Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 37
FRÉTTIR
■ FYRSTA sumaratskákmót
Taflfélagsins Hellis hefst þriðju-
daginn 27. júní kl. 20.- Mótinu verð-
ur fram haldið fimmtudaginn 29.
júní kl. 20. Tefldar verða 25 mín-
útna skákir, 6 umferðir. Teflt verð-
ur i Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Hellir hefur undanfar-
in þrjú ár haldið voratskákmót fé-
lagsins sem hefur verið vel sótt.
Þykir því réttiið brydda upp á þeirri
nýjung að halda sumaratskákmót
nú í sumar.
■ GOLFKL ÚBB URINN Dalbúi
á Laugarvatni býður nýjum og
eldri félagsmönnum upp á ókeypis
golfkennslu. Hún fer fram á nýja
vellinum í Miðdal laugardaginn 24.
júní kl. 13-16. Nýir félagar eru
velkomnir.
■ DREGIÐ hefur verið í happ-
drætti Samtaka um kvennalista
og komu vinningar á eftirtalin núm-
er: 59, 340, 447, 471, 571, 931,
1181, 1389, 1641, 1670, 1756,
1794, 1860, 2088, 2096, 2238,
2311, 2462, 2556, 2741, 2769,
2794, 2848, 2928, 2945, 2954,
3252, 3535, 3555, 3561, 3711,
3838, 4378, 4404, 4594, 4722,
4850, 4967, 5057, 5081, 5091,
5469, 5537, 5638, 5657, 5694,
6142, 6384, 6387, 6881, 7244,
7259, 7282, 7369, 7503, 7722,
7723, 7911, 8287, 8409, 8538,
8581, 8671, 8905, 8990, 9161,
9171, 9690, 9704, 9943.
(Númer birt án ábyrgðar)
Skeljungur opnar
nýtt húsnæði
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
SKELJUNGUR hf. opnaði nýtt hús-
næði fyrir starfsemi sína í Eyjum
fyrir skömmu. Þar verða í sama
húsnæðinu skrifstofur Skeljungs,
Skeljungsbúðin og Tvisturinn, sem
er bensínasala og sjoppa. Um leið
og flutt var í nýja húsnæðið tók
Birgir Sveinsson, eigandi Tvistsins,
við umboði Skeljungs í Eyjum af
Sveinbirni Hjálmarssyni, sem hefur
verið umboðsmaður Skeljungs í
Vestmannaeyjum um árabil.
Húsnæði Skeljungs er við Faxa-
stíg og er því skipt niður undir hina
ýmsu starfsemi sem þar er. í einum
hluta húsnæðisins er Tvisturinn, en
þar verða seldar almennar sjoppu-
vörur auk þess sem boðið er upp á
ýmiskonar skyndibita og bensínsala
er í höndum Tvistsins.
í Tvistinum er bæði hægt að
kaupa beint í bílinn, gegnum lúgu,
eða fara inn og láta fara vel um sig
við borð í rúmgóðu húsnæðinu og
það er ekki bara opið í Tvistinum
frá morgni til kvölds, því um helgar
er þar einnig nætursala.
Við hlið Tvistsins er Skeljungs-
búðin, þar sem Georg Þór Kristjáns-
son hefur verið ráðinn verslunar-
stjóri. í Skeljungsbúðinni fást allar
olíuvörur, en auk þess er ýmislegt
fleira á boðstólum, svo sem grill og
grilláhöid, veiðivörur, útivistarfatn-
. i llMMIÍII
Útivistar- og skógar
dagur í Esjuhlíðum
EFNT verður til útivistar- og skóg-
ardags fyrir alla fjölskylduna í
Esjuhlíðum í dag, laugardag. Dag-
skráin hefst kl. 13 og stendur til
kl. 17.
Það eru Rannsóknaráð Skóg-
ræktar ríksins við Mógilsá á Kjal-
arnesi, Skeljungur hf., Ferðafélag
| Islands, Vegagerð ríkisins og Rolf
j Johansen & Co. sem standa að
, útivistardeginum en mikið starf
1 hefur verið unnið á undanförnum
árum til að auðvelda almenningi
aðgengi að svæðinu.
Meðal þess sem gestum og
gangandi verður boðið upp á er
kynning á hinu fjölþætta rann-
■ Á MIÐBAKKANUM við
Reykjavíkurhöfn verður ýmislegt
í boði laugardag og sunnudag. í
stóru tjaldi verður fiskmarkaður og
| kaffí og tesala upp á gamla mátann
og ýmislegt kynnt sem tengist sjón-
um. A Hvalnum, útivistarsvæði
Miðbakkans, bætist Hafgúan og
Marbendill við dýralífið í kerunum.
Flaujað verður og breiddur saltfísk-
ur ef veður leyfír. Hægt verður að
kaupa slægðan fisk upp úr báti.
(
I
(
sóknastarfi sem fram fer við Mó-
gilsá. Gerð verður grein fyrir til-
raunum sem verið er að gera með
nýja landnema af trjá- og runna-
tegundum auk þess sem birkirækt-
in verður kynnt sérstaklega. Farið
verður í göngutúra um skógarreit-
ina undir leiðsögn fagmanna og
ráðgjöf veitt um ræktun nýrra
skóga. Á gönguleiðunum verður
boðið upp á hressingu. Þá verður
einnig farið í göngutúr undir leið-
sögn um söguslóðir í Esjunni.
Almenningi auðveldað aðgengi
Á undanförnum árum hefur
verið unnið starf til að auðvelda
fólki aðgengi um hlíðar Esju.
Skógrækt ríkisins hefur með að-
stoð Skeljungs hf. lagt og merkt
stíga í skógarreitunum ofan við
Rannsóknastöðina við Mógilsá og
Ferðafélag íslands hefur lagað og
endurbætt göngustíginn efst í
Esjunni. Vinnuskólar Reykjavíkur
og á Kjalarnesi hafa lagfært neðri
hluta stígsins og Vegagerðin tekið
í notkun nýtt áningarstæði við
Mógilsá fyrir útivistarfólk sem
leggur leið sína í Esjuhlíðar.
Bandag-
trukkur á
ferð um
landið
TUTTUGU og fimm tonna
Trans Europe-trukkur með
tengivagni kemur til landsins
26. júní nk. á vegum Sólningar
hf. en trukkurinn er í eigu
Bandag-fyrirtækisins sem er
leiðandi í kaldsólun á hjólbörð-
um í heiminum.
Umboðsaðilar á vegum
Bandag, þar á meðal Sólning
hf., sóla árlega um 12 miHjónir
hjólbarða.
Trukkurinn, sem er af gerð-
inni Mac, dregur tengivagn
sem er vel útbúinn fundar- og
sýningarsalur og rúmar 15
manns í sæti.
Sólning hf. hefur skipulagt
hringferð um landið með við-
komu á Höfn í Hornafirði,
Egilsstöðum, Akureyri, Sauð-
árkróki, Borgarnesi, Selfossi
og Suðurnesjum auk höfuð-
borgarsvæðisins en ferðin
hefst 27. júní nk. á Höfn.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
NYTT húsnæði Skeljungs í Eyjum.
aður og ýmislegt fyrir bílinn.
Nær öll starfsemi Skeljungs í
Eyjum er nú undir sama þaki, að
undanskildum smurolíulager fyrir-
tækisins sem er í gamla húsnæði
fyrirtækisins við Strandveg, en
stefnt er að því að flytja hann síðar
í Skeljungshúsið við Faxastíg.
í tilefni af þessum breytingum hjá
fyrirtækinu verður haldin hátíð í dag
og lýkur henni með því að þátttak-
endurnir 900 á pollamóti í fótbolta
sem fram fer í Eyjum um helgina,
fara í skógrækt með Skeljungi og
gróðursetja trjáplöntur í Löngulág
fyrir ofan malarfótboltavöllinn.
Tijáplönturnar verða eftirleiðis kall-
aðir íslendingar.
Handfang
í fullri hæð
Inngjöf í
handfangi
Vélina -
má leggja
saman
OF DENMARK
GINGE S 46 SNOTRA
Gerðu bestu Go#9ríp
kaupin!
Verð
áður
kr.
2G
955
Kraftmikill
3,75 hp mótor
með stöðugu
snúningsátaki
Breið og sterk hjol
með hjólalyftum
Slattubreidd
46 sm
Niðsterkur
skjöldur með
innbrenndu
lakki
Raogreiöslup
elnnig á tllboöil
G.A. PETURSSON HF
Faxafen 14 • Sími 568 5580
Sláttuvélamarkaöurinn
VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA
SHIá auglýsingar
FÉLAGSÚF
I
í
i
□ EDDA 5995062418 I H.v.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MfiRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 25. júní
Kl. 10.30 Náttúruminja-
gangan, lokaáfangi
Djúpavatn - Selatangar
Áttundi og síðasti áfangi nátt-
úruminjagöngunnar vinsælu.
Þetta er lengsti áfanginn, en
meö þeim skemmtilegri og fjöl-
breyttari. Leiösögn veröur í
höndum jarðfræðinganna Hauks
Jóhannessonar og Sigmundar
Einarssonar. Verð. 1.000 kr.
Rútan fylgir hópnum.
Kl. 13.00 Selatangar,
fjölskylduferð
Þetta er gamall útróðrastaður
með merkum fornminjum, m.a.
fiskabyrgjum, sjóbúðum og refa-
gildrum. Tilvalin fjölskylduferð.
Verð. 1.000 kr. frítt f. börn m.
fullorönum.
Kl. 8.00 Þórsmörk
Fyrsta sunnudagsferðin í Þórs-
mörk. Stansaö 3-4 klst. í Þórs-
mörkinni. Verð. 2.700 kr. (hálft
gjald f. 7-15 ára).
Brottför f ferðirnar frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands.
Hallveigarstig 1 »simi 614330
Dagsferð laugard. 24. júní
Kl. 9.00 Ingólfsfjall.
Fjallasyrpa 2. áfangi.
Verð kr. 1.500/1.700.
Dagsferð sunnud. 25. júní
Kl. 10.30 Krísuvík - Herdísarvík.
Gengin gömul póstleið.
Verð kr. 1.500/1.700.
Brottför frá BSl, bensínsölu,
miðar við rútu. Einnig uppl. i
Textavarpi bls. 616.
Helgarferð 31 .júní-1. júlí
Básar i Þórsmörk
ATH.: Tjaldsvæði i Básum eru
fullbókuð og lokuð nema gegn
framvísun staðfestingar á pönt-
unum. Vinsamlegast hafiö sam-
band við skrifstofu og sækið
staðfestingar.
Upplýsingar og miðasala á
skrifstofu Útivistar.
Útivist.
KRISTIÐ SAMFÉLAG
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þingvellir
helgina 24.-25. júní.
Dagskrá:
Laugardagur kl. 13.30: Ævin-
týraferð á Jónsmessu um Suð-
urgjár. Náttúruskoðun. Farið kl.
13.30 frá Valhallarplani. Tekur 3
klst. Takið með ykkur nesti og
skjólfatnað.
Kl. 14.00 Jónsmessutónleikar i
Þingvallakirkju. Laufey Sigurðar-
dóttir leikur á fiðlu og Páll Eyj-
ólfsson á gítar.
Kl. 14.00 Náttúruskoðun og leik-
ir fyrir börn við Þingvallakirkju.
Sunnudagur kl. 11.00: Helgi-
stund fyrir börn í Hvannagjá.
Kl. 15.00 Þinghelgarganga frá
Þingvallakirkju eftir guðsþjón-
ustu.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Brauösbrotning kl.
11.00. Ræðumaöur Svanur
Magnússon. Almenn samkoma
kl. 20.00. Ræðumaður Hafliöi
Kristinsson.
Miðvikudagur:
Bibliulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
1