Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 32

Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 i . . LAUGARDAGUR 24. JUNI 1995 FRIÐRIK MARGEIRSSON + Friðrik L. Mar- geirsson fv. skólastjóri var fæddur á Ögmund- arstöðum í Skaga- firði 28. maí 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Pálsdóttir, f. 4.1. 1900, d. 14.9. 1919, og Margeir Jóns- son, kennari og fræðimaður, f. 15.10. 1889, d. 1.3.1943. Seinni kona Margeirs er Helga Osk- arsdóttir, f. 22.1. 1901. Börn þeirra eru: Hróðmar, Jón Helgi, látinn, Margrét Eybjörg, Jón Kristvin og Sigríður. Árið 1947 kvæntist Friðrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Aldínu Snæbjörtu Ellertsdótt- ur frá Holtsmúla í Skagafirði, f. 13.5. 1926. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Helga Ingi- björg, f. 10.9. 1948, maki Krist- inn Hauksson, f. 6.10. 1947. Þau eiga þijú börn og eitt barnabarn. 2) Heiðrún, f. 22.11. 1949, maki Sveinn Rúnar Sig- fússon, f. 5.8. 1946. Þau eiga þrjú börn. 3) Hallfríður, f. 15.12. 1950, maki Sigurður Jón Þor- valdsson, f. 4.3. 1953. Þau eiga tvo syni. 4) Jóhann, f. 21.6. 1953, maki Hildur Sigríður Sigurðardóttir, f. 9.1. 1953. Þau eiga tvo syni. 5) Friðrik Margeir, f. 15.10. 1960, maki Sigur- laug Hrönn Val- garðsdóttir, f. 11.4. 1961. Þau eiga tvö börn. 6) Valgerður, f. 26.10. 1962, frá- skilin, hún á tvö börn. 7) Páll, f. 23.8. 1967, maki Guðný Hólmfríður Axelsdóttir, f. 2.2. 1967. Þau eiga eina dóttur. Árið 1949 lauk Friðrik cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum og hóf þegar sama ár kennslu við Gagnfræðaskólann á Sauð- árkróki og Iðnskóla Sauðár- króks. Skólastjóri Iðnskólans var hann frá 1951—1964 og skólasljóri Gagnfræðaskólans frá 1956 uns hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir fyrir tíu árum. Friðrik verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju I dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. AFI MINN, Friðrik Margeirsson, er látinn. Það var sárt að vita til þess að svo hraustur maður skyldi veikjast svo skyndilega og láta lífíð stuttu seinna. Það var aðeins rúmri viku áður sem hann gat hlaupið á eftir hrossunum sínum, sem voru hans líf og yndi, dekrað við þau eins og sín eigin böm og eytt með þeim heilu dögunum. Hann var líka oft niðursokkinn í bækur, las mikið eins og flestir fróðir menn gera, enda átti hann stórt og mikið bóka- safn sem var hreinn fjársjóður ung- um krökkum sem vildú'skoða eitt- hvað nýtt og spennandi, af nægu var að taka. Það var alltaf heilmikið ævintýri að fara norður í land og eyða sumr- inu hjá afa og ömmu, að fara á hestbak og hjálpa til við heyskap- inn. En nú er hann elsku afi minn horfinn yfir móðuna miklu og við getum ekki farið oftar saman út í hesthús, út á tún, á hestbak eða í heyskapinn. Elsku afí minn, þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þú sem varst alltaf til staðar ef vandamál komu upp eða þar sem mannfagnaður innan fjölskyldunnar átti sér stað, þú veittir huggun og þú veittir gleði. Þessum stundum mun ég aldrei gleyma. Vertu sæll, afí minn, og megi Guð varðveita sálu þína. Heiðar Örn. Friðrik Margeirsson var einn þeirra manna sem ungir hleyptu heimdraganum til að leita sér auk- innar þekkingar og tók stúdents- próf frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1941, en síðan lá leið hans í Háskóla íslands þar sem hann stundaði íslensk fræði og lauk þaðan magistersprófi. Meðfram námi í Háskólanum kenndi hann við ýmsa skóla á Reykjavíkursvæðinu, en að loknum prófum var komin tími til að snúa aftur heim, og taka til starfa þar sem hann vildi helst vera, heima í Skagafírði. Á meðan á háskólanáminu stóð kvæntist Friðrik eftirlifandi eigin- konu sinni Öldu Ellertsdóttur frá Holtsmúla og bjuggu þau sér heim- ili á Sauðárkróki, lengst af á Hóla- vegi 4. Jafnframt því að kenna við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann á Sauðárkróki stundaði Friðrik búskap á Ögmundarstöðum, og gat hann þannig tengt þá tvo þætti sem áttu í honum hvað sterkust ítök, en það var kennsla og íslensk fræði annarsvegar, en hinsvegar og ekki ÞÓRIR ÓLAFSSON + Þórir Ólafsson fæddist í Reykja- vík 2. október 1922. Hann lést á heimili sínu 15. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Teitsson, skipstjóri, f. í Ráðagerði í Görð- um á Alftanesi 12. janúar 1878, og Kristín Káradóttir, húsmóðir, f. í Lamb- haga í Mosfellssveit 14. júlí 1897. Þórir ólst upp fyrstu æviár sín á Spítalastíg 10 en síðan Bergstaða- stræti 30. Hann átti einn albróð- ur, Karl Pálma Ólafsson, leigu- bílstjóra, og þijú hálfsystkini samfeðra, þau Guðmund Waage, Jósefínu Waage, húsmóður, og Valborgu Waage, húsmóður. Þau þijú eru öll látin. Þórir kvæntist Petrínu Krist- ínu Björgvinsdóttur hinn 8. nóv- ember 1947. Foreldrar hennar voru Kristín Jóhannesdóttir, húsmóðir, og Björg- vin Guðmundsson, trésmiður. Þórir og Petrína eignuðust þijú börn, þau Kristínu, Kolbrúnu og Ólaf, fimm barnabörn og fjög- ur barnabarnabörn. Kristín er verslun- arskólagengin, hús- móðir og býr i Reykjavík, og er gift Kristjáni Daða- syni, málarameist- ara. Kolbrún er meinatæknir og er búsett í Svíþjóð. ÓI- afur er guðfræðingur og býr í Reykjavík. Börn Kristínar eru Þórir Ólafur Skúlason og er hann giftur Fanneyju Sigur- geirsdóttur og eiga þau þijú börn, Atla, Unni og Borgar, og Árni Benedikt Skúlason og á hann einn son, Sigurð Magnús. Börn Kolbrúnar eru Birna, Þórir og Kolbrún Aronsbörn. Fyrstu sjö árin bjuggu Þórir og Petrína MINNINGAR síður var Friðrik maður sem naut útjvistar, gróinnar jarðar og umsýlsu búpenings. Árið 1951 tók Friðrik að sér skólastjórn Iðnskólans og gegndi því starfi til 1964 en einnig var hann skólastjóri Gagnfræðaskólans frá 1956, en þar varð starfsvett- vangur hans allt til þess er hann lét af störfum vorið 1984. Ég sem þessar línur skrifa, vann aðeins einn vetur og þá sem stunda- kennari fáeina tíma á viku undir stjórn Friðriks Margeirssonar. Mér duldist hins vegar ekki að Friðrik var mildur stjórnandi, sem þótti verulega vont ef einhverra hluta vegna, að skólastarfið gekk ekki fram á þann veg sem ætlast var til. Ef fyrir kom að nemandi var sendur til skólastjóra, veit ég að Friðrik tók mildilega á yfírsjóninni, ræddi málin og sýndi fram á hvað betur hefði mátt fara, og lagði sig fram um að ná fram bættri heðgun með viðræðum og rökum. Veit ég að ýmsir töldu óhætt að ganga fetinu framar en æskilegt hefði verið af þessum sökum, en veit einnig, að margir hafa síðar skilið betur og metið það hversu mann- lega og hlýtt skólastjórinn tók á málum. En skaplaus var Friðrik Mar- geirsson ekki, og þætti honum hall- að málum var hann þungur á bár- unni og fastur fyrir. Þegar ég tók fyrirvaralítið við skólastjóm Barnaskóla Sauðár- króks, reynslulítill sem kennari og nánast ókunnur öllu sem laut að stjórnun skjólastofunnar, var mér ekki lítils virði að hafa Friðrik í nágrenninu, mann sem seint og snemma var hægt að leita til og taldi ekki eftir að vísa mér leið til þess, að stjórn stofnunarinnar og skólastarfíð allt mætti ganga eins vel og kostur var. Slíka menn, sem ekki telja eftir að taka steina úr götu samferðamanna, er gott að eiga að vinum og samstarfsmönn- um. Friðrik Margeirsson talaði kjarngott íslenskt má), var ágæt- lega vel ritfær, og átti hann í fórum sínum mikið af fróðleik ýmiskonar, sem gaman var að heyra hann segja frá, en var einnig prýðilega hagmæltur og hafði gjarnan á tak- teinum vísur sem áttu við í það og það skiptið. Eins og áður er fram komið átti sveitin sterk ítök í Friðrik, og allt til hins síðasta átti hann góða hesta sem hann naut að annast og aldrei virtist honum líða betur né var hann kátari en þegar við hittumst á götu og hann var á leið til eða frá þessum vinum sínum, nýkominn frá því að hafa lagt á, eða þegar hann benti mér á að ólíkt gæti mér nú liðið betur alla vega, ef ég hefði manndóm í mér til þess að eignast hest og bregða mér á bak einstöku sinnum. Nú þegar sól er hæst á lofti, í Bergstaðastræti 30. Síðan byggðu þau sér heimili í Heið- argerði 68 í Reykjavík og hafa búið þar í 40 ár. Þórir lauk prófi sem loftskeytamaður árið 1943. Fyrst vann hann sem magnaravörður hjá Ríkisút- varpinu, en síðan sem loft- skeytamaður á útvarpsstöðinni á Vatnsenda, þar sem hann vann allt til ársins 1987, er hann varð að láta af störfum sakir veikinda. Hann lauk sím- virkjameistaraprófi á starfs- ferli sínum. Útför Þóris fór fram frá Grafarvogskirkju í gær. SUMUM kynntumst við vel og þekkj- um lengi, en aðra þekkjum við skem- ur og jafnvel alltof stutt. Þannig finnst mér að ég hafí þekkt Þóri skamma stund. Við kynntumst fyrir um sex árum þegar ég kvæntist Kristínu dóttur hans. Kynni okkar voru traust og áttum við margar góðar stundir saman. Þórir var glað- lyndur og glettinn og kunni vel að segja frá. dagur er lengstur og „nóttlaus vor- aldar veröld", sveipar Skagafjörð hefur Friðrik Margeirsson lagt á í síðasta sinn. Löngu og góðu dagsverki er lok- ið, í skólum Sauðárkróks þar sem Friðrik naut þess að sjá „að oft verður góður hestur úr göldum fola“, og einnig við fjölmörg trúnaðarstörf önnur sem samfélag- ið lagði honum á herðar. Við sem vinnum við skólana á Sauðárkróki minnumst góðra daga með Friðrik Margeirssyni og þökk- um honum vináttu og öll hans störf. Eiginkonu hans Öldu Ellertsdótt- ur og afkomendum votta ég mína innilegustu samúð. Drottinn blessi minningu Friðriks Margeirssonar. Björn Björnsson. Samferðamönnum fækkar. Einn af öðrum hverfa þeir yfir móðuna miklu. Ekki fer það að jafnaði eft- ir ákveðinni aldursröð. Kallið kem- ur þegar minnst varir, stundum viðkomandi að óvörum en stundum með nokkrum fyrirvara. Einn vina minna og samferðamanna, Friðrik Margeirsson, sem var fyrir nokkr- um dögum hress og að því er virt- ist fullur af lífsþrótti og áhuga á búskap og hrossarækt, áhugamál- um sínum, hefur nú haft vista- skipti og er fallinn frá eftir fárra daga legu og snarpa baráttu við dauðann. Fyrir nokkrum dögum kenndi hann nokkurs sjúkleika og var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðár- króki. I fyrstu virtist allt snúast til betri vegar og þegar ég heim- sótti hann þangað var hann hress og bjartsýnn um bata. Ég átti því þá von að brátt mundi ég mæta honum á götu á lejð til þess að sinna hugðarefnum sínum. En allt fór á annan veg. Skyndilega versn- aði honum sjúkleikinn svo að ekki varð við neitt ráðið og andaðist hann mánudaginn 12. júní sl. Ásamt heimanámi stundaði Friðrik nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og síðan í Mennta- skólanum í Reykjavík og tók þaðan stúdentspróf 1941. Síðan lá leið hans í Háskóla íslands og lauk hann þar námi í íslenskum fræðum með magistersprófi 1949. Jafn- framt námi stundaði hann kennslu við ýmsa skóla í Reykjavík. Að námi loknu fluttist hann norður á Sauðárkrók til kennslu- starfa við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólann þar. Skólastjóri Iðnskólans var hann frá 1951 til 1964 og skólastjóri Gagn- fræðaskólans frá 1956 til 1984. Á heimili þeirra Öldu og Friðriks hefur alla tíð verið gestkvæmt, enda vel tekið á móti hveijum þeim, sem að garði bar. Böm þeirra öll sjö hafa skapað sér traustar stöður og starfsvettvang í lífinu. Leiðir okkar Friðriks lágu fyrst Oftar en ekki bar dægurþras þjóð- málanna á góma. Oftast vorum við á öndverðum meiði og þá varð heldur en ekki líf í tuskunum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á flestum hlut- um og varð þeim ekki haggað. Ég gerði jafnvel í því að vera á öðru máli, jafnvel þó að ég hafi á stundum verið sammála honum. Þó samfylgdin í þessu lífi hafí ekki verið löng í mannárum talið skilur Þórir eftir sig sterkar minning- ar um allar samverustundirnar. Ég sendi Petrínu, bömum, bama- börnum, öðrum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu iagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Krístján Daðason. Vegana mistaka við birtingu þessarar minningargreinar í Morgunblaðinu í gær er hún end- urbirt. saman er hann kom til Sauðár- króks til kennslustarfa. Strax bundumst við vináttuböndum, sem héldust alla tíð. Samstarf í skóla og að skólamálum var ætíð með ágætum. Leiðir okkar í og úr skóla lágu lengst af saman og var því oft komið við hjá þeim Öldu og Friðrik, þeginn kaffisopi og spjall- að saman. Fjölskyldur okkar voru báðar barnmargar og bömin á svipuðum aldri og áttu því oft sam- leið í leik og starfi. Þau voru tíðir gestir á heimilum hvert annars og léku sér saman. Á þeim árum, sem börnin voru að alast upp, var hér mikill áhugi fyrir sundíþróttinni og áttu Skagfirðingar fjölmennan hóp unglinga, sem á margra ára tíma- bili skaraði fram úr í sundi á Norð- urlandi. Ég minnist ánægjulegra stunda með sundhópnum á heimili þeirra Friðriks og Öldu eftir vel heppnaðar sundferðir og til að efla samhug hópsins, enda voru syst- urnar á Hólavegi 4 drjúgur hluti þessa sundhóps. Þar var sungið og glaðst saman. Fyrir þessar sam- verustundir vil ég nú þakka sér- staklega. Friðrik Margeirsson var traustur vinur vina sinna, hjálpsamur og velviljaður. Hann var fróður um marga hluti, hafði skemmtilegan frásagnarmáta og var vel hagorð- ur. Þannig heyrði ég hann fara með löng fréttabréf til vina sinna í bundnu máli. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða völdum en var trúr þeim störfum, sem hann tók að sér að vinna. Ég hefi áður minnst á áhuga Friðriks á búskap og hrossarækt. Jafnframt kennslustörfum stund- aði hann ætíð smábúskap og að mestu á Ögmundarstöðum. Eftir að hann hætti kennslu sneri hann sér í ríkari mæli en áður að hrossa- rækt. Hann hafði gott vit á hross- um, uppeldi þeirra og tamningu, eins og sönnum Skagfirðingi sæmdi, og var búinn að koma sér upp hrossastofni, sem hann hafði miklar væntingar um. Síðustu árin eyddi hann mestum hluta tíma síns í að vinna að þessum hugðarefnum. Við hjónin söknum mjög vinar í stað þar sem Friðrik var. Heim- sóknum til annarra en barna okkar hefur fækkað með árunum. Til þess liggja margar ástæður. Til Friðriks og Öldu hlutum við þó alltaf að koma öðru hvoru til að rifja upp gamlar minningar okkur öllum til ánægju og gleði, það var bara einn þáttur lífsins. Við sökn- um þess mjög að höggvið hefur verið svo stórt skarð í vinahópinn. Ég vil að lokum fyrir hönd konu minnar og barna þakka öll sam- skipti og votta Öldu, börnum henn- ar og, fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minnumst þess að við andlát Friðriks Margeirssonar kvöddum við góðan dreng. Guðjón Ingimundarson. Friðrik var hinn mætasti skóla- maður og virtur og vel metinn af samstarfsmönnum sínum og nem- endum. Hann hafði góða reglu og stjórn á öllum hlutum, var lipur og laginn í samskiptum, einkar samviskusamur og vandaður í öll- um sínum störfum bæði kennslu og skólastjóm og naut því farsæld- ar í starfi. Lengi framanaf bjó skólinn við þröngan húsakost sem eins konar hjábarn í barnaskóla- húsinu. Úr því rættist þó um síðir. Varð Friðrik þeirrar ánægju að- njótandi að sjá stórt og myndarlegt skólahús rísa fyrir Gagnfræðaskól- ann áður en starfsferli hans lauk. En vitaskuld var það erfiður og annasamur tími fyrir skólastjórann meðan á byggingu stóð. Þegar lit- ið er yfir farinn veg og farsælt starf leikur ekki á tveimur tungum að Friðrik Margeirsson átti veru- legan hlut að því að gera Sauðár- krók að þeim menningarbæ sem hann nú er orðinn. Friðrik var ekki metorðagjarn maður, sóttist lítt eftir völdum og kærði sig ekki um að baða sig í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.