Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 30
i
30 I4UGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
i
MINNINGAR
+ Guðríður H.
Guðjónsdóttir
fæddist 6. júlí
1953 á Fáskrúðs-
firði. Hún lést á
Borgarspítalan-
um 16. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru hjónin
Þórey Jóhaniis-
dóttir frá Hafn-
arnesi, Fáskrúðs-
firði, f. 17. ágúst
1918, og Guðjón
Björnsson frá
Gerði í Vest-
mannaeyjum, f.
10. maí 1908. Systkini Guðríðar
eru: Valbjörn, fæddur 8. nóv-
ember 1936, Björg, fædd 8.
janúar 1940, Jóhann, fæddur
ÁRLA morguns endur fyrir löngu.
S'ólin að skríða upp í austri og inn-
siglingin í Eyjum slétt sem spegill.
Gargandi sjófugl í Klettinum og
morgunninn eins fagur og hann
getur orðið. Ég stóð uppi á dekki
á skipi sem í þá daga flutti far-
þega á milli lands og Eyja á einni
nóttu frá Reykjavík, skimaði í land
og kom auga á örfáar sálir á
bryggjunni. Þær tóku á sig skýrari
mynd þegar nær dró og ég þekkti
mitt fólk. Það fór um mig fiðring-
ur. Þama var hún mætt mín mót-
tökunefnd með Guggu vinkonu í
fararbroddi. Ugglaust hafði hvor-
ugri okkar komið dúr á auga þá
nótt, til þess vorum við allt of
spenntar og lífíð of dýrmætt. Vet-
urinn og aðskilnaðurinn að baki
og enn eitt Paradísarsumarið okk-
ar rétt að hefjast. Við máttum
engan tíma missa.
Þessi bemskusumur úti í Eyjum:
„Hlæjandi, ljúfa líf .. .“_Við fund-
um stemmninguna í „Ágústnótt"
Oddgeirs og Árna í Eyjum. Eins
og við væmm í þessu ljúfa lífi
miðju. Gugga vinkona mín í Vall-
artúni og við hin. Mynd hennar
4. september 1942,
og Jón Ingi, fæddur
5. febrúar 1946.
Eiginmaður Guð
ríðar er Sigtryggur
H. Þrastarson, f. 7.
febrúar 1957. Þau
eiga tvo syni, Guðjón
Örn, f. 6. febrúar
1989, og Hlyn, f. 28.
ágúst 1993. Fyrir
átti Guðríður synina
Þóri Þorsteinsson, f.
7. ágúst 1972, og
Davíð Inga Þor-
steinsson, f. 2. maí
1976.
Utför Guðríðar verður gerð
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, og hefst athöfnin
kl. 14.00.
allt í einu svo skýr; tággrönn sem
hún var, létt og lipur, ljóst hárið
úfið í hnakkann, stóra bláu augun
og þessir löngu, grönnu fingur.
Við urðum vinkonur austur á
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, litl-
um byggðarkjama í hlíðum Helga-
fells sem hýsti menn og skepnur
og slatta af krökkum. Með útsýn
út í Bjarnarey og Elliðaey, upp á
land, upp á jökul yfir hafið blítt
og villt á víxl. Þar var okkar ver-
öld, fegursti staður á jörðu trúðum
við, vettvangur lífsglaðrar æsku
og stórra drauma. Stelpur á sjötta
og sjöunda áratugnum.
Við í allt of stórum takkaskóm
og legghlífum í eldhúsinu í Vallar-
túni að bollaleggja drauminn stóra;
að verða fótboltahetjur. Kaffí í
glasi og kringla að dýfa í. Tóta
mamma Guggu að kíma við va-
skinn og Gaui pabbi hennar og
allir þessir stóru bræður, Bjössi,
Jói og Jón Ingi að gantast við
smástelpurnar. Didda systir henn-
ar farin að búa. Og Gugga alltaf
að róta með fingranum grönnu í
mylsnu á borðinu.
Það tíðkaðist ekki í þá daga að
stelpur kepptu í fótbolta. En við
gáfum ekkert eftir, stofnuðum
bara eigið fótboltalið með krökkun-
um í kring; Kirkjubæjarliðið og
öskruðum okkur hásar þess á miili
á öllum fótboltaleikjum í Eyjum;
áfram ÍBV!
Við Gugga að herma eftir skvís-
unum í kring. Vöfðum handklæð-
um þéttingsfast utanum mjaðmirn-
ar sem engar voru, hertum að svo
við máttum okkur vart hræra og
festum með öryggisnælum.
Stauluðumst svo um mölina á allt
of stórum hælaháum skóm með
veski í annarri hendi. Fullorðnir
brostu út í annað en okkur var
ekki hlátur í huga; við vorum pæj-
ur í þröngum pilsum og reyndum
að ganga á hörðu svo glumdi í
undan háum hælunum.
Gugga með fölbleikan varalit
þess tíma á þykkum vörunum uppi
í risherbergi í Vallartúni. Rolling
Stones á fóninum og ég að túbera
hárið hennar. Enn rykmökkur á
veginum eftir drossíuna hans Jóns
Inga sem brunaði frá með nýja
ferðaplötuspilarann á fullu innan-
borðs.
Svo ljúflega streyma þær fram
þessar minningar. Lítil,
hvunndagsleg atvik í lífi venjulegra
íslenskra stelpna, en samt eins og
perlur í huga mér. Gugga og við
að læra að synda í söltum sjó og
allt í einu krabbi í lauginni. í kaffi
og köku hjá móðurfólki hennar á
Löndum á eftir. Við í skjóli upp
við Axlarstein og útsýnið yfir allt.
Að halda okkar fyrstu böll með
krökkunum í bílskúrnum á Kirkju-
bóli og „All you need is love“ með
Bítlunum að koma út. Að príla upp
á oft að gá hvort flaggað væri í
Hraðinu, það boðaði vinnu næsta
dag. Að rölta eftir Görðunum í
niðurbrettum stígvélum og hnésíð-
um, hvítum skyrtum heira úr
vinnu, hlæjandi, fullar af fjöri. Að
komast í reikning á Búr og fá skrif-
aðar pylsur og kók og heyra óma
úr „djúkboxinu“. Að bera fullar
fötur af arfa úr kálgarði á rigning-
ardegi. Að heyja á sólskinsdegi.
Að tína söl og renna til á sleipum
steini. Að setja upp nýja stráhatta
á þjóðhátíð. Að rölta á rúntinum.
GUÐRÍÐUR H.
G UÐJÓNSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
••'t ' • -.. .
Gugga í dyragættinni hjá mér, ég
í dyragættinni hjá henni, við í
dyragættinni hjá Báru í Norður-
bænum. Við, við, við.
Við vorum börn saman og við
urðum unglingar saman. Við lærð-
um að vinna og takast á við lífið
saman. í mörg sumur, ljúf og fal-
leg sumur. Aldrei var dagurinn
nógu langur og aldrei var sumarið
nógu langt. Það haustaði of
snemma og súr beið ég þess að
voraði á ný.
En einhverju sinni haustaði og
voraði ekki ekki aftur á sama hátt.
Leiðir okkar Guggu skildu og lágu
hvor í sína áttina. Við urðum full-
orðnar, eignuðumst okkar eigin
fjölskyldur. Hún úti í Eyjum, ég á
mölinni í Reykjavík. Samt hélt ég
áfram að fylgjast með henni úr
fjarska. Ég var alltaf svo viss um
að einhvern tíma þegar voraði á
ný myndum við hittast aftur,
hlamma okkur niður í grænt safa-
ríkt gras undir steini, heitar af
sólu, ferskar af blænum, skelli-
hlæjandi eins og áður að öllu því
sem við lifðum svo endur fyrir
löngu.
Þess í stað verður minningin að
lifa. Ég ætla að hlúa að henni svo
hún verði bara fallegri og fallegri,
minningin um sumur bernsku okk-
ar úti í Eyjum. Þetta undurfagra
ævintýr sem ljóshærða, bláeyga
telpan sem hét Gugga átti svo stór-
an þátt í að búa til og fylgir mér
ævilangt. Hafi hún þakkir fyrir það
allt, mín kæra æskuvinkona.
Ég og fjölskylda mín sendum
Sigtryggi eiginmanni Guggu, son-
unum Hlyni litla, Guðjóni, Davíð
og Þóri og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Edda Andrésdóttir.
Hinn 13. júní sl. fengum við þær
fréttir að Gugga hefði skyndilega
veikst þá um morguninn, og væri
ekki hugað líf. 16. júní var hún
öll. Eiginmaðurinn stendur eftir
með litlu drengina sína tvo, sem
þau í sameiningu héldu svo vel
utan um. Sá eldri að hefja skóla-
göngu, sá yngri rétt tæplega
tveggja ára.
Ég kynntist Guggu þegar hún
var lítil stelpa, vinkona systur
minnar. Ég minnist lítilla „spóa-
leggja" með hálfgróin sár á hnján-
um, í allt of stórum háhæluðum
skóm. Ég var nokkuð eldri og
orðin mikil kona í þeirra augum.
Árin liðu og ég fylgdist með
Guggu úr fjarlægð. Við hittumst
stundum á förnum vegi og spurð-
um frétta af Ijölskyldum hvor
annarrar.
Svo var það í mars sl. að kynn-
in urðu aftur nánari þegar eigin-
menn okkar stóðu saman í kosn-
ingabaráttu. Gugga tók þátt í öll-
um undirbúningi af miklum áhuga
og dugnaði. Hún átti það til að
drífa í að gera það sem þurfti,
áður en okkur hinum datt það í
hug. Hún hafði drengina sína með
sér öllum stundum. Og þar sem
Sigtryggur er sjómaður, kom þessi
áhugi og dugnaður Guggu sér vel
fyrir hann. Þegar Sigtryggur var
í landi, komu þau oft í heimsókn
með Hlyn litla með sér, og voru
þá málin rædd af miklum móð.
Gugga sagði oft að fólk yrði að
geta staðið á sínum skoðunum og
barist fyrir þeim. Þessara orða
hennar munum við oft minnast.
Það er undarlegt að nú skuli
hún vera horfin héðan, þessi kona
sem var svo lífleg, með stóru, bláu,
svipmiklu augun sín. Hún var
búin að ala upp eldri drengina sína
tvo, þá Þóri og Davíð, og okkur
fannst hlutverki hennar ekki lok-
ið. Hún átti eftir að ala upp yngri
drengina sína. En Sigtryggur er
þeim svo góður faðir að það er
unun á að horfa. Það er erfitt að
vera sjómaður og geta því ekki
sinnt drengjunum alla daga, en
með Guðs hjálp og góðra manna
mun þetta takast.
Sigtryggur minn, megi trú þín
hjálpa þér að sigrast á erfiðleikun-
um. Við vottum þér, Þóri, Davíð,
Guðjóni og Hlyni litla, ásamt öðr-
um ástvinum, innilega samúð okk-
ar og biðjum Guð að leiða ykkur
og styrkja á sorgarstund og um
ókomin ár.
Jóna Andrésdóttir og
Sigurður Ingi
Ingólfsson.
■j- Ólafur Jón
1 Jónsson fædd-
ist í Keflavík 27.
janúar 1907.
Hann lést á Land-
spítalanum 16.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Ólafsson
útvegsbóndi í
Keflavík og kona
hans Jóhanna
Elín Erlendsdótt-
ir. Hann var næst-
yngstur fjögurra
systkina þeirra
Marínar, Erlends
og Svövu og eru þau öll látin.
Hinn 28. október 1929
tkvæntist hann Jónínu Guðnýju
Kristinsdóttur frá Eyrar-
bakka, f. 25. ágúst 1908, d. 8.
júní 1955. Þau eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1) Jón, f. 6. maí
1933, d. 30. janúar 1956,
ÞAÐ VAR fyrir 38 árum sem ég
kynntist tengdaföður mínum, Ólafí
Jóni Jónssyni. Ég hafði þó vitað
hver hann var, því allir Keflvíking-
ar þekktu Óla Jón á þeim tíma,
einn af þessum innfæddu Kelfvík-
ingum. Okkur varð vel til vina og
man ég ekki eftir einu einasta
skipti að okkur hafí orðið sundur-
orða.
Óli Jón var einstaklega þægileg-
ur maður í umgengni, rólegur og
yfirvegaður. Þó var stutt í brosið.
Hann hafði alveg einstaklega gott
minni 0g gaman var að hlusta á
ókvæntur og barn-
laus. 2) Guðbjört, f.
20. ágúst 1940, gift
Kristjáni Hanssyni.
Þau eiga tvær dætur
og tvö barnabörn.
3) Esther, f. 10. maí
1945, d. 23. septem-
ber 1994, gift
Bjarna Valtýssyni.
Þau áttu þijú börn
og tvö barnabörn.
Auk þess ólst upp
bjá þeim Jónínu og
Ólafi systurdóttir
hennar og bróður-
dóttir hans, Þóranna
Kristín, f. 17. september 1930,
gift Pétri Péturssyni. Þau
eignuðust fjögur börn, þar af
er eitt látið, sex barnabörn og
tvö barnabarnabörn.
Útför Ólafs Jóns fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hann rifja upp gamla tímann í
Keflavík. Hann sagði skemmtilega
frá._
Óli Jón hafði gaman af að ferð-
ast og þá sérstaklega um Island,
enda fróður um það eins og ann-
að. Margar voru ferðinar sem
farnar vora bæði eftir þjóðvegin-
um og eins yfír öræfín. Hann vildi
fá að vita allt sem hægt var um
þá staði sem hann hafði ekki kom-
ið á áður og helst vildi hann stoppa
við hvert skilti til að lesa hvað á
því stæði.
Óli Jón hafði gaman af að taka
myndir og tók hann mikið af þeim
á þessum ferðalögum okkar og þá
helst af bæjum og sögufrægum
stöðum. Myndimar setti hann síðan
inn í albúm og merkti hveija myndi
frá hvaða stað hún var og undraði
mig oft að hann skyldi muna öll
þessi bæjamöfn og af hvaða bæ
hver mynd væri. Aðeins einu sinni
man ég eftir því að hann áttaði sig
ekki á mynd af einhveijum bónda-
bæ sem hann hafði tekið mynd af
og þá var sest á rökstóla til að riija
upp ferðina og reyna að fínna út
af hvaða bæ myndin væri, því allt
þurfti að vera rétt.
Oft fannst honum við yngra fólk-
ið vera að flýta okkur helst til
mikið og minnist ég þess er við
eitt sinn voram á ferð á holóttum
vegi frá Höfn að Skaftafelli að
honum fannst ég keyra nokkuð
greitt en hann langaði til að taka
mynd á leiðinni og þegar við vorum
að nálgast staðinn, sem var Hof í
Öræfum, sagði hann: „Það er nóg
að þú bara hægir aðeins á þér, ég
tek bara myndina út um
gluggann.“
Óli Jón var alveg einstakt snyrti-
menni. Hver einasti hlutur átti sinn
stað þar sem hann gat gengið að
honum hvenær sem var og ef feng-
inn var einhver hlutur eða verk-
færi að láni án hans vitneskju sá
hann það alltaf. Þó reynt væri að
ganga frá honum nákvæmlega eins
og hann hafði gert var það aldrei
alveg eins.
ÓIi Jón fór ungur til sjós eins
og tíðkaðist á þeim tímum og
stundaði hann sjóinn til ársins 1943
er hann hóf störf hjá dráttarbraut
Keflavíkur, lengst af sem verk-
stjóri í uppsátri og þótti hann ein-
staklega traustur í því starfí. Oft
var hann fenginn til að sjá um
upptöku báta í slippnum eftir að
hann var hættur störfum þar. Þá
var hann á fragtskipi í nokkur ár,
lengst af á ms. Kötlu, þar sem
hann ávann sér traust og virðingu
skipsfélaga sinna. Síðustu ár starf-
sævinnar var hann áhaldavörður
hjá Keflavíkurbæ.
Óli Jón mundi tímanna tvenna
og fyrr á árum rétt eins og nú
þurfti að vinna mikið til þess að
sjá íjölskyldunni farborða. í mörg
ár eða fram til 1948 átti hann kind-
ur. Það var heilmikil búbót og til
að afla fóðurs ræktaði hann upp
tún alveg frá heimili sínu og út að
Gróf. Hann var laghentur með af-
birgðum og kom það sér vel, því
alltaf þurfti að gera við ýmsa hluti
og smíða nýja, enda féll honum
sjaldan verk út hendi. Margar voru
stundimar sem hann var úti í skúr
við að dytta að ýmsu 0g saknaði
hann þess helst er heilsan fór að
bila að geta ekki farið í skúrinn
að sýsla eitthvað.
Það er margs að minnast frá
löngum tíma og sérstaklega minn-
ist ég aðfangadagskvöldanna þeg-
ar fjölskyldan kom saman á heim-
ili tengdaföður míns um kl. 11 um
kvöldið í kökur og heitt súkkulaði.
Var þá setið og spjallað saman
fram eftir nóttu.
Lífíð hefur sannarlega ekki alltaf
verið dans á rósum fyrir tengdaföð-
ur minn. 48.ára gamall missti hann
eiginkonu sína eftir 26 ára farsælt
hjónaband og sjö mánuðum seinna
drakknaði einkasonur hans. Hinn
23. september síðastliðinn missti
hann svo yngri dóttur sína úr sama
sjúkdómi og varð konu hans að
aldurtila.
I 28 ár hefur hann búið einn á
heimili sínu á Kirkjuvegi 48 og séð
um sig sjálfur. Þannig vildi hann
hafa það, enda alltaf verið sjálfum
sér_ nógur.
Óli Jón var alla tíð heilsugóður.
Síðastliðinn vetur var honum þó
erfiður, en með hækkandi sól virt-
ist allt á batavegi. En þá kom kall-
ið og lést hann 16. júní, nákvæm-
lega 40 árum eftir að kona hans
var jarðsett.
Ég kveð tengdaföður minn með
miklu þakklæti. Það var þroskandi
að fá að kynnast honum og af
honum lærði ég mikið.
Hvíli hann í Guðs friði.
Kristján Hansson.
Okkur er ljúft að minnast afa
okkar, Óla Jóns, sem er látinn í
hárri elli.
Alla okkar tíð bjó afí á Kirkju-
veginum og tók á móti okkur með
opinn faðminn í hverri heimsókn.
Var þá oft á boðstólum matarkex
bleytt í kaffi, normalbrauð með
smjöri, súkkulaðimoli eða ópal-
pakki. Hann sagði okkur líka sögur
frá fyrri tímum, sögur sem við
nútímabörnin héldum að væru bara
til í bókum um „gamla daga“. Þetta
vora skemmtilegar stundir, stundir
sem við hefðum ekki viljað vera
án. Þannig voru líka jólin, aldrei
vantaði spilastokkinn og lakkrís-
pokann í jólapakkana okkar bama-
barnanna. Heitt súkkulaði og kökur
á miðnætti aðfangadags, með allri
fjölskyldunni, að ógleymdum
frænda okkar Óla Ingibergs voru
stundir sem aldrei brugðust.
Svona flæða minningamar fram
hver annarri ljúfari. í Iokin viljum
við þakka honum fýrir allar þær
stundir sem við áttum saman og
biðjum Guð um að blessa minningu
hans.
Jónína, Iris, Ruth,
Guðrún og Karen.
ÓLAFUR
JÓN JÓNSSON