-
sjóðsiðgjalda.
því að afnema í áföngum tekju-
skattslagningu á 4% iðgjaldafram-
lag launamannsins. Ekki virðist
ætlunin að gera upp á milli ólíkra
þjóðfélagshópa við þessa aðgerð,
því einyrkjar munu geta dregið
hluta 4% Íífeyrissjóðsiðgjalds síns
sem launamenn frá skatti. Hér er
því samræmi í reglum sem gilda
um almenna launamenn og sjálf-
stætt starfandi einstaklinga. Ef til
vill er þetta fyrirboði þess að skatta-
yfirvöld hyggist taka upp þá al-
mennu reglu að um einyrkja gildi
sömu reglur og fyrir aðra hvað
varðar skattalega meðferð iðgjalds-
greiðslna í lífeyrissjóði.
Úrbætur eru mikilvægar
Lífeyrissjóðsmál einstaklinganna
skipta þá sjálfa að sjálfsögðu gríð-
arlega miklu máli. Mikilvægi þessa
málaflokks fyrir þjóðina í heild er
þó einnig verulegt. Þetta stafar ein-
faldlega af því að sá lífeyrir sem
fólk sparar sér til þess tíma er starf-
sævi -þeirra lýkur er að öllu jöfnu
síst of mikill og sýnt er að útgjöld
ríkisins vegna lífeyris- og öldrunar-
mála munu aukast verulega í fram-
tíðinni vegna breyttrar aldurssam-
setningar þjóðarinnar. Það er því
skynsamlegt af stjórnvöldum að
hvetja þegnana, fremur en letja, til
að leggja fyrir til efri áranna til
þess að álögur á skattgreiðendur
þess tíma keyri ekki úr hófi fram.
Mikilvæg skref í þessa átt voru stig-
in með afnámi tekjuskattsálagning-
ar á iðgjöld launamanna. Vonandi
gefa þau fyrirheit um að von sé á
fleiri úrbótum í þessum málaflokki,
t.d. afnámi þess misréttis sem lýst
hefur verið í þessari grein.
Höfundur er hagfræðingur lyá
Landsbréfum hf.
- kjarni málsins!